Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Raiders of the Lost Ark’ Category

Raiders of the Lost Ark

leave a comment

Titill: (Indiana Jones and the) Raiders of the Lost Ark

Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark kápan.

Indiana Jones and the Raiders of the Lost Ark kápan.

 

Útgáfuár: 1981.

 

Útgáfufyrirtæki: Lucasfilm Ltd.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Frank Marshall, George Lucas & Howard Kazanjian.

 

Lengd: 111 mín.

 

 Stjörnur: 8,6* (Imdb) og 9,5 + 9,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Steven Spielberg.

George Lucas og

George Lucas og Steven Spielberg hafa mikið unnið saman. Hér eru þeir vel dressaðir á tökustað.

 

Aðrar myndir eftir sama leikstjóra: Close Enounters of the Third Kind (1977), Jaws (1975), E.T. The Extra-Terrestrial (1982), Jurassic Park (1993), Lincoln (1912) og Saving Private Ryan (1986).

 

Handrit: Lawrence Kasdan, George Lucas & Philip Kaufman.

 

Tónlist: John Williams.

 

Kvikmyndataka: Douglas Slocombe.

 

Klipping: Michael Kahn.

 

Kostnaður/tekjur: 18.000.000$/389.900.000$.

 

Slagorð: xxx.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Lego trailer: Gerið svo vel:

 

Leikarar/Hlutverk:

Fornleifafræðingurinn Indiana Jones.

Fornleifafræðingurinn Indiana Jones.

xx

Indiana Jones leikfang! Slík leikföng eru til fyrir alla helstu karakterana.

Harrison Ford = Indiana Jones. Dr. Henry (Indiana) Jones Jr. (faðir hans kemur fram í 3ju myndinni). Prófessor í fornleifafræði við háskóla í Los Angeles.

 

Marion .

Marion Ravenwood.

Karen Allen = Marion Ravenwood. Þekkti Indiana Jones áður (var sem ung kona ástfangin af honum?), en rekur nú bar í Nepal.

 

René Belloq.

Dr. René Belloq.

Paul Freeman = Dr. René Emile Belloq. Franskur fornleifafræðingur í stöðugri samkeppni við Indiana Jones. Bellocq tekur fornminjarnar fram yfir heiðarleikann, en er ekki beinlínis vondur.

 

Arnold Toht.

Arnold Toht.

Ron Lacey = Major Arnold Toht. Þýskur leðurjakkanasisti, greinilega meðlimur SS sveitanna eða Gestapo maður. Beinlínis vondur!

 

Sallah.

Sallah.

John Rhys-Davis = Sallah (Mohammed Faisel el-Kahir) egypskur grafari, þ.e. vinnur við uppgröft í Egytalandi. Gamall samstarfsmaður Indiana Jones.

 

Marcus Brody.

Marcus Brody.

Denholm Elliott = D. Marcus Brody. Vinur og samstarfsmaður Indiana Jones í háskólanum, kemur meira fram í 3ju myndinni.

 

Detrich, nasistinn, sem bráðnar svo skemmtilega.

Detrich, nasistinn, sem bráðnar svo skemmtilega.

Wolf Kahler = Dietrich. Þýskur hermaður, sá sem bráðnar í lokaatriðinu með Toth og Belloq.

 

Satipo.

Satipo.

Alfred Molina = Satipo. Leiðsögumaður Jones í upphafsatriðinu, reynist ekki vel á ögurstund og svíkur Indiana Jones.
Sallah fer með Indiana Jones til gamals vitrings.

Sallah fer með Indiana Jones til gamals vitrings.

Tutte Lemkow (norskur leikari) = Imam, gamli maðurinn, sem Sallah lætur Indiana Jones fara til, áður en hann fer út í ævintýrin.
Apinn, sem er.

Apinn, sem er capuchin tegundar, leikur stórt hlutverk í myndinni.

Capuchin monkey = apinn.

Raiders of the lost Arc Mínúturnar:

001 = Texti.

Suður-Ameríka 1936.

003 = Indiana Jones (Harrison Ford) er í æsilegum leiðangri í leit að fornmunum, líklega einhvers staðar í Suður-Ameríku. Með honum í för er Satipo leiðsögumaður (Alfred Molina).

005 = Indiana Jones og Satipo fara saman niður í göng og lenda í alls konar hremmingum. Ólíklegustu gildrur eru lagðar fyrir þá.

006 = Þeir koma að einhverju líkneski, Satipo vill æða af stað, en Indiana Jones er varkárari og finnur allar (?) gildrurnar.

 

Indiana Jones í einu frægsta atriðinu þegar hann reynir að ná líkneski án þess að setja í gang hættulegar gildrur.

Indiana Jones í einu frægsta atriðinu þegar hann reynir að ná líkneski án þess að setja í gang hættulegar gildrur.

 

007 = Ein frægasta sena kvikmyndanna, þegar Indiana Jones tekur líkneskið og steinninn byrjar að rúlla.

009 = Indiana Jones verður að henda líkneskinu til Satipo, sem svo svíkur hann. Jones sleppur samt frá rúllandi steininum, en ekki Satipo.

 

Myndir Spielbergs hefjast stundum á svona æsilegum forleik.

Myndir Spielbergs hefjast stundum á svona æsilegum forleik.

 

010 = Um leið og Indiana Jones kemst út þá fangar dr. René Belloq (Paul Freeman), sem líka er fornleifafræðingur, en ekki eins heiðarlegur og Indiana Jones – hann með aðstoð villimanna. Jones verður aftur (og ekki í seinasta sinn) að láta líkneskið af hendi, en sleppur sjálfur á flótta upp í flugvél.

013 = Forleik lokið og Indina Jones er að kenna fornleifafræði í háskóla. Vinur hans, Marcus Brody (Denholm Elliott) gengur inn í kennslustund hjá honum. Stelpurnar virðast hrifnari af kennaranum heldur en visku hans.

015 = Marcus segir að menn frá leynideild hersins (army intelligence) vilji hitta Indiana Jones. Þeir segja að gamall kennari hans, frá háskólanum í Chicago, sér horfinn. Þeir segjast vita að nastistar séu komnir til Kaíró í Egyptalandi með gamla kennara hans í haldi. Indinana Jones áttar sig strax á því að þeir viti um Taris og um að “Stafur Ra” sé til þess að finna staðsetninguna á Ark of the Covenant = Sáttmálsörkinni. Sögur segja að það sé heilög kista, sem feli í sér mikil leyndarmál, sumir segja sjálfar leirtöflunar með boðorðunum 10 sem Móses kom með niður af fjallinu.

020 = Indiana Jones fer með Marcus heim og er æstur í að fara út í ævintýrin. Marcus segist sjálfur vera of gamall (hann er það þó ekki í 3ju myndinni!). Hann varar Jones við, segir að álög séu á þessari Örk. Jones fer af stað, en ekki til Egyptalands, hann þarf fyrst að fljúga alla leið til Asíu, til Nepal.

023 = Marion Ravenwood (Karen Allen) er þar á bar í drykkjarkeppni við einhvern kall. Hún virðist vera að tapa, en hann lognast þá út af. Hún vinnur veðmálið.

 

Marion hefur greinilega séð Indiana Jones áður.

Marion hefur greinilega séð Indiana Jones áður. Takið eftir skugganum.

 

024 = Á því augnabliki kemur Indiana Jones inn. Hann hefur greinilega hitt Marion áður. Hún kýlir hann, segist hafa verið ástfangin af honum fyrir 10 árum. Hann segist þurfa einhverja fornleif (worthless bronse medallion) sem pabbi hennar á. Hann er mikilvægur hlekkur í leit hans að Örkinni. Hann borgar henni fyrirframgreiðslu. Hún segir honum að koma á morgunn, þá verði hún búin að finna gripinn, en um leið og hann gengur út þá kemur í ljós að hún er með hann á sér (veit hvað hann er mikilvægur?).

 

Djásnið sem Marion er með er nauðsynlegt til að finna Sáttmálsörkina.

Djásnið sem Marion er með er nauðsynlegt til að finna Sáttmálsörkina.

 

028 = Nasistar koma, með Arnold Toth (Ronald Lacey) í brotti fylkingar, greinilegur SS maður. Hann virðist líka vita allt leyndarmálið, en Marion neitar að verða að óskum hans.

030 = Toth byrjar að pynta hana, með aðstoð manna sinna og virðist hafa gaman af. En þá, auðvitað, kemur Indiana Jones á vettvang. Mikil skothríð og læti.

 

Thot nær ekki djásninu og þó.

Thot nær ekki djásninu og þó.

 

032 = Indiana Jones og Marion sleppa, hún bjargar honum raunar, fer með honum til Egyptalands og vill frá greitt að fullu fyrir menið.

033 = Í Egyptalandi hitta þau gamlan vin, heimamanninn Sallah (John Ryhs-Davies) , fjölskyldu hans og apa (capuchin tegundar). Allir hlægja að fíflalátum apans. Sallah er þekktur grafari í Egyptalandi. Hann veit hvar nasistarnir eru að grafa og segir að þeir viti ekkert hvað þeir eru að gera, en þó sé einn snjall maður með þeim, dr. René Belloq. Sallah vill fara með Indiana Jones, en varar hann samt við.

 

Fræga sverðasenan, sem sumir segja að hafi verið tilviljun. Það átti ekki að skjóta hann, en myndatakan dróst á langinn og Harrison Ford prófaði þetta.

Sverðasenan fræga, sem sumir segja að hafi verið tilviljun. Það átti ekki að skjóta hann, en myndatakan dróst á langinn og Harrison Ford prófaði þetta.

 

035 =Nasistarnir eru á vettvangi og þeir láta eineygðan mann taka af þeim apann. Nasistarnir nota heimamenn til að ráðast á Indiana Jones. Hann verst vel, en fræg er senan þegar hann grípur til byssunar gegn miklum sverð-manni.

038 = Marion verður viðskila við Indiana Jones og virðist sleppa. Hún felur sig í fati, en apinn hálpar nasistunum að finna hana. Þeir stela fatinu með Marion í. Indiana Jones eltir hana uppi.

040 = Indina Jones nær að stöðva bíl sem hann heldur að nasistarnir hafi sett Marion í, en bíllinn springur. Marion er greinilega dáin! Jones er algjörlega miður sín. Hann sest niður við drykkju, en þá finna nasistarnir hann. Belloq vill tala við hann. Hann segir að þeir geti unnið saman, “við erum af sama sauðarhúsi, fornleifafræði er trúarbrögð okkar: I am a shadowy reflection of you“. Vinnum saman! Jones neitar að vinna fyrir hvern sem er. Hann segir Belloq vinna fyrir Hitler.

044 = Indiana Jones kemst enn undan, nú umkringdur af börnum – börnum Sallah, sem umkringdu hann. Sallah segist þurfa að fara með Jones til “gamla mannsins.”

046 = Eineygði maðurinn læðist inn og setur eitur í döðlunar.

047 = Gamli maðurinn túlkar táknin fyrir Indiana Jones og Sallah og þeir komast að því að nasistarnir eru að grafa á röngum stað! Þeir eru ekki með öll gögnin. Indiana Jones hlær og ætlar að fá sér döðlu, en á seinustu stundu stoppar Sallah hann, hann sér að apinn er dauður af döðluátinu. Aftur er hetjunni okkar bjargað af vinum hans.

048 = Indiana Jones og Sallah dulbúa sig sem venjulega verkamenn og fara nærri þeim stað þar sem nasistarnir eru að grafa. Þeir finna þar skammt frá grafhýsi þar sem þeir halda að leyndardómurinn sé, en bara Jones kemst niður. Nasistarnir sjá Sallah, halda að hann sé bara venjulegur verkamaður og skipa honum að vinna. Indiana Jones skoðar grafhýsið.

 

xx

Sagt er að ljósgeislar séu sterkt þema í Spielberg myndum!

 

052 = Indiana Jones notar hinn sanna staf Ra (nasistarnir eru með ranga staf) og á hádegi skýn sólin á staðinn þar sem Sáttmálsörkina er að finna. Indiana Jones vill nú komst upp aftur, en Sallah nær að búa til reipi handa honum úr nasistafánum.

053 = Á leiðinni til baka þá fara Indiana Jones og Sallah í gegnum búðir nasista og Indiana Jones felur sig inn í tjaldi. Þar finnur hann óvart Marion, sem hann hélt að væri dáin. Hann getur samt ekki losað hana, því hún er ekki dulbúin eins og hann. Þess í stað fer hann út aftur og reynir að mæla út nákvæmlega hvar Sáttmálinn er. Staðurinn er nálægt, en ekki þar sem nasistarnir grafa, en þeir eru orðnir óþolinmóðir vegna því hvað illa gengur. Belloq segir þeim að fornleifafræði séu ekki nákvæm vísindi, þeir verði að vera þolinmóðir.

057 = Sallah og Indiana Jones ásamt nokkrum mönnum grafa annars staðar án þess að nasistarnir verði þeirra varir. Um kvöldið koma þeir niðar á grafhýsið. Þeir fara ofan í það. Það er eitt vandamál, Jones hatar slöngur.

 

Indiana Jones er með slöngufælni!

Indiana Jones er með slöngufælni!

 

059 = Belloq er með Marion fangaða í tjaldi, hann reyndir þó að koma siðsamlega fram við hana. Hann vill meira að segja láta hana klæðast kjól! Hún lætur tilleiðast. Hún reynir að nota drykknartrixið á hann.

060 = Indiana Jones lætur sig síga niður og lendir þá strax andspænis kópraslöngu. Hetjan okkar er með slöngufælni! Hann fælir slöngurnar í burt með eldi.

 

Sáttmálsörkin týnda er fundin. Við fáum þó aldrei að vita hvað er í henni.

Sáttmálsörkin týnda er fundin. Við fáum þó aldrei að vita hvað er í henni.

 

062 = Indiana Jones og Sallah finna djásnið, kistuna sem á að geyma leyndardómana, sjálfa Sáttmálsörkina.

064 = Marion sleppur fá Belloq, en þá kemur Toth og stoppar hana.

065 = Indiana Jones og Sallah ná kistunni upp, en hvernig ætla þeir að koma henni í burtu? Þeir setja hana í kassa og hýfa upp úr grafhýsinu. En á því augnabliki sér Belloq þá vera að athafna sig og nær kistunni um leið og þeir eru búnir að lyfta henni upp (fyrir þá!). Enn einu sinni stelur Belloq undan honum djásninu og hendir svo Marion niður til hans í þokkabót. Þeir loka Indiana Jones og Marion inn í grafhýsinu, en handtaka Sallah.

070 = Indiana Jones reyna að komast út úr grafhýsinu. Þau finna leið og koma út á þeim stað sem flugvöllurinn er.

 

Flugvélaatriðið. Jones er enn einu sinni heppinn, en ekki beljakinn.

Flugvélaatriðið. Jones er enn einu sinni heppinn, en ekki beljakinn.

 

073 = Indiana Jones nær að lemja flugmanninn, en þá kemur einhver beljaki, sem ætlar að berja hann. Í miðjum slagsmálunum kemur Marion flugvélinni af stað. Á meðan er Jones laminn sundur og saman. Flughreyfillinn bjargar Jones, en ekki beljakanum. Flugvélin springur.

078 = Sallah hefur sloppið og finnur Indiana Jones og Marion, en nasistarnir flytja Sáttmálann af stað. Hann á að fara alla leið til Hitlers í Þýskalandi. Jones segir Sallah og Marion að ná sér í farartæki til að komast í burtu, en hann sjálfur ætlar að elta Sáttmálann. Það eina sem hann finnur er hvítur hestur!

 

Flugvélaatriðið. Jones er enn einu sinni heppinn, en ekki beljakinn.

RIddarinn á kvítum hesti. Talandi um vaxandi þrautir.

 

080 = Indiana Jones eltir Sáttmálann og einn síns liðs ræðst hann gegn öllum nasistunum. Mikill eltingaleikur. Takið eftir tónlistinni. Smám saman fækkar nasistunum og Jones særist. Samt nær hann valdi á trukknum með fjársjóðinn. Hann kemst undan og setur Sáttmálann um borð í skip sem á að fara til Bandaríkjanna. Þau kveðja Sallah og skipið leggur af stað.

088 = Indiana Jones og Marion eru saman í klefa, hún er enn í kjólnum. Þau kyssast, en hann sofnar. Á meðan virðist fjársjóðurinn í alvöru vera undir álögum.

090 = Þegar þau vakna um morguninn er skipið stöðvað af þýskum kafbát. Enn einu sinni stela nasistarnir fjársjóðnum af Indiana Jones. En þér finna ekki Jones. Skipstjórinn segir hann dáinn. Þeir rífast um hver eigi að fá Marion. Bellocq virðist vinna það stríð. En hvar er Jones? Hann er utan á kafbátnum!

 

Flugvélaatriðið. Jones er enn einu sinni heppinn, en ekki beljakinn.

Það var erfitt að ráðast einn á hvítum hesti gegn hermannahóp í herbíl, en að hanga einn utan á kafbát úr á rúmsjó?

 

094 = Þeir sigla til grískrar eyju í Eyjahafinu. Þar er bækistöð kafbátsins og fjársjóðurinn fer þangað – og Indiana Jones með. Marion er þar aftur fangi Belloqs.

097 = Belloq sannfærir nasistana að þeir verði að opna kistuna hér, til þess að vera vissir um það hvað þeir eru að færa Hitler. Nasistarnir eru áhyggjufullir, en hlýða samt svikula fornleifafræðingnum. Hann setur upp einhvers konar hásæti fyrir kistuna.

099 = Indiana Jones miðar skotvopni á liðið og hótar að sprengja kistuna upp í loft. Belloq lætur ekki plata sig og segir Jones ekki geta framkvæmt hótun sína. Jones gefst upp og er handtekinn.

 

Greinilegt er að Belloq trúir á mikilvægi Arkarinnar.

Greinilegt er að Belloq trúir á mikilvægi Arkarinnar.

 

101 = Bellocq klæðist e-m skrúða, en allt verður vitlaust. Það eru greinilega einhver álög á kistunni. Jones segir Marion ekki að horfa á það sem gerist næst. Draugar birtast og nasistarnir bráðna, hver af öðrum. Allir fuðra upp, nema Jones og Marion, sem sáu ekkert!

 

Hálfgert hrollvekju atriði!

Hálfgert hrollvekju atriði!

 

104 = Indiana Jones kemur Sáttmálanum til Washington D.C., en þar fá Jones og vinur hans, Brody, ekki að vita neitt um málið. Þeir eru ekki ánægðir, en geta ekkert gert í málunum. Jones og Marion eru komin í hversdagsleg klæði. Kistan er sett í geymslu. Einkennilegt lokaatriði.

 

Hvað merkir lokaatriði myndarinnar?

Hvað merkir lokaatriði myndarinnar?

 

111 = THE END.

 

Skoðaðu þetta fræðslumyndband um Spielberg. Mjög forvitnilegt.

 

 

Og þetta:

 

 

Og þetta:

 

 

Loks er greining (nauðsynlegt til að geta svarað spurningu 12) á 5 meginþáttum í myndum Spielbergs:

 

http://www.time.com/time/video/player/0,32068,1354185952001_2103557,00.html

 

Margir nefna ákveðin þemu sem eru gegnumgangandi í Steven Spielberg myndum: 5 Ways you know you’re watching a Spielberg movie:

 1. Föðurþemað, sonur að reyna að ná sambandi við föður sinn (daddy issues).
 2. Sterkar senur með ljósum, ljósgeislum (streams of light).
 3. Tilfinningaríkar andlitssenur, þegar andlitið sést í nærmynd og stækkar og stækkar (awestruch faces).
 4. Flókin myndataka með speglum, glerjum, skuggum, andlit speglast í gleri, í auga, í vatni… (this shot).
 5. John Williams tónlist (John Williams music).

 

Skilaverkefni:

 1. Hvernig metur þú Raiders of the Lost Ark? Gefðu tölu frá 0-5 stig (hálf stig líka), og útskýrðu mat þitt. Hvernig er þessi mynd metin almennt? Getur þú gefið nokkrar vísbendingar um hvað öðrum (kvikmyndahandbækur, netið…) finnst um myndina?
 2. Hvaða atriði myndarinnar finnst þér standa upp úr í gæðum? Lýstu því og útskýrðu.
 3. Hvernig stenst Raiders myndin tímans tönn? Er hún orðin gamaldags? Hvað?
 4. Hvaða tegund af mynd er Raiders? Útskýrðu tegundina og nefndu 3 önnur dæmi um myndir í sama stíl (aðrar en Indiana Jones myndir!).
 5. Hefur Getur þú nefnt helstu tegundir af hlutverkum í Raiders of the Lost Ark? Ekki einstök hlutverk, heldur hvaða tegund (dæmi: hetja…). Notaðu bloggið að ofan til að hjálpa þér.
 6. Hvað er þetta “Lost Ark”? Getur þú útskýrt hvað þetta stendur fyrir?
 7. Hver er boðskapur myndarinnar? Getur þú sagt hann í einni góðri setningu?
 8. Ef þú setur þig í spor kvikmynda-spekúlanta, hvernig heldur þú að þeir myndu gagnrýna myndina? Nefndu minnst 2 atriði (með útskýringum).
 9. Skoðaðu seinustu færsluna, um 5 atriði til að þekkja Spielberg myndir. Finnur þú þessi 5 atriði í Raiders of the Lost Ark?

Written by Kristján

August 20th, 2013 at 11:04 am