Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Girl Interrupted’ Category

Girl, Interrupted

leave a comment

Girl, Interrupted kápan.

Girl, Interrupted kápan.

Titill: Girl, Interrupted

 

Útgáfuár: 1999.

 

Útgáfufyrirtæki: Columbia Pictures.

 

Lengd: 127 mín.

 

Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 5,4/8,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: James Mangold.

 

Handrit: Susanna Kaysen (bókin, sami titill 2003) og leikstjórinn.

 

Framleiðandi: Douglas Wick og Cathy Konrad.

 

Trailer:

 

Helstu leikarar / Hlutverk:

 

Susanna.

Susanna.

Winona Ryder = Susanna Kaysen, sú sem er lögð inn á geðdeild eftir tilraun til sjálfsmorðs með vodka og paritabs.

 

Angelina Jolie = Lisa Rowe, sú aggressífa, er búin að vera á geðdeildinni í 8 ár, en strýkur reglulega, en kemur alltaf aftur.

 

Whoopi Goldberg = Valerie Ownes, geðhjúkrunarkonan, sem skiptir sér mest af Susönnu.

 

Brittany Murphy = Daisy Randone, stúlkan sem fær kjúkling alla daga frá föður sínum. Hefur mikinn áhuga á pillum.

 

Vanessa Redgrave = Dr. Donia Wick, kvenkyns geðlæknirinn, sú sem Susanna nær loks sambandi við.

 

Clea DuVall = Georgina Tuskin, stúlkan sem segist vera sjúklegur lygari. Mikill áhugi á Galdrakarlinum í Oz.

 

Elisabeth Moss = Polly “Torch” Clark. Sú sem kveikti í sér og er sködduð í framan.

 

Jared Leto = Toby Jacobs. Kærasti Susanna snemma, sá sem er kvaddur í herinn, en vill flýja með Susönnu til Kanada og komast undan herskyldu.

 

Mínúturnar:

001 = Texti. Myndin gerist 1967,

002 mínútur = Susanna kaysen (Winona Ryder) er á bráðamóttökunni, virðist hafa gert tilraun til sjálfsmorðs. Hún tók nokkuð magn asperíns með vodka. Einnig sjást merki á höndum hennar, ekki um skurði, heldur virðist hún berja höndinni endurtekið við harða hluti til að skaða sig (mar). Susanna fer í viðtal á geðdeildina í framhaldinu. Hún er orðin 18, svo hún verður að skrá sig inn sjálf.

009 = Vinur föður hennar sækir á Susanna, á einu sinni kynmök við hana, en hún ýtir honum svo frá sér.

010 = Veisla heima hjá Susanna.

011 = Susanna fer í viðtöl við geðlækni. Hún er mjög neikvæð gagnvart meðferðinni.

Susanna trúir ekki á meðferðina, deildina, né geðlæknana.

TIl að byrja með trúir Susanna trúir ekki á meðferðina, deildina, né geðlæknana.

016 = Susanna í bíl til Claymore geðdeildarinnar. Hún er ekki orðin 18 ára og það verður að fá hana til aðskrifa undir pappírana til að hægt sé að leggja hana inn á geðdeildina.

020 = Susanna útskrifast úr skóla, en er hálfsofandi (geðlyfin?) á meðan.

029 = Valerie Owens (Whoopi Goldberg) hjúkrunarkona sýnir Susanna geðdeildina.

Stúlkurnar eru:

 

1. Polly “Torch”. Hún er illa sködduð í framan, líklega eftir að hafa skaðað sig.

Polly.

Polly.

2. Daisy. Við kynnumst henni ekki strax, en hún á greinilega í einhverju óeðlilegu sambandi við föður, hún talar aldrei um annað en hann, kjúklinga og hægðarlyf.

Daisy.

Daisy.

2. Georgina. Hún segist vera sjúklegur lygari.

Georgina. Hún segist vera sjúklegur lygari, hefur sjúklegan áhuga á Wizard of Oz.

Georgina. Hún segist vera sjúklegur lygari, hefur sjúklegan áhuga á Wizard of Oz.

3. Lisa. Hún er enn að koma inn á deildina í fylgd lögreglunnar. Hún er greinilega ekki að koma á geðdeildina í fyrsta sinn. Var í burtu í 2 vikur. Hún segir aðra vera sjúklinga, veiklinda, aumingja. Hún er sprautuð niður. Jamie var vinkona hennar, en þegar að Lisa strauk, þá hengdi hún sig.

Lisa.

Lisa.

4. Janet. Er oft með hinum, en minnst áberandi. Hefur greinilega áhyggjur af (kjör-) þyng sinni.

Janet.

Janet.

031 = Susanna kynnist herbergisfélaga sínum, Georgina.

032 = Susanna í viðtali hjá karlkyns geðlækni, sem vill tala um sjálfsmorðstilraunina.

033 = Susanna sér að Lisa (Angelia Jolie) tekur ekki lyfin sín, hún gleypir þau og þegar hjúkrunarkonan er farin, tekur hún þau út úr sér.

Susanna lærir af Lisu að þykjast taka geðlyfin.

Susanna lærir af Lisu að þykjast taka geðlyfin sín.

034 = Susanna sér einn sjúklinginn, Daisy Randone (Brittany Murphy) , sem biður endalaust um “Colace” eða “Ex-Lax”. Sögð vera hægðarlyfjafýkill, sem borðar alltaf kjúkling. Hún segir að ef hún borði annnað, þá æli hún því. Hún vill heldur ekki borða með öðrum, því þegar þú setur matinn inn þá er það einkamál eins og þegar maður losar sig við mat. Pabbi hennar kemur dag hvern á geðdeildina með kjúklingarétt handa henni.

036 = Susanna er á fundi með foreldrum og geðlækni. Móðir hefur áhyggjur af því að hún missti dóttur sína í æsku og hún fótbrotnaði. Faðirinn vill vita hvað dóttirin verði lengi þarna inni. Geðkæknirinn segir að Susanna sé borderline. Borderline hvað, spyr Susanna. Borderline personality dirsorder, jaðar persónuleikaröskun – þýtt sem sem óvissu persónuleikakvilli í myndinni. Erfðaþáttur, segir læknir, foreldrar fimm sinnum líklegri að vera með röskunina, ef dóttir greinist. Algengt meðal kvenna, segir geðlæknirinn.

043 = Sjúklingarnir laumast á kvöldin niður í kjallara og skemmt sér konunglega í einhverjum keilusal þar.

046 = Þær fara upp og brjótast inn á skrifstofu Wicks, geðlæknisins. Lisa afhendir öllum læknaskýrslu sína, eins og þær séu að útskrifast. Þær laumast til að lesa læknaskýrslurnar.

Susanna les: “Diagnostic Impression at Admission (upphafsgreining):

1. Psychoneurotic depressive reaction (þunglyndi).

2. Highly intelligent, but in denial of her condition (í afneitun).

3. Personality pattern disturbance, resistant, mixed type, undifferentiated schizophrenia (truflun, mótþrói, einhvers konar geðklofi).

ESTABLISHED DIAGNOSIS: Borderline Personality Disorder (FULLNAÐARGREINING: Jaðar persónuleikaröskun): Óstöðugleiki í sjálfsmynd, í samböndum og skapi. Óviss um markmið. Hvatvísi í aðgerðum sem spilla sjálfinu, svo sem lauslæti. Félagslegar andstöðu og almennra svartsýnisviðhorfa verður oft vart”. That’s me, segir Susanna.

Lisa les aftur á móti um sig: “Geðsveiflur fara versnandi. Hún stjórnar samböndum við sjúklinga. Engin umtalsverð viðbrögð við lyfjum (enda spýtir hún þeim út úr sér). Enginn bati sjáanlegur. Siðblind.”

049 = Sjúklingarnir fá að fara í bæinn undir leiðsögn starfsmanna. Susanna sér vinkonu móður sinnar. Uppákoma þar sem þetta er eiginkona mannsins sem var að reyna við Susanna.

050 = Daisy talar mikið um föður sinn og að hann sé að útvega henni íbúð. Þar getur hún svo étið kjúkling í friði.

052 = Susanna er að ná góðu sambandi við aðra sjúklinga, en ekki starfsfólkið og meðferðina?

056 = Gamli kærastinn Toby Jacobs (Jared Leto) kemur í heimsókn, hann fer í herinn eftir viku, vill kveðja Susanna. Þau fá að fara í göngutúr saman. Toby vill fara með hana til Kanada, hann flýr þannig herinn og hún flýr geðdeildina. Hann segist elska hana. Hún vill ekki fara. Hún er búin að vera 1 ár á geðdeildinni.

065 = Susanna vingast við einn starfsmanninn, John, sem endar með því að þau skemmta sér á nóttunni, eftir að hafa gefið hjúkrunarkonunni svefnlyf. Þegar Valerie kemur um morguninn verður hún mjög reið. Hún sendir Susanna til nýs geðlæknis, Dr. Donia Wick (Vanessa Redgrave). Hún segir Susanna að hún sýni ekki framfarir og að hún sé ambivalent, torn between two courses of action. Donia segir það ekki merki um geðveiki, heldur bata að vera tvístígandi, hvort hún eigi að fara í eina átt eða aðrar. Donia vitnar í bókmenntir og ræðir við hana á vitrænum grunni. Susanna hlustar, en er enn reið út í meðferðina, stofnunina, allt.

Valerie ögrar Susannu.

Valerie ögrar Susannu. Það markar upphaf batans.

074 = Valerie dregur Susanna upp úr rúminu, en hún er þunglynd vegna þess að John er rekinn (fluttur á karladeildina) og Lisa líka send á aðra deild. Valerie hendir henni í kalt bað og hvetur hana til að kasta lífi sínu ekki frá sér.

076 = Lisa kemur aftur og segist hafa verið sett í raflostsmeðferð. Hún fær Susanna til að flýja geðdeildina með sér. Þær ætla til Florida, en koma fyrst við hjá Daisy. En áður sukka þær svolítið í hyppapartíi.

080 = Lisa stelur veski í partíinu og þær fara að heimsækja Daisy. Hún hleypir þeim ekki inn, nema ef þær eigi valíum. Hún býr í fínni íbúð sem faðir hennar útvegaði. Ekkert er í ískáp hennar annað en kjúklingur og sinnep.

083 = Daisy heimtar valíum af þeim, en þær sjá að hún er að skera sig í handlegginn. Þær rífast, en Daisy svarar að pabbi elski sig. Allir vita, segir Lísa, að samband þeirra sé kynferðislegt, Daisy sé eiginlega – og vilji vera – eiginkona föður síns. Daisy svarar engu.

088 = Susanna fer upp í svefnherbergi Daisy um morguninn, hún er þá búin að hengja sig. Susanna grætur, en Lisa segir um Daisy: What an idiot. Lisa segir Susanna að hringja ekki á sjúkrabíl – líkbíll væri meira viðeigandi. Hún stelur peningum Daisys og flýr. Susanna flýr ekki, býður eftir lögreglunni.

090 = Susanna fer aftur á geðdeildina og fær að taka kisu Daisys með sér. Susanna spyr um aðra sjúklinga og hvort Lisa sé komin aftur. Valerie kemur inn til hennar og þær ræða saman um Lisu. Susanna sakar sig um að hafa ekki geta bjargað Daisy. Hún segist hafa tapað fyrir Lisu. Hún finnur verulega til með Daisy. Hún segir að nú fái hún aldrei að vita “hvernig það væri að vera hún.” “En ég veit hvernig er að vilja deyja. Hve sárt það er að brosa. Að reyna að falla í hópinn en geta það ekki. Hvernig maður meiðist að utanverðu…við að reyna að drepa það sem er að innanverðu. Valerie svarar mjög vel. Hún segir að nú verði Susanna að segja læknum sínum frá þessu. “Setja þetta frá þér. Settu það í minnisbókina. En komdu því út úr þér. Burt svo þú getir ekki hniprað þig lengur saman með það”. Þær sættast.

098 = Susanna byrjar að skrifa í minnisbókina: “Þegar þú vilt ekki finna neitt…getur dauðinn verið sem draumur. En það að sjá dauðann…að sjá hann í alvöru…gerir drauma um hann algerlega fáránlega. Kannski er það andartak þegar við stækkum…að eitthvað flangar frá. Kannski horfum við á leydarmál því við trúum ekki hugsuninni….Það er erfitt að stjórna hugsuninni…Ég byrjaði að fá tilfinningar aftur. Hún fer að skrifa hugsanir sínar í bók – bók sem hún gaf síðar út: Girl, Interruped. Hún skrifar hugsanir sýnar og mættir 3 í viku til Dr. Wick. Henni fer fram, er að batna.

 

Dr. Wick er leikin af stórgóðri breskri leikkonu: Vanessa Redgrave.

Dr. Wick er leikin af stórgóðri breskri leikkonu: Vanessu Redgrave.

100 = Lisa kemur enn á geðdeildina, illa farin og sjúskuð. Hún er búin að vera inn og út af geðdeildinni í 8 ár.

103 = Susanna er í viðtali og hún er að útskrifast. Hún kveður geðdeildina með söknuði og hugsar í sífellu um hina sjúklingana. Hún sér að þeir eru verr settir en hún.

106 = Susanna fer niður kvöldið fyrir útskriftina og hittir Lísu og aðra sjúklinga. Lisa stelur aftur læknaskýrslunum og les skýrslu Susönnu og ásakar hana um þær athugasemdir sem hún gerir um aðra sjúklinga. Sérstaklega er samband hennar við Lisu mikilvægt. Lisa segist vera frjáls, á meðan Susanna er það ekki. Susanna flýr undan henni. Loks svarar hún Lisu. You are dead already, your heart is cold, you’re not free, you need this place to stay alive. You are pathetic. Lisa fær þetta beint í andlitið og brotnar niður.

108 = Susanna heldur áfram: I have wasted a year of my ife, maybe everything is stupid and a lie, but it is a life and I want to be in it, instead of being down here with you. Lisa getur engu svarað, hugsar um að skaða sig, en hættir við. Þær gráta saman.

 

Þær tvær.

Girl, interrupted er að verulegu leyti um þær tvær, eins og þessi skemmtilega mynd sýnir, Susanna til vinstri og Lisa til hægri.

112 = Susanna fær að heimsækja Lisu sem bundin er við rúmið áður en hún útskrifast. Þegar Susanna er að mála á henni neglunar segir Lisa: I am not dead. I know, segir Susanna. Þú þarft að losna héðan og átt seinna að koma og heimsækja mig, bætir Susanna við.

Susanna útskrifast.

Susanna útskrifast.

115 = Susanna skilur kisuna eftir hjá Polly. Að lokum kveður hún Valerie.

118 = THE END.

 

Skilaverkefnið með Mynd 11: Girl, Interrupted

 

Girl, Interrupted – 6 spurningar + umsögn

 

Svaraðu 5 af eftirfarandi 6 spurningum. Skrifaðu einnig stutta hugleiðingu (50-100 orð) um hvernig þér fannst myndin.

 

01. Lestu skilgreiningarnar 2 allra aftast í þessu bloggi um Andfélagslegan og Jaðar persónuleika. Í myndinni kemur fram að Suzanne og Lisa séu með þessar persónuleikaraskanir. Þetta kemur m.a. fram þegar þær brjótast inn á skrifstofu geðlæknisins og lesa læknaskýrslurnar um sig. Hvor á að vera með hvað?

02. Hvaða atriði (hún þarf 3 til að standast viðmiðin) skilgreiningar þeirrar röskunar sérð þú hjá Lisu? Lestu vel skilgreininguna. Nær hún þessum þremur skilyrðum? Kannski fleiri?

03. Hvaða atriði (hún þarf 3 til að standast viðmiðin) skilgreiningar þeirrar röskunar sérð þú hjá Suzanne? Lestu vel skilgreininguna. Nær hún þessum þremur til fimm skilyrðum?

04. Hvað finnst þér um þessa mynd í heild? Fannst þér hún sannfærandi?

05. Fékk einhver Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd? Fékk einhver í Girl, Interrupted verðlaun? Fyrir?

06. Í lok myndarinnar segir Suzanne Kaysen eftirfarandi: “Crazy isn’t being broken or swallowing a dark secret. It’s you or me amplified. If you ever told a lie and enjoyed it. If you ever wished you could be a child forever”. Ræðið þessa setningu Suzanne. Hvað á hún við?

 

 

Mundu svo að koma með þitt persónulega mat að lokum:

ALLTAF ÞEGAR ÞÚ SKILAR INN Á LAUPINN (Í HVERRI VIKU) 5 AF 6 (EÐA 10 SVÖRUM AF 12), BÆTTU ÞÁ VIÐ Í LOKIN HUGLÆGU MATI ÞÍNU Á MYNDINNI (100 ORÐ). Skilaðu því svo á Laupnum áður en næsta mynd verður sýnd (næsta þriðjudag). Mundu líka að koma þá með kokk og póp, gulrætur eða hvað það er sem þú étur venjulega þegar þú ert að horfa á mynd!

Kristján og Valgerður

 

FYLGITEXTI MEÐ MYND 11: GIRL, INTERRUPTED: Kafli 18. PERSÓNULEIKARASKANIR

Persónuleikaraskanir (personality disorders) eru almennt skilgreindar: sem samfellt hegðunarmynstur og viðhorf sem er illa aðlagað að umhverfinu og hefur slæm áhrif á mörgum ólíkum sviðum. Dæmigert er að slíkrar röskunar verði fyrst vart á unglingsárum og að hún þróist enn frekar eftir 20 ára aldur.

 

18.2.1. ANDFÉLAGSLEG PERSÓNULEIKARÖSKUN

Formleg skilgreining á 18.2.1. Andfélagslegri persónuleikaröskun DSM301.7 (antisocial personality disorder)/F60.2 (dissocial personality disorder):

 

A. Langvarandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi:

1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku.

2. Undirferli, eins og sjá má af endurteknum lygum, misnotkun fjarvistarsannana, eða því að blekkja aðra til persónulegs gróða eða ánægju.

3. Hvatvísi eða skortur á áætlanagerð.

4. Pirringur og ofbeldishneigð, eins og sjá má af endurteknum slagsmálum eða árásum.

5. Skeytingarleysi gagnvart eigin öryggi eða annarra.

6. Er sífellt óábyrg, eins og sjá má af því að hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað skuldir.

7. Skortur á eftirsjá, eins og sjá má þegar þær sýna engin viðbrögð við (eða réttlæta) misnotkun, meiðsl eða þjófnað.

B. Einstaklingur er minnst 18 ára gamall.

C. Merki eru um 15.3. Hegðunarröskun fyrir 15 ára aldur.

D. Andfélagslega hegðunin á sér ekki eingöngu stað á meðan á 2.0. Geðklofarófsröskun eða 30. Tvíhverflyndi stendur.

Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 5th Edition, DSM-5, 2013, bls. 659.

Tíðni:                                              Karl : kona              Helsti samsláttur:

0.2-3.3%/12 mánaða.                 1++ : 1.                      ?.

 

18.2.2. JAÐAR PERSÓNULEIKARÖSKUN

Formleg skilgreining á 18.2.2. Jaðar persónuleikaröskun DSM301.83 (borderline personality disorder)/F60.3 (emotionally unstable personality disorder; bordeline type):

 

Langvarandi hegðunarmynstur í samskiptum við aðra, sjálfsmynd og geðhrifum og merkjanleg hvatvísi frá upphafi fullorðinsára, sem sjá má á ólíkum sviðum, eins og meta má út frá 5 (eða fleiri) af eftirfarandi:

1. Ýktar (frantic) tilraunir til að forðast raunverulega eða ímyndaða höfnum. (Athugið: Ekki taka með sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahegðun, sem getið er um í lið 5.)

2. Endurtekið, óstöðugt og tilfinningaþrungið samband sem einkennist af sveiflum öfganna á milli, frá dýrkun til haturs.

3. Truflun á sjálfsmynd: merkjanlega og sífellt óstöðug sjálfsímynd eða sjálfsmynd.

4. Hvatvísi á minnst 2 sviðum sem eru mögulega sjálfskaðandi (t.d. eyðsla, fjölbreytilegt kynlíf, efnamisnotkun, glæfralegur akstur, lotugræðgi). (Athugið: Ekki taka með sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahegðun, sem getið er um í lið 5.)

5. Endurtekin sjálfsvígshegðun, tilburðir eða hótanir eða sjálfsskaðahegðun.

6. Stöðug geðhrif og sterkar geðsveiflur (t.d. sterkt tímabundið þunglyndi, pirringur eða kvíði) sem varir venjulega aðeins í nokkrar klukkustundir og einstaka sinnum í meira en nokkra daga.

7. Sífelld (chronic) tómleikatilfinning.

8. Óviðeigandi, snögg reiði eða erfiðleiki við að stjórna reiði (t.d. tíð reiðiköst, stöðug reiði, endurtekin slagsmál).

9. Flöktandi, streitutengd ofsóknarhugsun eða alvarleg hugrofseinkenni.

Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, 5th Edition, DSM-5, 2013, bls. 663.

Tíðni:                            Karl : kona              Helsti samsláttur:

1.6-5.9%.                      1 : 3.                           ?.”

 

Kristján Guðmundsson. 2013. Flokkun geðraskana, DSM-5 og ICD-10, bls. 170-171.