Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Fight Club’ Category

Fight Club

leave a comment

Titill: Fight Club.

 

Fight Club kápan.

Fight Club kápan.

 

Útgáfuár: 1999.

 

Útgáfufyrirtæki: Regency Enterprises.

 

Dreyfingaraðili: 20th Century Fox.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Art Linson, Ceán Chaffin & Ross Grayson Bell.

 

Lengd: 139 mín.

 

 Stjörnur: 8,9* (Imdb) og 7,9 + 9,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: David Fincher.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Alien 3 (1992), Seven (1995), The Game (1979), Panic Room (2002), Zodiac (2007), The Curious Case of Benjamin Button (2008), The Social Network (2010), The Girl with the Dragon Tatoo (2011) og Gone Girl (2014). Auk þessara stórmynda þá hefur Fincher einnig verið framleiðandi nokkurra mynda (The Hire, 2001 og Lords of Dogtown, 2005 og Love and Other Disasters, 2006). Loks þá hefur Fincher einnig leikstýrt sjónvarpsseríum: House of Cards (2013-) og Mindhunter (2016). Fincher hóf ferilinn við auglýsingagerð og stundum má sjá það í myndum hans.

 

Handrit: Jim Uhis, byggt á stórgóðri bók Chuck Palahniuk: Fight Club.

 

Tónlist: Dust Brothers.

 

Kvikmyndataka: Jeff Cronenweth.

 

Klipping: James Haygood.

 

Kostnaður/tekjur: 63.000.000$ / 100.900.000$ = 38 millnónir dollara í plús! Myndinni var þó ekki tekið vel í byrjun (of flókin?), en hefur síðan vaxið í áliti og dvd sala er mikil.

 

Slagorð: Mischief, mayhem, soap.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Leikarar/Hlutverk:

Edward Norton í hlutverki sínu. Hann er eingöngu kallaður narrator, þ.e. sögumaður.

Edward Norton í hlutverki sínu. Hann er eingöngu kallaður narrator, þ.e. sögumaður, en tekur sér ýmis nöfn á sjálfshjálparfundunum.

Edward Norton = The narrator. Sá sem segir söguna. Hefur ekkert annað nafn. Cornelius? Rubert? Travis?

 

Tyler Durden.

Tyler Durden.

Brad Pitt = Tyler Durden. Sá sem sögumaður hittir og stofnar slagsmálaklúbb með.

 

Carla.

Marla Singer.

Helena Bonham Carter = Marla Singer, stelpan sem hittir sögumanninn á sjálfshjálparfundum og á svo í ástarsambandi við Tyler Durden.

 

RIchard Chesler, yfirmaður sögumannsins.

Richard Chesler, yfirmaður sögumannsins.

Zach Grenier = Richard Chesler. Yfirmaður sögumanns hjá bílaframleiðandanum.

 

Angel Face, mest áberandi meðlimur slagsmálaklúbbsins.

Angel Face, mest áberandi meðlimur slagsmálaklúbbsins.

Jared Leto = Angel Face. Ljóshærði Fight Club meðlimurinn, sá sem sögumaðurinn lemur í klessu.

 

Meatloaf var áður þekktur söngvari.

Meat Loaf var áður þekktur söngvari, en leikur nú brjóstmikinn mann með blöðruhálskirtils krabbamein.

Meat Loaf = Robert Paulson. Þetta er brjóstamikli sjúklingurinn sem að faðmar sögumanninn svo innilega.

Meat Loaf var áður þekktur sem virkilega góður rökkari og söngvari. Viljiði sjá Meat Loaf upp á sitt besta?

 

Mínúturnar:

 

xxx.

Strax í byrjun kemur þessi dæmigerði FBI texti – nema hvað þetta er ekkert dæmigert FBI röfl. Hér er Tyler að vara okkur við: Stop the excessive shopping and masturbation. Quit your job. Start a fight. Prove you’re alive!

 

001 = Texti. Eftir þennan einkennilega texta er ekki úr vegi að fylgjast vel með þessum Tyler. Hver er þessi Tyler eiginlega og hvar kemur hann fyrir fyrst?

004 = 1sta neðanmarkaskynjaða áreitið. Sjá mynd að neðan við 4ða neðanmarkaskynjaða áreitið.

 

Seven years in Tibet en ein kvikmynda Bard Pitts. Djúp tilvísun það!

Sjá kvikmyndaauglýsinguna: Seven years in Tibet (“t-ið” vantar aftast) en ein kvikmynda Brad Pitts. Djúp tilvísun það!

 

005 = Sögumaður (Edward Norton) kvartar undan insomnia (svefnleysi) og nacrolepsy (skyndimók – að ómótstæðileg og skyndileg svefnþörf) hjá lækni, sem vill þó ekki gefa honum nein lyf.

006 = Þegar læknirinn hafnar því að gefa sögumanni okkar svefnlyf, þá sést 2nað neðanmarkaskynjaða áreitið (sjá mynd að neðan).

007 = Sögumaður fer á sjálfshjálparfundi og hittir Robert Paulson (Meat Loaf), kallaður “Bob.” 3ja neðanmarkaskynjaða áreitið (sjá enn mynd að neðan). Þeir faðmast. Það losar um eitthvað hjá sögumanninum og hann grætur innilega. Fer svo heim og getur loks sofnað. Sögumaður fer að mæta á fleiri – alls konar – sjálfshjálparfundi. Honum líður bara vel þar, þótt það sé alls ekkert að honum líkamlega, ekkert krabbamein eða annað. Það er bara eitthvað við slíka fundi sem hjálpar honum að fá útrás og að sofna, þótt hann eigi auðvitað ekki að mæta á þessa fundi alvöru sjúklinga.

 

Sögumaður fær útrás á milli brjósta Bobs!

Sögumaður fær útrás á milli brjósta Bobs!

 

010 = Einkennileg sena með mörgæs. Hvað merkir það? Mörgæsin breytist svo seinna í Mörlu!

012 = Á blöðruháls krabbameinsfundi kemur allt í einu Marla Singer (Helena Bonham Carter). Hún er líka að plata (reykir meira að segja á krabbameinsfundum!) og sögumaður þolir það ekki.

013 = Sögumaður er út á götu, lítur til vinstri og 4ða neðanmarkaskynjaða áreitið birtist. Á næsta fundi sér sögumaður aftur Mörlu, hann þolir hana alls ekki. Hann ákveður að tala við hana. Hann getur ekki kvartað undan henni, því þá klagar hún hann. Þau ákveða að skipta sjálfshjálparhópunum á milli sín.

 

Hér má sjá fyrstu 4 neðanmarkaskynjuðu áreitin.

Hér má sjá fyrstu 4 neðanmarkaskynjuðu áreitin. Þau eru þó ekki alveg neðanmarka, þar sem áhorfendur ýmist taka eða taka ekki eftir þeim. Rammarnir þyrftu að vera færri til þess að vera alveg neðan skynmarka. Boðskapurinn? Í öllum tilvikum er gráklæddur sögumaðurinn að sjá litríkan karakter Tyler Durdens.

 

Hérna sjást öll atriðin fyrst hratt og svo hægt. Afsakið tónlistina!

 

 

018 = Sögumaður er í flugvél, og á flugstöðinni sést – í fyrsta sinn – Tyler Durden (Brad Pitt) að fara í hina áttina. Í næsta atriði sjást þjónar snöggt og sá sem er lengst til hægri er Tyler Durden.

 

Þessi mynd birtist í örskamma stund. Það er aðeins þegar við sjáum hana svona að við áttum okkur á því að Tyler Durden er lengst til hægri.

Þessi mynd birtist í örskamma stund. Það er aðeins þegar við sjáum hana svona að við áttum okkur á því að Tyler Durden er lengst til hægri.

 

021 = Sögumaður er að útskýra fyrir konu að hann vinni fyrir stóran bílaframleiðanda, hann ímyndar sér flugslys og á næsta augnabliki gerist það (í huga hans) og þegar hann snýr sér aftur að konunni þá er Tyler Durden kominn í staðinn. Þar hittast þeir í fyrsta sinn. Sögumaður tekur eftir því að þeir eru með alveg eins töskur!

023 = Tyler kemur með alls konar hugmyndir – frekar róttækar – sögumanni finnast þær ferskar og ögrandi. Hann fer að tala við mann á flugvellinum um mögulega sprengju í tösku sinni. Á flugvellinum sér sögumaður Tyler keyra í burtu á rauðum sportbíl. En þegar sögumaður kemur heim, þá er búið að sprengja íbúðina hans!

027 = Íbúðarlaus ákveður sögumaður fyrst að hringja í Mörlu, en hættir svo við og hringir í Tyler Durden. Þeir ákveða að hittast á bar. Tyler segir að þeir séu consumers – neytendur, og séu langt frá uppruna sínum, hunters-gatherers (hér er vísað í uppruna mannsins – án fastrar búsetu og án eigna sem halda honum niðri). Þú ert betur settur með allt þitt dót – drasl – sprungið í loft upp. Things you own end up owning you. Þessi hugmyndafræði er alveg ný fyrir sögumanninn sem lifir gersamlega innantómu lífi, lifir bara fyrir þær vörur sem hann kaupir í gegnum auglýsingar. Við sjáum oft Starbucks auglýsingar, Pepsi, IKEA, Gucchi,

 

Það er athyglisvert að David Fincher vann við auglýsingar áður en hann sló í gegn sem kvikmyndaleikstjóri. Hér er eitt dæmi: Auglýsing sem Fincher gerði fyrir Nike:

 

 

Cigarette burns er það þegar skipt er um filmu í miðri kvikmyndasýningu.

Cigarette burns heitir það þegar skipt er um filmu í miðri kvikmyndasýningu.

 

030 = Fyrir utan barinn ræða þeir um hvort sögumaður megi gista hjá honum. Sögumaður segir frá því hvað Tyler gerir, hann vinnur sem þjónn og kvikmyndasýningamaður. Þeir útskýra cigarette burns þegar skipt er um filmu í kvikmyndahúsi. Hann útskýrir líka hvernig hann læðir klámmyndum og stóru typpi, inn í filmuna, án þess að fólk taki eftir – og þó? Neðanmarkaskynjað?

 

Þessi grófa mynd (hér ritskoðuð) sést 2svar í myndinni. Hvenær?

Þessi grófa mynd (hér ritskoðuð) sést 2svar í myndinni. Hvenær?

 

Edward Norton og Brad Pitt sömdu lag um þetta atriði! Það var því miður ekki í myndinni, en gjörið svo vel:

 

 

033 = Sögumaður lætur undan og lemur Tyler Durden. Tyler er ánægður með það og lemur til baka. Þeir fara að slást og á eftir fá þeir sér bjór og segja: We should do this again sometime. Fight Club verður til!

035 = Þeir koma heim og ónýtu húsi sem Tyler hefur búið í í heilt ár. Húsið er að hruni komið.

036 = Þeir slást aftur næstu daga og nokkrir fara að fylgjast með. Áhorfandi spyr hvort hann megi vera næst? Sögumaður mætir lemstraður (og nokkuð ánægður með sig) í vinnuna.

037 = Sögumaður lifnar við slagsmálin, allt annað verður grátt og ómerkilegt.

038 = Slagsmálaklúbburinn stækkar og stækkar. Meðlimir eru orðnir mjög margir og þeir hertaka heilan bar. Slagsmálin eru orðin að stórum uppákomum.

040 = Velkomin í Fight Club.

 

 1. The first rule of Fight club is: You don’t talk about Fight Club.
 2. The second rule of Fight Club is: You don’t talk about Fight Club.
 3. Fighting continues until…
 4. Only 2 can fight.
 5. Fights will go on as long as it has to.
 6. Fight…
 7. If this is your first night, you have to fight.

 

042 = Sögumaður fer að hitta marga meðlimi Fight Club utan klúbbsins. Hópurinn stækkar og stækkar. Self-improvement is masturbation, but self-destruction is

044 = Sögumaður er á spítala að láta gera að sárum sínum, þá segir hann merkilega setningu: Sometimes Tyler speaks for me.

 

Fight Club er flókin mynd en með fáum leikurum. Myndin snýst að mestu um samband þessara tveggja.

Fight Club er flókin mynd en með fáum leikurum. Myndin snýst að mestu um samband þessara tveggja. Um samband þeirra hefur Edward Norton sagt:

We decided early on that I would start to starve myself as the film went on, while [Brad Pitt] would lift and go to tanning beds; he would become more and more idealized as I wasted away. Said, S.F. (April 19, 2003). It’s the thought that counts. The Daily Telegraph.

 

045 = Marla hringir í sögumanninn og segist ekki hafa séð hann á sjálfshjálparhópum. Hvar hefur þú verið, spyr hún? Marla segir honum svo frá því að hún hafi tekið inn of margar töflur. Sögumaður dreymir kynlíf með Mörlu, en hún er komin í hús þeirra félaga. Hann skilur ekkert hvað hún er að gera og skilur símann eftir án þess að leggja á.

048 = Tyler tekur upp símtólið og bjargar Mörlu áður en lögreglan kemur. Tyler og Marla verða par, en sögumaður segist ekki hafa neinn áhuga á henni.

050 = Sögumaður þolir ekki samband Tylers og Mörlu. Hann þolir ekki heldur vinnu sína. Þá hringir lögreglan í hann og segir honum að íbúð hans sprakk ekki fyrir tilviljun, heldur hafi einhver sprengt íbúðina með dýmamíti!

056 = Marla talar við sögumanninn og reynir við hann. Hann skilur ekkert í henni og móðgar hana. Hún skilur ekkert í því af hverju hann lætur svona. Hvers vegna er hún svona hissa á framkomu hans?

060 = Tyler Durden byrjar að tala um sápu. Þeir búa til sápu úr mannlegri fitu. Tyler selur sápuna svo aftur til ríku kvennanna, sem fara í fitusog! Svo tekur Tyler höndina á sögumanni og setur sýru á hana og segir honum að þola sársaukann, en fyrst þarf hann að sigrast á óttanum og sársaukanum: It is only after we have lost everything, that we are free to do anything. Er þetta boðskapur myndarinnar?

062 = Yfirmaður sögumannsins Richard Chesler (Zach Grenier) heldur áfram að hafa áhyggjur af honum og hótar jafnvel að reka hann. En nú, allt í einu, þá svarar sögumaður með orðum Tylers. Hann svarar yfirmanninum fullum hálsi.

064 = Marla lætur sögumanninn athuga brjóstin á sér, sem hann og gerir, en fer svo út og hittir þar Bob. Bob hefur ekki hitt hann lengi og spyr hann svo hvort hann viti af Fight Club og þessum merkilega Tyler Durden. Sögumaður slæst bara á laugardögum, en kemst nú að því að klúbburinn hittist á hverju kvöldi.

067 = Tyler Durden heldur magnaða ræðu í Fight Club:

 

Durden: I look around. I look around. I see a lot of new faces. 

Club: [laughter]

Durden: Shut up! Which means a lot of you have been breakin’ the first two rules of Fight Club. Man, I see in Fight Club the strongest and smartest men who have ever lived. I see all this potential, and I see it squandered. Goddammit, an entire generation pumping gas, waiting tables, slaves with white collars. Advertising has us chasing cars and clothes, working jobs we hate so we can buy shit we don’t need. We’re the middle children of history, man; no purpose or place. We have no Great War, no Great Depression. Our Great War is a spiritual war. Our Great Depression is our lives. We’ve all been raised by television to believe that one day we’d all be millionaires and movie gods and rock stars. But we won’t; and we’re slowly learning that fact. And we’re very, very pissed off.

 

 

070 = Mafíósar koma inn í klúbbinn sem slegist er í og segjast eiga staðinn. Tyler lætur hann lemja sig í klessu og virðist hafa gaman af því. Mafíósinn skilur ekkert í þessu ruglaða liði og lætur þeim eftir kjallarann!

071 = Tyler býr til nýtt verkefni fyrir meðlimi. Þeir eiga að slást við ókunnuga. Sögumaður fer á fund yfirmannsins. Yfirmaðurinn ætlar að reka hann, en sögumaður segir á móti að hann vilji áfram vera á launum, án þess að gera nokkuð! Sögumaðurinn tekur sig þá til og lemur sjálfan sig í klessu! Yfirmaðurinn sér enga lausn aðra en að samþykkja þetta því annars hefði hann verið kærður fyrir að lemja undirmann sinn.

 

xxx

Sögumaður losnar svona við alla vinnuskyldu. Það er ekki alltaf auðvelt að vera leikari.

 

076 = Tyler lætur Fight Club meðlimi fá ný og ný verkefni, sem eru alls konar skemmdarverk. Þeir tala um að Fight klúbbar séu að myndast í öðrum borgum.

078 = Tyler fer með sögumanni og  rænir kínverskum manni og hótar að drepa hann. Hann hræðir úr kínverjanum Raymond K. Hessell líftóruna og spyr hvað hann hafi alltaf viljað vera. Hann segist alltaf hafa viljað verða dýralæknir. Tyler segist skjóta hann eftir 6 vikur ef hann verði ekki byrjaður í náminu. Loks segir Tyler: Tomorrow will be the best morning of his life. His breakfast will taste truly different.

082 = Sögumaður talar við Mörlu og spyr hana hvað hún fái út úr sambandinu við Tyler. Marla spyr hvað hann sé að tala um? Hvaða við – okkur – ert þú að tala um? Hún skilur hann alls ekki.

084 = Fight Club meðlimir eru farnir að mæta fyrir utan hús sögumanns og Tylers og reyna að komast í liðið. Þeir verða að standa þarna lengi og ef þeir gefast ekki upp, þá komast þeir í klúbbinn, Fight Club herinn. Meðlimum fjölgar og fjölgar og verða einhvers konar hermenn.

088 = Fight Club meðlimir skemmta sér við að drekka bjór og horfa á fréttir um hryðjuverk út um alla borg, þar á meðal brosandi andlit á háhýsi. Sögumaður er hissa á þessu og skilur ekki tilganginn. Hann fer að fylgjast með Fight Club meðlimum og hneykslast á framferði þeirra. Sögumaður efast, en um kvöldið lemur hann samt ljóshærða hermanninn Angel Face (Jared Leto) í klessu. Hann hættir ekki og hneykslar jafnvel Fight Club meðlimi.

090 = Tyler Durden og sögumaður fara í bílferð. Af hverju fékk ég ekki að vita hvers vegna Project Fight Club breyttist í Project Mayhem – hryðjuverk, spyr sögumaður? Tyler segir sögumann ekki skilja málið. Tyler ákveður að keyra beint á næsta bíl og vísvitandi keyrir svo út af. Tyler: Why do you think I blew up your condo? Stop trying to control everything and just let go. Svo klessa þeir bílnum. Allir slasast, en enginn deyr: We just had a near life experience.

098 = Tyler er horfinn, sögumaður er einn eftir í íbúðinni, en þó með öllum hermönnunum. Sögumaður veit ekkert hvað þeir eru að gera, þeir virðast vera að búa til sprengjur úr sápu!

100 = Marla kemur, en sögumaður segir henni að fara. Hann sér einn hermanninn  – Bob – skotinn. Lögreglumaður skaut hann þegar þeir voru að framkvæma eitt hryðjuverkið. Nú er sögumanni öllum lokið. Hann fer opinberlega að berjast á móti Fight Club.

105 = Sögumaður ferðast um öll Bandaríkin út frá upplýsingum um flugferðir Tylers. Á ferðalagi sínu hittir hann ýmsa meðlimi klúbbsins, en allir neita að segja honum hvar Tyler Durden er. Þeir blikka hann svo og virðast vita meira um málið en sögumaður sjálfur.

106 = Loksins hittir sögumaður einn mann á bar sem segir honum að hann sjálfur sé Tyler Durden! Sögumaður hringir í Mörlu og spyr hana, hún svarar líka að hann sé Tyler Durden. Þá loksins birtir til og sögumaður finnur Tyler Durden. Hann fattar að þeir eru ein og sama persónan! Allir eiga sér persónu sem þeir vilja vera og þú ert búinn að missa stjórnina, segir Tyler við sjálfan sig! og verður þannig að tveimur aðskildum persónum. It’s called a changeover. The movie goes on and noone has any idea. Þegar sögumaður fer af hótelinu þá sér hann að um nóttina hringdi hann út um allt, en man ekkert eftir því. Já, hann er tveir persónuleikar. Sögumaður reynir að átta sig á því hvert hann var að hringja. Allar hringingarnar beinast að nokkrum stórum byggingum. Sögumaður áttar sig á því að það á að sprengja þær upp.

112 = Sögumaður varar Mörlu við og segir henni að yfirgefa svæðið. Hann hendir peningum í hana og segir henni að fara upp í rútu og koma sér í burtu.

116 = Sögumaður gefur sig fram við lögreglu og segir henni allt sem hann veit. Það á að sprengju upp helstu kreditkorta fyrirtækin. Þeir vita ekki hvort þeir eiga að trúa honum. Yfirmaðurinn fer að rannsaka málið, en undirmennirnir eru á öðru máli. Þeir eru allir meðlimir í Fight Club! Sögumaður nær þó af þeim byssu og flýr frá þeim.

120 = Sögumaður hleypur út á götu og loks inn í eitt háhýsið sem á að sprengja upp. Þar hittir hann Tyler Durden. Þeir rífast um hryðjuverkin. Sögumaður aftengir 1 sprengju og þeir slást – þ.e. hann slæst, eða þannig. Tyler lemur hann (sig!) í klessu!

125 = Lokaatriðið. Tyler miðar byssu á sögumanninn á efst hæð eins háhýsisins. Það springur ekki (sögumaður aftengdi þá sprengju) en háhýsin sem þeir sjá út um gluggann springa í loft upp eftir 2 mínútur. Sögumaður spyr: Hvernig get ég losnað við Tyler Durden? 1 mínúta eftir: Sögumaður veit svarið, hann skýtur sjálfan sig í höfuðið – og drepur Tyler Durden þannig. En ekki sjálfan sig. Ha? Sögumaður hittir ekki vel, skotið fer í gegnum munninn og særir hann bara. Tyler Durden aftur á móti, deyr!

128 = Nokkrir meðlimir koma og sjá sögumanninn skotinn. Marla kemur líka.

130 =  Marla og sögumaður takast í hendur og horfa á allar byggingarnar springa. En hvað sést á lokasekúndunni?

Lokaatriði myndarinnar er mörgum ráðgáta. Tókstu eftir einhverju?

Lokaatriði myndarinnar er mörgum ráðgáta. Tókstu eftir einhverju?

139 = THE END.

 

Gerð myndarinnar, viðtal við leikstjóra og Brad Pitt:

 

Móttaka myndarinnar:

Fight Club var ekkert sérstaklega vel tekið af almennum áhorfendum í byrjun, en gagnrýnendur veru áhugasamari.

Hér sjást leikstjórinn, David Fincher, Brad Pitt og Edward Norton taka á móti einhverjum verðlaunum og þeir láta gagnrýnendur heyra það!

 

https://www.youtube.com/watch?v=vhP05zNHTjc

 

Gagnrýni var þó mjög svart-hvít, sumir elskuðu myndina, en aðrir hötuðu. Slíkar myndir fá oft “kult” stöðu seinna, en það hefur Fight Club einmitt gert. Hún selst enn nokkuð vel (DVD) og hefur fengið mikla útbreiðslu þannig. Hugmyndin um bardagaklúbb hafa líka komið upp og margir voru hræddir við að myndin gæti haft sambærileg áhrif og A Clockwork Orange, en sannað þykir að einhverjir asnar hermdu eftir glæpum sem það voru sýndir. Við skulum byrja á saklausari dæmum:

 

Reglurnar sem eru svo skemmtilega orðaðar vekja mikla athygli.

Reglurnar sem eru svo skemmtilega orðaðar vekja mikla athygli.

 

sss

Fyrsta reglan í Fight Club.

 

Hér er neðanmarkaskynjun útskýrð í Fight Club:

 

„Neðanmarkaskynjun í kvikmyndum

Ekki hefur mikið verið talað um neðanmarkarskynjun i kvikmyndum á liðnum árum. Þetta hugtak kom fyrst fram árið 1957 þegar kvikmyndahúsaeigandi í Bandaríkjunum setti inn i 50 min langa mynd einn ramma sem á stóð “borða popp, Coke“. Þessi rammi kom í sekúndubrot og tók enginn eftir því. Eigandinn sagðist eftir sýningu hafa tekið eftir því að sala á kóki og poppi hefði hækkað töluvert, en þó hefur það aldrei verið sannað. Þessi tilraun var einnig gerð hér á landi í kringum 1986 (Kristján!, sjá ljósrit) en þá kom í ljós að neðanmarkarskynjunin hafði engin áhrif á sölu popps og kóks.

En af hverju er ég að tala um neðanmarkarskynjun, hugtak sem sálfræðin hefur verið efins um, jú vegna þess að neðanmarkarskynjun, það sem við skynjum ekki nema með undirmeðvitundinni, hefur verið notuð í kvikmyndum oftar en einu sinni. Oftast sett inn í kvikmynd sem 2 til 3 rammar (í kvikmynd birtast 24 rammar á sekúndu) og er erfitt að taka eftir myndefninu eða setningunni á römmunum. Þekkt dæmi um neðanmarkarskynjun i kvikmyndum er eflaust Fight Club og tippið a Brad Pitt. Einnig Lion King, en í einhverju atriði þar sem reykur stígur upp kemur orðið “sex” fyrir í sekúndu.

Ein fyrsta myndin sem notaði þetta var Agency sem kom út 1980 og vakti littla sem enga athygli.

Það er ekki hægt að sanna það beint hvort neðanmarkarskynjun hafi áhrif á tilfinningar okkar til kvikmyndarinnar sem við erum að horfa á. Í kvikmyndinni Se7en birtist mynd af konu David Mills (Brad Pitt) í 1 sekúndu, þó tekur maður óljóst eftir því. Leikstjórinn var eflaust að reyna að vekja upp meiri tilfinningar hjá áhorfandanum. Tókst það? í rauninni veit maður það ekki fyrir víst, hver og einn verður að skynja atriðið út frá sýnum tilfinningum. En ef svo skildi vera að neðanmarkarskynjun hefði áhrif þá væri eflaust athyglisvert að vita hvort fleiri myndir hefðu neðanmarkarskynjun. Einnig væri athyglisvert fyrir upprennandi leikstjóra að kynna sér þetta hugtak nánar.“

Kom líka fyrir í The Exorcist, á nokkrum stöðum kom mynd af scary náunga.

Já ég gleymdi að minnast á The Exorcist. En þessi brot af manni í myndinni eru ekki í öllum útgáfum hef ég heyrt.”

 

Þetta eru allt spjall sem ég fann á netinu. Ég (KG) er sammála flestu af þessu, en þó held ég ekki að neðanmarkaskynjun sé að ræða í Basic Instinct. Þar er þetta ekkert falið.

 

Heimaverkefni:

 

 1. Ljóst er að Fight Club er mjög flókin mynd. Ein leið til að segja það er að hún virkar á nokkrum hæðum (levelum) – eða segir margar sögur í einu. Útskýrðu a.m.k. 2 konar boðskap Fight Club.
 2. Hvernig skilur þú þetta atriði þar sem sögumaður og Tyler Durden útskýra kvikmynda-tæknina. Hver er þessi útskýring?
 3. Hvaða merkingu telur þú að þessi mörgu Tyler Durden innskot (t.d. af Brad Pitt í rauðu hallandi sér upp að manninum á sjálfshjálparfundinum) snemma í myndinni hafi?
 4. En grófa (typpa) atriðið þar og í lokin? Hver er eiginlega tilgangur þess?
 5. Svo er það sálfræði myndarinnar. Hvað er þetta eiginlega með sögumanninn annars vegar og Tyler Durden (Brad Pitt) hins vegar? Hvað heitir þessi röskun ef hún er þá til?
 6. Mundu svo að koma með þitt persónulega mat í lokin.

 

Written by Kristján

October 7th, 2013 at 3:38 pm