Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘3 Idiots’ Category

3 Idiots

leave a comment

Titill: 3 Idiots.

 

3 Idiots kápan.

3 Idiots kápan.

 

Útgáfuár: 2009.

 

Útgáfufyrirtæki: Vinod Chopra Films.

 

Dreyfingaraðili: Reliance Entertainment.

 

Land: Indland.

 

Framleiðandi: Vidhu Vinod Chopra.

 

Lengd: 171 mín.

 

Stjörnur: 8,4* (Imdb) og 10,0 + 9,2* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Rajkumar Hirani (Nagpur, Maharashtra, Indland, 1962- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraMunna Bhai MBBS (2003), Lage Raho Munnabhai (2006), PK (2014), allt mjög vinsælar myndir í Indlandi.

 

Handrit: Abhijat Joshi, Vidhu Vinod Chopra & leikstjórinn, byggt á bók Chetan Bhagat: What Not to do at IIT!.

 

Tónlist: Shantanu Moitra.

 

Kvikmyndataka: C. K. Muraleedharan.

 

Klipping: Rajkumar Hirani.

 

Tungumál: Hindi.

 

Kostnaður / tekjur: 11.000.000$ / 78.000.000$. Mismunur 67.000.000$ í plús.

 

Slagorð: Don’t have sex, because you get pregnant and die!

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Rancho.

Rancho.

Aamiar Khan = Ranchiddas “Rancho” Shamaldas / Chanchad / Chhote / Phunsukh / Wangdu, verkfræðinemi.

 

Farhan Qureshi.

Farhan Qureshi.

Madhavan = Farhan Qureshi. Sögumaður og vinur Rancho og Raju.

 

Shaman Joshi = Raju Rastogi.

Shaman Joshi = Raju Rastogi.

Shaman Joshi = Raju Rastogi, verkfræðineminn sem kemur úr fátækri fjölskyldu.

 

Pia Sahastrabuddhe.

Pia Sahastrabuddhe.

Kareena Kapor Kahn = Pia Sahastrabuddhe, yngri dóttir Viru “Virus” Shaastrabuddhe.

 

Dr. Viru Sahastrabuddhe.

Dr. Viru Sahastrabuddhe.

Boman Irani = Dr. Viru Sahastrabuddhe, betur þekkt sem “Virus.” Strangi skólastjórinn.

 

Chatur Ramalingam.

Chatur Ramalingam.

Omi Vaidya = Chatur Ramalingam, betur þekktur sem “Silencer.” Kann ekkert í tungumálinu, en trúir eindregið á utanbókarlærdóm.

 

Manmohan.

Manmohan.

Rahul Kumar = Manmohan, betur þekktur sem “Millimeter” eða “MM.” Ungur maður sem vinnur fyrir verkfræðinemana.

 

Centimeter / Elder Manmohan.

Centimeter / Elder Manmohan.

Dushyant Wagh = Centimeter / Elder Manmohan, seinna kallaður Millimeter.

 

Mona Sahastrabuddhe.

Mona Sahastrabuddhe.

Mona Singh = Mona Sahastrabuddhe, eldri systir Pia og fyrsta dóttir Virusar.

 

Mr. Qureshi.

Mr. Qureshi.

Parikshit Sahni = Mr. Qureshi, faðir Darhans.

 

Mrs. Rastogi.

Mrs. Rastogi.

Amardeep Jha = Mrs. Rastogi, móðir Raju.

 

Hinn raunverulegi Ranchoddas Shamaldas Chanchad.

Hinn raunverulegi Ranchoddas Shamaldas Chanchad.

Jared Jaffrey = hinn raunverulegi Ranchoddas Shamaldas Chanchad, persónan sem Raju, Farhan og Chatur hitta við jarðarförina.

 

Mínúturnar:

002 = Madhavan er að leggja af stað í flug, en fær þá eitthvað mikilvægt símtal. Flugvélin er komin í loftið, en hann gerir sér upp hjartaáfall til að þvinga vélina til að lenda.

004 = X hringir strax í vin sinn, sem vill æstur koma með.

006 = Vinirnir tveir hitta þann þriðja á toppnum á einhverju háhýsi. Hann sýnir þeim þegar þeir skrfuðu sept.5 á vegginn þar. Loforð? Svo virðist sem að einn vinanna sé dáinn – sá ríkasti?

009 = Vinirnir 3 keyra af stað í jarðarförina.

012 = Sagan fer aftur til þess tíma þegar Madhavan byrjar í framhaldsnámi – verkfræði. Þar hittir hann marga nýja vini.

013 = Svo virðist sem að inntökuhefðin í skólanum sé frekar gróf. Nynemarnir verða að dansa saman á nærbuxunum. Einn nýnemanna kemur seint og er sérstaklega tekinn fyrir. Honum er ráðlagt að ef hann fari ekki úr buxunum þá muni allir eldri nemar pissa á hann.

015 = Nýneminn sleppur inn í herbergi. Hvað ætlast hann til?

017 = Eldri nemarnir telja upp á tíu og ráðast svo inn. Á meðan hefur nýnemanum tekist að setja eitthvða saman. Hann setur skeið undir hurðina og þegar eldri neminn pissar á hana, þá fær hann straum á viðkvæman stað. Hann kemur svo út og enginn þorir í hann.

018 = Skólastjórinn mætir. Hann kemur með fugl sem hann sýnir öllum nemum. Hann lætur egg detta á gólfið og hendir upplýsingum um nemana líka á gólfið. Alltaf sama ræðan.

020 = Hann sýnir þeim geim-pennan sinn. Nýneminn þorir þó að spyrja skólastjórann um pennann.

023 = Nýnemarnir hefja allir nám.

 

Netverkefni:

 

  1. Hvernig myndir þú flokka þessa mynd samkvæmt 70 TEGUNDIR KVIKMYNDA sem er á blogginu?
  1. Hvernig gríngreinir þú myndina samkvæmt fjórum gríngreiningu Rowan Atkinson (1992).
  1. Hvernig passar þessi mynd í hetjugreiningu? (Útskýrðu).
  1. Hvað erum margir umsnúningar í þessari mynd? (Lýstu þeim).
  1. Hvernig er talað um hana á þessari síðu http://www.imdb.com/title/tt1187043/
  1. Hver finnst þér vera boðskapurinn hjá Rancho?
  1. Hvað fannst þér um þessa mynd, myndi þú mæla með henni?

Written by Kristján

March 30th, 2016 at 6:55 pm

Posted in 3 Idiots

Tagged with