Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘An American Werewolf in London’ Category

An American Werewolf in London

leave a comment

Am American Werewolf in London, kápan.

An American Werewolf in London, kápan.

Titill: AN AMERICAN WEREWOLF IN LONDON.

Útgáfuár: 1981.

Útgáfufyrirtæki: Universal Pictures.

Lengd: 97 mínútur.

Leikstjóri: John Landis.

Handrit: Leikstjórinn.

Framleiðandi: George Folsey, Jr., Jon Peters og Peter Guber.

Helstu leikarar / Hlutverk:

David Naughton = David Kessler. Annar bandarísku strákanna sem eru á ferðalagi um sveitahérðuð Englands.

Jenny Agutter = Alex Price hjúkrunarkona og síðar kærasta Davids.

Griffin Dunne = Jack Goodman. Hinn bandaríski strákurinn á ferðalagi, sá sem er drepinn af varúlfnum, þótt hann koma endurtekið fram í myndinni, verr og verr á sig kominn, enda dauður.

John Woodvine = Dr. J. S. Hirsch læknir. Sá sem virðist trúa sögu Davids um varúlf og fer að grennslast fyrir um það sjálfur.

Don McKillop = Villiers, rannsóknarlögreglumaður. Hefur enga trú á varúlfasögunni og segir málið leyst, eða þá að hann er vísvitandi að halda því leyndu að það sé varúlfur í héraðinu.

Paul Kemper = McManus, fyndinn og klaufalegur aðstoðarmaður hans.

 

Mínútur / Lýsing:

001 = Textar. Myndin byrjar á lagi sem klárlega á ekki við í hrollvekju, frekar í rómantískri grínmynd. Bobby Vinton, gerið svo vel:

002 = Tveir bandarískir strákar David Kessler (David Naughton) og Jack Goodman (Griffin Dunne) eru á ferðalagi um sveitir Englands. Þeir fá far hjá bónda og kindunum hans.

006 = Það byrjar að rigna og þeir finna lókal pöbb, The Slaughered Lamb, út í sveitinni þar sem enginn þekkir þá. Þeir biðja um te! Athugið að í þessari mynd koma fyrir margar frægar persónur í smá-hlutverkum. Í þessari senu er einn karakterinn á pöbbnum, sá sem skýtur pílum, mjög þekktur breskur leikari, David Schofield. Hann er t.d. þekktur sem Mercer í Pirates of the Caribbian.

Maðurinn sem klessist á milli bílanna á Piccadilly Circus í lokaatriðinu er leikstjórinn sjálfur, John Landis!

Frank Oz (höfundur prúðuleikaranna!) leikur starfsmann bandaríska sendiráðsins.

Bandarísku strákarnir eru ekki velkomnir á pöbbnum. Hvaða stjarna er þetta?

Bandarísku strákarnir eru ekki velkomnir á pöbbnum. Hvaða stjarna er þetta?

007 = Þeir taka eftir 5 arma stjörnu málaða á vegginn með kertum undir. Djöflatrú?

009 = Til hvers er stjarnan á veggnum, segir annar strákurinn og barinn verður snögglega óþægilega þögull. Þeir ákveða að fara – fá ekki einu sinni te, en þeim er ráðlagt að fara varlega, varist mánaljósið. Uhhh. Eftir að þeir eru farnir þá tala heimamenn um að það að láta þá fara sé einfaldlega morð!

011 = Strákarnir fara út, það rignir enn, en þeir syngja.

012 = Þorpsbúar heyra í úlfinum, konan á pöbbnum segir að það eigi að hjálpa þeim, en hinir segjast ekki heyra neitt. Strákarnir úti verða hræddir við hljóðið og þegar þeir átta sig á því að það er fullt tungl, þá reyna þeir að hlaupa til baka. Þeir villast, en hljóðið færist nær.

Rigning út í sveit, úlfur að væla, myrkur og fullt tungl. Er ekki allt í góðu?

Jack og David út í sveit, í rigningu. úlfur vælir, myrkur og fullt tungl. Er ekki allt í góðu?

015 = Annar strákanna, David, dettur og úlfur ræðst á hinn – Jack. Þegar David stendur upp, þá skjóta þorpsbúar úlfinn. Jack deyr, en David skaddast í framan og er keyrður á spítalann.

017 = Á spítalanum í London talar dr. J. S. Hirch (John Woodvine) ásamt manni frá sendiráði Bandaríkjanna við David. Honum er tilkynnt um dauða Jacks og að David hafi dvalið á spítalanum í 3 vikur. Honum er sagt að brjálaður maður hafi ráðist á þá, en David mótmælir: nei, úlfur.

022 = Tveir lögreglumenn, rannsóknarlögreglumaðurinn Insector Villiers (Don McKillop) og fyndinn og klaufalegur aðstoðarmaður hans, McManus (Paul Kemper) koma á spítalann vegna þess að David er kominn til meðvitundar.

024 = Enginn trúir David, lögreglan segir að vitni staðfesti vitnisburð þeirra og að málið sé leyst. Brjálaður maður, ekki úlfur, drap Jack. Davið segist ekki hafa áhyggjur af minni sínu, frekar af geðheilsu, í framhaldinu sjáum við Davið hlaupa nakinn um skóginn, veiða og éta dádýr. Draumur?

026 = Alex Price (Jenny Agutter) hjúkrunarkona segir David að hann verði að borða eitthvað, David segist ekki hungraður, en hún matar hann þá. Inn á milli sjáum við senur með draumum Davids. Hann sé sjálfan sig hlaupa í skóginum og einnig liggjandi í rúmi út í skógi. Allt í einu sést djöflaandlit Davids. Læknirinn segir þetta vera hugaróra, en lætur þó Alex hjúkrunarkonu sitja hjá honum. Hún les fyrir hann.

Djöflaandlit Davids. Minnir á annað þekkt (óþekkt) atriði út frægri mynd. Hvaða?

Djöflaandlit Davids. Minnir á annað þekkt (óþekkt) atriði út frægri mynd. Hvaða mynd?

030 = David dreymir að hann sé kominn heim til sín og þá brjótast grímuklæddir menn inn og drepa alla, skera David á háls. Þegar hann vaknar af draumnum og kvartar við hjúkrunarkonuma þá er líka ráðist á hana. Nýr draumur? Morguninn eftir kemur indverji með morgunmatinn og allt í einu sjáum við (ekki í seinasta sinn) Jack (látinn vin hans), allan sundurskorinn. Þeir fara að tala saman! Jack segir honum að varúlfur hafi ráðist á þá. Jack segir: The last remaining werewolf must be destroyed. It is you, you must be killed.. .Sviptu þig lífi, kill yourself, before you kill others. Beware of the moon, David.

Jack birtist aftur og aftur, þótt dauður sé, og lítur sífellt verr út.

Jack birtist aftur og aftur, þótt dauður sé, og lítur sífellt verr út. Ekki furða, enda dauður.

035 = Hjúkrunarkonan kemur inn, sér ekki Jack og David kissir hana. Hann segir henni að hann sé orðinn varúlfur og að hann umbreytist eftir 2 daga. Alex býður honum samt heim til sin, þegar hann losnar af spítalanum.

Jack fer verulega aftur.

Jack fer verulega aftur, David líst ekkert á hann.

040 = Alex hjúkrunarkona trúir David ekki þegar hann segist geta verið varúlfur. Hún er orðin hrifin af honum og býður honum heim. Þau kyssast og meira til, elskast bæði í sturtu og langri rúmsenu. Mjög óvenjulegt fyrir hrollvekju. Og lagið er samið og sungið af þeim besta, Van Morrison:

043 = David er heima hjá hjúkrunarkonunni og ræðir lengi við Jack, sem nú er orðinn grænn í framan. Jack segir honum aftur að hann verði að drepa sig (David á að drepa David, ekki Jack, sem er nú þegar dauður!), áður en fullt tungl komi á morgunn: Tomorrow you will turn into a monster.

Jack orðinn grænn!

Jack orðinn grænn, minnir á The Hulk!

045 = David segir frá The Wolf-Man myndinni, nei, ekki með Oliver Reed, segir hann, heldur upprunalegu myndinni með Lon Chaney Jr, frá 1941. Hann dregur þá ályktun af þeirri mynd að úlfurinn geti bara verið drepinn af þeim sem elskar hann.

Breski leikarinn Oliver Reed sem úlfmaðurinn í The Curse of the Werewolf frá 1961. Margir þekkja þessa mynd.

Breski leikarinn Oliver Reed sem úlfmaðurinn í The Curse of the Werewolf frá 1961. Margir þekkja þessa mynd.

Lon Chaney Jr. er samt enn klassíski úlfmaðurinn: The Wolf-Man frá 1941.

Lon Chaney Jr. er samt enn klassíski úlfmaðurinn: The Wolf-Man frá 1941. Ótrúlega gott gerfi miðað við aldur.

The Wolfman endurgerðin frá 2009 með del Toro og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum, hefur lítið umfram klassíkina frá 1941. Meira að segja gríman er eins!

The Wolfman endurgerðin frá 2010 með Benicio del Toro og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum, hefur lítið umfram klassíkina frá 1941. Meira að segja gríman er eins, þrátt fyrir alla tölvutæknina!

049 = Læknirinn dr. Hirch ferðast til East Proctor og fer á pöbbinn. Hann fer að ræða við heimamenn um árásina, spyr hvort það sé ekki að koma fullt tungl aftur? Hann spyr líka um 5 arma stjörnuna. Enginn þykist vita hvað hann er að tala um. Þeir vilja eki einu sinni gefa honum neitt að borða.

Jack í lokin. Hann er alveg búinn á því.

Jack í lokin. Hann er alveg búinn á því.

050 = Læknirinn dr. Hirch fer út. Það rignir. Hann sér einn heimamanninn fyrir utan og hann segir lækninum frá því að David sé núna í verulegri hættu: It’s almost full moon.

053 = David er heima hjá hjúkrunarkonunni, hann er óvart læstur úti, þegar hjúkkan þarf að mæta í vinnuna. Hann kemst inn og sér hund og kött hvæsa á sig. David er órólegur og við heyrum í CCR (Creedence Clearwater Revival) spila: Bad Moon Rising!

Viðeigandi að spila þetta lag rétt á undan aðal senunni!

057 = Stórkostleg umbreytingarsena, David breytist í varúlf. Hjón eru að koma heim og varúlfurinn ræðst á þau, tætir þau í sig. Nágranni heyrir hljóð og fer út að athuga málið. Hann gengur á afskorna hönd.

Umbreytingin að hefjast. Þetta atriði er til heiðurs gömlu myndunum, þegar tölvutæknin leyfði ekki annað en umbreytingu á einum útlim í einu.

Umbreytingin að hefjast. Þetta atriði er til heiðurs gömlu myndunum, þegar tölvutæknin leyfði ekki annað en umbreytingu á einum útlim í einu.

Hápunktur myndarinnar, umbreytingarsenan. Þetta atriði lyftir þessari húmorísku hryllingsmynd á hærra plan.

Hápunktur myndarinnar, umbreytingarsenan. Þetta atriði lyftir þessari húmorísku hryllingsmynd á hærra plan.

http://www.youtube.com/watch?v=hqmt3JU8z_s

The Wolfman 2010 umbreytingin sýnd hægt:

Hér getur þú borið allar umbreytingarnar saman:

061 = Læknirinn er kominn aftur á spítalann og fær símanúmer hjúkkunnar. Hann hringir, en fær ekkert svar.

063 = Við sjáum flækinga, varúlfurinn ræðst á þá. Næst sjáum við fínan mann í neðanjarðarstöðinni. Úlfurinn eltir hann og nær honum að lokum.

David að breytast.

David að breytast.

067 = David vaknar nakinn í dýragarðinum, inni í búri hjá úlfunum. Hann kaupir blöðrur af strák. Hann kemst heim í kvennmansfötum.

070 = David kemur til hjúkkunnar, en segist ekki muna neitt frá gærkvöldinu né nóttinni. Læknirinn hringir og segir hjúkkunni að koma með David beint á spítalann. David kemur með, en er fullur af orku. Leigubílstjórinn segir frá 6 morðum gærkvöldsins, sem minni á varúlf. David fer út leigubílnum og reynir að láta lögreglumann handtaka sig. Það gengur ekki, en David segist þá allt í einu elska Alex. Hann hleypur í burtu.

David eða varúlfur?

David eða varúlfur?

075 = Fundur hjá lögreglunni með lækninum og Alex. Löggan lofar því að finna David.

076 = David hringir í sendiráð sitt og fær að hringja collect í foreldra sína. Hann nær bara í systur sína, Rachel. Hann kveður hana, bróður þeirra og foreldra. Hann reynir svo að framja sjálfsmorð í símaklefanum, en getur það ekki. Hinum megin við götuna sér hann grænan Jack, benda sér á að koma inn í bíó – á klámmynd! Jack kynnir hann fyrir þeim sem hann drap í nótt. Einn þeirra segir að nú verði hann að ganga í limbó á milli lífs og dauða þangað til að blóðlína Davids sé stöðvuð. Við erum ekki dáin, heldur un-dead. Þau fara að ræða aðferðir fyrir David við sjálfsmorð.

David orðinn varúlfur.

David orðinn varúlfur.

083 = David byrjar að umbreytast aftur í bíósalnum. Hann hvetur fólk til að flýja. Starfsmaður bíóhússins er myrtur. Lögreglan mætir á staðinn, klámmyndin er í gangi á meðan. Löggan nær að loka úlfmanninn inni. Staðurinn fyllist af löggum, en varúlfurinn sleppur samt. Allt verður vitlaust á Picadilly Circus. Löggan umkringir úlfinn í húsasundi.

Enginn David lengur, bara varúlfur. Minnur aftur mjög á þekkt aldlit út þekktri mynd. Hvaða aldlit?

Enginn David lengur, bara varúlfur. Minnur aftur mjög á þekkt aldlit út þekktri mynd. Hvaða aldlit?

088 = Alex og læknirinn mæta á staðinn, Alex brýst fram og gengur beint að úlfinum. Hún kallar: David! I love you David, en um það bil þegar að úlfurinn hvæsir, er hann skotinn mörgum skotum af lögreglumönnum.

Myndinni lýkur á upphafslaginu, en núna með annarri hljómsveit. Hérna sést hún eins og hún er í dag. Gamlir karlar. Gjörið svo vel:

087 = THE END.

Written by Kristján

February 17th, 2013 at 7:22 pm