Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Looper’ Category

Looper

leave a comment

Titill: Looper

Útgáfuár: 2012.

Útgáfufyrirtæki: TriStar Pictures, Alliance Films.

Lengd: 118 mín.

Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 9,3/8,7* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Rian Johnson.

Handrit: Leikstjórinn.

Framleiðandi: Ram Bergman og James D. Stern.

Trailer:

 

Helstu leikarar / Hlutverk:

Joseph Gordon-Lewitt / Joe Simmons. Aðalhlutverkið, Joe sem ungur maður.

Bruce Willis / Old Joe Simmons. Sama hlutverkið, nema nú er Joe eldri.

Emely Blunt / Sara Rollins. Sæta stelpan á bóndabænum, móðir (?) eða bara uppaldandi Cids, stráksins.

Pierce Gagnon / Cid Harrington. Ungi drengurinn á bóndabænum. Með einhver skonar skyggnigáfu. Heldur að Sara sé ekki raunveruleg móðir hans.

Jeff Daniels / Abe. Aðal gangsterinn, en þó bara smápeð, miðað við Rainmaker, sem er sá glæpamaður sem ræður öllu og notar tímavélina til að losa sig við þá sem hann vill þurrka út, ekki bara drepa, heldur senda aftur svo að þeir og þeirra saga hverfi alveg.

Noah Segan / Kid Blue. Algerlega misheppnaður undirmaður Abe, sá sem alltaf og án árangurs er að reyna að gera Abe glæpapabba sínum til geðs.

Xu Quing / Ónefnd eiginkona Old Joe. Hin góða kínverska eiginkona Old Joe.

Paul Dano / Seth Richards. Sá sem fyrstur er til að brjóta upp þetta kerfi Rainmaker/Abe að senda menn aftur í tímann til að drepa sjálfa sig og þurrka sig þannig út.

 

Heimspekileg hugtök myndarinnar:

Tímaflakk: Rian Johnson handritshöfundur og leikstjóri sagði um myndina:

Even though it’s a time-travel movie, the pleasure of it doesn’t come from the mass of time travel. It’s not a film like Primer, for instance, where the big part of the enjoyment is kind of working out all the intricacies of it. For Looper, I very much wanted it to be a more character-based movie that is more about how these characters dealt with the situation time travel has brought about. So the biggest challenge was figuring out how to not spend the whole movie explaining the rules and figure out how to put it out there in a way that made sense on some intuitive level for the audience; then get past it and deal with the real meat of the story (Kit, Borys, Hollywood Reporter. Sept, 2012).

Mögulegir heimar

Ein leið til að skilja tímaflakk er heimspekilega hugtakið mögulegir heimar (possible worlds). Þetta hugtak er á sviði verufræði (ontology – þ.e. spurningin um það hvað er til) rökfræði og er ekki gamalt hugtak. Helstu núlifandi heimspekingar sem velta hugtakinu fyrir sé eru Saul Kripke og David Lewis. Eldri heimspekingar veltu þessu ekki mikið fyrir sér, en þó má sjá ákveðna umræðu um það hjá Gottfried Leibniz, þó í annarri merkingu. Hann talaði um mögulega heima sem hugmyndir Guðs og færði fyrir því rök, að þessi heimur, okkar heimur, væri the best of all possible worlds. Þegar nánar er skoðað má sjá að nokkrir arabískir heimspekingar (Al-Ghazali (1058-1111), Averroes (1126 -1198) og Fakhr al-Din al-Razi (1149-1209) og jafnvel miðalda heimspekingruinn John Scotus (850-877)) ræddu frumgerð hugtaksins líka.

David Lewis og Saul Kripke ræða hugtakið mögulegir heimar í annarri merkingu. Þeir tengja hugtakið við setningar, nánar tiltekið fullyrðingar, en fullyrðing er setning sem hefur sanngildi (er annað hvort sönn eða ósönn). Þeirra útlistun er svona:

  1. Sannar (true) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í þessum raunverulega heimi (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 bæði fyrir stelpur og stráka).
  2. Ósannar (untrue) fullyrðingar: Eru alar þær fullyrðingar sem eru ósannar í þessum raunverulega heimi (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 eingöngu fyrir stelpur).
  3. Mögulegar (possible) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í a.m.k. einum mögulegum heimi (t.d. Kvennaskólinn er eingöngu fyrir stráka).
  4. Ómögulegar (impossible) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru ósannar í öllum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 á sama tíma bæði fyrir stelpur og ekki fyrir stelpur).
  5. Nauðsynlega (necessarily true eða bara necessary) sannar fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í öllum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík er Kvennaskólinn í Reykjavík eða 2+2=4).
  6. Háðar (contingent) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í sumum mögulegum heimum og ósannar í öðrum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík er eingöngu fyrir stelpur og Kvennaskólinn í Reykjavík er eingöngu fyrir kynskiptinga).

Tímaflakk

Tímaflakk er hugtak sem vísar til þess að ferðast á milla tveggja staða í tíma, sambærilegt við það að ferðast á milli tveggja staða. Hugtakið vísar í báðar áttir, þannig getur það vísað til þess að fara aftur á bak í tíma til augnabliks sem er á undan því sem farið er frá. Einnig (en þó erfiðara) er að hugsa sér að fara áfram í tíma, til framtíðarinnar, án þess að upplifa tímann sem er á milli þess tíma sem farið er frá, t.d. febrúar 2013 til febrúar 2014. Maður er þá bara allt í einu búinn að hoppa yfir (án þess að upplifa það), eitt ár.

Tímavél

Til þess að komast á milli tíma, afturábak eða áfram, þá þarf, segja vísindaskáldsöguhöfundar, tímavél. Við sáum hana í myndinni, er ekki í notkun. Þetta var 2-3 metra á kúla, sem tímaflakkari er væntanlega settur inn í.

 

TK: Telekinesis

Telekinesis skilgreining: Kinesis er gríska og merkir “hreyfing”. Tele merkir úr “fjarlægð”. Psychokinesis er samheiti. Hugmyndin er að geta hreyft efnishluti úr fjarlægð, eins og að beygja skeiðar eða hreyfa hluti til eða að lyfta þeim upp. Vísindamenn vilja ekki meina að slíkt sé sannað, en mín persónulega skoðun er sú að einfaldasta leiðin til að spyrja hvort eitthvað sé til er peningar. Vísindin sanna ekki neitt, heldur bara afsanna, þau geta þó demonstrerað með tilraunum, alls konar hluti, sem settar eru upp þannig að aðrir geti gert sömu tilraunir. Mín skoðun er einfaldlega sú að spyrja: hefur þetta verið nýtt í bisness? Ef ekki, þá er það ekki til, ekki sannað, ekki rétt. Tökum t.d. hæfileikann til að hreyfa hluti út fjarlægð eða beygja málmhluti. Ef það væri hægt, ef einn maður gæti þetta, þá væri hann ráðinn af Álverinu, bankaþjófum, ríkinu, hernum, iðnaði eða Geimvísindastofnun. Þessir gætu örugglega notað slíkan hæfileika til gagns!

Til eru alls konar “sannanir” á netinu í dag. Skoðaðu þessi myndbönd:

 

Aðrar myndir sama efnis

Loop, loka loopinu

Aðal senan (lokasenan eða dinerinn)

Written by Kristján

February 26th, 2013 at 12:57 pm