Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘The Omen 2006’ Category

The Omen

leave a comment

Titill:

The Omen (upphaflega 1976 og endurgerðin 2006).

 

1976 kápan.

1976 kápan.

 

2006 kápan.

2006 kápan.

 

Útgáfuár: 1976 / 2006.

 

Útgáfufyrirtæki: 20th Century Fox / 20th Century Fox.

 

Dreyfingaraðili: 20th Century Fox / 20th Century Fox.

 

Land: Bandaríkin / Bandaríkin.

 

Framleiðandi:  Harvey Bernhard / Glen Williamsonn & leikstjórinn.

 

Lengd: 111 / 110 mín.

 

 Stjörnur: 7,6 * / 5,5* (Imdb) og 8,6 + 8,0* / 2,7 + 4,0* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Richard Donner / John Moore.

 

Handrit: David Seltzer / David Seltzer.

 

Tónlist: Jerry Goldsmith / Marco Beltrami.

 

Kvikmyndataka: Gilbert Taylor / Jonathan Sela.

 

Klipping: Stuart Baird / Dan Zimmerman.

 

Kostnaður/tekjur: 2.800.000$ – 60.922.980$ / 25.000.000$ – 119.500.000$.

 

Slagorð: 666.

 

Trailer 1976 myndarinnar: Gerið svo vel.

 

Trailer 2006 myndarinnar: Gerið svo vel.

 

Flokkun: Hrollvekja, ráðgáta, tryllir.

 

Leikarar / Hlutverk:

Thorn í fyrri myndinni.

Robert Thorn í fyrri myndinni.

 

Robert Thorn.

Robert Thorn.

Gregory Peck / Liev Schreiber = Robert Thorn, “faðirinn,” er að vinna sig upp í utanríkisþjónustunni, fyrst á Ítalíu, svo sem sendiherra Bandaríkjanna í London, Englandi.

 

Frú Thorn úr fyrri myndinni.

Frú Thorn úr fyrri myndinni.

Katherine thorn.

Katherine Thorn í seinni myndinni.

Lee Remick / Julie Stiles = Katherine Thorn, móðirin og eiginkona Roberts.

 

Damien úr fyrri myndinni.

Damien úr fyrri myndinni.

Damien Thorn.

Damien Thorn úr seinni myndinni.

Harvey Spencer Stephens / Seamus Davey-Fitzpatrick = Damien Thorn, sonur Roberts og Katherine, eða þannig.

 

David Twellis úr fyrri myndinni.

Keith Jennings úr fyrri myndinni.

Keith Jennings.

Keith Jennings úr seinni myndinni.

David Warner / David Thewlis = Keith Jennings, blaðamaðurinn sem flækist inn í atburðarásina eftir að hafa tekið myndir bæði af prestinum Father Brennan og úr afmæli Damien drengsins.

 

Mrs. Baylock.

Mrs. Baylock úr fyrri myndinni.

Mrs. Baylock.

Mrs. Baylock úr seinni myndinni.

Billie Whitelaw / Mia Farrow (leikur einnig í Rosemary’s Baby) = Mrs. Baylock, barnfóstran dularfulla.

 

Father Brennan, bæði fyrri og seinni mynd.

Father Brennan, bæði fyrri (til vinstri) og seinni mynd.

Patrick Troughton / Pete Postlethwaite = Father Brennan, kaþólski presturinn (líkist ekki undirrituðum) sem sífellt angrar Robert og djöfullegan son hans.

 

Upprunalegi Spiletto.

Upprunalegi Spiletto (fyrir slysið).

 

Father Spiletto.

Father Spiletto (eftir slysið).

Martin Benson / Giovanni Lombardo Radice = Father Spiletto, ítalski kaþóski presturinn sem fær Robert til að taka að sér drenginn og sést síðar með skaddað andlit.

 

Fyrri Carl Bugenhagen.

Fyrri Carl Bugenhagen.

Bugenhagen.

Seinni Carl Bugenhagen.

Leo McKern / Michael Gambon = Carl Bugenhagen, fornleifafræðingurinn sem starfar við uppgröft við Megiddo í Ísrael.

 

John Stride / Richard Rees = Hugh Greer geðlæknir, sá sem Katherine leitar til þegar hana fer að gruna að ekki sé allt á felldu með son hennar.

 

Mínúturnar miðað við nýrri myndina:

001 = Textinn.

001 = The Vatican Observatory – stjörnustöðin í Vatikaninu. Prestar í Vatikaninu eru á fundi, uppteknir af einhvejum stjarnfræðilegum upplýsingum, sem þeir eru að reyna að túlka.

003 = Lesið upp úr Opinberunarbók Jóhannesar, 8:7. Þegar fyrsti engill básunar … þegar annar engill básunar, þegar þriðji engill básúnar … Sjá viðbótarlesefni.

004 = Prestarnir virðast halda að Armageddon (heimsendir skv. Biblíunni) sé í nánd,

005 = Robert Thorn (Gregory Peck / Liev Schreiber) flýtir sér á spítalann, konan hans, Katherine Thorn (Lee Remick/ Julie Stiles) er að eignast þeirra fyrsta barn. Þegar Thorn kemur mætir honum kaþólski presturinn Spiletto (Martin Benson / Giovanni Lombardo Radice) sem segir honum að barnið hafi dáið í fæðingu, að konan viti það ekki og að hún hafi skaddast. Geti jafnvel ekki eignast annað barn.

007 = Presturinn Spiletto kynnir Robert annan möguleika. Á sama tíma og Katherine missti barnið þá eignaðist önnur kona barn. Móðirin dó í fæðingu. Eftir smá umhugsun ákveður Robert að taka áskoruninni og eignar sér barnið. Hann lætur konu sína ekki vita að þetta er í raun ekki hennar barn – hún mun aldrei komast að því hugsar hann.

010 = Nokkur tími er liðinn, móðirin Katherine kemur í bandaríska sendiráðið í Róm. Robert tilkynnir henni þá að hann sé að fá stöðuhækkun, hann er gerður að sendiherra Bandaríkjanna í London!

011 = Sendiherrann í Róm er fastur í umferð, þá gerast nokkrir – að því er virðist – tilviljnanakenndir atburðir og það kviknar í bílnum. Sendiherrann í Róm er fastur inn í bílnum og brennur til dauða.

014 = Robert og fjölskylda hans er komin til London og skoða stórt hús sem þau flytja svo inn í. Katherine er með syninum, Damien, sem orðinn er nærri 5 ára. Hann felur sig fyrir móður sinni og gerir hana verulega hrædda.

017 = Damien á 5 ára afmæli og mikil veisla er haldin utandyra. Ljósmyndarar eru mættir á staðinn. Barnfóstra Damiens er þarna líka. Við sjáum hana stara á hund eða úlf álengdar. Nokkru síðar er hún komin upp á þak með reypi um hálsinn og kallar á Damien: Look at me, Damien! It´s all for you! og hoppar fram af húsþakinu í ásýnd allra.

019 = Þegar Robert mætir í vinnuna um morguninn er allt fullt af blaðamönnum, sem vilja spyrja hann um sjálfsmorðið. Robert svarar engu og flýtir sér fram hjá þeim. Í flýtinum rekst hann utan í einn blaðamann, Keith Jennings (David Warner / David Thewlis) og fellir hann. Blaðamaðurinn dettur og myndavélin brotnar. Robert býðst til að borga hana, en Keith segir það óþarfa, hann eigi frekar einn greiða inni hjá honum.

021 = Faðir Brennan (Patrick Troughton / Pete Postlethwaite) er mættur og vill tala við sendiherrann. Enginn kannast við prestinn. Presturinn er illskiljanlegur: We haven’t got much time, Thorn. We must accept Jesus Christ … for only if he is within you, can you defeat the devil … Robert skilur ekkert í prestinum og ætlar að vísa honum út. Þá segist presturinn hafa verið á spítalanum í Róm þegar barnið fæddist. Hann varð vitni að fæðingunni og virðist vita að Damien er ekki sonur hans. Robert bregður við þetta leyndarmál.

024 = Robert kemur heim og ræðir við konu sína um það hvort þau þurfi aðra barnfóstru. Hann heldur ekki, en hún segist hafa takið viðtal við nokkrar. Þá er þeim tilkynnt að einhver Mrs. Baylock (Billie Whitelaw / Mia Farrow) sé mætt. Katherine hélt hún væri búin að hitta alla umsækjendur, en Baylock er mjög ákveðin. Hún vill starfið og fær það.

027 = Hún biður strax um að fá að sjá strákinn, segir hann mjög fallegan. Hún segir við hann: Don’t be afraid, I am here to protect you.

028 = Keith Jennings, ljósmyndarinn sem Robert rakst utan í er að framkalla myndir á gamla mátann. Hann tekur eftir því að allar myndir hans of Brennan presti virðast gallaðar. Á þeim er einhver lína, strik, sem er eins og ör eða spjót. Þetta getur ekki verið galli í framköllun, þar sem þetta eru ólíkar línur á ólíkum stöðum, allt eftir því hvar Brennan er á myndinni.

029 = Katherine og Robert ætla í kirkju, en Baylock barnfóstra segir strákinn eitthvað veikan og að hann ætti ekki að koma með. Móðirin verður þá mjög ákveðin og segir barnfóstrunni að gera strákinn tilbúinn. Á leiðinni kirkjuna fer Damien að líða illa og hann tryllist – ræðst á móður sína og klórar hana. Var það út af kirkjunni, sem þau voru að nálgast?

031 = Katherine dreymir og sér djöflaandlit. Snögga atriði nr. 1!

032 = Katherine og Robert ræða um drenginn. Katherine bendir á að hann sé öðru vísi en aðrir, hann hafi t.d. aldrei orðið veikur, aldrei á ævi sinni. Robert reynir að gera lítið úr þessu.

035 = Katherine fer í skólaferð með Damien í dýragarðinn. Damien stendur og starir á apana. Hann segir: They are afraid. Katherine skynjar að eitthvað er að og flýtir sér í burtu með Damien, en þegar hún gengur framhjá Górillubúrinu þá tryllist dýrið og brýtur glerið. Um kvöldið verður Katherine mjög áhyggjufull og segir manni sínum: I need to talk to someone.

040 = Robert er á Óperunni á Salome. Faðir Brennan mætir þar óvænt og reynir enn að sannfæra Robert um eitthvað varðandi Damien.

042 = Katherine er að tannbursta sig og virðist sjá Damien útundan sér, þegar hún lítur í spegil þá sér hún allt í einu djöflaandlit. Snögga atriði nr. 2.

 

Snöggt skot!

Snöggt skot!

 

044 = Robert ákveður að hitta Father Brennan undir brú. Þeir hittast í slæmu veðri og enn byrjar presturinn að þylja:

 

When the Jews return to Zion

And a comet rips the sky,

When the Holy Roman Empire rises,

Then you and I must die.

From the eternal sea he rises,

Creating armies on either shore,

Turning man against his brother,

Till man exists no more.

 

Father Brennan bætir við að Robert verði að fara til Ísarel í borgina Megiddo. Þar býr maður sem heitir Carl Buggenheim (Leo McKern / Michael Gambon). Loks segir hann og talar loksins skýrt: Your son, Mr. Thorn. He is the son of the devil. Hann bætir við að kona hans sé ólétt. Robert trúir þessu ekki. Brennan bætir við að Damien muni ekki leyfa því barni að fæðast. Hann muni bæði drepa það og móður þess.

047 = Þegar Robert fer reynir faðir Brennan að komast heim en veður versnar enn með rigningu, þrumum og eldingum. Hann flýr að kirkju, en hún er læst. Eldingu lýst niður, brýtur eitthvað úr þaki kirkjunnar, sem dettur niður eins og spjót (sbr. ljósmyndir blaðamannsins) og drepur faðir Brennan með dramatískum hætti.

 

Faðir Brennan deyr - fyrri myndin.

Faðir Brennan deyr – fyrri myndin.

Faðir Brennan deyr - seinni myndin.

Faðir Brennan deyr – seinni myndin.

 

049 = Katherine er orðin mjög hrædd þrátt fyrir viðtöl við Hugh Greer geðlækni (John Stride / Richard Rees). Hún tilkynnir Robert að hún sé ólétt og vilji fóstureyðingu. Robert fer að tala við geðlækni hennar. Þerapistinn segir Robert frá ranghugmyndum Katherine, um að hún eigi ekki drenginn og að hann sé djöfullinn. Hann mælir með fóstureyðingu, en Robert neitar því.

054 = Baylock barnfóstra er að mata Damien. Hún horfir grunsamlega á hlaupahjólið hans. í næsta atriði er Katherine að vökva blómin á efri hæðinni. Damien hljólar framhjá, rekst (óvart?) utan í móður sína og hún fellur niður eina hæð. Hún lifir af, brotnar og missir fóstrið.

Djöflabarn?

 

Katherine dettur. Damien horfir aðgerðalaus á.

Katherine dettur. Damien horfir aðgerðalaus á.

 

056 = Þegar Robert kemur á spítalann segir Katherine – öll í gifsi – við hana: Robert, don’t let him kill me.

057 = Þegar Robert kemur heim er hundur/úlfur (á sami og í afmælisatriðinu?) þar inni. Á sama tíma hringir ljósmyndarinn í Robert og biður hann að koma til sín – hann eigi inni hjá honum einn greiða. Hann sýnir Robert myndirnar, bæði af faðir Brennan og af barnfóstunni úr afmælinu. Allar myndirnar, þótt þær séu teknar með ólíkum myndavélum, sýna einkennileg tákn, sambærileg spjótinu sem drap Brennan og reypinu sem hengdi barnfóstruna.

059 = Ljósmyndarinn klikkir út með því að sýna ljósmynd af líki prestsins. Það sýnir greinilega táknin “666”, sem eru ekki tattú, heldur fæðingarblettur.

060 = Þeir fara saman heim til prestsins, en þar er hver veggur algerlega þakinn blaðsíðum úr biblíunni. Einnig eru hundruð af krossum á hurðinni. Ljósmyndarinn fann líka dagbók. Hann les beint úr dagbókinni:

It’s a comet, in the shape of a glowing star, much like the Star of Betlehem, 2,000 years ago – only this one happened a little closer to home, on the European continent, just five years ago. June the 6th, to be exact. I assume that date rings a bell?

063 = Robert játar því. Ljósmyndarinn heldur þá áfram og vitnar enn í dagbók father Brennan:

A birth announcement from a newspaper in Rome – again, five years ago, sixth day, sixth month: 6. júní, 2006 (666?).

 

Fæddur 6.6. klukkan 6!

Fæddur 6.6. klukkan 6!

 

Ljósmyndarinn spyr þá Robert: Was your son born at 6 am?

Robert svarar: My son is dead, I don’t know who’s son I am raising. Hann er loks sannfærður, en vill ekki blanda ljósmyndaranum í þetta. Ljósmyndarinn segir þó að hjá því verði ekki komist því hann hafi séð mynd af sjálfum sér (speglast) og hann hafi líka verði með svona tákn á myndinni – í þetta skipti um hálsinn.

065 = Robert og ljósmyndarinn fara til Rómar og komast þá að því að spítalinn þar sem sonur hans dó / fæddist á hafi brunnið, einmitt fyrir 5 árum. Margir dóu og öll gögn brunnu. Spiletto prestur brann í andliti en lifði af. Robert fer nú að finna hann.

068 = Ljósmyndarinn og Robert finna ljóðið sem father Brennan fór með undir brúnni. Opinberunarbók Jóhannesar, sem þeir túlka þannig að mikil ófreskja muni rísa úr sjónum – sem stendur fyrir pólitík. Þessi ófreskja er djöfullinn og hann mun rísa gegn sameinaðri Evrópu (sjá lokaatriði myndarinnar).

 

Eitt skilgreiningaratriði allra hryllingsmynda er ljótt andlit. Hér er það prestur brunninn í andliti.

 

071 = Robert og ljósmyndarinn finna prestinn Spiletto, sem er illa brunninn. Dæmi: ljótt andlit. Hann er í klaustri og hefur ekki talað í mörg ár, en hann skrifar þó á blað “Cervet.” Munkarnir útskýra fyrir Robert að þetta sé Cerveti, gamall grafreitur frá tímum Etrúska 50 km norður af Róm. Þeir fara þangað.

073 = Robert og ljósmyndarinn klifra yfir girðinguna og finna grafreitinn. Þegar þangað er komið leita þeir að dagsetningunni 6. júní fyrir 5 árum. Finna þeir son Roberts?

075 = Þeir finna tvær grafir, Maroa Santoya, sem væntanlega er móðirin sem dó í fæðingu. Þeir opna gröfina og líta niður. Þar sést ekki lík konu, heldur hundur / úlfur. Robert opnar þá hina gröfina og sér þar beinagrind sonar síns, sem greinilega er með brotna hauskúpu.

 

Hér er raunverulegt barn Thorn hjónanna grafið.

 

077 = Robert áttar sig nú á því að sonur hans hafi verið drepinn til að koma Damien í staðinn inn í fjölskylduna. Á því augnabliki ráðast hundar / úlfar á þá. Þei sleppa með herkjum – bitnir og særðir.

079 = Baylock barnfóstra kemur með Damien til að gefa mömmu sinni blóm á spítalanum. Hjúkrunarkonan vill ekki að Damien sjái móður sína í þessu ásigkomulagi. Baylock barnfóstra fær að fara inn með blómin. Hún tekur kalltækið úr höndum Kattherine sem liggur hjálparvana í rúminu og sprautar svo einhverju efni inn í blóðrás móðurinnar. Á meðan hún er að deyja heldur barnfóstran um munn hennar.

083 = Þegar Robert er að gera að sárum sínum á hótelherbergi í Ítalíu fær hann hringinu um að koma hans sé dáin. Við sáum enn djöflaandlit. Snöggt atriði nr. 4!

085 = Ljósmyndarinn kemst að því að borgin Megiddo sé til í Ísrael. Orðið merki í raun Armageddon (heimsendir). Borgin er neðanjarðar og að þar er stundaður fornleifagröftur. Þeir ákveða að fara þangað, Robert man nafnið á manninum: Bugenhagen. Hann man líka ljóðið og flytur það allt:

 

When the Jews return to Zion

And a comet rips the sky,

When the Holy Roman Empire rises,

Then you and I must die.

From the eternal sea he rises,

Creating armies on either shore,

Turning man against his brother,

Till man exists no more.

 

Eftir flutning ljóðsins segir Robert, loks sannfærður að fullu: I want my son dead.

088 = Þeir finna Bugenhagen í Megiddo. Hann sýnir þeim hnífasett, sem er það eina sem getur drepið Damien. Fyrsti hnífurinn er mikilvægastur, en það þarf að stinga drenginn oft. Robert segist ekki geta stundið son sinn, en Bugenhagen segir að hann sé djöfullinn endurfæddur. Sönnunin er að einhvers staðar á líkama hans sé fæðingablettur “666.” Robert segist oft hafa baðað son sinn og hann sé ekki með neitt svona tákn. Robert gengur út og skilur hnífana eftir. Ljósmyndarinn tekur þá hnífana, en missir þá í flýtinu og þegar hann stendur upp missir hann höfuðið!

 

x

Glerið nálgast.

 

xxx

Úps.

 

xxx

Séð aftanfrá.

 

Dauði blaðamannsins, úr fyrri myndinni.

Dauði blaðamannsins, úr fyrri myndinni.

 

xx

Séð að ofan.

 

Robert (hér Gregory Peck) er endanlega sannfærður.

Robert (hér Gregory Peck) er endanlega sannfærður.

 

093 = Robert er endanlega sannfærður og flýgur með hnífana heim til sín í London. Þegar heim er komið tekur Robert skæri úr elhúsinu Hundurinn ræðst á hann, en Robert nær að tæla hann niður í kjallara. Robert fer upp í barnaherbergið.  Hann notar skærin til að klippa hárið af sofandi syni sínum. Hann sér þá merkið “666.” Barnfóstran ræðst þá snögglega á hann, en Robert sparkar henni frá sér og fer með öskrandi Damien út í bíl. Barnfóstran er þá komin með sleggju en Robert keyrir hana niður á fullri ferð.

098 = Robert keyrir með soninn á fullum hraða, virðist þurfa að framkvæma drápið í kirkju. Hann vekur athygli lögreglunnar með ofsaakstri sínum. Lögreglan eldir hann inn í kirkjuna. Þegar hann kemur að altarinu öskrar Damien: No, no, no. Robert fer með faðirvorið, telur hnífana og er um það bil að drepa soninn. Lögrelan er þá komin og þegar hann reysir upp höndina er hann skotinn til bana af lögreglunni.

100 = Jarðarförin. Páfinn deyr í rúmi sínu og forseti Bandaríkjanna er viðstaddur jafðarförina. Hann heldur í höndina á strák (sjá athugasemd á mínútu 68).

 

Endirinn. Damien er um það bil að brosa á jarðarför föður síns. Forseti Bandaríkjanna leiðir hann.

Endirinn. Damien er um það bil að brosa á jarðarför föður síns. Forseti Bandaríkjanna leiðir hann.

 

111 = THE END.

 

10 spurningar:

  1. The Omen markar upphaf mynda sem allar eru með sama þema og heita allar Omen eitthvað. Nefndu 4 þeirra mynda.
  2. Hefur þú séð einhverja af þessum Omen myndum? Eða e-r aðrar sem eru um sama þema?
  3. Hvað merkir orðið “anti-kristur?”
  4. Hvar sjást stafirnir 666 og hvað merkja þeir? Hver er tengingin á milli fæðingar frelsarans og fæðingu Damiens?
  5. Hvernig útskýrir þú tilvísun myndarinnar í Opinberunarbók Jóhannesar (seinasta rit Biblíunnar)?
  6. Ef Damien er djöfullinn (sonur djöfulsins), hverjir eru þá aðstoðarmenn hans? Nefndu 4.
  7. Hvernig er hrollurinn gerður í þessari mynd? Nefndu 2 myndræn atriði þar sem áhorfenda átti greinilega að bregða?
  8. Hvernig er hrollurinn gerður? Nenfnu 2 atriði sem hræða þig, en eru ekki myndræn?
  9. Hvort er hryllingurinn meira sýndur eða gefinn í skyn? Útskýrðu svar þitt.
  10. Hvert er þitt persónulega álit á þessari mynd?