Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Andfélagslegur persónuleiki

leave a comment

Andfélagslegur persónuleiki

Andfélagslegur persónuleiki DSM301.7 (antisocial personality disorder)/F60.2 (dissocial personality disorder)

Skilgreiningin felur í sér almennt hegðunarmynstur einstaklings sem sýnir réttindum annarra, félagslegum viðmiðum og lögum algjöra vanvirðingu. Sambærileg heiti eru psychopath og sociopath, þótt blæbrigðamunur sér þar á. Skilgreiningin minnir á einn undirflokk í 1.Barnageðröskunum, nánar tiltekið: 1.5.Athygliog hegðunarraskanir, með afbrigðið: 1.5.2.Hegðunarröskun. Enda er það skilgreiningaratriði á 15.2.1.Andfélagslegum persónuleika að þar megi einmitt finna 1.5.2.Hegðunarröskun í bernsku og á unglingsárum. Ef við bætist alvarlegt ábyrgðarleysi á fullorðinsárum (eftir 15 ára aldur) þá nær það grunnskilgreiningunni fyrir 15.2.1.Andfélagslegum persónuleika.

Ted Bundy (Theodore Robert Bundy) er nánast eins og skilgreining á Andfélagslegum persónuleika.

Ted Bundy (Theodore Robert Bundy) er nánast eins og skilgreining á Andfélagslegum persónuleika.

Sem dæmi þá getur manneskjan verið síbrotamaður, eða slagsmálahundur, mjög árásargjarn og hvatvís. Andfélagslegur persónuleiki getur verið undirförull og mikill lygari, með það að meginmarkmiði að ná sínu fram hvað sem það kostar (aðra). Þetta getur átt við um vinnuna, en einnig eigin fjölskyldu – t.d. ganga andfélagslegir jafnvel í fleiri en eitt hjónaband í einu og sjá ekkert að því! Markmið þeirra einkennast af skammsýni og grundvallaratriði er að þeir sýna ekki iðrun, kunna bókstaflega ekki að skammast sín. Þeir eru oft kallaðir „siðlausir“ og verstu tilfellin er að finna meðal þekktustu raðmorðingja. Rannsóknarniðurstöður sýna að þeir eru oft frá „góðum“ heimilum, milli- eða yfirstéttar, eru oft bráðhuggulegir og vel máli farnir. Þeir eru nánast alltaf karlkyns með meðalgreind eða yfir.

Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals. Önnur þekkt Andfélagsleg týpa, í þetta sinn skálduð, en þó byggð á sannsögulegum dæmum.

Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals. Önnur þekkt Andfélagsleg týpa, í þetta sinn skálduð, en þó byggð á sannsögulegum dæmum.

Formleg skilgreining á 15.2.1.Andfélagslegri persónuleikaröskun DSM301.7:

A. Langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi:

1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku.

2. Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistarsannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju.

3. Hvatvísi eða skortur á áætlanagerð.

4. Pirringur og ofbeldishneigð, eins og sjá má af endurteknum slagsmálum eða árásum.

5. Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra.

6. Er sífellt óábyrg, eins og sjá má af því að hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað skuldir.

7. Skortur á eftirsjá, eins og sjá má þegar þær sýna engin viðbrögð við (eða réttlæta) misnotkun, meiðsl eða þjófnað.

B. Einstaklingur er minnst 18 ára gamall.

C. Merki eru um 1.5.2.Hegðunarröskun fyrir 15 ára aldur.

Hvernig koma Andfélagslegu persónuleikarnir í Seven Psychopaths út úr þessum tveimur skilgreiningum?

Hvernig koma Andfélagslegu persónuleikarnir í Seven Psychopaths út úr þessum tveimur skilgreiningum?

Kanadíski sálfræðingurinn Robert Hare (British Columbia) hefur mikið rannsakað andfélagslega persónuleika. Hann hefur sett saman eftirfarandi lista yfir helstu einkennin:

 1. Aðlaðandi við fyrstu sýn (glibness/superficial charm).
 2. Ýkt sjálfsálit (grandiose sense of self-worth).
 3. Leiðist auðveldlega/sterk áreitisþörf (proneness to boredom/need for stimulaton).
 4. Sjúklegar lygar (pathological lying).
 5. Undirferli/stjórnsemi (cunning/manipulative).
 6. Skortur á samviskubiti (lack of remorse).
 7. Grunnar tilfinningar (shallow affect).
 8. Skortur á samkennd (lack of empathy).
 9. Lífsstíll snýkjudýrs (parasitic life style).
 10. Léleg hegðunarstjórnun (poor behavioral controls).
 11. Óábyrg kynhegðun (promiscuous sexual behavior).
 12. Hegðunarvandamál í æsku (early behavior problems).
 13. Skortur á raunsæjum langtímamarkmiðum (lack of realistic long-term plans).
 14. Hvatvísi (impulsivity).
 15. Óábyrgur (irresponsiblilty).
 16. Tekur ekki ábyrgð á gjörðum sínum (failure to accept responsibility for actions).
 17. Endurtekin sambandsslit (many marital relationships).
 18. Unglingavandamál (juveline delinquency).
 19. Hætta á að brjóta skilorð (poor risk for conditional release).
 20. Fjölbreytt brotahegðun (criminal versatility).

 R. D. Hare. 1991. Manual for the Revise Psychopathy Checklist. Toronto. Multi-Health Systems.

Written by Kristján

April 27th, 2010 at 12:11 pm

Posted in

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.