Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Requiem for a Dream’ Category

Requiem for a Dream

leave a comment

Titill: Requiem for a Dream.

Requiem for a Dream kápan.

Requiem for a Dream kápan.

 

Útgáfuár: 2000.

 

Útgáfufyrirtæki: Thousand Words og Protozoa Words.

 

Dreyfingaraðili: Artisan Entertainment.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Eric Watson og Palmer West.

 

Lengd: 101 mín.

 

Stjörnur: 8,4* (Imdb) og 7,8 + 9,3* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Darren Aronofsky.

 

Handrit: Handrit eftir leikstjórann, byggt á samnefndri bók eftir Hubert Shelby.

 

Tónlist: Clint Mansell.

 

Kvikmyndataka: Matthew Libatique.

 

Klipping: Jay Rabinowitz.

 

Kostnaður/tekjur: 4.500.000$/7.390.108$.

 

Slagorð: Harry’s got juice, Harry’s got juice.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Flokkun: Drama.

 

Leikarar: / Hlutverk:

 

Sara Goldfarb.

Sara Goldfarb.

Ellen Burnstyn = Sara Goldfarb. Móðirin, ekkja. Hún á son, Harry, en þau búa í Brooklyn, New York.

 

Harry Goldfarb.

Harry Goldfarb.

Jaret Leto = Harold “Harry” Goldfarb. Sonurinn, er ekki svo slæmur strákur, en er bæði í dópi og fer svo að selja það.

 

Marion.

Marion Silver.

Jennifer Connelly = Marion Silver. Kærasta Harrys.

 

Tyrone C. Love.

Tyrone C. Love.

 

Marlon Wayans = Tyrone C. Love. Besti vinur Harrys og dópfélagi.

 

Tappy Tibbons.

Tappy Tibbons.

Christopher McDoland =Tappy Tibbons. Leiðinlegi sjónvarpsmaðurinn sem talar endalaust um megrunarkúra í einhverjum skemmtiþætti með áhorfendum úr sal. Sara vonast að komast sem gestur í þáttinn.

 

Arnold.

Arnold.

Sean Gullette = Arnold. Sköllótti sálfræðingur Marionar, sá sem kaupir ást (kynlíf) af henni.

 

Mínúturnar:

001 = Texti.

002 = Sara Goldfarb (Ellen Burnstyn) er ekkja, sem býr ein í íbúð í Brighton Beach, Brooklyn (New York). Sonur hennar kemur sjaldan í heimsókn.

Sara Goldfarb er tiltölulega eðlileg í byrjun.

Sara Goldfarb er tiltölulega eðlileg í byrjun.

004 = Sonurinn Harry (Jaret Leto) er mikið með vini sínum, honum Tyrone (Marlon Wayans). Þeir fikta svolítið í ýmsu dópi saman.

Vinirnir þrír í neyslu.

Vinirnir þrír í neyslu.

006 = Vinunum dettur í hug að fara að selja dóp, með því að kaupa það í e-u magni, þynna það svo út, selja það aftur og græða pening.

008 = Harry hittir Marion kærustu sína, (Jennifer Connelly). Þau plata sig inn í blokk og hafa gaman að því að setja í fíflalátum öryggiskerfið í gang.

009 = Sara fær óvænt hringingu um að hún hafi unnið eitthvað. Vinningurinn er að koma fram í sjónvarpsþætti. Vá! Hún veit ekki hvenær, en verður mjög spennt. Hún fer strax að máta fallega rauða kjólinn sinn, en passar varla lengur í hann.

Sara kemst varla í gamla kjólinn sinn.

Sara kemst varla í gamla kjólinn sinn.

014 = Harry, Marion og vinur þeirra Tyrone fara að dópa. Leikstjórinn ákveður að sýna þessar dóp-senur alltaf mjög hratt, jafnvel með tveimur myndum í gangi í einu. Áhrifarík tækni.

 

 

018 = Sara byrjar á því að lita hárið rautt (appelsínugult, raunar) og svo fer hún í megrun, til þess að komast í rauða kjólinn fyrir sjónvarpsþáttinn. Henni gengur ekki vel, hún hugsar endalaust um mat. Vinkonur hennar fylgjast spenntar með.

021 = Vinirnir ákveða að gerast dópsalar. Þeir kaupa eins mikið efni og þeir geta, ætla að þynna það út og selja með miklum gróða. Á meðan setur móðirin bréf í póst, hún er á leið í sjónvarpið! Nú er vandi vinanna sá að taka ekki allt dópið inn sjálfir. Þeir ákveða að prófa efnið aðeins…

028 = Sara ákveður að herða á megruninni og fer til læknis. Hann gefur henni pillur í alls konar litum: Purple in the morning, green in the afternoon, blue in the evening and green through the night. Ekkert mál! Eftir á að hyggja eru þetta líklega örvandi lyf í ætt við amfetamín (sem var á Vesturlöndum lengi notað sem megrunarlyf), svo e-r önnur sem slá á svengd (sem örvandi lyf gera) og loks fær hún róandi lyf, líklega þetta bláa og loks svefnlyf, þetta græna. Hugsað fyrir öllu.

b

Purple in the morning, green in the afternoon, blue in the evening and green through the night.

 

 

030 = Á meðan eru vinirnir tveir byrjaðir að selja dóp og græða nokkuð vel. Allir virðast á uppleið. Þeir sniffa kókaín, sprauta í sig heróíni og reykja gras inn á milli. Einnig drekka þeir.

040 = Skyndilega fer allt á versta veg, eiturlyfjastríð geisar á götunum á milli ólíkra gengja og móðirin er farin að missa sig í læknadópinu, sjá ofsjónir – sem oftast snúast um ísskápinn. Líklega er hún farin að auka skammtinn.

Sara orðin vænissjúk (ofsóknarkennd) af öllum þessum pillum.

Sara er orðin vænissjúk (ofsóknaræði) af öllum þessum pillum.

045 = Allt er að hrynja, móðirin er að mynda þol og þarf meira magn af pillum. Vinirnir og kærastan geta ekki lengur keypt dóp vegna eiturlyfjastríðsins, svo þeir verða að nota peningana sem þeir söfnuðu – og þeir duga ekki til. Vandinn er að eina dópið sem fæst er nú á tvöföldu verði vegna ofbeldisins. Harry biður kærustu sína að selja sig (aftur) til að fá peninga. Hún á að tala aftur við Arnold (Sean Gullette), gamla sköllótta sálfræðinginn sinn, sem foreldrarnir sendu hana einu sinni til.

Sara komin í geðrof, raunveruleikatengsl hennar eru rofin.

Sara komin í geðrof, raunveruleikatengsl hennar eru rofin. Stórkostleg leikkona!

060 = Fráhvörfin eru orðin alvarleg, bæði hjá móðurinni og einnig hjá syni hennar. Hjá henni er birtingarmyndin ísskápurinn, sem er “með læti”, á meðan hún situr og étur stöðugt pillur. Hún er komin í geðrof, fólkið er komið út úr sjónvarpinu. Það ræðst á hana og kallar í sífellu: Feed me Sara, og ísskápurinn ræðst á hana!

Sara skynjar ísskápinn sterkt í ofneyslu sinni.

Sara skynjar ísskápinn sterkt í ofneyslu sinni.

062 = Félagarnir eru farnir að selja dóp til að fjármagna eigin neyslu, en strið brýst á milli dópsala, þá snarhækkar verðið og er jafnvel ófáanlegt.

065 = Sara hættir alveg að greina á milli raunveruleika og ímyndunar. Hún er svo upptekin af því að koma fram í sjónvarpsþætti um megrun að allt rennur saman í einn hrærigraut. Og ísskápurinn fríkar út!

Ísskápurinn brýst fram.

Ísskápurinn brýst fram.

070 = Strákarnir reyna allt sem þeir geta til að ná í eiturlyf, áður en fráhvörfin verða of sterk, en verða að keyra langt frá New York. Á meðan er kærastan Marion heima, illa haldin í fráhvörfum.

072 = Sara fer algerlega yfirum – mætir í kvikmyndaverið og er send þaðan á spítala. Strákarnir ná sér loksins í efni, en Marion er orðin örvæntingarfull. Hún hringir í vafasamt númer. Hún fer á staðinn. Hún selur sig aftur.

078 = Sara er komin á spítalann þar sem brugðist er við ofnotkun hennar á pillum. Marion reddar sínum málum með að selja sig, en strákarnir tveir keyra frá dóplausri Brooklyn suður til Florida, en á leiðinni verða þeir að bregast við því að ígerð er komin í sprautusárið hjá Harry. Læknirinn bregst við með því að tilkynna dópneyslu.

080 = Söru er gefið að borða á spítalanum, en hún tekur ekki vel á móti. Henni er sagt að hún verði að borða. Það gengur illa. Læknirinn segir að meðferðin virki ekki, svo hann biður hana að skrifa undir leyfi til að setja hana í ECT. Hún skrifar undir. Hvað er ECT?

Sara eftir raflostsmeðferðina.

Sara eftir raflostsmeðferðina.

084 = Harry er orðinn veikur í hægri hönd vegna þess að hann hefur sprautað sig of oft. Harry hringir í Marion af spítalanm og lofar að koma til hennar þegar hann getur. Hann kemst þó ekki þar sem hann er færður af spítalanum í fangelsi. Tyrone er settur í vinnu í fangelsinu, en Harry er óvinnuvær vegna handleggsins og Sara fær raflostsmeðferð. Marion er aftur á móti komin í partí hjá vafasama manninum sem hún fór til áður, en þar sem allt er fljótandi í dópi. Hún er látin gera viðbjóðslega hluti í partíinu.

090 = Harry missir höndina, Tyrone lendir í fangelsi og Marion er komin í vændi. Sara er sjúklingur eftir raflostsmeðferðina. Hver fer verst út úr þessu öllu???

101 = THE END.

 

Umræðuspurningar:

 1. Hvað þýðir titill myndarinnar Requiem for a Dream?
 2. Segja má að meginþema Requiem for a Dream sé að bera saman mikla neyslu tveggja ólíkra aðila. Hvaða 2 aðilar eru það?
 3. Hvað er merkilegt við klippingu myndarinnar Requiem for a Dream?
 4. Hvaða dóp er sonurinn, Harry, fyrst og fremst að taka? Hvað lyfjaflokkur er það? (Sjá textann um efnamisnotkun).
 5. Móðirin, Sara, tekur aftur á móti heilan kokteil af lyfjum. Hvaða 2 meginlyfjategundir eru það? (Sjá aftur textann um efnamisnotkun).
 6. Hvaða fráhvarfseinkenni sérðu einna helst hjá syninum Harry (og 2 vinum hans, Tyrone og Marion)? (Sjá enn textann um efnamisnotkun).
 7. Hvaða fráhvarfseinkenni sérðu einna helst hjá mömmunni Söru? (Sjá enn og aftur textann um efnamisnotkun).
 8. Hvernig endar líf meginpersónanna 4urra, Harrys, móður hans Söru, Tyrone og Marion?
 9. Hver er það sem fer í raun verst út úr neyslunni?
 10. Hver er mesti dópistinn í Requiem for a Dream?

 

Net-verkefni:

 1. Hvað er merkilegt við klippingu myndarinnar Requiem for a Dream?
 2. Hvaða dóp er sonurinn, Harry, fyrst og fremst að taka? Hvað lyfjaflokkur er það? (Sjá textann um efnamisnotkun).
 3. Móðirin, Sara, tekur aftur á móti heilan kokteil af lyfjum. Hvaða 2 meginlyfjategundir eru það? (Sjá aftur textann um efnamisnotkun). Hvaða fráhvarfseinkenni sérðu einna helst hjá mömmunni Söru? (Sjá enn og aftur textann um efnamisnotkun).
 4. Hvaða fráhvarfseinkenni sérðu einna helst hjá syninum Harry (og 2 vinum hans, Tyrone og Marion)? (Sjá enn textann um efnamisnotkun).
 5. Hvernig endar líf meginpersónanna 4urra, Harrys, móður hans Söru, Tyrone og Marion? Stutt svör! Hver er það sem fer í raun verst út úr neyslunni? Hver er mesti dópistinn í Requiem for a Dream?
 6. Mundu loks að segja þitt persónulega álit á myndinni.

SVARAÐU ÞESSUM SPURNINGUM Á INNRA NETI SKÓLANS.

Written by Kristján

April 9th, 2013 at 2:38 pm