Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘The Bride of Frankenstein’ Category

The Bride of Frankenstein

leave a comment

 

The Bride of Frankenstein.

The Bride of Frankenstein kápan frá 1935.

The Bride of Frankenstein kápan frá 1935.

The Bride of Frankenstein, 1935.

Leikstjóri: James Whale, sem einnig leikstýrði frummyndinni Frankenstein árið 1932.

Helstu leikarar:

Boris Karloff = The Monster, sem oftast er kallaður Frankenstein, en er í raun ófreskjan. Frankenstein er vísindamaðurinn sem skapaði hann.

Aðstoðarmenn setja upp hið klassíska Frankenstein gervi.

Aðstoðarmenn setja upp hið klassíska Frankenstein gervi.

Colin Clive = Henry Frankenstein. Í bókinni eftir Mary Shelley heitir skaparinn Victor Frankenstein, en sköpunin heitir einfaldlega The Creature, eða ófreskjan.

Breski leikarinn Boris Karloff hreinlega á Frankenstein karakterinn. Enginn kemst þar nærri. Sjáið t.d. Robert DeNero útgáfuna, hver man eftir henni?

Breski leikarinn Boris Karloff hreinlega á Frankenstein karakterinn. Enginn kemst þar nærri. Sjáið t.d. Robert DeNero útgáfuna, hver man eftir henni?

Robert DeNero sem Frankenstein ófreskjan í kvikmynd eftir Kenneth Branach.

Robert DeNero sem Frankenstein (1994) ófreskjan í samnefndri kvikmynd eftir Kenneth Branach.

Valerie Hobson = Elizabeth.

Ernest Thesiger = Doctor Pretorius.

Elsa Lanchester = Mary Wollstonechaft Shelley og The Monster´s Bride.

Gavin Gordon = Lord Byron – hvar sáum við þennan leikara áður?

Douglas Walton = Percy Bysshe Shelley.

Una O´Connor = Minnie, sígaunakonan.

E. E. Clive = Burgomaster, bæjarstjórinn.

O. P. Heggie = Hermit, þ.e. blindi einbúinn.

Dwight Frye = Karl, kroppinbakurinn, aðstoðarmaður Henry Frankenstein. Í flestum framhaldsmyndum heitir hann Igor.

Skemmtilega samtímamynd frá tökustað. Helstu leikarar og leikstjóri í tepásu.

Skemmtilega samtímamynd frá tökustað. Helstu leikarar og leikstjóri í tepásu.

Mínúturnar:

002 = Heimili breska stórskáldsins Lord Byron (Gavin Gordon), Mary Wollstonechaft Shelley (Elsa Lanchester), höfundar Frankenstein bókarinnar (Frankenstein, or the Modern Prometheus, 18xx) og Percy Bysshe Shelley (Douglas Walton) ljóðskálds og eiginmaður Mary Shelley (þetta eru allt sögulegar persónur og frægar í breskum bókmenntum). Sagan segir að þau þrjú hafi verið saman í fríi í Sviss, veðrið hafi verið slæmt, rigning, og þau ákveðið í að keppa um að skrifa sem bestu hryllingssöguna. Mary Shelley vann!

Upphafsatriði Bride of Frankenstein heiðrar höfundinn Mary Shelley, en sagan segir að hún hafi samið Frankenstein, Or the Modern Prometheus í rigningarsumarfríi í Sviss með unnusta sínum Byron lávarði og skáldinu Bhysse.

Upphafsatriði The Bride of Frankenstein heiðrar höfundinn Mary Shelley, en sagan segir að hún hafi samið Frankenstein, Or the Modern Prometheus í rigningarsumarfríi í Sviss með unnusta sínum Byron lávarði og skáldinu Percy Bhysse.

003 = Mary segist vera hrædd við eldingar, en hún skrifaði þó bókina um Frankenstein. Bókin er ekki enn komin út, segja þau, en boðskapur sögunnar er: A mortal man who emulates (hermir eftir) God.

004 = Frankenstein bókin / myndin (Frankenstein, 1932), endursögð í stuttu máli.

Í frummyndinni frá 1932 var þetta atriði klippt út. Sú eina sem ekki er hrædd við ófreskjuna er lítil stúlka. Þau leika sér saman og ófreskjan í sakleysi sínu heldur að stúlkan muni fljóta á vatninu, eins og blómin sem þau voru að henda út í vantnið. Ææ.

Í frummyndinni frá 1932 var þetta atriði klippt út. Sú eina sem ekki er hrædd við ófreskjuna er lítil stúlka, Mary. Þau leika sér saman og ófreskjan í sakleysi sínu heldur að stúlkan muni fljóta á vatninu, eins og blómin sem þau voru að henda út í vantið. Ææ.

006 = Ný saga. Mary Shelley segir Lord Byron og Percy framhaldssögu. Myndin byrjar.

007 = Burgomeister, borgarstjórinn (E. E. Clive) segir öllum að fara heim, eftir að í lokaatriði fyrri myndar hefur ófreskja Frankensteins (Boris Karloff) verið umkringd í húsi af þropsbúum. Þau kveikja í húsinu.

008 = Foreldrar Mary, stúlkunnar sem Frankenstein drekkti óvart í fyrri myndinni, segjast ekki vilja yfirgefa brennandi húsið fyrr en að þau eru fullviss um að ófreskjan er brennd til dauða. En pabbinn dettur í vatnið og Frankenstein birtist og drekkir honum og hendir móðurinni fram af húsþakinu.

010 = Sviðið færist yfir í kastala barónsins, Henry (Colin Clive) Frankenstein (brjálaði vísindamaðurinn sem bjó ófreskjuna til, í stað þess að giftast sinni heitelskuðu).

011 Sígaunakonan Minnie (Una O´Connor) sér að ófreskjan er lifandi, hleypur í kastalann og tilkynnir (í stíl Henrys úr frægustu setningu fyrri myndarinnar): It´s alive, it´s alive. Enginn trúir henni.

012 = Henry vaknar af veikindum sínum og segir að kannski hafi sköpunin á ófreskjunni verið: A part of the divine plan? Kærasta hans, Elizabeth (Valerie Hobson) neitar því og segir að þetta sé frekar verk djöfulsins. Hún er orðin hálfbrjáluð eftir allt sem á undan er gengið og sér drauga alls staðar.

015 = Dr. Pretorius (Ernest Thesiger) kemur í heimsókn í kastalann um miðja nótt. Hann var doktor í heimspeki við háskólann í bænum, en var rekinn fyrir að: Know to much!

016 = Henry Frankenstein tekur á móti Dr. Pretorius, sem vill að þeir vinni saman: As fellow scientists, must probe the mysteries of life and death. Dr. Pretorius hefur í rannsakað það sama og Henry og hefur eftir 20 ár líka tekist að skapa líf.

021 = Henry ákveður heimsækja Dr. Pretorius, til að sjá hvað hann hefur skapað, sem eru lítil drottning í krukku, kóngur, biskup, djöfull, hafmey og ballerína, öll í mineature stærð!

Dr. Pertorius sýnir Henry að hann getur líka skapað líf, en bara lítið líf! Furðulegt atriði í mynd sem kallast hrollvekja!

Dr. Pertorius sýnir Henry að hann getur líka skapað líf, en bara lítið líf! Furðulegt atriði í mynd sem kallast hrollvekja!

024 = Henry neitar enn að vinna með dr. Pretorius, sem reynir allt hvað hann getur og vitnar í heilaga ritningu: Be fruitful and multiply! Við skulum skapa konu saman, segir hann! Hvað minnir þetta ykkur á?

025 = Ófreskjan er í skóginum, hann drekkur vatn, sér sig í vatninu og hræðist!

026 = Bóndakona sér hann, hún dettur í vatnið og ófreskjan bjargar henni. Tveir veiðimenn með riffla koma að, misskilja málið og skjóta á ófreskjuna og særa hana. Þeir láta þorpsbúa vita.

027 = Leitarflokkur fer af stað út í skóg að leita að ófreskjunni. Þeir finna hann og umkringja, en honum tekst að drepa a.m.k. 2. Þeir binda ófreskjuna og fara með hann í fangelsi í þorpinu.

030 = Ófreskjan er hlekkjuð í fangelsinu, en rífur af sér festingarnar og brýst út. Allir flýja.

032 = Ófreskjan rekst á sígaunar úti í skógi, reynir að stela mat þeirra, en brennir sig. Hann er hræddur við eld.

034 = Ófreskjan flýr, en heyrir fallega spilað á fiðlu í kofa í skóginum. Hann nálgast kofann, en blindur maður býr þar einn. Hann segir: You are wellcome my friend, whoever you are.

036 = Blindi maðurinn hjúkrar ófreskjunni, gefur honum mat og læknar sár hans. We shall be friends. I have prayed a long time and God has given me a friend.

038 = Hann biður fyrir ófreskjunni og svæfir hann. Amen. Ófreskjan tárast, mynd af kristi á krossinum fyrir ofan.

040 = Blindi maðurinn kennir ófreskjunni að tala, borða brauð, drekka vín og reykja góðan vindil. Stórkostlegt atriði!

042 = Veiðimennirnir 2 koma óvænt og sjá ófreskjuna hjá einbúanum. Þeir ráðast á hann, en í slagsmálunum kviknar í kofanum. Ófreskjan flýr.

043 = Hún mætir krakkahóp, sem hræðist. Leitarflokkur er kominn af stað aftur, en þeir finna ófreskjuna ekki því hún fer ofan í stórt grafhýsi. Ófreskjan sér þar lík af konu og segir: Friend.

045 = Dr. Pretorius fer með tvo glæpamenn í þetta sama grafhýsi til að stela líki. Þeir finna stúlku, sem dó 19 ára.

047 = Dr. Pretorius sendir hjálparkokka sína á braut, en sest svo niður til að matast í grafhýsinu!

049 = Woman, friend, wife, segir ófreskjan og brosir.

050 = Dr. Pretorius heimsækir Henry Frankenstein aftur, sem er núna loksins giftur. Hann segir Henry að allt sé tilbúið: I have already created a human brain, alive but dormant. Henry neitar enn samstarfi, jafnvel þegar Pretorius sýnir honum að hann sé líka með ófreskjuna.

052 = Henry neitar enn og þeir reka ófreskjuna út. Hún fer út, en sér konu Henrys í gegnum gluggann. Hann rænir henni. Nú hefur dr. Pretorius eitthvað á Henry, sem loksins gefur eftir, enda baronessan Elizabeth, konan hans í gíslingu. Dr. Pretorius segir: I assure you that the baronesse will be safely returned, once you do what I wish.

055 = Þeir fara saman á tilraunastofuna með líkið af konunni og lifandi hjartað. Hjartað er flóknasti hluti líkamans, segja þeir, en það hætti þó að slá.

057 = Þeir senda Karl kroppinbak til að ná í nýtt hjarta. Hann drepur e-n og kemur með ferskt hjarta.

058 = Ófreskjan er á tilraunastofunni, en þeir tæla hann með áfengi, sem hann virðist mjög háður, með svefnlyfi í.

060 = Henry fær að tala við eiginkonu sína í gegnum galdratæki, sem í dag er kallað sími.

102 = Hjartanu er komið fyrir í 19 ára líkinu og nú er bara eftir að vekja það til lífsins með rafmagni og eldingu. Líkið sett á mikið rafmagnstæki og flugdrekum sleppt til að ná í eldinguna. Mikil rafmagnsvísindi!

105 = Ófreskjan vaknar og fylgir líkinu upp á turninn, drepur þar aðstoðarmann og eldingin kemur.

Frú Frankenstein er að koma í ljós. Hvernig skyldi hún líta út?

Frú Frankenstein er að koma í ljós. Hvernig skyldi hún líta út?

107 = Konan kemur í ljós og Henry Frankenstein segir þessi fleygu orð, nánast eins og í fyrstu myndinni: She´s alive, alive! Brúðarmey ófreskjunnar er sköpuð – fyrir ófreskjuna.

108 = Dr. Pretorius og Henry virða sköpunina fyrir sér og ófreskjan kemur, en þegar hann nálgast konu þá er sérstaklega var sköpuð fyrir hann, þá verður hún hrædd. Þegar hann loks snertir hana, þá tryllist hún, öskrar og æpir.

109 = Ófreskjan gefst ekki upp, vill enn vingast við hana, en hún er skelfingu lostin þegar hann nálgast. Hún flýr hann og ófreskjan tryllist.

Woman, friend, wife, segir ófreskjan og tekur í hönd frúarinnar, en hún öskrar á hann (eins og allir).

Woman, friend, wife, segir ófreskjan og tekur í hönd frúarinnar, en hún öskrar á hann (eins og allir).

110 = Baronessan Elizabeth kemur á tilraunastofuna, ófreskjan sér þá að þetta er allt komið í óefni. Hún lítur á Henry Frankenstein, skapara sinn, og segir: You leave with your wife, en horfir svo á dr. Pretorius og sköpun sína og segir þessi merku orð: You stay, we belong dead. Að því sögðu flýja Henry Frankenstein og frú, en ófreskjan skemmir rafmagnstækin og öll tilraunastofan springur í loft upp. Bang.

THE END.

Framhaldsmyndir um Frankenstein eru óendanlega margar. Hér er ein: The Curse of Frankenstein.

Framhaldsmyndir um Frankenstein eru óendanlega margar. Hér er ein: The Curse of Frankenstein frá 1957.

Skemmtilegasta endurgerðin er eflaust Son of Frankenstein eftir Mel Brooks. Hér er Gene Wilder í hlutverki skaparans og vinur okkar Peter Boyle (The Wizard í Taxi Driver) sem ófreskjan.

Skemmtilegasta endurgerðin er eflaust Son of Frankenstein eftir Mel Brooks. Hér er Gene Wilder í hlutverki skaparans og vinur okkar Peter Boyle (The Wizard í Taxi Driver) sem ófreskjan.

Óendanlega margar útfáfur eru til af Frankenstein og frú. Bækur, framhaldsmyndir, búningar ...

Óendanlega margar útgáfur eru til af Frankenstein og frú. Bækur, framhaldsmyndir, búningar …

Þekktur rithöfundur: Dean Koontz endurvakti nýlega Frankenstein í röð skáldsagna.

Þekktur rithöfundur: Dean Koontz endurvakti nýlega Frankenstein í röð skáldsagna.

Written by Kristján

November 23rd, 2015 at 3:11 pm