Aileen Wuornos & Tyria Moore

Aileen Wuornos í essinu sínu!

Tyria Moore.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aileen Wuornos: The selling of a serial killer er heimildarmynd um mál Aileen og Tyriu. Myndin byggir á sögu Aileen, þar er sýnt réttarhöld Aileen og viðtöl við hana og fleiri sem komu að málinu.

 

Monster er mynd sem er byggð á sögu parsins. Myndin segir sögu þeirra vel og leikkonan sem leikur Aileen, Charlize Theron, nær að túlka persónuleika Aileen mjög vel. Myndin sýndi vel glæp þeirra og maður sér mjög vel að myndin er byggð á máli þeirra.

 

Myndin Monster í leikstjórn Patty Jenkins.

 

Kynning á málinu

Aileen var vændiskona á hraðbrautum Florida, síðan drap hún mennina, 7 menn sem hún myrti, hún skaut þá. Tyria stundaði ekki vændi með Aileen og myrti engann.

Aileen byrjaði að stunda vændi þegar hún var 13 ára. Árið 1974 fundust 7 lík í skógi nálægt heimili þeirra og var Aileen svo handtekinn fyrir morðin á þeim. Aileen neitaði öllu fyrir rétti og hélt því fram að henni hafi verið nauðgað og að  þetta hafi allt verið í sjálfsvörn. Við réttarhöldin reyndi hún alltaf að virðast saklaus og góðleg en svo inn á milli missti hún stjórn á skapi sínu og sá þá kviðdómurinn hennar rétta ljós. Henni fannst þetta hinsvegar vera mikið löggunni að kenna, að þau hafi ekki handtekið hana eftir fyrsta morðið, henni fannst það svo illa gert að þau hafi ekki handtekið hana strax gerði henni kleift að myrða fleiri og þar af leiðandi var hún orðin raðmorðingi sem að var dauðadómur.

Hvernig málið endaði

Aileen Wuornos og Tyria Moore voru elskendur. Tyria vissi hins vegar þessu en Aileen segir allaf að hún var að þessu fyrir þær en þetta var það eina sem henni fannst hún geta gert til að þær gætu borðað og lifað lífinu. Hún var búin að játa fyrir Tyriu en Tyria neitaði alltaf þegar lögreglan spurði hana um málið, þangað til að hún áttaði sig á að hún gat lent í vandræðum útaf einhverju sem Aileen gerði. Lögreglan gerði síðan samning við Tyriu um að koma upp um Aileen til að bjarga sjálfri sér. Tyria hringdi í Aileen og fékk hana til að játa allt og var samtalið hljóðritað, upptakan var síðan spiluð fyrir rétti. Þar segir Aileen að hún muni taka alla sök á sig og ekkert láta henda Tyriu. Þar játar Aileen allt á sig og var lítið sem Aileen gat varið sig eftir þetta.

 

 

Eftir að Aileen fór í fangelsi hélt hún áfram að ljúga og ljúga. Eftir að hún var búin að fá nokkra dauðadóma á sig áttaði hún sig á því að það var um 1% af fólki sem kemst í burtu frá dauðadómi svo hún ákvað að játa synd sína fyrir Guði til að fá fyrirgefningu hans, til að komast til himnaríkis.

 

01:00-05:00

 

Forsaga

Þegar Aileen Wuornos var 11 ára byrjaði misnotkuninn, afi hennar mistnotaði hana og lamdi. Áður en hann lamdi hana lét hann hana afklæðast. Þegar hún var 13 ára byrjaði hún að selja sig fyrir sígarettur, eiturlyfjum og mat. Hún varð svo ólétt eftir að vinur afa hennar nauðgaði henni, aðeins 13 ára fæddi hún barnið og var það svo sett í ættleiðingu. Nokkrum mánuðum eftir barnið fæddist hættti Aileen í skóla en um svipað leiti dó amma hennar vegna lifrabilunar. Afi hennar hennti henni út þegar hún var 15 ára og seldi hún sig til að komast af og bjó í skógi nálægt gamla heimili hennar. Aileen varð svo þekkt sem hóra sem seldi sig á hraðbrautum Florida.

Sakhæf/ósakhæf?

Aileen var klárlega að okkar mati sakhæf, fyrsti lögfræðingur hennar reyndi að sanna öðruvísi en það gekk ekki upp. Hún framdi fyrsta morðið í algjöru kæruleysi og skildi eftir sig fullt af fingraförum, eftir það var hún með svokallaða morðtösku (e. kill bag)  þar sem hún geymdi byssuna sína og hreinsibúnað, það að hún hafi alltaf gegnið með hana á sér sýnir að hún hafi verið mjög meðvituð um hvað hún var að gera og vissi að þetta var rangt. Í réttarhöldunum segir hún einnig u.þ.b. 5 mismunandi sögur um sama atburðinn og segir t.d. eitthvað í þessa átt: „Ég myrti mennina útaf…“ svo tveimur mínútum seinna segir hún: „…ég samt myrti engan.“ Það er ekkert samræmi hjá henni.
Tyria myrti þó engann og tók ekki þátt í þessu með Aileen. Hún er þó samsek þar sem hún hélt þessu leyndu með Aileen.

 

18. Kafli Hvaða geðraskanir?

Aileen er mjög líklega með andfélagslega persónuleikaröskun. Aileen sýndi langvarandi hegðunarmynstur vanvirðinga og brot á réttindum annarra, hún var hvatvís og skorti áætlunargerð, hún var pirruð og með ofbeldishneigð og réttlætti brot sín, hún var lygasjúk, óábyrg og skorti eftirsjá.
Tyria var mjög líklega með hæðispersónuleika. Tyria treysti mjög mikið á Aileen, Aileen vann fyrir þeim báðum með því að selja sig en svo fór Tyria á barinn og eyddi því, Tyria átti erfitt með hversdagslegar ákvarðanir nema að tala við það um Aileen. Aileen tók ábyrgð á flestu í lífi þeirra, hún átti erfitt með að andmæla Aileen, Tyria laug fyrir Aileen fyrir rétti vegna ótta um að missa Aileen, Tyria var mjög hrædd um hvað yrði um sig sjálfa og vissi ekkert hvað myndi verða um hana án Aileen. Systir Tyriu talar um í viðtali að Tyria hafi alltaf verið svona óábyrg, hún hafi ekki átt marga vini í æsku og hafa ætíð hengt sig á eina manneskju, sem er eitt helsta einkenni hæðispersónuleika.

Aðrar geðraskanir?

Aðrar geðraskanir sem Aileen gæti hafa verið með er t.d. geðklofarófsröskun þar sem andfélagslegur persónuleiki fylgir mjög oft geðklofarófsröskun. Aileen gæti einnig hafa verið með áfallastreituröskun, hún lenti í mörgu í æsku og það tók sinn toll á henni. Hún sýnir einnig merki um hugvilluröskun, talar um að það sé verið að segja henni að drepa fólk.

Aðrar geðraskanir sem Tyria gæti hafa verið með er t.d áfengisröskun, en Aileen talaði um að Tyria hafe eitt mestum peningum þeirra á barnum. Það gæti einnig verið að Tyria hafi verið með hringlyndisröksun en þær áttu mjög erfitt á tímunum sem að Aileen var að fremja morðin. Það væri ekki skrítið ef að hún hafi verið að fara fram og til baka á milli geðlægðar og geðhæðar.

 

2:12 – 2:50

Hér sést hvað Aileen á augljóslega við eitthver geðræn vandamál að stríða. Það myndu fáir tala svona í réttarsal undir rétti.

 

 

Júlía Línberg & Sóllilja

3.FY

Comments

  1. Kristján says:

    Júlía Línberg og Sóllilja! Nokkuð misjafnt hjá ykkur, þokkalega en óskipulega sett upp og misvel unnið. Myndefnið er stórgott og kynning ykkar var ágæt. 8,0 í einkunn fyrir hana. Greiningin er þó losaraleg og því bara 7,5 fyrir þetta. Takk, Kristján

Speak Your Mind