West parið

Fred_and_Rosemary_West2   Fred_and_Rosemary_West2

 

Fred

Fred fæddist í litlum bæ sem heitir Much Markleg í Herefordshire. Hann átti sex systkini foreldrar hans voru þau Walter Stephen West og Daisy Hannah Hill. Faðir hans áreitti systur hans kynferðislega og Fred segir að hann hafi kennt sér bestiality sem þýðir að hafa kynmök með dýrum. Einnig er haldið að móðir hans hafi kynferðislega áreitt hann en það er ekki búið að sanna það eins og með pabba hans. Fred og móðir hans voru samt alltaf mjög náin. Hann hætti í skóla á aldrinum 15 ára og fór að vinna á bóndabæ. Þegar hann var 17 ára lenti hann í mótorhjólaslysi og var hann í dái í viku eftir það. Eftir slysið varð skapið hans mjög slæmt og fékk hann oft reiðisköst. Þegar hann var 21 ára giftist hann konu sem hét Catherine en hún átti sjálf barn fyrir en Fred kom fram við barnið eins og sitt eigið. Árið 1964 eignuðust þau Anne Marie. Á þessum tíma bjuggu þau í Skotlandi og vann Fred sem ökumaður ísbíls þar sem hann var mikið í kringum ungar stelpur. Þau þurftum samt fljótlega að flytja vegna þess að hann keyrði óvart yfir 4 ára strák. Þau síðan hættu saman og þá byrjaði Fred með annari konu sem Mcfall og eignaðist annað barn. Catherine vildi Fred aftur svo hann drap McFall.

Rosemary

Rosemary fæddist í Devon, Englandi árið 1953. Foreldrar hennar voru þau Bill Letts og Daisy. Faðir hennar var stanslaust að áreitta hana kynferðislega, einnig systur hennar og móður. Henni var oft strítt í skólanum vegna þess að hún var ekki nógu klár og yfir kjörþyngd, réðst hún á krakkana sem gerðu grín af henni. Hún byrjaði að stunda kynlíf snemma og fannst hún stundum uppi í rúmi með yngri bróður sínum. Hún var mjög mikið með eldri mönnum, til dæmis var Fred 12 árum eldri en hún. Faðir Rosemary studdi ekki samband þeirra Freds en Rosmeray hlustaði ekki. Á meðan Fred var í fangelsi (ekki er vitað hvers vegna) hugsaði Rosmeray ein um öll börnin en hún átti erfitt með að hugsa um börn sem voru ekki hennar eigin og kom oft mjög illa fram við stjúpdætur sínar. Einn daginn sumarið 1971 missti hún stjórn á skapi sínu og drap hún eina stjúpdótturina og gróf Fred hana undir eldhúsgólfinu.

Glæpirnir

Þau giftust 29. janúar árið 1972 en þótt að þau voru gift neyddi Fred Rosemary til að stunda kynlíf með öðrum mönnum og vildi oft fylgjast með henni í gegnum gæjugat. Hann tók einnig erótískar myndir af henni og setti þær í blaðið fyrir auglýsingar til að selja hana. Rosemary eignaðist mörg börn, einhver af þeim voru börn kúnna, Freds einnig barnaði faðir hennar hana þar sem hann hélt áfram að nauðga henni eftir að hún giftist.

Í Október árið 1972 réðu Fred og Rosemary unga konu, Caroline Owens sem barnfóstru. Þau reyndu oft að tæla hana en hún neitaði alltaf. Á endanum reyndi hún að flýja en þau vildu ekki leyfa henni að fara og héldu henni í húsinu og hótuðu að drepa hana. Á endanum slepptu þau henni. Hún kærði þau en Fred náði að sannfæra dómarann og þau fengu engan dóm heldur bara sekt upp á 50 pund. Fred nauðgaði dætrum sínum, vitað er til þess að hann barnaði eina.

 

Dómurinn

Þau komu samt einu sinni nálægt því þegar Heather, elsta dóttir þeirra sagði vinkonu sinni frá því hvað faðir hennar gerði henni. Fred og Rosemary tóku það í sínar hendur, þau drápu hana og grófu í bakgarðinu. Í May Árið 1992 þegar Fred tók sig upp þegar hann var að nauðga einni dóttur sinni voru þau handtekin þegar Heather sagði vini sínum frá því sem hafði gerst. Hann viðurkenndi að hafa drepið fórnalömbin en viðurkenndi aldrei að hafa nauðgað þeim, hann sagði að þær vildu stunda kynlíf með honum. 13. desember árið 1994 var Fred dæmdur fyrir 12 morð. Á nýársdag árið 1995 hengdi hann sig í fangelsisklefanum sínum. Rosemary var líka dæmd fyrir 10 morð þann 22. nóvember árið 1995 og var hún dæmd í lífstíðar fangelsi og situr hún þar enn.

 Greining

  • 18.2 Persónuleikaraskanir: B-Klasa Persónuleikaraskanir: Andfélagsleg persónuleikaröskun (Langvarðandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annara, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi: 1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku. 2. Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistasannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju.  3. Hvatvísi eða skortur á áætlunargerð. 4. Pirringur og ofbeldishneigð. 5. óábyrgi –  eins og sjá má af því að hann/hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað. 6. Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra. 7. Skortur á eftirsjá)

Við teljum að bæði Rosemary og Fred voru með Andfélagslega persónuleikaröskun. Þau sýndu bæði mjög mörg einkenni meðal annars með því að drepa sínar eigin dætur.

  • 19.2 Kynfráviksraskanir: Barnahneigð: Segja má að barnahneigð sé tvíþætt. Annaðhvort hefur viðkomandi haft sig í frammi við börn eða finnur til sterkrar vanlíðunar vegna tilhneiginga sinna. Algengt er að fórnalömbin verði að vera á vissu aldri (stelpur eiga oftast að vera 8-10 ára, en drengir heldur eldri). Mun algengari er áhugi á stúlkum, en einnig er til að viðkomandi vilji bæði kyn. Samkvæmt skilgreiningu er viðkomandi minnst 16 ára eða 5 árum eldri en barnið. Breytilegt er hvort viðkomandi leitar á börn af sama kyni (eða ekki) eða innan fjölskyldu (eða utan) eða leitar eingöngu á börn (eða bara stundum, er t.d. í sambúð) Formlega skilgreiningin er svona: A. Á minnst 6 mánaða tímbabili, endurteknir og sterkir kynórar og kynhvatir, sem fela í sér kynlíf með barni sem ekki hefur náð kynþroska (yfirleitt 13 ára og yngri). B. Persónan hefur svalað þessum hvötum, eða finnur til verulegrar þjáningar vegna þeirra. C. Persónan er minnst 16 ára gömul eða minnst 5 árum eldri en barnið eða börnin í lið A.

Við teljum að aðalega Fred hafi verið með Barnahneigð. Hann nauðgaði sífelt dætrum sínum einnig litlum stelpum sem hann fann út á götu og lokkaði til sín.

  • 19.8. Kynfráviksraskanir: Gægjuhneigð: A. Að á yfir minnst 6 mánaða tímabili komi endurtekið fyrir kynörvandi fantasíur, kynórar eða kynegðun sem feli í sér að fylgjast óafvitandi með persónu sem er nakin, að afklæða sig eða í miðri kynathöfn. B. persónan hefur hegðað sér í samræmi við þessar hvatir eða þá að hvatirnar eða fantasíurnar valdi verulegri þjáningu eða erfileikum í samböndu.

Við teljum að Fred hafi verið með gægjuhneið. Hann vildi alltaf horfa á Rosemary stunda kynlíf með öðrum mönnum og bjó til sérstakt herbergi í húsinu sínu þar sem hann gat horft í gegnum gægjugöt á konuna sína stunda kynlíf með öðrum mönnum.

Hér er stutt heimildarmynd um parið:

 

Comments

  1. Kristján says:

    Emilía M. og Nína! Þokkalega gert. Betra en kynningin, sem var upp á 7,0. Greiningin er mjög góð og uppsetning ágæt. Aðeins og mikið af smávillum. Einkunn 8,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind