John Allen Muhammad og Lee Boyd Malvo

Muhammad (vinstri) og Malvo (hægri).

John Allen Muhammad

Fæddur 31. desember 1960 sem John Allen Williams breytti nafni sínu í John Allen Muhammad þegar hann breytti yfir í Islam trú 1987. Móðir hans dó úr brjóstkrabbameini þegar hann var 5 ára og eftir það yfirgaf faðir hans hann og skildi hann eftir hjá afa hans og frænku. Muhammad var tvískilinn og átti 3 börn með seinni konu sinni (Mildred Muhammad). Hann fékk ekki að hitta börnin sín eftir skilnaðinn útaf nálgunarbanni sem konan hans sókti um. Muhammad gékk í herinn þann 6. nóvember 1985. Starf hans í hernum var bifvélavirkjun og vörubílsstjóri hann var góð skytta og fékk viðurkenningu sem “Expert Rifleman’s Bage”.

John Allen Muhammad.

 

Lee Boyd Malvo

Fæddur 18.febrúar 1985. Malvo og Muhammad kynntust 1999 þegar að móðir hans (Una) og Muhammad kynntust, móðir Malvo flutti síðar ólöglega til Floríada og skildi Malvo eftir með Muhammad sem átti síðar að fylgja á eftir með Malvo. Mavlo kom síðar ólöglega til Maiami í desember  2001, stuttu seinna voru Mavlo og móðir hans handtekin fyrir að vera ólögleg í landinu. Malvo var seinna sleppt út og hitti Muhammad. Þeir voru heimilislausir í Washington D.C og Malvo fór í skóla þar. Malvo æfði sig að skóta á byssusvæði. Hann stal síðar M-16 riffli sem var síðar notuð í skotárásunum

Lee Boyd Malvo.

 

Glæpurinn

Fyrsta morðið var í febrúar 2002 þar sem Keenya Cook var drepin þegar hún var að fara út um útidyrnar heima hjá sér. Það var byrjunin á “The Beltaway Sniperattacks“. Í heildina voru þetta 27 árásir þar af dóu 17. Allt voru þetta skot úr bílnum þeirra. Þeir skutu út um gat á skottinu á bílnum þar sem var aðstaða fyrir skyttuna til að liggja og verði óséður og tekið sér sinn tíma til að ná góðu skoti. Öll fórnarlömbin voru fólk að gera einhverja daglega þörf t.d. fylla bensín á bílinn, skipta um dekk, slá grasið eða lesa bók hjá strætó stoppisöð o.s.f. Lögreglan leitaði af hvítum sendiferða bíl og hægði það mikið á rannskókninni. Einnig hægði það mikið á rannsókninni að þeir voru að leita af mynstri, en morðin voru öll úr handahófi og á víðu svæði.

Staðsetning glæpanna.

 

Hvernig þeir framkvæmdu glæpina.

 

Gómaðir

Hringt var inn í tillögu símann með vísbendingu um að skotárásarmaðurinn gæti verið fyrvarandi hermaðurinn Muhammad. Lögreglan skoðaði málið og fannst það passa vel við. Lögreglan fann út að Muhammad ætti bláann Chervolet Caprice og var sá bíll settur í leitarnar og var bíllinn ásamt Muhammad settur í fjölmiðlanna. Símtal barst inn til lögreglu að vörubílstjóri hafi séð til alveg eins bíls. Lögreglan mætti ás svæðið og fann Muhammad og Malvo sofandi í bílnum, einnig fundu þeir byssuna sem var notað í skotárásunum, þeir voru handteknir á staðum og dæmdir til dauða. Muhammad vildi láta flýta fyrir dauðadómnum sínum og var tekinn af lífi 10. nóvember 2009 46 ára að aldri. Malvo situr enþá inni í Virginia’s Red Onion State Prison. Malvo hefur sagt mikið frá málinu t.d. að Muhammad hafi misnotað hann og einnig heilaþvoð hann.

Bíllinn rétt eftir handtöku.

 

Greining

Muhammad: átti slæma barnæsku þar sem að mamma hans dó og pabbi hans yfiirgaf hann. Hann var einnig í bandaríska hernum og teljum við að hann sé með 7.3.0. Áfallastreituröskun.

7.3.0. Áfallastreituröskun
A. Viðkomandi verður vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða, alverlegu slysi, eða kynferðislegu ofbeldi á 1 (eða fleiri) máta:

1. Beinupplifun áfalls/áfalla
2. Upplifir áfall/áföll þegar aðrir eru að verða fyrir þeim.
3. Fékk vitnesku um að nákomnir fjölskyldumeðlimir eða nánir vinir urðu fyrir áfalli/áföllum. Í þeim tilfellum þegar að viðkomandi verðir vitni að raunverulegum eða hótuðum dauða fjölskyldumeðlims eða vinar, þá verður áfallið/áföllin að hafa verðir ofbeldis- eða tilviljanakennd.
4. Endurtekin eða mikil upplifun af neikvæðum smáatriðum áfalls/áfalla (t.d. þeir sem vinna við fyrstu aðstoð í alvarlegum bílsslysum, lögregluþjónar sem endurtekið upplifas smáatriði barnamisnotkunar).

Malvo: Okkur fannst Malvo passa best undir hegðunarröskun þar sem að hann er yngri en 18, siðblindur, hefur notað vopn til að særa og stolið frá fórnarlömbum og á eftir að falla vel inn í 18.2.1. Andfélagslegur persónuleiki.

15.3.0. Hegðunarröskun
A. Endurtekið og viðloðandi hegðunarmynstur þar sem brotið er á réttindum annarra eða endurtekin brot á meiri háttar aldurs-viðeignandi félagslegum viðmiðum eða reglum eins og kemur fram í minnst 3 (eða fleiri) af eftirfarandi mælikvörðum seinustu 12 mánuði, með minnst 1 einkenni seinustu 6 mánuði.

1. Hótar oft,hræðir eða leggur í einelti.
2. Á oft upptök á slagsmálum.
3. Hefur notað vopn sem geta valdið -ðrum varanlegu heilsutjóni (s.s kylfa, múrsteinn, brotin flaska, hnífur, byssa).
4. Hefur valdið öðrum líkamlegum sársauka.
5. Hefur sambærilega skaðað dýr.
6. Hefir stolið frá fórnarlömbum sínum (s.s. rán, handtöskutaka, kúgun, vopnaðrán).
7. Hefur þvingað aðra til kynlífsathafna.

 

Myndbrot

 

D.C. Sniper 23 days of fear. Leikstjóri: Tom McLoughlin
Myndin segir frá Lee boyd  Malvo (17 ára) og John Allen Muhammad (41 ára). Myndin gerist á 23 dögun frá 2. október til 25. október þar sem þeir skutu 13 manns þar af 10 sem létu lífið en 3 alvarlega slösuðust.

 

 

Comments

  1. Kristján says:

    Guðmundur og Sölvi! Ágætlega gert, skipulega sett upp og ágæt frásögn. Samt of mikið af klaufavillum. Greiningin er ekki mjög djúp, en rétt svo langt sem hún nær. Einkunn 7,5. Kynningareinkunn var betri = 9,0. Takk, Kristján.

Speak Your Mind