Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Black Swan’ Category

Black Swan

leave a comment

TitillBlack Swan.

 

Black Swan kápan.

 

Útgáfuár: 2010.

 

Útgáfufyrirtæki: Cross Creek Pictures, Phoenix Pictures, Protozoa Pictures & Dune Entertainment.

 

Dreyfingaraðili: Fox Searchlight Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Scott Franklin, Ari Handel, Mike Medavoy, Arnold Messer & Brian Oliver.

 

Lengd: 1:48 mín.

 

Stjörnur: 8,0* (Imdb) og 8,7 + 8,4* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Darren Aronofsky (1969- ). Brooklyn, New York, Bandaríkin.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Pi (1998), Requiem for a Dream (2000), The Fountain (2006), The Wresler (2008). Og eftir Black Swan (1910): Noah (2014) og mother! (2017). Aronovsky hefur einnig verið handritshöfundur og framleiðandi nokkurra mynda, þ. á m. Below (2002), The Fighter (2010), Zipper (2015), Jackie (2016), Afermath (2017) og hann er framleiðandi væntanlegrar myndar: White Boy Rick (2018).

 

Handrit: Mark Heyman, Andres Heinz, John McLaughlin, byggt á sögu eftir Andres Heinz.

 

Tónlist: Clint Mansell.

 

Kvikmyndataka: Matthew Libatique.

 

Klipping: Andrew Weisblum.

 

Tegund: Drama & tryllir.

 

Tekjur: 329,400.000$. Kostnaður: 13,000.ooo$ = 316,4oo.ooo í gróða!

 

Slagorð: Yoxxlf.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Leikarar: / Hlutverk:

Svarti svanurinn.

Natalie Portman = Nina Sayers / Svanadrottningin.

 

Svarti svanurinn.

 

Mila Kunis = Svarti svanurinn.

Thomas Leroy.

Vincent Cassel = Thomas Leroy / Herramaðurinn.

 

Móðirin.

Barbara Hershey = Erica Sayers / Drottningin. Móðir Ninu.

Beth MacIntyre.

Winona Ryder = Elizabeth “Beth” MacIntyre / Deyjandi svanurinn.

 

David Moreau.

Benjamin Millepied = David Moreau / Prinsinn.

 

Ksenia Solo = Veronica / Litli svanurinn.

 

Kristina Anapau = Galina / Litli svanurinn.

 

Janet Montgomery = Madeline / Littli svanurinn.

 

Sebastian Stan = Andrew / Biðill.

 

Toby Hemingway = Thomas “Tom” / Biðill.

 

Mínúturnar:

0:01 = Texti.

0:02 = Við sjáum Ninu xxx (Natalie Portman) vera að dansa hvíta svaninn í .

0:04 = Nina vaknar og dansinn var þá draumur. Hún borðar morgunmat með móður sinni, Erica Sayers (Barbara Hersey) og þegar x er að klæða sig þá spyr hún spyr dóttur sína um sár sem hún sér ofarlega á bakinu á henni.

0:05 = Nina er í subway á leiðinni í ballettskólann þegar hún sér baksvipinn á stúlku. Henni bregður, eins og að hún sé að bera sig saman við hana – eða jafnvel að halda að hún sé að horfa á sjálfa sig: Doubleganger?

0:08 = Nýji kennarinn Thomas LeRoy (Vincent Cassell) mætir og horfir á allar stelpurnar dansa. Hann tilkynnir að næsta verkefni sé Dvarti svanurinn. Hann snertir öxlina á nokkrum stúlknanna og tilkynnir svo í lokin að þær sem hann snerti séu hér með úr leik fyrir aðalhlutverkið. Það muni krefast mikils af dansaranum, því að sú þarf bæði að túlka hvíta og svarta svaninn.

 0:13 = Á næstu æfingu hvíslar Thomas að Ninu að hún dansi svo vel að ef að hún þyrfti bara að dansa hvíta svaninn, þá fengi hún hlutverkdið strax.

0:14 = Þegar Nina reynir að dansa svarta svaninn – sem er mun tilfinningaríkara – þá fipast hún þegar að önnur stúlka kemur of seint inn í salinn. Það er Lilly (Mila Kunis), sem er núkomin frá Los Angeles.

0:15 = Á leiðinni heim þá mætir Nina stúlku sem er að ganga á móti henni. Hún horfir í andlitið á henni þegar þær mætast þá sér Nina andlit sitt í henni. Þegar Nina kemur heim þá brestur hún í grát um leið og móðir hennar spyr hvernig hafi gengið. Samkeppnin og spennan er greinilega mjög mikil.

0:19 = Daginn eftir þá biður Nina um viðtal hjá Thomasi. Hún segist hafa æft svarta svaninn alla nóttina, en hann svarar að hann hafi nú þegar valið Veronicu í hlutverkið. Nina er að brotna niður, en þá segir Thomas að hann sé bara að testa hana. En hann bætir þó við að hún hafi vissulega fullkomna tækni, en hana vanti enn ástríðuna. Hann kyssir hana snögglega, en Nina bítur hann í vörina. Hún æðir út og er viss um að fá ekki hlutverkið.

0:23 = Nina mætir Veronicu og óskar henni til hamingju með aðalhlutverkið, en sú bregst hin versta við, öskrar á hana og skrifar: Whore á spegil hennar, því það var Nina sem fékk hlutverkið eftir allt saman.

0:25 = Þegar heim er komið fer Nina í sturtu og sér þá að sárið á baki hennar er orðið stærra.

026 = Nina á er á æfingu að dansa hvíta svaninn. Leroy segir ahna dansa hann vel, en að: The real problem will be the metamorphosis into the twin, frá hvíta svaninum yfir í þann svarta.

0:30 = Leroy tilkynnir að Beth (Vinna Ryder) sé ekki lengur aðalstjarnar og að hún muni leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Um leið kynni rhann til sögunnar nýja, unga og glæsilega stjörnu: Nina xxx.

0:31 = Nina er að því sér um hendurnar á salerninu og sér að hún er líka komin með sár á hendurnar.

0;33 = Leroy býður Ninu upp á drykk eftirá og spyr hana þá persónulegra spurninga – um kynlíf. Hann felur henni meira að segja það verkefni að: Touch yourself.

0:36 = Þegar heim er komið hjálpar mamman Ninu að klæða sig úr og sér þá að sárin á baki og höndum eru að stækka. Hún lofar að hjálpa dóttur sinni og segir að þær eigi enn dýra kremið. Hefur þetta komið fyrir áður.

0:39 = Á æfingu daginn eftir þá er tilkynnt að keyrt hafi verið á Beth. Leroy er viss um að hún hafi orsakað þetta sjálf.

0:42 = Nina fer á spítalann og gefur Beth blóm. Henni bregður mikið þegar hún sér hve Beth er illa brotin.

0:43 = Á næstu æfingum reynir Leroy að fá Ninu til að dansa ekki með svona mikilli tækni, heldur meira af tilfinningu – meiri ástríðu!

0:45 = Leroy spyr meðdansara Ninu: Would you fuck this girl? No, of course not. Nina, your dansing is just as frigit … en þá fara ljósin. Leroy sendir strákinn heim og fer sjálfur að dansa við hana. í miðjum dansinum þá snertir hann hana og kyssir. Nú tekur hún á móti. Hann hættir og segir: That was me seducing you, but it has to be the other way around – og gengur út.

0:50 = Í baði þá sér Nina allt í einu andlit sitt og blóð lekur niður í baðið. Eru sárin enn að ágerast?

0:56 = Lilly mætir heim til Ninu og biður hana afsökunar, en hún klagaði Ninu fyrir Leroy dansstjóra. Nina svarar því illa, en þegar móðir hennar skiptir sér af, þá ákveður Nina að fara út með henni. Þegar þangað er komið þá bíður Lilly henni pillu, extacy?, sem Nina hafnar í fyrstu, en slær svo til, þótt þær eigi að dansa á morgunn.

1:00 = Þær setjast hjá teimur strákum sem segja þær vara mjög líkar. Þeir vita ekkert um ballett, en þegar Nina ætla að koma sér heim, þá er hún komin í vímu. Hún dansar og kyssir stráka, en vill svo komast út í leigubíl. Þegar þangað er komið þá filtar Lilly svolítið í henni, en enn heldur Nina aftur af sér.

1:05 = Þegar heim er komið þá yfirheyrir mamma hana, en Nina rekur hana út úr herberginu. Hún sleppir þá loks fram af sér beislinu og í miðjum ástarleiknum þá sér hún andlit sitt í Lilly. Að honum loknum þá sér hún enn andlit sitt í Lilly.

1:07 = Um morguninn er Nina þunn og allt of sein. Þegar hún loks mætir þá er Lilly að dansa aðalhlutverkið. Var þetta allt gert út af samkeppni?

1:10 = Þegar Nina spyr Lilly af hverju hún hafi ekki vakið hana, þá neitar Lilly því að hafa sofið hjá henni. Nina spyr hana hvort hún hafi sett eitthvað í drykkinn hjá henni?

1:12 = Þegar heim er komið líður Ninu illa, hún kallar fram uppsalir og er í einhverri uppreisn. Hún vill flytja að heiman frá móður og hún hendir öllum bangsunum sínum. Hún fer nú að dansa af meiri ástríðu – er hún að fullorðnast?

1:13 = Nina er nú í mælingum fyrir búnaðinn og þegar Nina stendur fyrir framan spegla þá sér hún sjálfa sig klóra sér í bakið. Lily kemur líka í mátun og þá áttar Nina sig á því að hún hefur verið valin sem staðgengill hennar. Ninu líkar það ekki, kvartar til dansstjórans, sem segir hana bara að dansa og allt fari vel.

1:16 = Allir eru farnir heim nema Nina, sem heldur áfram að æfa. Hún er orðin svo spennt að hún sér ofsjónir af sér í speglinum. Loks eru ljósin slökkt og þá gengur Nina fram og til baka og rekst þá á dansstjórann og Lily í ástarleik. Er Lily að reyna að ná hlutverkinu af henni?

1:18 = Í stað þess að fara heim þá feru hún á spítalann og heimsækir Bth fótbrotnu. Hún er sofandi og þá vill Nina skila nokkrum smáhlutum sem hún stal frá henni. Þá vaknar Beth snögglega, segist ekki vera fullkomna, eins og Nina heldur, og fer að stinga sig með naglaþjöl. Nina sér sig í andliti hannar og þegar heim er komið halda ofsjónirnar áfram. Er Nina að fara yfirum?

1:21 = Móðir hennar reynir að róa hana, en þá ágerast ofsjónirnar. Um morguninn segir móðir hennar að hún hafi verið að klóra sig alla nóttina. Hún reynir að halda henni heima, en Nina bregst hart við kemur sér út. Hún mætir í ballettinn og segir dansstjóranum að hún sé tilbúin. Lily átti að koma í staðinn fyrir hana, en Nina heimtar að hún sé tilbúin. Leroy segir henni að gefa þessu allt sem hún á.

1:26 = Dansinn byrjar og allt gengur vel þar til hún sér Lily. Nina er hrædd við hana. Þegar hún dansar næsta atriði þá svimar henni og hún sér enn aldlit sitt í Lily. Hún hrasar.

1:29 = Þegar Nina flýr inn í dansherbergi sitt þá er Lily þar og fer að ögra henni. Þær slást og spegill brotnar. Nina stingur Lily með einu brotinu, verður brálæðisleg í framan, augun rauð, hún felur líkið. Hún er nú ákveðin að dansa svarta svaninn af fullum krafti. Hún lifir sig algerlega inn í hutverkið. Nina dansar af fullum krafti og hún afmyndast – umbreytist í svarta svaninn.

1:33 = Þegar hún fer af sviðinu þá kyssir hún Leroy af fullum krafti. Nina slær í gegn.

1:34 = Í býningsklefanum sér hún allt blóðið og felur það með handklæði. Bankað er á dyrnar og þar er Lily, sem er þá ekki dáin. Lily óskar henni til hamingju með dansinn! Nina sér að þetta eru allt ofsjónir, en að hún er sjálf særð. Hún dregur spegilbrot út úr sjálfri sér, úr maganum.

1:36 = Nina fer aftur út og dansar nú eins og í draumi. Í lokaatriðinu þá sjáum við að hana blæðir, en hún dansar þó vel og lætur sig detta eins og áður. Leroy fagnar henni, en sér þá að hún er alblóðug. Nina segir: I found it, it was perfect.

5+1 spurning:

  1. Doublegänger fyrirbærið er tekið fyrir með óvenjulegum hætti í þessari mynd. Hvernig þá?
  2. Þótti þér Natalie Portman þótti leika vel? Fékk hún e-r verðlaun fyrir leik sinn?
  3. Nefndu a.m.k. 3 senur þar sem sterklega er gefið í skyn að aðalleikkonan sé að missa vitið.
  4. Hvaða geðröskun er gefið í skyn að aðalleikkonan sé hugsanlega með?
  5. Hvaða aðrar geðraskanir er gefið í skyn að hún sé einnig með?
  6. Mundu að segja svo álit þitt á myndinni í lokin.

Written by Kristján

April 23rd, 2017 at 2:04 pm