Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Rain Man’ Category

Rain Man

leave a comment

Titill: Rain Man.

 

Rain Man kápan.

Rain Man kápan.

 

Útgáfuár: 1988.

 

Útgáfufyrirtæki: Star Partners II, Ltd, Guber-Peters Company.

 

Dreyfingaraðili: United Artists.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Mark Johnson.

 

Lengd: 133 mín.

 

 Stjörnur: 8,0* (Imdb) og 9,0 + 9,0* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Barry Levinson.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Diner (1982), The Natural (1984), Good Morning Vietnam (1987), Bugsy (1991) og Wag the Dog (1997).

 

Handrit: Barry Morrow & Ronald Bass, byggt á sögu eftir þann fyrrnefnda.

 

Tónlist: Hans Zimmer.

 

Kvikmyndataka: John Seale.

 

Klipping: Stue Linder.

 

Kostnaður / tekjur: 25.000.000$ / 354.800.000$ = 334 milljónir dollara í plús!

 

Slagorð: Who’s on first?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Flokkun: Drama.

 

Leikarar/Hlutverk:

 

raimond babbit

Raymond babbitt.

Dustin Hoffman = Raymond Babbitt.

 

Charlie Babbitt.

Charlie Babbitt.

Tom Cruise = Charlie Babbitt.

 

Susanna.

Susanna.

Valeria Golino = Susanna.

 

Dr. Bruner.

Dr. Bruner.

Gerald R. (Jerry) Molen = Dr. Bruner, sá sem stjórnar 3 milljón dollara sjóðnum.

 

Bonnie.

Sally Dibbs.

Bonnie Hunt = Sally Dibbs, þjónustustúlkan sem missir tannstönglana á gólfið.

 

Lenny.

Lenny.

Ralph Seymour = Lenny, samstarfsmaður Charlie í bílafyrirtækinu.

 

Lögfræðingurinn.

Lögfræðingurinn.

Jack Murdock = Lögfræðingurinn, sem í upphafi myndar tilkynnir Charlie að hann erfi ekkert nema bílinn.

 

Geðlæknirinn.

Geðlæknirinn.

Barry Levinson (leikstjórinn!) = Geðlæknirinn sem á að meta ástand Raymonds.

 

Verðlaun:

Myndin hlaut Óskarsverðlaun fyrir:

Besta myndin (einnig Golden Globe).

Besti leikari í aðalhlutverki (Dustin Hoffman) – einnig Golden Globe.

 

 

Besti leikstjórinn (Barry Levinson).

Besta handritið.

Besta frumsamda handritið.

Ánægðir með verðlaunin. Handritshöfundur, Tom Cruse (hvað er hann að gera þarna?), Dustin Hoffman og Barry Levinson, leikstjóri.

Ánægðir með verðlaunin. Handritshöfundur, Tom Cruse (hvað er hann að gera þarna?), Dustin Hoffman og Barry Levinson, leikstjóri (og geðlæknir myndarinnar).

 

Mínúturnar:

002 = Textinn.

004 = Charlie Babbitt (Tom Cruise) er upptekinn í símanum að reyna að reka eitthverja vafasama bílasölu. Það virðist ekki ganga nógu vel, en hann heldur því þó á floti með samstarfsmanni sínum Lenny (Ralph Seymour), sem einnig er í símanum. Þeir þurfa þó nauðsynlega að verða sér út um meiri peninga til þess að borga lán sem er að falla á þá.

007 = Charlie ætlar í ferðalag með samstarfskonu (og kærustu) sinni – hinni ítölsk-ættuðu Susanna (Valerina Golino). Þegar þau eru rétt lögð af stað hringir Lenny í Charlie um að faðir hans hafi dáið (móðirin dó þegar Charlie var 2 ára). Charlie var ekki í miklu sambandi við föður sinn, en snýr þó við til að mæta í jarðarförina. Susanna bíður út í bíl á meðan á jarðarförinni stendur.

010 = Eftir jarðarförina fer Charlie heim, hefur greinilega ekki komið þangað lengi. Charlie telur sig vera eina barnið – og því eina erfingjann. En Charlie var ekki ánægður með föður sinni. T.d. vildi faðir Charlie ekki lána syninum fína buick bílinn sem var alltaf út í bílskúr. Málið er að drengurinn stalst einu sinni til að keyra bílinn, var handtekinn af lögreglu og faðirinn lét strákinn dúsa 2 daga í fangelsi fyrir vikið!

012 = Lögfræðingurinn (Jack Murdock) les upp erfðaskrána og kemur þá í ljós að Charlie erfir bara (helv.) bílinn. En hann fær ekkert annað, t.d. ekki heilar 3 milljónir dollara, sem faðirinn erfir til einhvers sjóðs. Charlie verður mjög reiður og skilur ekki neitt. Hver ræður yfir þessum sjóð? Hann keyrir í burt á nýja – gamla bílnum sínum.

015 = Charlie fer í bankann og fær upplýsingar um sjóðinn (private fund) sem pabbi hans bjó til og setti þar alla peningana. Þessar upplýsingar leiða Charlie inn á meðferðarstofnun, en stjórinn þar tengist víst sjóðnum – er sjóðsstjóri.

018 = Charlie ráfar um stofnunina og nær sambandi við stjórnandann, Dr. Bruner (Gerald R. Molen). Sá maður hefur þó sjálfur ekki aðgang að peningunum. Hver þá?

019 = Þegar Charlie kemur aftur út, er einhver sestur upp í nýja bílinn hans. Hann virðist þekkja bílinn vel og veit allt um hann, segir Babbitt meira að segja vera föður sinn! Charlie fer inn aftur og þá kemur í ljós að þessi maður, Raymond Babbitt (Dustin Hoffman) er bróðir hans. Hann – ekki Charlie – erfir alla peningana. Þeir eiga að tryggja honum áframhaldandi veru á stofnuninni, enda er hann ekki hæfur til að vera úti á meðal fólks vegna geðræns vandamáls. Dr. Bruner útskýrir vandann: Autistic savant. Idiot savant, but high functioning. Problem communicating and learning. Problems with emotions. Sees dangers everywhere. Any break from rutine is devastating and can cause a tantrum.

 

Eitt einkenni Einhverfu er að þola breytingar illa og jafnvel snertingu líka.

Eitt einkenni geðræna vandamálsins er að þola breytingar illa og jafnvel snertingu líka.

 

022 = Charlie finnst það írónískt að Raymond erfir alla peningana, þar sem hann skilur ekki hugtakið “peningar!”

022 = Þegar Raymond stressast, þá fer hann með þekkta ameríska grín rútínu eftir Abbott og Costello: Who’s on first. Gerið svo vel:

 

 

024 = Charlie dettur í hug að fara með Raymond í göngutúr. Charlie er greinilega með hugmyndir um að taka Raymond með sér. Hann þarf að komast yfir peningana. Þeir ganga úr af stofnuninni, en Susanna bíður með bílinn út við hliðið. Allt planað. Þau keyra í burt með Raymond – og ætla að fljúga alla leið til Los Angeles (þau eru í Ohio).

029 = Þau koma á fyrsta hótelið á leiðinni til Los Angeles, en Raymond verður mjög órólegur. Ekkert er í samræmi við kerfi hans. Raymond verður mjög óöruggur í hvert sinn sem aðstæður eru honum framandi. En Charlie skilur ekki enn vandamál bróður síns og segir: I know what’s good for him.

032 = Um kvöldið þegar Charlie og Susanna eru upp í rúmi saman, heyrir Raymond stunurnar í þeim og gengur inn í herbergið. Charlie bregst illa við og rekur Raymond úr herberginu með látum. Susanna verður þá reið og sér að Charlie sé að nota alla, Raymond og hana. Þau rífast og hún yfirgefur þá.

037 = Morguninn eftir eru Charlie og Raymond á veitingastað að panta morgunmat. Þegar þjónustustúlkan (Sally Dibbs) kemur til að þjóna þeim þá les hann nafn hennar af nafnspjaldinu og getur strax bætt við símanúmerinu. Svo virðist sem að hann hafi lært utanað öll símanúmerin, frá A til G.

 

 

041 = Charlie hringir í Dr. Bruner og reynir að semja við hann um peningana. Á sama tíma kemur þjónustustúlkan með tannstöngla. Þeir detta á gólfið og Raymond horfir á þá og segir þá vera 246. Charlie spyr stúlkuna hvað margir hafi verið í ílátinu. Hún svarar að þeir séu 250. Charlie, þú varst ansi nálægt þessu, en þá bætir stúlkan við að 4 séu eftir í boxinu!

 

300 tannstönglar mínus 4.

250 mínus 4 gerir 246 tannstöngla!

 

Dirty Harry meets Rain man!

Dirty Harry meets Rain man!

 

045 = Charlie fer með Raymond út á flugvöll í Cincinnati, en þá fríkar Raymond út, þar sem hann veit allt um flugslys. Charlie reynir að finna flugfélag, þar sem vél hefur ekki hrapað, en Raymond man allt svo nákvæmlega að ekkert flugfélag er eftir. Charlie sér enga aðra leið en að keyra til Los Angeles. 3 tíma flug verður að 3 daga bílferð.

051 = Á hraðbrautinni sjá þeir bílslys og Raymond verður ekki rólegur fyrr en þeir fara af hraðbrautinni, og keyra sveitavegi. Þeir gista á hóteli og Raymond verður alltaf að fá það sama í mat og hann fékk á stofnuninni. Charlie kynnist Raymond betur, en er enn bara á eftir peningunum.

055 = Raymond neitar að fara í nærföt sem Charlie keypti handa honum, þar sem þau eru ekki af réttri tegund, né keypt í K-Mart í Cincinnati. Charlie reynir að finna geðlækni í næsta þorpi. Hann ræður illa við Raymond.

060 = Charlie fer með Raymond á spítala, en læknirinn þar veit lítið um vandamál hans. En spyr þó hvort Raymond sé með einhverja sérhæfileika. Þeir komast að því að hann getur reiknað mjög hratt, en veit þó ekkert um peninga.

064 = Charlie reynir að plata sig inn á sjónvarpsþátt á bóndabæ, þar sem Raymond verður að sjá sjónvarpsþáttinn sinn. Það tekst, með herkjum.

067 = Charlie og Raymond keyra áfram, en nú er Charlie kominn í vandræði. Honum tókst ekki að framlengja lán, sem nú er fallið á hann. Kreditkorti hans er lokað, hann á litla peninga eftir.

070 = Inn á móteli ná bræðurnir betur saman, Charlie er aðeins byrjaður að skilja Raymond. Hann lærir af honum (þegar Raymond þolir alls ekki að sjá heitt vatn renna í bað) að þegar þeir voru litlir þá skaðaði Raymond Charlie óvart með of heitu vatni. Charlie heldur núna að þess vegna hafi hann verið settur á stofnun.

077 = Charlie hringir í fyrirtæki sitt og honum er sagt að bankinn hafi tekið alla bílana – lögtak/fjárnám. Charlie er opinberlega á hausnum og getur ekkert gert í málunum, hálfnaður á leiðinni til Los Angeles. Þeir eru konir til Las Vegas. Charlie er með hugmynd.

084 = Charlie byrjar á því að dressa Raymond upp, klipping og allt! Svo mæta þeir í spilavítið.

086 = Þeir spila blackjack, vegna þess að sá leikur byggir á því að muna hvaða spil eru eftir í bunkanum. Þeim gengur mjög vel og vinna endalaust. Spilavítið er ekki ánægt með að þeir eru að komast upp í 100 þúsund dollara.

Hin þekkta grínmynd Hangover (Todd Philips, 2009) heiðrar þetta atriði á eftirfarandi hátt:

 

 

081 = Raymond vill spila rúllettu, en er ekki eins heppinn þar. Þeir hætta og eru 86 þúsund dollara í plús. Eftirá á barnum hittir Raymond konu, sem reynir við Raymond, en flýr fljótlega þegar hann sýnir enga félagslega færni. Þeir fara upp á dýrasta hótelherbergið. Raymond heldur samt að hann eigi date við konuna kl. 10:00 og vill læra að dansa. Charlie kennir honum. Eftir dansinn reynir Charlie að faðma Raymond, sem þá öskrar. Hann þolir snertingu mjög illa.

086 = Susanna kemur á óvart til þeirra í Las Vegas (af hverju er hún allt í einu komin og hvernig vissi hún hvar þeir voru?). Hún segist búin að missa vinnuna. Um morguninn vill öruggisvörður tala við Charlie. Hann segir Charlie að yfirgefa fylkið (með peningana)! Hér er gefið í skyn að ólöglegt sé að telja spilin í blackjack. Það er auðvitað ekki rétt. Á meðan bíður Charlie á barnum, klukkan er 10:00, en datið er ekki komið.

102 = Susanna fer með Raymond upp lyftuna og stoppar á miðri leið, byrjar að dansa við Raymond og reynir líka að kyssa hann. Hvað er í gangi?

104 = Charlie, Susanna og Raymond yfirgefa spilavítið í Las Vegas og leyfa Raymond meira að segja að keyra.

107 = Dr. Bruner er kominn til Las Vegas og vill hitta Charlie. Bruner er með 25,000$ ávísun og segir Charlie að taka peninginn og labba í burtu. Dr. Bruner vill bara fá Raymond aftur á stofnunina. Þar á hann heima og þar fær hann viðeigandi meðferð. En Charlie kemur á óvart, hafnar peningunum og segist hafa kynnst Charlie vel á þessum 6 dögum þeirra saman.

110 = Morguninn á eftir er Charlie enn sofandi, en Raymond fær sér morgunmat. Hann kveikir á ofni og setur brunakerfið í gang. Hann trompast og hefur ekki hæfileika til að stöðva brunann. Hann er greinilega ekki fær um að búa einn. Charlie vaknar og reddar málunum. Þeir far saman á veitingastað og borða morgunmat þar.

112 = Charlie og Raymond mæta á fund með lækni sem vill meta stöðuna. Hlutlaus geðlæknir (leikinn af leikstjóranum Barry Levinson!) yfirheyrir Raymond.

Charlie: He is my brother, we are a family. Can’t you just leave us alone?

Dr. Bruner: He is not capable of having a relationship with you.

Charlie: A week ago I learned that I have a brother. I did sort of kidnap him, but we now have a relationship.

Þeir spyrja Raymond: Do you want to stay with your brother, Charlie Babbitt. Raymond segir Já, en líka við spurningunni hvort hann vilji fara aftur til Wallbrook. Hvað á að gera?

114 = .

120 = .

123 = .

133 = THE END.

 

10 bestu setningarnar í Rain Man

 

 

Um Rain Man

Myndin er sögð “based on a true story” og það er að mörgu leiti rétt. T.d. byggir Dustin Hoffman – sem fékk Óskars (og Golden Globe) verðlaun fyrir leik sinn í myndinni – á Kim Peek, sem var þekktasti einstaklingurinn með þetta sérstaka geðræna vandamál.

 

Kim Peek til vinstri og Dustin Hoffman til hægri.

Kim Peek til vinstri og Dustin Hoffman til hægri.

 

 

Daniel Tammet hefur tekið við sem heimsins frægasti Savant. Hann hitti Peek:

 

 

Tammet í Tonight Show. Takið eftir hve hve hann er félagslega hæfur, þ.e. hve vel hann getur útskýrt vandamál sín. Í viðtali við 60 minutes viðurkenndi Tammet þó að hann væri ekki félagshæfari en það að hann myndi ekki þekkja þann sem tók viðtal við hann aftur (bara tvíhnepptan jakkann hans).

 

Tammet fékk það einstaka verkefni að læra íslensku á 1 viku. Sjáið árangurinn:

 

 

Hér er enn eitt dæmi: Derek Paravicini (frændi Camillu Parker Bowles, núverandi eiginkonu Karls Bretaprins!) – píanó sérvitringur.

 

 

Skilaverkefni:

  1. Hvers konar móttökur fékk Rain Man? Einhver verðlaun?
  2. En tekjur. Var einhver gróði af Rain Man?
  3. Hvernig finnst þér leikur Dustin Hoffman? Berðu hann saman við Kim Peek á myndböndunum fyrir ofan. Nær hann honum vel?
  4. Nokkur atriði Rain Man eru einkennileg. Hvaða mál er þetta með Susanna? Af hverju er hún ítölsk og hvers vegna – og hvernig gat hún – birst aftur í miðri myndinni?
  5. Hvað með dans- og kossaatriði hennar í lyftunni á spilavítinu í Las Vegas. Hvernig skilur þú það?
  6. Hver finnst þér merkilegastur af þessum þremur, Peek, Tammet eða Paravicini? Útskýrðu.
  7. Lestu vel skilgreininguna á bloggsíðu minni: Einhverfa. Hvaða skilgreiningareinkenni passa við Raymond?
  8. Hvaða atriði eru einstök fyrir Raymond (og líka Peek, Tammet og Paravicini)?
  9. Sagt er að það séu til um 50 slíkir einstaklingar í heiminum, sem eru með þessa sérhæfileika. Sumir vilja gagnrýna Rain Man fyrir að birta þessa mynd af Einhverfu. Á hverju byggir þessi gagnrýni?
  10. Hvert er þitt persónulega álit á myndinni? Mundu að útskýra álit þitt.

Written by Kristján

January 30th, 2015 at 9:31 am