Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Her’ Category

Her

leave a comment

Titill: Her.

 

Her kápan.

Her kápan.

 

Útgáfuár: 2013.

 

Útgáfufyrirtæki: Annapurna Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Warner Bros. Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Megan Ellison, Vincent Landay og leikstjórinn.

 

Lengd: 126 mín.

 

 Stjörnur: 8,3* (Imdb) og 9,4 + 8,5* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Spike Jonze.

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Arcade Fire.

 

Kvikmyndataka: Hoyte van Hoytema.

 

Klipping: Eric Zumbrunnen & Jeff Buchanan.

 

Kostnaður/tekjur: 23.000.000$/27.512.272$.

 

Slagorð: xxx.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Flokkun: Vísindaskáldsaga, rómantík, kómedía, drama.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Theodore.

Theodore.

Joaquin Phoenix = Theodore Twombly. Fráskilinn og þunglyndur maður sem kaupir sér nýja tegund af forriti.

 

Amy.

Amy.

Amy Adams = Amy. Skilningsrík vinkona Theodore, vinnur sem forritari. Er í sambandi framan af mynd, en þau skilja.

 

Catherine.

Catherine.

Roney Mara = Catherine, eiginkonan. Hún er farin frá Theodore, en hann vill framan af ekki skrifa undir skilnaðarpappírana.

 

Amelia.

Amelia.

Olivia Wilde = Amelia, sú sem Theodore “deitar” einu sinni. Það virðist vera að ganga svo vel, en…

 

Samantha

Scarlett Johansson = Samantha, rödd forritsins. Er hægt að segja að röddin leiki vel?

 

Paul.

Paul.

Chris Pratt = Paul, samstarfsmaður Theodore.

 

Charles.

Charles.

Matt Letscher = Charles, kærasti Amy (til vinstri), en þau skilja.

Sam Jaeger = Dr. Johnson, læknir.

Luka Jones = Mark Lewman.

Kisten Wiig = Sexy Kitten, röddin sem Theodore á símasex við áður en hann kaupir forritið.

Bill Hader = Chat Room Friend  nr. 2, rödd.

Spile Jonze (leikstjórinn) = Rödd Alien Child, orðljóta barnsins í forritinu.

Portia Doubleday = Isabella, sú sem Samantha pantaði til að vera fyrir líkama hennar.

Brian Cox = Alan Watts, rödd heimspekingsins.

 

Verkefni: Svarið eftirfarandi spurningum:

  1. Her er flokkuð sem vísindaskáldsaga, en hvenær á hún að gerast?
  2. Myndin á að gerast í Los Angeles framtíðarinnar, en hvar var myndin tekin (til að líkjast þeirri framtíð)?
  3. Hvað í lífi þínu í dag líkist nú þegar þessari framtíðarsýn myndarinnar Her?
  4. Nefndu og útskýrðu tvö forrit sem þú getur átt í samskiptum við í dag, sambærileg (en mun einfaldari) Samönthu?
  5. Hvernig myndir þú lýsa þessari mynd í 1 setningu? Búðu til fyrir mig setningu myndarinnar!
  6. Ein leið til að lýsa þessari mynd er að segja að hún fjalli um sambönd? Listaðu upp 4 slæm sambönd Theodore í myndinni.
  7. Hvernig þróast samband Theodore við Samönthu?
  8. Lýstu 2 misheppnuðum samböndum sem Theodore á í.
  9. Hvernig er samband Theodore við Amy?
  10. Hvaða samband í myndinni er líkast því að vera sönn vinátta og ást?

Written by Kristján

February 23rd, 2014 at 10:07 pm