Thompson & Venables

Robert Thompson

Robert fæddist 23. ágúst 1982. Hann var sá sem talinn var vera forsprakkinn en hann var ekki árásarhneigður bara til þess að vera það heldur meira til þess að verja sig. Hann bjó við erfiðar og grimmar aðstæður. Hann átti 5 eldri bræður, sem börðu hann, og móður sem var alkahólisti. Hann leitaði ekki eins mikið eftir vandræðum eins og hann reyndi að komast hjá þeim.
Faðir hans barði móður hans miskunnarlaust en yfirgaf svo fjölskylduna fyrir fullt og allt. Faðir hans fékk mjög svipað uppeldi og hann: foreldrarnir fylgdust svo lítið sem ekkert með honum og eldri bræður hans börðu hann til hlýðni. Móðir Roberts fékk einnig ofbeldisfullt uppeldi. Hún giftist Robert Thompson eldri þegar hún var 18 (hann var einnig 18) til þess að getað komist í burt frá föður sínum (agressívum alkahólista) sem barði hana. En nýji eiginmaður hennar var líka aggressívur alkahólisti sem barði hana fyrir framan börnin. Hún átti það til að berja börnin sín sjálf með prikum og beltum útaf gremju. Hún reyndi að fremja sjálsmorð en tókst það ekki. Hún sökkti sér svo í áfengi til þess að reyna að komast í burt frá veruleikanum. Bræðurnir 6 þurftu þá að sjá um sig sjálfir en í stað þess að vernda hvorn annan þá þurfti þeir að vernda sig frá hvorum öðrum. Fyrirsjáanlega voru það þeir eldstu sem börðu þá yngstu, og þeir yngstu fóru í enn yngri.

Robert reyndi að vera góður. Hann hjálpaði mömmu sinni eins og hann gat og reyndi að þóknast henni vel og veita einhvern stuðning. Hann passaði yngri bróðir sinn. Hann var ekki árásagjarn en hann var slunginn. Hann skrópaði oft í skóla en þegar hann fór í skólann þá varð hann aldrei til mikilla vandræða. Kennarar sögðu hann vera hljóðan og feimin en að hann ráðskaðist samt með aðra. Krakkar förðuðust hann útaf orðspori hans sem “Thompson” og kennarar bjuggust ekki við miklu af honum. Jon Venables varð einn af fáum vinum hans.

Meðferð bræðra hans Roberts á honum fór að endurtaka sig í meðferð hans á yngri bróðir sínum. Hann lagði hann í einelti og fékk hann til þess að skrópa í skólanum með sér. Hann skildi hann svo einu sinni eftir hjá sýkinu þar sem hann og Venables skildu James eftir í smá stund. Robert sagði sjálfur:

If I wanted to kill a baby, I’d kill my own, wouldn’t I?

Robert Thompson (vinstri) Jon Venables (hægri)

Robert Thompson (vinstri) Jon Venables (hægri).

Jon Venables

Jon fæddist 13. ágúst 1982. Jon var miðbarnið og bæði systkini hans hofðu þroskafrávik. Eldri bróðir hans fæddist holgóma sem orsakaði samskiptavandamál sem leiddu til gremju og aukinna skapofsa kasta hjá honum (eldri bróðirnum). Hann fór í sérstakan skóla og foreldrarnir eyddu miklum tíma í að reyna að hafa stjórn á honum, hann var stundum sendur til fósturfjölskyldna. Systir Jons fór einnig í skóla fyrir börn með sérþarfir. Jon var fastur í miðjunni og öfundaði ef til vill systkyni sín útaf allri athygglinni sem þau fengu. Hann átti það til að herma eftir skapkostunum sem bróðir hans átti til að fá.

Faðir  hans vann á lyftara en var oft atvinnulaus. Samband foreldra hans var mjög svo sveiflukennt. Þau hættu saman og tóku saman oft. Þegar þau hættu saman flutti mamma hans með hann og systkini hans til mömmu sinnar þar sem þau bjuggu þar til að hún tók aftur saman með pabba hans. Svo þegar þau hættu saman aftur þá þurftu þau að flytja í félagslegt húsnæði í Liverpool. Pabbi hans kom við og við til þess að sættast en það endist yfirleitt ekki lengi. Þessi óstöðugleiki hafði áhrif á öll börnin. Báðir foreldrarnir áttu sér sögu af klínísku þunglyndi. Móðir hans Jons átti mjög strangt uppeldi. Hún var stundum séð beita Jon líkamlegu og munnlegu ofbeldi. Hún sendi Jon stundum til pabba síns þegar hún var undir mikilli streitu og gat ekki meðhöndlað hann lengur.

Jon byrjaði að sýna andfélagsleg einkenni þegar hann var 7 ára gamall. Hann hataði börnin í nágrenninu sem strýddu honum útaf augnsvipnum hans. Hann var auðvelt skotmark fyrir þau því hann brást auðveldlega við strýðni þeirra. Hann byrjaði einnig að sýna athygglissjúka hegðun. Kennarar tóku strax eftir því þegar hún byrjaði 1991. Hann ruggaði sér fram og til baka á stólnum sínum, stundi og gerði alskyns skringileg hljóð. Hann var fræður fremst í stofuna en tók þá upp á því að hrinda hlutum um koll sem voru á skrifborði kennarans. Hann sýndi aðeins sjálfum sér ofbeldi í byrjum. Hann átti það til að berja höfði sínu í húsgögnin og veggina og kasta sér í gólfið. Hann skar einnig sjálfan sig með skærum og reif sín eigin föt. En stundum snérist sjálfseyðing hans útávið. Hann rölti um stofuna og reif niður verk annara nemenda. Hann stóð einnig upp á borðinu sínu og kastaði hlutum í aðra nemendur. Svo jókst þessi hegðun og í eitt skipti stóð hann fyrir aftan einn bekkjarfélaga sinn og byrjaði að kyrkja hann með reglustiku, það þurfti tvo fullorðna einstaklinga til að stoppa hann. Hann var færður um skóla útaf því hversu erfitt var að meðhöndla hann og honum var haldið aftur um bekk.

Sumir segja að myndin “Child’s Play 3” hafi haft þau slæmu áhrif á hann Jon sem leiddu til að hann varð lífshættulegur. Hann sá myndina þegar hann var heima hjá pabba sínum.

Robert & Jon

Þegar Jon var fæðrur um skóla lenti hann í bekk með Robert (sem var líka haldið aftur um bekk) og urðu þeir tveir vinir. Mamma hans sagði hann hefði verið færður um skóla því hann var lagður í einelti en þegar hann kynntist Robert tóku þeir saman og urðu þeir sem lögðu í einelti. Þeir lögðu krakka sem voru minnimáttar í einelti og byrjuðu að skrópa mikið saman. Þegar Jon var með Robert fannst honum hann vera sterkur og valdamikill.

Kennarar tóku eftir því að þeir virtust draga fram það versta í hvorum öðrum og reyndi að halda þeim í sundur. Kennararnir gátu samt ekkert gert þegar þeir voru utan skólans.

 

Ránið

16. mars 1990 - 12. febrúar 1993
                 James Patrick Bulger 16. mars 1990-12. febrúar 1993.

James Patrick Bulger var rænt úr New Strand verlsunarmiðstöðinni í Bootle 12. febrúar, 1993, þar sem hann var með móður sinni. Hún skyldi hann eftir fyrir utan kjötverslun í smástund. Hún ættlaði bara að stökkva inn og taldi að það væri allt í lagi að skylja hann eftir í smá því það var engin röð. En slátrarinn ruglaði pöntuninni þannig hún varð aðeins lengur en hún hélt að hún myndi vera. Þegar hún kom út var James horfinn.

Þennan sama dag voru Robert og Jon að skrópa í skólanum. Þeir fóru í verslunarmiðstöðina til að stela, engu sérstöku samt, bara einhverju. Þeir stálu alskyns hlutum en losuðu sig við flest allt. Það skemmtilega var að stela. Það er ekki alveg víst hver stakk upp á því að stela barni. Robert sagði að Jon hefði stungið upp á því en Jon sagði að Robert hefði hefði sagt:

Lets get this kid lost, let’s get him lost outside so when he goes into the road he’ll get knocked over.

Þeir reyndu að ræna litlum strák og lítlli stelpu en mamma þeirra tók eftir þeim og kallaði á þau. Þau fóru samt aftur til þeirra og þegar mamman kom út úr búð sem hún var í spurði hún stelpuna hvar litli bróðir hennar væri. Hún sagði þeim að hann hefði farið út með strákunum. Hún hljóp á eftir þeim og kallaði á þá og þeir frusu og sögðu stráknum að fara aftur til mömmu sinnar. Þeir voru fljótir að láta sig hverfa.

Þeir reyndu samt aftur. Þeir fóru að sölubás sem var nálægt kjötversluninni og ættluðu að reyna að stela einhverju nammi þaðan en básinn var lokaður. Þeir sáu þá James sem stóð fyrir utan kjötverslunina. Jon kallaði “Come on, baby” til hans og hann fór til hans og tók í hendina á honum. Þeir leiddu hann svo í burt. Eftirlitsmyndavél náði þeima á mynd og sjást þeir fara klukkan 15:42.

James heldur í hendina á Venables. Thompson gengur á undan þeim

James heldur í hendina á Venables. Thompson gengur á undan þeim.

 

 

Morðið

Jon og Robert fóru fyrst með James undir brú sem var hjá sýki. Það var staðurinn sem þeir meiddu hann fyrst. Annar þeirra (báðir kenndu hvor öðrum um) tók James upp og missti hann á höfuðið. Þeir urðu hræddir, hlupu í burt og skyldu James eftir grátandi. Þeir komu svo til baka og kölluðu aftur á hann “Come on, baby”. James fylgdi þeim aftur. Þeir settu hettuna sem var á úlpu hans á hann svo að sárið væri ekki eins sýnilegt.

Þó nokkrir sáu James með Robert og Jon, sáu sárið og tárin, en enginn vissi hvað þeir ættu að gera. Ef einhver kom upp að þeim og spurði hvað væri í gangi þá lugu þeir. Sögðu að James væri annað hvort litli bróðir þeirra eða að hann væri týndur og að þeir væru að fara með hann á lögreglustöðina. Fólk sá þá labba með James, haldandi í hendina á honum og sveiflandi honum, sá James hlægjandi með þeim. En það sá líka þegar þeir þurftu að draga hann og bera hann, þegar þeir spörkuðu í hann og kýldu hann. Þetta fólk varð þekkt sem “The Liverpool 38”, þar sem það voru 38 manns sem sáu þá en gerðu ekki neitt.

Þeir fóru með James að lestarteinum. Þar rifu þeir hettuna hans af úlpunni. Þeir byrjuðu að meiða hann, notuðu hluti sem þeir fundu á staðnum, t.d. steina og járnbita. Þegar þeir töldu James vera látinn trógu þeir hann að lestarteinunum og lögðu hann yfir. Þeir yfirgáfu staðinn áður en lestin kom.

James fannst tveimur dögum seinna.

Leitað og fundið

Tilkynning um ránið kom í kvöldfréttunum sama dag. Það streymdi inn símtölum. Um miðnætti var farið yfir myndefnið úr eftirlitsmyndavélunum. Lögreglan hafði sérstakan áhuga á eldri manni með tagl sem fólk hafði tilkynnt að hefði verið að nálgast börn í verslunarmiðstöðinni þennan dag. En fólk komst fljótt að því að þau voru ekki að leita að miðaldra barnaníðingi, heldur börnum. Ekki var samt hægt að greina frá hverjir þessir drengir voru.

Það var ekki fyrr en að nafnlaus ábending kom inn. Kona sagði að vinkona hennar, Susan Venables, ætti strák sem að héti Jon og hefði skrópað í skólanum þennan dag. Það var líka blá máling á úlpunni hans, en það fanns blá máling á vettvanginum. Hún sagði líka að hann ætti vin sem héti Robert Thompson og að hann hafði verið með honum að skrópa þennan dag. Þetta var eina góða vísbendingin sem þeir höfðu fengið og ákváðu því að drengirnir báðir yrðu að koma í yfirheyrslu.

Lögreglan birtist á heimili Thompson fjölskyldunnar 18. febrúar klukkan 7:30. Öll fötin hans Roberts voru tekin og rannsökuð. Það fanns blóð á skónum hans. Þegar hún fór svo til Venables svaraði móðir Jons bjöllunni. Hún sagðist vita að þeir myndi koma útaf honum fyrir að hafa skrópað í skólanum á föstudeginum. Hún sagði þeim einnig að hann hefði komið heim með úlpuna sína fulla af blárri málingu. Jon var fljótur til að segja að þetta hefði ekki verið honum að kenna, að hann hefði ekki drepið barnið, sagði að Robert væri alltaf að fá hann til að gera slæma hluti og að þeir ættu að fara og tala við hann.

thompson_venables1

 

Dómurinn

Báðir drengirnir fóru í gegnum geðsmat og voru báðir sagðir vera hæfir til þess að ganga undir dóm. Geðlæknirinn sem framkvæmdi matið á Robert sagði að hann hefði ekki átt við nein geðræn vandamál að strýða, að hann væri með yfir meðal greind, en að hann væri með áfallastreituröskun eftir morðið. Það var réttað yfir þeim báðum eins og þeir væru fullorðnir.

 “The killing of James Bulger was an act of unparalleled evil and barbarity. This child of two was taken from his mother on a journey of over two miles and then, on the railway line, was battered to death without mercy. Then his body was placed across the railway line so it would be run over by a train in an attempt to conceal his murder. In my judgment your conduct was both cunning and very wicked.”

Robert og Jon voru úrskurðaðir sekir fyrir ráninu og morðinu á James Patrick Bulger þann 24. nóvember 1993

“This sentence that I pass upon you both is that you should be detained during Her Majesty’s pleasure, in such a place and under such conditions as the Secretary of State may now decide. You will be securely detained for very, very many years, until the Home Secretary is satisfied that you have matured and are fully rehabilitated and until you are no longer a danger.”

Greining

15.1 – Mótþróaþrjóskuröskun

A. Hegðunarmynstur neikvæðni, mótþróa og ógnandi hegðunar í minnst 6 mánuði, þegar minnst 4 (eða fleiri) eru til staðar

1. Missir oft stjórn á skapi sínu. (Jon)
2. Rífst oft við fullorðna.
3. Býður fullorðnum oft á virkan hátt byrgin eða neitar að fara að tilmælum fullorðinna eða að fylgja reglum. (Robert og Jon)
4. Leikur sér oft að því að angra annað fólk. (Jon)
5. Kennir oft öðrum um mistök sín eða slæmar gjörðir sínar. (Robert og Jon)
6. Er oft mjög viðkvæmur eða er auðveldlega pirraður út í aðra. (Jon)
7. Er oft reiður eða móðgunargjarn. (Robert og Jon)
8. Er oft þrjóskur og hefnigjarn. (Robert og Jon)

B. Hegðunarröskunin veldur klínískt merkjanlegri takmörkun á félagslífi, í skóla eða vinnuumhverfi.

15.3 – Hegðunarröskun

A. Endurtekið og viðloðandi hegðunarmynstur þar sem brotið er á réttinfum annarra eða endurtekin brot á meiri háttar aldur-viðeigandi félagslegum viðmiðum eða reglum eins og kemur fram í minnst 3 (eða fleiri) af eftirfarandi mælikvörðum seinustu 12 mánuði, með minnst 1 einkenni seinustu 6 mánuði:

Ofbeldishneigð gagnvart fólki eða dýrum:

1.Hótar oft, hræðir eða leggur aðra í einelti. (Robert og Jon)
2. Á oft upptök á slagsmálum.
3. Hefur notað vopn sem geta valdið heilsutjóni (s.s. kylfa. múrsteinn, brotin flaska, hnífur, byssa). (Robert og Jon)
4. Hefur valdið öðrum líkamlegum sársauka. (Robert og Jon)
5. Hefur sambærilega skaðað dýr.
6. Hefur stolið frá fórnarlömbum sínum. (Robert og Jon)
7. Hefur þvingað aðra til kynlífsathafna.

Eyðilegging á eignum:

1. Hefur meðvitað kveikt í með því markmiði að valda alvarlegum skaða.
2. Hefur meðvitað skemmt eigur annarra (án annan hátt en að kveikja í).

Undirferli eða þjófnaður:

1. Hefur brotist inn í annarra manna hús, byggingu eða bíl.
2. Lýgur oft til að ná sínu fram eða til að osna við ábyrgð (t.d. “platar” fólk) (Robert og Jon)
3. Hefur stolið verðmætum hlutum án þess að fórnarlamb viti (t.d. búðarhnupl, en án þess að brjótast inn eða falsa gögn) (Robert og Jon)

Alvarleg brot á reglum:

1. Er oft úti á nóttunni án leyfi foreldra, sem hefst fyrir 13 ára aldur.
2. Hefur strokið að heiman yfir nótt að minnsta kosti 2 á meðan hann býr hjá foreldrum eða öðrum uppalendum (eða 1 sinni og þá í lengri tíma)
3. Skrópar endurtekið í skóla fyrir 13 ára aldur. (Robert og Jon)

B. Hegðunarröskunin veldur klínískt merkjanlegri takmörkun á félagslífi, í skóla eða vinnuumhverfi.

1.4.2. – Önnur athygglisbrestsö/ofvirkniröskun

Jon Venables: með of fáum ofvirknis einkennum.

Ég tel það mjög líklegt að annaðhvort annar eða báðir drengirnir sé með 18.2.1. Andfélagslega persónuleikaröskun í dag.

 

Hvað svo?

Þeir báðir áttu að sitja inni í að minnst 20 ár. En í desember árið 1999 dæmdi Mannréttindadómstóll Evrópu að strákarnir hefðu ekki fengið sanngjörn (lögleg) réttarhöld fengu þeir skaðabætur, Jon fékk £29,000 og Robert £15,000, og planið breyttist. Fyrst eftir að planinu var breytt áttu þeir að fá að fara úr fangelsi árið 2003, en því var svo breytt yfir í það að þeir fengju að fara snemma út árið 2001, ef skilorðsnefnd samþykkti það. Það var staðfest 22. júní 2001 að þeir fengju að sleppa út á skilorði.

Í janúar 2001 var ákveðið að Jon Venables og Robert Thompson myndu fá ævilanga friðhelgi gegn þvi að vera afhjúpaðir hverjir þeir væru.

Jon Venables var fangelsaður aftur árið 2010 fyrir vörslu og dreyfingu barnakláms. Honum var neitað skilorð næsta ár en var sleppt árið 2013.

Ég tel strákana tvo hafa verið ósakhæfa þegar það kemur að máli James Bulgers vegna þess að þeir voru yngri en 15 ára.

Comments

  1. Kristján says:

    Eva! Mjög vel gert. Að vísu of mikið af smávillum, en uppsetning, greining, myndefni og annað er mjög gott. Þú getur að vísu hvergi heimilda.
    Einkunn 8,5. Kynningareinkunn var 8,0.
    Takk, Kristján

Speak Your Mind