In Cold Blood: Hickock og Smith

Forsaga glæpamannanna

Richard Eugene Hickock

Richard Eugene Hickock fæddist 6. júní 1931 í Kansas City, Kansas. Hann er talinn hafa átt góða æsku. Hann útskrifaðist úr “High School” árið 1949. Því miður þénuðu foreldrar hans ekki nógu mikið til að senda hann í framhaldsnám svo að hann fór að vinna hjá Santa Fe Railroad Company 16 ára að aldri. Hann kvæntist Carol Bryan (sem var sextán ára) á nítjánda ári sínu. Sama ár fékk hann vinnu á bifvélaverkstæði þar sem hann varð fyrir hrikalegu bílslysi sem skildi hann eftir hálf bæklaðann í andlitinu. Á meðan hann jafnaði sig á meiðslunum kom stóra kreppan sem varð til þess að hann varð atvinnulaus og eftir það áttu þau Carol við mikil peningavandamál að stríða. Síðar barnaði hann Margret Edna, skildi við Carol og giftist Margret. Samband þeirra Margret entist ekki lengi og skildu þau stuttu síðar.

Eftir seinni skilnaðinn byrjaði Hickock að prófa sig áfram í litlum glæpum,  svosem við að svindla á fólki,  og varð það til þess að hann var handtekinn á heimili sínu þann 13. ágúst 1959.

 Perry Edward Smith

Perry Edward Smith fæddist þann 27. október 1928 í Huntington, Elko City, Nevada. Hann er talinn hafa átt mjög erfiða æsku. Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Juneau, Alaska 1929 svo að faðir hans gæti starfað við að brugga áfengi. Foreldrar hans voru báðir alkóhólistar og rifust mikið. Einnig var faðir hans mjög ofbeldisfullur og átti það til að ráðast á barnsmóður sína og börn og varð það til þess að móðir Perry flúði með börnunum til San Francisco. Í San Francisco hélt móðir þeirra áfram að drekka mikiðog lést að völdum ofdrykkju þegar Perry var aðeins 13 ára gamall.

Þá voru þau systkinin flutt á kaþólskt munaðarleysingjahæli þar sem nunnurnar eiga að hafa beitt Perry bæði andlegu og tilfinningalegu ofbeldi vegna þess að hann átti við ámigu að stríða. Síðar var hann fluttur á munaðarleysingjahæli Hjálpræðishersins og þar er talið að forráðarmennirnir hafi reynt að drekkja honum í baðkari. Ekki er hægt að segja að hann hafi átt auðvelda æsku sem sýnir sig þar sem hann átti oft í útistöðum við lögregluna fyrir 15 ára aldur og var þá meðal annars settur inn á heimili fyrir vandræðaunglinga fyrir að verða meðlimur glæpasamfélags og að eiga við minni glæpi.

Við sextán ára aldur gerðist hann hermaður og barðist meðal annars í Kóreu stríðinu. Eftir rúm átta ár í hernum (hætti 1952) var hann látin fara með “honorable discharge” frá Fort Lewis herstöðinni í Washington. Eftir herinn bjó hann hjá vini sínum í Washington og vann hann sem bílamálari. Með fyrsta launaseðlinum sínum keypti hann mótorhjól. Stuttu eftir að hann keypti hjólið þá lenti hann í lífshættulegu bílslysi og eyddi sex mánuðum á spítala. Slysið varð til þess að hann fann fyrir miklum sársauka í löppunum og fór að misnota aspirín.

Hvernig leiðir þeirra liggja saman 

Hickock og Smith kynntust fyrst í Kansas State fangelsinu í Lansing og urðu góðir vinir. Einnig kynntist Hickock, Floyd Wells sem á að hafa sagt Hickock frá 10 þúsund dollurum Clutter fjölskyldunar en Wells hafði unnið fyrir Herbert Clutter á sveitabæ fjölskyldunnar. Eftir að bæði Hickock og Smith voru leystir úr fangelsi í byrjun nóvember 1959 komu þeir sér saman um að ræna fjölskylduna.

Hér má sjá Hickock og Smith.

Glæpurinn

Aðfaranótt mánudagsins 15. nóvember 1959 réðust Hickock og Smith inn á heimili Clutter fjölskyldunar. Þeir komust fjótt að því að það var enginn peningur á heimilinu sem gerði þá mjög reiða. Þeir bundu um hendur heimilisfólksins og aðskildu kynin (karlarnir voru niður í kjallara og konurnar voru í sitthvoru herberginu á efri hæðinni).

Þeir Hickock og Smith ætluðu sér alls ekki að myrða fjölskylduna en heldur skilja þau eftir bundin þar til einhver myndi finna þau daginn eftir. Hinsvegar breyttist atburðarrásin alveg þegar Hickock skar Herbert Clutter á háls og skaut hann síðar í höfuðið. Hann játaði einnig að hann hafði drepið hina þrjá meðlimina.

“I didn’t want to harm the man. I thought he was a very nice gentleman. Soft-spoken. I thought so right up to the moment I cut his throat.” -Perry Edward Smith um Herbert Clutter.

Hér má sjá fórnalömbin og nöfn þeirra.

Dómurinn

Hickock og Smith voru handteknir í Las Vegas þann 30. desember 1959 eftir að lögreglan fékk vísbendingu um glæpamennina frá fyrrum herbergisfélaga Hickock úr fangelsi, Floyd Wells (maðurinn sem sagði Hickock frá Clutter fjölskyldunni). Mennirnir játuðu strax, en þeir voru hinsvegar ekki sammála um hver  drap hvern. Hickock hélt því fram að Smith hefði drepið fjölskylduna og að hann hafði verið að reyna að stoppa Smith, en saga Smith átti það til að breytast. Fyrst sagði hann að Hickock hefði drepið konurnar, en síðar dró hann það til baka og sagðist ekki vilja gera móður Hickock það að eiga morðingja sem barn því hún væri svo góð kona.

Mennirnir voru taldnir hafa þjáðst af tímabundinni geðveiki en eftir mat sálfræðinga þá voru þeir taldnir vera heilir á geði og því voru þeir dæmdir sakhæfir. Hér er hægt að spyrja sig til um hlutleysi sálfræðingana þar sem þeir voru allir frá Kansas og því gæti verið að mat þeirra væri dálítið skýjað. Í apríl 1960 voru Hickock og Smith hengdir.

DSM5

Perry Edward Smith:

 • 11.1. Úrgangsraskanir: Ámiga (sem barn/unglingur)

Smith átti við úrgangsröskun að stríða langt frameftir unglingsárum sínum. Það var gert mikið grín af honum fyrir þetta á kaþólska munaðarleysingjahælinu í San Franccisco.

 • 16.11.3. Deyfi-, svefn-, eða kvíðastillandi raskanir: Lyndisröskun (sedative, hypnotic, or anxiolytic-induced mood disorder).  

Eftir mótorhjólaslysið misnotaði Smith aspirín í lífshættulegu magni.

 • 18.2.1. Persónuleikaraskanir: B-Klasa Persónuleikaraskanir: Andfélagsleg persónuleikaröskun (Langvarðandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annara, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi: 1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku. 2. Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistasannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju. 3. Hvatvísi eða skortur á áætlunargerð. 4. Pirringur og ofbeldishneigð. 5. óábyrgi – eins og sjá má af því að hann/hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað. 6. Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra. 7. Skortur á eftirsjá)

Smith gæti hafa verið með andfélagslega persónuleikaröskun þar sem hann gat ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum (þar sem hann stundaði það að stela lengi vel). Einnig var hann mjög pirraður og ofbeldishneigður sem er sýnt þegar hann myrðir fjölskylduna í stað þess að flýja á brott og síðast en ekki síst þá skortir hann eftirsjá eftir glæpinn.

 • 7.3. Áfalla- og streitu-tengdar raskanir: Áfallastreituröskun (viðkomandi verður vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alvarlegu slysi, eða kynferðislegu ofbeldi á 1 eða fleiri máta.

Smith varð mjög líklegast fyrir miklu áfalli í æsku, faðir hans beitti fjölskylduna ofbeldi, mamma hans dó þegar hann var mjög ungur, hann var misnotaður andlega og líkamlega á kaþólska munaðarleysingjaheimilinu og var næstum því drekkt á því næsta. Hann átti þar af leiðandi mjög erfiða æsku og sívarandi áföll hafa sjálfsagt tekið sinn toll í því að móta líf hans á eldri árum sínum.

Richard Hickock

 • 18.3.1. Persónuleikaraskanir: C-Klasa Persónuleikaraskanir: Hliðrunar Persónuleikaraskanir (Langvarðandi hegðinarmynstur félagslegrar bælingar, minnimáttarkenndar, og ofurviðkvæmi fyrir neikvæðu mati, sem byrjar snemma á fullorðinsárum á ólíkum sviðum, eins og meta má út frá 4 (eða fleiri) af eftirfarandi: 1. Forðast atvinnu sem krefjast mikilla persónulegra samskipta, vegna hræðslu við gagnrýni, andmæli eða höfnum, 2. Er óviljugur að hefja samskipti við fólk nema velvild þeirra sé tryggð. 3. Sýnir hömlurá nánum samskiptum vegna hræðslu við að verða sér til skammar eða aðhláturs. 4. Er upptekinn af því að vera gagnrýndur eða vera hafnað við félagslegar aðstæður).

Hickock skorti sjálfstraust eftir að hann lenti í slysinu sem varð til þess að andlitið hans var tiltölulega skakkt. Þetta olli því að hann forðaðist atvinnu sem krafðist mikilla persónulegra samskipta vegna hræðslu um gagnrýni, var upptekinn af því að vera hafnað við félagslegar aðstæður og er óviljugur að hefja samskipti við fólk nema velvild hans sé tryggð.

 • 9.1. Líkamleg einkenni og tengdar raskanir: Líkamseinkennaröskun (A. ein eða fleiri líkamleg einkenni sem valda þjáningu eða merkjanlegri truflun í daglegu lífi. B. Ýktar hugsanir, tilfinningar, eða hegðun sem tengjast líkamlegum einkennum eða heilsuáhyggjum eins og kemur fram í a.m.k. 1 af eftirfarandi: 1. Óviðeigandi og viðvarandi hugsanir um alvarleika eigin einkenna. 2. Viðvarandi hátt kvíðastig um heilsu eða einkvenni. 3. Yfirdrifnum tíma og orku eytt í þessi einkenni eða heilsuáhyggjur).

Þetta er mjög tengt því sem var sagt fyrir ofan. Hickock er með mjög ýktar tilfinningar gagnvart andlitinu sínu og telur það líta miklu verr út en það gerði í raun og veru. Einnig eyðir hann mikilli orku í þessi einkenni.

 • 18.2.1. Persónuleikaraskanir: B-Klasa Persónuleikaraskanir: Andfélagsleg persónuleikaröskun (Langvarðandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annara, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi: 1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku. 2. Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistasannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju. 3. Hvatvísi eða skortur á áætlunargerð. 4. Pirringur og ofbeldishneigð. 5. óábyrgi – eins og sjá má af því að hann/hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað. 6. Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra. 7. Skortur á eftirsjá)

Hickock gat alls ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðinu fyrir lögum. Hann var mjög undirförull, hvatvís, var oft pirraður og var einnig talinn hafa reynt að nauðga dóttur Herbert Clutter á meðan innbrotinu stóð, og svona væri hægt að telja áfram og áfram. Það blasir við að hann var með mikla andfélagslega persónuleikaröskun af því leiti að flest öll atriðin sem standa fyrir ofan eiga svo sannarlega við hann.

 • 4.2. Þunglyndisraskanir: Veruleg þunglyndisröskun (5 af eftirfarandi einkennum eru til staðar sama 2 vikna tímabilið og marka breytingu frá fyrri virkni; að minnsta kosti 1 einkennið er annað hvort (1) þungt skap eða (2) áhuga- og ánægjuleysi.)

Mér finnst það hafa verið frekar líklegt að Hickock hafi haft verulega þunglyndisröskun. Hann er talinn hafa átt góða æsku og virðist hafa haft það bara frekar gott framan af í lífinu. Þangað til hann lendir í slysinu. Þá breytist allt á svipstundu og það hlýtur að hafa haft mikil áhrif á hann. Lífið svo til hrundi þarna á stuttum tíma og hann leiddist út í glæpi og slæma lifnaðarhætti og það hefur tekið sinn toll og þess vegna tel ég hann hafa glímt við verulegt þunglyndi.


Við teljum báða glæpamennina vera sakhæfa þrátt fyrir geðraskanir sínar. Hægt er að deila um hvort Smith hafi verið sakhæfur eða  ekki en okkar skoðun er sú að Hickock og Smith vissu fullkomlega hvað þeir væru að gera svo að það var réttur dómur að dæma þá sakhæfa. En þrátt fyrir að Hickock fékk hugmyndina á að ræna Clutter fjölskylduna þá teljum við að hann hefði ekki drepið þau ef Smith hafi ekki verið með í för.


Myndrænar heimildir 

 

               Hér er myndbrot úr kvikmyndinni Captote. Leikstjórn: Bennett Miller. 2005.

Myndin segir frá rithöfundnum Truman Capote (sem leikinn er af Philip Seymour Hoffman) og leið hans að meistrarabók hans In Cold Blood. Bæði bókin og myndin fara mjög djúpt í það sem gerðist í algeri hlutleysi, sem er mjög einstakt í málum eins og þessum, því þá getur áhorfandinn dæmt glæpinn út frá eigin sjónarhorni án þess kvikmyndin ýti undir ákveðna tilfinningu.

Hér er myndbrot úr kvikmyndinni In Cold Blood. Leikstjórn: Richard Brooks. 1967.

Myndin er byggð á bókinni In Cold Blood eftir Truman Capote. Myndin segir sannsögulega frá glæpnum í algeru hlutleysi. Þessi mynd er góð leið til þess að fá yfirsjón yfir glæpnum og hverskonar áhrif það hafði á bæinn sem morðin voru framin.

Hér er myndbrot úr kvikmyndinni Infamous sem var leikstýrð af Douglas McGrath árið 2006.

Myndin er byggð á bókinni Truman Capote: In Which Various Friends, Enemies, Acquaintences and Detractors Recall His Turbulent Career sem var skrifuð af George Ames Plimpton árið 1997. Sú bók er skrifuð eftir viðtölum fólks, sem þekktu Truman Capote hvað best, við George Plimpton. Hún fjallar um Truman Capote á því tímabili þegar hann skrifaði In Cold Blood, rannsókn hans á morðunum og sambandi hans við Hickock og Smith, en þá helst Smith að sjálfsögðu.

 

Særún Anna Traustadóttir 

3.FX 

Vésteinn Tryggvason

4.FHN

Comments

 1. Kristján says:

  Særún og Vésteinn! Alveg einstaklega vel gert, yfirvegað, vel sett upp og ég er að mestu sammála greiningu ykkar. Ef eitthvað vantar, þá er það pælingin um hvor gerði hvað og svo sambandið við Capote. En í heild, stórgott.
  9,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind