Bernardo & Homolka

Paul Bernardo & Karla Homolka

Hér má sjá trailer af bíómyndinni Karla sem er gerð um málið þeirra, myndin er byggð út frá sjónarhorni Körlu.

Hér má finna alla bíómyndina Karla ef áhuginn er fyrir hendi.
Leikstýrt af: Joel Bender.
Ár: 2006.
Mínútur: 99.
Einkunn: 5,5* samkvæmt IMDb

Innsýn í líf parsins á fyrri árum 

Paul Kenneth Bernardo

Paul Kenneth Bernardo

Paul Kenneth Bernardo.

Paul Kenneth Bernardo einnig þekktur sem Paul Jason Tale fæddis 27. ágúst 1964 í Scarborough, Ontario, Kanada.
Faðir Pauls, Kenneth hafði beitt ungri stúlku kynferðislegu áreiti og fékk dóm fyrir það. Síðar byrjaði hann að hanga í alskyns hverfum og njósnaði um ungar konur í gegnum gluggan. Einnig byrjaði hann að beita konunni sinni, Marilyn ofbeldi en verst að öllu beitti hann dóttur sína kynferðislegu ofbeldi.

Sökum þess hætti konan hans að hugsa um sjálfa sig og þyngdist sífellt. Hún hætti að hugsa um börnin sin og heimilið. Hún lagðist í mikið þunglyndi og lokaði sig að í bílskúr. Þau áttu 3 börn Paul að meðtöldum og þau urðu öll fyrir líkamlegu og andlegu áfalli. En á einum tímapunkti virtist sem svo að Paul hefði sloppið við óhamingjuna á heimilinu sem hin systkinin hans upplifðu.

He was always happy. A young boy who smiled a lot. And he was so cute, with his dimpled good looks and sweet smile, that many of the mothers just wanted to pinch him on the cheek whenever they saw him. He was the perfect child they all wanted: polite, well mannered, doing well in school, so sweet in his Boy Scout uniform.

Síðar meir þegar hann óx upp úr grasi tók hann þátt á skátunum og var ráðgjafi á sumrin. Hann var vinsæll meðal barna og þau virtust elska hann og dá. Unglingsstelpurnar voru einnig gríðarlega hrifnar af honum, af englalegu andliti hans og feimnisleika.

Það var augljóst að það myndi verða eitthvað gott úr Paul í framtíðinni. Hann var gríðalega greindur og hafði unnið hörðum höndum í skólanum og tók að sér ábyrgðarrík eftir-skóla-störf eða þá hlutastörf. Hann hafði góða getu og færni með tölum og stefndi í að verða kaupsýslumaður.

Þegar Paul varð 16 ára sagði móðir hans honum að Kenneth væri ekki blóðfaðir hans. Hún fleygði myndinni af alvöru blóð föður hans í hann full af hroka. Paul var gjörsamlega miður sín og þá byrjaði Paul að kalla móður sína allskyns nöfnum eins og “hóra” og “trunta.” Hann byrjaði að hata foreldra sína fyrir framkomu þeirra, móður hans vegna lyga og föður vegna sjúkra kynlífshvata. Það var þá sem Paul breytti gjörsamlega framkomu sína við konur til hins versta.

Paul byrjaði að fara mikið út á lífið og drykkja hans jókst. Þeir dreifðu lygasögum til að koma stelpum í rúmið með sér, sem virkaði alveg töluvert. Áður en hann hóf háskólanám höfðu kynlífsfantasíur hans þróað grófa og grimma hlið í huga hans. Áköf og gróf endaþarfsmök vöru ákjósanleg leið hans af ánægju. Hann sóttist einnig í undirgefnar stúlkur og skap hans varð mjög takmarkað. Hann naut þess að auðmýkja konur opinberlega og hóf að berja þær stúlkur sem hann fór út með ásamt öðru ofbeldi.

Hann hóf að smygla sígarettum út fyrir Kanadísku landamærin og leitaði sífellt að einhverjum sem myndi borga honu gríðalega summu af peningum. Þegar Paul útskrifaðist úr háskólanum fékk hann vinnu sem yngri endurskoðandi á Price Waterhouse. Kærsutur hans fengu loks leið á honum og því að vera bundnar og barðar og niðurlægðar og voru því tilbúnar til að dömpa honum. Þá október 1987 hitti hans stúlku drauma sinna – fallegu silkyljóshærðu Körlu Homolku.

Karla Homolka

karla

Karla Homolka.

Karla Homolka fæddist 4. maí 1970 í Port Credit, Ontario, Kanada. Ein af þrem dætrum hjónanna Karel og Dorothy Homolka, þær yngri voru Lori og Tammy Homolka. Karla gekk í Sir Winston Churchill Secondary School, á meðan vann hún hjá dýraspítalanum Thorold Veterinary Clinic og eftir útskrift sína 1988 fékk hún að vera aðstoðarkona dýralæknisins.

Homolka er betur þekkt sem Kanadískur raðmorðingi sem hjálpaði eiginmanni sínum, Paul, að nauðga og drepa a.m.k. 3 stelpur. Hún vakti athygli fjölmiða þegar hún var dæmd fyrir manndráp á meðal annars systur sinni Tammy Homolka ásamt unglingsstelpunum Leslie Mahaffy og Kristen French. Karla ásamt eiginmanninum sínum og glæpafélaga Paul Bernardo var handtekin árið 1993, kom þá einnig í ljós að Bernardo hafi beitt Homolka ofbeldi og því bað Homolka um styttri dóm en hann, einnig framkvæmdi hún morðin gegn sínum vilja. Ást Körlu til Paul var sterk og mikil og gerði hún allt og sætti sig við allt sem Paul gerði og sagði, hún var blind fyrir ástinni. Árið 1995 voru morðin sönnuð og fékk Bernardo lífstíðardóm eða hæðsta dóm sem gefinn hefur verið í Kanada.Videóspólur sem komu síðar í ljós sýndu að Homolka tók mun meiri þátt en hún hafi viðkennt. Homolka slapp þó úr fangelsi árið 2005, flutti þá til héráðsins Quebec, þar sem hún giftist aftur og eignaðist son. 2007 tilkynnti Kanadíska Press að Homolka hafði yfirgefið Kanada með eiginmanni sínum og barni þeirra. Árið 2012 fann blaðakonan Paula Todd Homolka í Guadeloupe undir nafninu Leanne Tale ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni og 3 börnum, en ekki er vitað meira en það um Homolka.
“The Ken and Barbie killers”
paul-and-karla-6

Mynd frá brúðkaupi 1990.

Karla Homolka og Paul Bernardo eða “The Ken and Barbie Killers” eins og þau voru oft kölluð, hittust á veitingastað í Scarborough 17. október 1987, Karla var þá 17 ára og Paul 23 ára. Stuttu eftir að þau byrjuðu saman trúlofuðust þau og 6 mánuðum eftir fyrsta glæp þeirra saman giftist yfir sig ástfangna parið árið 1990. Karla vildi halda bríðkaup sem myndi ekki gleymast og þannig varð það. Það var ekkert sparað í brúðkaupinu, þar var að finna hestavagna. Paul sá til þess að hvert einasta smáatriði yrði á sínum stað. Einungis hafði brúðkaupskjóllinn hennar Körlu kostað $US 2000.
She loved Paul very much. He was so unique and so very wild in bed. She would do absolutely anything to keep his love — anything
at all.
Ógleymanlega brúðkaup Bernardo & Homolka

Ógleymanlega brúðkaup Bernardo & Homolka.

Það sem gerði hjónaband þeirra öðruvísi en flest önnur var það hve svívirðilegar kröfur til Körlu en hún þóknaðist þeim eins og ekkert væri, var sammála honum og gerði allt til þess að reyna gera hann hamingjusaman.
Þau urðu kynferðislega háð hvort öðru, eiginlega bara strax. Ólíkt fyrrum kærustum Paul hvatti Karla til sadískri kynferðislegri hegðun Paul. Hún var bundin eða handjárnuð, sat á hnjám grátbiðjandi hann um kynlíf. Hann spurði hana hvað henni findist um það ef að hann væri nauðgari og hún svaraði að það væri mjög töff. Þá blómstarði ást þeirra en meira og Paul hóf að nauðga stelpum af ánægju og ákafa, reglulega.
Rútína Paul var alltaf eins. Þegar stúlka steig út úr strætó kom hann að henni aftan frá. Eftir að hafa þvíngað endaþarmsmök á stúlkunna og önnur kynferðisleg brot lét hann hana fara. En ef svo skildi vera að stúlkan sæi framan í hann þá varð hún drepin.
Fórnarlömb og glæpir
murdered-schoolgirls-tammy-homolka-

Hér má sjá fórnarlömb parsins ásamt nöfnum þeirra.

Glæpirnir sem parið framkvæmdi áttu sér stað frá 1990 til 1993. Það byrjaði með því að Paul var ekki sáttur að Karla hafi ekki verið hrein mey og

Tammy þegar hún lést, bletturinn er eftir lyfið sem Karla hélt yfir andliti hennar.

Tammy þegar hún lést, bletturinn er eftir lyfið sem Karla hélt yfir andliti hennar.

því fannst Paul frá hans sjónarhorni á ábyrgð Körlu til þess að leyfa honum og hjálpa við að taka meydóminn hjá yngri systur hennar Tammy, án hennar vitneskju né samþykkis. Karla samþykkti það sem Paul vildi og fannst henni skynsamlegt að leyfa Paul að sofa hjá yngri systur sinni og taka það upp, en það var leið til að festa minningar og atburði. Karla fékk róandi lyf hjá dýraspítala sem hún vann á, sem dýr fengu fyrir aðgerðir, sem hún ætlaði síðan að nota á Tammy ásamt áfengi áður en eiginmaður hennar Paul nauðgar henni. Hún gerði það með því að setja efnið halothane á tusku og breiddi yfir andlit Tammy hún ætlaði ekki að drepa hana og því ætlaði hún að tékka á andardrætti hennar reglulega. Paul neiddi Körlu til að beita systur sinni kynferðislegu ofbeldi líka. Það gekk þó ekki eins og planað var og kastaði Tammy upp sem leiddi til dauða hennar á meðan á nauðgun stóð. Þegar sjúkrabíllinn kom og lögreglan héldu allir að Tammy hafði kafnað í sinni eigin ælu vegna of mikillar áfengisdrykkju. Þar sem Tammy dó og Paul fékk ekki sína fullnægingu kenndi hann Körlu um fyrir dauða hennar og heimtaði að fá einhvern annann.

Eftir að hafa komast yfir áfallið sem fylgdi dauða Tammy, vildi Karla bæta því upp til að gleðja Paul, því það var allt það sem skipti hana máli, að Paul hamingjusamur. Karla var mjög hrædd um að Paul myndi hætta að elska sig og þess vegna gerði hún allt til að geðjast honum. Karla fann unglingsstúlku, Leslie sem líktist Tammy og bauð stelpunni heim til þeirra, eldaði kvöldmat og drakk áfengisdrykki með henni þ.s. hún setti Halicon töflur í eftir dágóðann tíma steinsofnaði stelpan. Karla kallaði þá á Paul og sýndi honum óvænta gjöf frá henni. Leslie var brúðkaupsgjöf Körlu til Paul. Þau klæddu Leslie úr fötunum og Paul tók Körlu upp á vídíóteip vera að beita steinsofandi Leslie kynferðislegu áreiti. Svo tekur Paul meydóminn af Leslie. Í öllum glæpum hans innihalda gróf endaþarmsmök og Leslie var ein af þeim sem varð fyrir því. Karla þreif síðan allt blóðið upp eftir 15 ára gömlu Leslie. Næsta dag vaknaði Leslie í rúminu sínu, fór út og hitti Paul í “fyrsta skiptið” henni var mjög flökurt og leið illa hún var einig mjög aum en hafði enga hugmynd um hvað hefði gengið á kvöldið áður.

Karla fékk þó ekki alltaf að taka þátt í atburðunum, en var fullkomnlega meðvituð um gjörðir hans og hvatti hann einnig til þeirra. Eftir að hafa nauðgað stúlkum kom hann heim fullnæddur og sáttur og sagði síðan eiginkonu sinni frá því sem gerst hafði. Hann er talinn hafa nauðgað 13 stelpum og drepið 3. Karla tók þátt á einn eða annann hátt í öllum glæpum hans.

Hér er heimildarmynd um parið sem er mjög áhugarvert að skoða.
Birt 18. ágúst 2012.

Dómurinn
Parið var handtekið árið 1993. Paul var handtekinn í febrúar 1993 á meðan leitað var á heimili hans af videóupptökum af glæpunum, eftir langa leit finnast upptökurnar og fær Paul lífstíðardóm en það hæðsti dómur sem hefur verið gefinn í Kanada. Stuttu seinna eða í júni 1993 er Karla handtekin fyrir manndráp og fær 12 mánaða dóm fyrir glæpi sína.
Karla fer úr fangelsi 2005 og breytir um nafn og giftist aftur.
DSM5 Greining
Paul Kenneth Bernardo
 • 19.6. Sadismi 
  A. Á minnst 6 mánaða tímabili, endurtekningar og sterkir kynórar, kynhvatir eða hegðun sem felur í sér athafnir (raunverulegar, ekki eftirlíkingar) fórnarlambsins er kynörvandi fyrir framkvæmdaraðilann.
  B. Persónan hefur hagað sér í samræmi við þessar kynhvatir gagnvart aðila sem vill það ekki, eða þá að hvatirnar eða fantasíurnar valdi reglulegri þjáningu eða erfiðleikum í samböndum.
  Paul nauðgaði ungum og saklausum stelpum sem hann þekkti ekkert í sífellu og naut þess mikils, Hann hafði gróflegar og ógeðsfelldar kynhvatir og fantasíur.

Karla Homolka

 • 18.3.2. Hæðis persónuleikaröskun
  1. Á erfitt með hversdagslegar ákvarðanir nema með því að ráðgast við marga og þarfast sannfæringar.
  2. Þarfnast annara til að taka ábyrgð á flestu meiri háttar í lífi hennar.
  3. Á erfitt með að andmæla öðrum vegna hræðslu við að tapa stuðningi eða velþóknun (Athugið: Ekki taka með eðlilega hræðslu við makleg málagjöld).
  4. Á erfitt með að hefja verkefni eða að gera eitthvað sjálf (vegna lítils sjálfstrausts á eigin dómgreind eða hæfileikum fremur en vegna lítils áhuga eða orku).
  5. Gengur svo langt í að fá næringu og stuðning frá öðrum, að hún býðst til að gera óþægilega hluti

  6. Líður illa eða er hjálparvana ein vegna ýktrar hræðslu að geta ekki séð um sig sjálf.
  7. Knýjandi leit að nýjum tengslum til umönnunar og stuðnings, þegar náinni sambúð lýkur.
  8. Er of upptekihnn af hræðslu við að verða ein og yfirgefin og þurfa að sjá um sig sjálf.

   

  Það er mjög greinilegt að Karla er algerlega ósjálfbjarga og þurfi í sífellu hjálp frá Paul við allt. Hún gerir allt til að þóknast honum því hún hræðist þess að hann yfirgefi sig eða að hún sé ekki nógu góð fyrir hann. Hún getur einnig nánast aldrei tekið ákvörðun á eigin bát. Hún þarfnast alltaf skipunnar og sannfæringar. Hún gat til dæmis aldrei farið frá honum því hún þurfti á stuðningnum að halda, hún gat bara ekki verið á eigin spýtum. Og það að hún hafi boðist til að gera allt mögulegt fyrir Paul, jafnel nauðga of drepa.

   

 • 19.5. Masókismi A. Á minnst 6 mánaða tímabili, endurteknir og sterkir kynórar, kynhvatir eða hegðun sem felur í sér athafnir (raunverulegar, ekki eftirlíkingar) þar sem viðkomandi er niðurlægður, barinn, bundinn eða látinn þjást á annan hátt.
  B. Fantasíurnar, kynórarnir eða hegðunin valda klíniskt merkjanlegri þjáningu eða hömlun í félagslegum samskiptum, atvinnu eða á öðrum mikilvægum sviðum.
  Þetta lýsir Körlu vel, vegna þess að hún lenti í öllu þessu sjálf af Paul, stundum bauðst hún til þess og naut þess en stundum var það ekki þannig, stundum þjáðist hún og leið illa en gat ekkert stjórnað því. Síðar þegar hún komst frá honum var hún algjörlega týnd, hún vissi ekkert hvað hún væri að gera eða hvernig hún átti að hafa samskipti við fólk. Hún fór á næsta klúbb og svaf hjá einhverjum bara af því bara en naut þess ekki endilega.

  Við teljum bæði Bernardo og Homolka vera sakhæfa þrátt fyrir geðraskanir sinar vegna þess að þau voru fullkomnlega meðvituð um hvað þau væru að gera. Sérstaklega Homolka þar sem hún vissi algjörlega hvað var að gerast en það hvarflaði aldrei að henni að að segja frá eð tilkynna stöðunna. Okkur finnst að þau eigi bæði að fá lífstíðardóm og jafvel dauðadóm fyrir gjörðir sínar.


 
Heimildir 
Við studdumst við myndböndin fyrir ofan sem heimildir og einnig eftirfarandi áhugarverðu síðu:  http://www.crimelibrary.com/serial_killers/notorious/bernardo/index_1.html 
Ajna Pidzo 3.FX
Natalia Lukaszewska 3.FX 

Comments

 1. Kristján says:

  Ajna og Natalia! Mjög vel gert, nákvæmt og sýnir góða þekkingu. Persónulega finnst mér þið fara of mikið í sjáflt málið, þ.e. hve virkilega ógeðslegt þetta mál er, en það verður auðvitað að segja eitthvað frá því til að skýra glæpinn. Greining er ágæt líka. Skilin birtust of seint annars hærra. Kynningareinkunn var bara 5,0.
  Einkunn 8,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind