Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Pitch Perfect’ Category

Pitch Perfect

leave a comment

Titill: Pitch Perfect.

 

Pitch Perfect kápan.

Pitch Perfect kápan.

 

Útgáfuár: 2012.

 

Útgáfufyrirtæki: Gracie Films.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Gold Circle Films.

 

Lengd: 1:52 mín.

 

 Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 8,0 + 8,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Jason Moore (USA, 1970 – .).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Pitch Perfect var fyrsta mynd leikstjórans, en hann hefur leikstýrt mörgum söngleikjum, fyrst Avenue Q (2003), Steel Magnolias (2005), Shrek the Musical (2008) og Jerry Springer – The Opera (2008), Sisters (2015) og nú er hann með kvikmyndina The Nest í undirbúningi (2016).

 

Handrit: Kay Cannon, byggt á bókinni Pitch Perfect: The Quest for Collegiate A Capella Glory eftir Mickey Rapkin.

 

Tónlist: Christophe Beck & Mark Kilian.

 

Kvikmyndataka: Julio Macat.

 

Klipping: Liza Zeno Churgin.

 

Kostnaður / tekjur: 17.000.000$ / 115,4.000.000$. Hagnaður verulegur: nærri 100 milljónir dollara!

 

Slagorð: Aubrey: A-ca-scuse me? Fat Amy: A-ca-believe it!

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Flokkun: Söngvamynd.

 

Leikarar / Hlutverk:

The Barden Bellas.

The Barden Bellas.

The Barden Bellas:

 

Beca.

Beca Mitchell.

Anna Kendrick = Beca Mitchell. Sú sem kemur seinast inn í sönghópinn.

 

Anna Camp = Aubrey Posen. Leiðtogi sönghópsins.

Aubrey og Chloe

Bella stjórnendurnir, Aubrey og Chloe.

Brittany Snow = Chloe Beale. Sú rauðhærða, aðstoðarleiðtogi sönghópsins.

 

Rebel Wilson slær í gegn í myndinni sem Fat-Amy.

Rebel Wilson slær í gegn í myndinni sem Fat-Amy.

Rebel Wilson = Patricia Fat Amy. Komin alla leið frá Tasmaníu!

 

Ester Dean = Cynthia-Rose Adams.

 

Alexis Knapp = Stacy Conrad. Sú kynóða.

 

Hana Mae Lee = Lilly Onakuramara, einkennilegur meðlimur, syngur, en heyrist lítið í!

 

Kelly Alice Jakle = Jessica.

 

Wanetah Walmsley = Denise.

 

Shelly Regner = Ashley.

 

The Treblemakers:

Skylar Astin = Jesse Swanson. Nýliði, sem reynir lengi vel að vingast við Becu.

Herbergisfélagarnir Jesse og Benji.

Herbergisfélagarnir Jesse og Benji.

Ben Platt = Benji Applebaum. Herbergisfélagi Jesse, áhugamaður um söng og galdra.

 

Bumper.

Bumper Allen.

Adam DeVine = Bumper Allen. Sjálfumglaður leiðtogi sönghópsins.

 

Utkarsh Ambudkar = Donald. Aðstoðarleiðtogi hópsins, mjög fjölhæfur.

 

Michael Viruet = Unicycle.

 

David Del Rio = Kolio.

 

Gregory Gorenc = Greg.

 

Wes Lagarde = “Hat.”

 

Steven Bailey = Steven.

 

Brian Silver = Brian.

 

Michael Anaya = Michael.

 

Önnur hlutverk:

 

Nichole Lovince = Kori. Fyrrverandi meðlimur Bellas, en rekin vegna þess að hún á í ástarsambandi við einn úr strákabandinu.

 

Caroline Fourmy = Mary Elise. Líka rekin úr sönghóp stelpnanna og af sömu ástæðu.

 

Freddie Stroma = Luke. Sá sem stjórnar útvarpsrás háskólans.

 

Jinhee Joung = Kimmy-Jin. Herbergisfélagi Becu, segir mest lítið, en þó heilmikið!

 

Christopher Mintz-Plasse = Tommy. Bráðfyndinn kynnir söngvakeppninnar innan háskólans.

 

Hohn Michael Higgins = John Smith. Karlkyns kynnir söngvakeppninnar. Drepfyndinn.

 

x og y.

John Smith og Gail Abernathy-McKadden.

 

Elizabeth Banks = Gail Abernathy-McKadden. Kvenkyns kynnir söngvakeppninnar. Elizabeth er leikstjóri framhaldsmyndarinnar.

 

John Benjamin Hickey = Dr. Mitchell. Strangur faðir Becu.

 

Mínúturnar:

0:00 = Textinn.

0:02 = Strákahópurinn, The Treblemakers, syngur á A Cappella (söngvakeppni, þar sem ekki má nota nein hljóðfæri nema röddina) keppni og standa sig vel.

0:04 = Stelpuhópurinn, The Barden Bellas, tekur við og gengur þokkalega – eru þó ekki að slá í gegn – þegar stjórnandi þeirra Aubrey Posen (Anna Camp) guppar allt í einu yfir allt sviðið.

 

Aubrey gubbar!

Aubrey gubbar!

 

0:05 = Beca Mitchell (Anna Kendrick) mætir fyrsta daginn í háskóla (Barden University) og fær misjafnar móttökur.

0:06 = Beca fer í herbergi sitt og hittir þar Kimmy-Jin (Jinhee Joung) nýjan herbergisfélaga sinn frá Suður-Kóreu. Hún er hvorki málglöð né skemmtileg.

0:07 = Jesse Swanson (Skylar Astin) mætir líka í skólann í fyrsta sinn og hittir Becu strax. Hann reynir – ekki í þetta eina sinn – að vingast við hana.

0:08 = Pabbi Becu Dr. Mitchell (John Benjamin Hickey) mætir í herbergi dóttur sinnar, hann er í raun kennari (í enskum bókmenntum) við skólann.

0:10 = Bella-stelpurnar tvær Aubrey Posen (Anna Camp) og Chloe Beale (Brittany Snow) leiðtogar sönghópsins kynna A Cappella sönghópinn, en fáir vill ganga í liðið með þeim eftir æluna, þó kemur Patricia Fat-Amy (Rebel Wilson)!

0:12 = Beca hitter Fat-Amy á kynningunum.

0:13 = Beca hittir Bella stelpurnar, en hún er ekki spennt fyrir þessu og þær ekki heldur fyrir henni.

0:14 =Nýju herbergisfélagarnir Jesse Swanson (Skylar Astin) og hinn stórfurðulegi Benji Applebaum (Ben Platt) reyna að ná sambandi við strákasöngbandið, en það gengur illa! Jesse kemst þó í liðið, en Benji ekki (strax).

0:16 = Beca mætir á útvarpsstöð skólans og fær aukavinnu hjá Luke (Freddie Stroma). Þar hittir hún líka nýjan samstarfsmann sinn, hann Jesse.

0:18 = Pabbi Becu kemur aftur til hennar á herbergið – eftir mánuð – og hefur áhyggjur af því að hún hefur ekki eignast neina vini í háskólanum eða gengið í neinn klúbb. Hún segist ekki vilja vera þarna, en hann semur við hana: Gakktu í einn klúbb og sjáðu svo til. Ef þú verður ekki komin með áhuga á náminu og/eða félagslífinu í háskólanum eftir önnina þá máttu hætta í skólanum.

0:20 = Beca fer í sturtu og hittir þar – nakta – Chloe. Sú segir hana verða að ganga í Belluhópinn þar sem hún er með svo fína rödd.

0:22 = Skólinn er með söngprufur fyrir nýja árið, ýmsir koma fram og í lokin kemur Beca. Hún syngur öðru vísi en aðrir, hún notar glas og slær í gegn. Sagt er að leikkonan hafi sjálf lagt til þetta atriði. Gerið svo vel:

 

 

Bellahópurinn verður:

 1. Sópran: Jessica, Mary Elise & Lilly.
 2. Mezzo: Cynthia Rose, Stacie & Kori.
 3. Altraddir: Fat-Amy, Denise, Ashley og Beca.

 

The Barden Bellas.

The Barden Bellas.

 

0:27 = A Cappella hóparnir hittast um kvöldið – strákar og stelpur – en þau mega ekki vera saman – í sambandi! Þau mega þó syngja saman.

0:31 = Jesse færir Becu drykk, þau eru orðnir vinir, en Beca virðist ekki geta hleypt neinum nærri sér.

0:33 = Bellurnar hittast á fyrstu æfingu og tvær: Kori (Nichole Lovince) og Mary Elise Caroline Fourmy (Mary Elise) eru strax reknar, þar sem þær áttu í ástarsambandi við strák úr Tremble liðinu.

0:34 = Bellurnar æfa á hverjum degi og eiga líka að æfa sig heima. Beca mótmælir lagavalinu, segir ekkert lag vera frá þessari öld! Æfingarnar ganga vel, en ljóst er að Beca er ekki ánægð með lagavalið og sumar hreyfingarnar.

0:38 = Bellurnar syngja í fyrsta sinn opinberlega og ekkert gengur. Chloe, sú rauðhærða viðurkennir: Ég er með hnúða: Raddbandabólgur. Hún ætlar að halda áfram en getur ekki lengur verið í aðalhlutverki.

0:40 = Beca kynnir yfirmanni sínum í útvarpinu lagaval sitt, sem hún hefur sett á kubb, en hann virðist ekki hafa áhuga og hendir kubbinum í hrúgu af drasli.

0:42 = Jesse vill sýna Becu kvikmyndaval sitt, en hún hefur ekki áhuga. Jesse hefur sérstakan áhuga á því hvernig tónlist er notuð í kvikmyndum. Hann kemur með: Jaws, E.T., The Breakfast Club, Star Wars og Rocky, sem hann segir: Best tónsettu og hljósettu myndir allra tíma! Beca segist yfirleitt ekki nenna að horfa á myndir til enda, en Jesse segir aðalatriðið með tónlist. Athyglisvert samtal hefst:

 

You don't like movies or something?

What, do you not like movies or something?

 

Jesse: What, do you not like movies, or something?

Beca: No.

Jesse: Not any movies! What the hell is wrong with you? How do you not like movies? Not liking movies is like not liking puppies.

Beca: They are fine. I just get bored and never make it to the end.

Jesse: The endings are the best part.

Beca: They are predictable, like the guy gets the girl and the kid sees dead people, and Darth Vader is Luke’s father.

Jesse: Oh, so you just happened to see the biggest cinematic reveal in history?

Beca: “Vader” in German means father. His name is literally Darth Father.

Jesse: So you know German. Now I know why uou don’t like fun things. You need a movie education. You need a movie-casion!

 

Endir The Breakfast Club:

 

0:45 = Um kvöldið keppa Bellurnar við Treble liðið í óopinberri söngvakeppni. Syngja á um kynlíf og margir reyna, loks prófar Beca, gengur illa í byrjun, en nær svo að fá stelpurnar með sér í lagasafni frá þessari öld! Áhrifin eru greinileg!

0:48 = Jesse kennir Becu um kvikmyndatónlist og Beca sýnir honum hvernig hún blandar tónlist saman. Hann tekur sérstaklega fyrir endirinn í The Breakfast Club. Þau horfa á endinn saman, Jesse reynir að kyssa Becu, en hún er ekki tilbúin í samband. Kínverska stelpan kemur óvænt og Jesse gefst upp og fer.

0:50 = Á næstu æfingu dregur sú Chloe sig í hlé og getur ekki sungið sólóið. Hún leggur til að Beca taki við, en stjórnandinn lætur Fat-Amy frekar fá verkefnið.

0:53 = Svæðiskeppnin fyrir árið 2012 hefst í Listamiðstöð Karólínu háskólans. Þessi keppni sker úr um það hvaða lið komast í úrslit og fá þannig rétt til að taka þátt í úrslítakeppninni í The Lincoln Center í New York. The Barden Bellas eru tilbúnar. Stjórnendur taka eftir því Bellurnar eru betur (minna) klæddar en áður, en á móti kemur að þær eru að syngja sama lag og í fyrra! Gera það vel, en slá þó ekki í gegn. Og þó, þegar Fat-Amy bregður aðeins út af verður allt vitlaust.

0:59 = The Treblemakers eru næst. Þeir eru frá sama háskóla í miklu uppáhaldi hjá stjórnendum. Þeir eru góðir. Úrslitin eru:

 1. Treblemakers.
 2. Barden Bellas.
 3. Sockapellas.

1:00 = Gamalt A Cappella lið syngur baksviðs. Slagsmál brjótast þar út í verðlaunaafhendingunni og Beca er handtekin. Jesse beilar hana út með aðstoð föður hennar. Þegar hún fréttir að Jesse hafi hringt í föður hennar, þá hafnar hún honum algerlega.

1:03 = Þegar Beca kemur heim þá eru allar Bellurnar að bíða eftir henni. Þær rífast um lagavalið. Beca er að ná til þeirra, en stjórnandinn neitar öllum breytingum. Beca sýnir þeim hljóðblöndun sína, en Aubrey segist vera með tónsprotann og að engu megi breyta.

1:04 = Þegar Beca mætir í vinnuna á útvarpsstöðinni þá er yfirmaðurinn að spila hljóðblandað lag hennar! Hún er yfir sig ánægð.

1:05 = Fat-Amy er að setja bensín á rútuna þeirra þegar Treblemakers keyra framhjá. Þeir henda ís eða risaburrito á hana og hún segir: I’ve been shot! Skelkuð þá gleymir hún að fylla rútuna af bensíni.

1:07 = Bellurnar eru bensínlausar á leiðinni. Þær láta af oflæti sínu og láta strákana ná í sig.

1:10 = Þegar þær mæta á staðinn: ICCA Alþjóðlega háskólameistaramótið í A Cappella söng sjá Bellurnar að þær munu aldrei komast í úrslit – til þess þarf að ná a.m.k. öðru sæti. Enn syngja þær þó sama lagið. Þegar það er komið af stað byrjar Beca að improvicera. Hún fær hinar með sér í sönginn, en ekki stjórnandann. Aubrey rekur hana úr hópnum og þegar Chloe reynir að hjálpa henni, þá hafnar hún öllum og gengur út.

1:14 = Það fór eins og stelpurnar voru hræddar við, þær lentu í 3ja sæti og komust ekki í úrslit!

1:15 = Um vorið fer hver til sýns heima Beca er að vinna á útvarpsstöðinni. Eitt kvöldið horfir hún á The Breakfast Club frá byrjun til enda og tárast í lokin.

1:16 = Stjórnendur A Cappella keppninnar komast að því að einn söngvarinn úr liðinu sem lenti í öðru sæti er ekki í háskóla og verða því að vísa þeim úr keppninni. Þar með eru Bellurnar komnar í útslit aftur! En mun Beca mæta?

1:18 = Beca reynir að sættast við Jesse, en hann segir hana ýta öllum frá sér sem þykir vænt um hana og segist vera hættur.

1:19 = Um vorið talar Beca við föður sinn út af samkomulagi þeirra. Þetta er ekki að ganga, hún áttar síg á því að hún útilokar alla. Loks spyr hún föður sinn, Hvað á ég að gera?

1:20 = Sama ástandið er hjá strákunum í Treblemakers, aðalsöngvarinn Bumper yfirgefur þá rétt fyrir útslitakeppnina. Jesse finnur lausn á því, herbergisfélagi hans, sá furðulegi Benji er kominn í liðið.

1:23 = Uppgjör hjá Bellunum, þær vilja fá Becu í liðið, en Aubrey ekki. Við mótlætið gefst Aubrey upp o gælir einhver ósköp og þær slást. Beca mætir á svæðið og biðst afsökunar.

 

Beca: I let you guys down, and I am sorry. Audrey if you want me, I want back in.

 

Aubrey svarar engu, en þó – rétt áður en Beca gengur út – með stól – þá viðurkennir Aubrey að hún sé svona kröfuhörð vegna föður síns. Beca ákveður að gera þetta að almennum játningartíma. Ýmsar furðurlegar játningar koma upp!

1:30 = Að lokum segir Aubrey: Beca what do we do? Beca biður Aubrey að velja lag og þær byrja að spinna það. Þetta smellgengur! Þær máta á lokakeppnina í Lincoln Center í New York!

1:32 = Í miðri keppninni reynir Beca að ná sambandi við Jesse, rétt áður en strákarnir byrja að syngja. Þeir syngja nú án aðalmannsins, sem er búinn að yfirgefa þá. Jesse er orðinn aðalsöngvarinn. Þeir eru góðir! Þeir leyfa galdramanninum Benji meira að segja að vera með. Hann er með rödd: I got the magic in me!

1:36 = Bellurnar eru næst. Búningarnir eru ekki lengur notaðir og eitthvað nýtt er að gerast. Þær eru góðar og Jesse tekur sérstaklega eftir því að Beca nota lokalagið úr The Breakfast Club! sem hann kenndi henni! The Barden Bellas!

1:41 = Þegar atriðinu líkur þá kyssir Beca Jesse, sem segir: I told you, the ending is the best part! (strákurinn fær stelpuna – eða öllu heldur: stelpan fær strákinn).

1:43 = Sex mánuðum seinna: Sýnt er frá prufum fyrir næsta ár. Allt endurtekur sig, en nú eru Bellurnar meistarar.

1:52 = THE END.

 

Framhaldsmynd(ir):

Pitch Perfect 2 kom fjótlega á eftir vinsældum (og gróða) fyrri myndarinnar. Sama leikaralið og Elizabeth Banks (kven-kynnirinn og framleiðandi) leikstýrði þessari. Hér er trailerinn:

 

 

Heyrst hefur að mynd 3 sé á leiðinni, aftur með Elizabeth Banks í leikstjórn, en spurningin er hvort hún nái enn sömu leikurum hvað á gæðum fyrstu myndarinnar (myndanna)? Smá frétt um það.

 

A Capella

A Capella er gömul hefð sem byggir á xxx.

Ekki er mikið af eldri “hljómsveitum” sem nota engin hljóðfæri önnur en raddirnar. Helst má nefna Manhattan Transfer. Nýlegri dæmi eru t.d. þessi tvö: Fyrst Pentatonix, sem hér segir okkur hvorki meira né minna en alla tónlistarsöguna frá 1100.

 

Síðan má nefna þennan dreng sem er heil hljómsveit sjálfur. Hér syngur hann gömlu Disney lögin.

 

 

 

Skilaverkefni:

 1. A Cappella – hvað er nú það? Er í alvörunni keppt í þessu? Eru til hljómsveitir (eða þekkt lög) þar sem öll tónlistin er eingöngu raddir? Getur þú fundið slíkt á youtube?
 2. Pitch Perfect byggir á bók, sem sögð er sannsöguleg. Mickey Rapkin: Pitch Perfect: The Quest for Collegiate A Capella Glory. Um hvað er hún?
 3. Hvernig tengist Pitch Perfect tveimur fyrri myndum okkar, The Breakfast Club og Mean Girls?
 4. Elizabeth Banks, sem leikur Gail Abernathy-McKadden, kvenkyns kynni söngvakeppninnar er framleiðandi myndarinnar. Hún hefur tjáð sig um það hvernig myndin var undirbúin – t.d. hvernig leikaravalið fór fram. Hvað segir hún?
 5. Hvert er þitt persónulega álit á myndinni Pitch Perfect?

 

Written by Kristján

April 17th, 2015 at 9:48 am