Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Unthinkable’ Category

Unthinkable

leave a comment

Titill: Unthinkable.

 

Unthinkable kápan.

Unthinkable kápan.

 

Útgáfuár: 2010.

 

Útgáfufyrirtæki: Lieju Productions, Sidney Kimmel Entertainment, Kimmel International, ChubbCo Film og Senator Entertainment Co.

 

Dreyfingaraðili: Sony Pictures Home Entertainment Co.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Marco Weber, Caldecot Chubb, Vanessa Coifman og Bill Perkins.

 

Lengd: 97 mín.

 

Stjörnur: 7,1* (Imdb) og 6,6* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Gregor Jordan frá Ástralíu.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraTwo Hands (1999), Buffalo Sholdiers (2001), Ned Kelly (2003) og These Days: Lives in Concert (2004).

 

Handrit: Oren Moverman og Peter Woodward.

 

Tónlist: Graeme Revell.

 

Kvikmyndataka: Oliver Stapleton.

 

Klipping: Scott Chestnut.

 

Kostnaður/tekjur: 15.000.000$/5.483.534$.

 

Slagorð: Allah bless America.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Flokkun: Drama.

 

Helstu leikarar/Hlutverk:

Þar sem í myndinni er flókin og óljós verka- og valdaskipting, er ekki úr vegi að birta myndir af öllum helstu leikurum/hlutverkum:

 

Harry Harold Humphries "H."

Henry Harold Humphries “H.”

 

Samuel L. Jackson = Henry Harold Humphries, öðru nafni “H.”  Sérmenntaður í pyntingum.

 

Steven Arthur Younger/Usuf Muhammad.

Steven Arthur Younger/Usuf Atta Mohammed.

Michael Sheen = Steven Arthur Younger/Yusuf Atta Mohammed. Bandarískur ríkisborgari, sérmenntaður hermaður í sprengjum, þ.á m. kjarnorkusprengjum. Hét áður Steven, en breytti nafni sínu þegar hann gerðist múslimi.

 

Helen Brody.

Helen Brody.

Carrie-Ann Moss = Special agent Helen Brody. Yfirmaður þeirrar deildar FBI í Los Angeles, sem sér um um að rannsaka hryðjuverk.

 

D. J. Jackson.

D. J. Jackson.

Brandon Routh = Special Agent D. J. Jackson. FBI yfirmaður.

 

Alvarez.

Alvarez.

Benito Martinez = Alvarez. Sérstakur aðstoðarmaður Henrys.

 

Vincent.

Vincent.

Gil Bellows = Spegial Agent Vincent, FBI starfsmaður sem vinnur með Helen.

Philips.

Philips.

Joshua Harto = Special FBI Agent Philips.

 

Jack Saunders.

Jack Saunders.

Martin Donovan = Assistant director in Charge, Jack Saunders, FBI Los Angeles stjórinn, yfirmaður Helenar.

 

Charles Thomson.

Charles Thomson.

Stephen Root = Charles Thomson frá CIA. Central Intelligence Agency.

 

Colonel Kerkmejian.

Colonel Kerkmejian.

Michael Rose = Colonel Kerkmejian. Hermaður.

 

Paulson hershöfðingi (til vinstri).

Paulson hershöfðingi (til vinstri).

Holmes Osborne = Paulson, hershöfðingi, sá sem stjórnar yfirheyrslunni.

 

Mr. Bradley.

Mr. Bradley.

Randy Oglesby = Mr. Bradley, sá sem kemur með skipanir beint frá forsetanum.

 

Jehan Younger.

Jehan Younger.

Necar Zadegan = Jehan Younger, eiginkona Stevens/Yusufs.

 

Mínútur/Atvik:

001 = Við sjáum myndband spilað af Steven Arthur Younger, sem búinn er að breyta nafni sínu í Yusuf Atta Mohammed (Michael Sheen) tilkynna að hann sé búinn að koma virkum kjarnorkusprengjum fyrir í bandarískum borgum.

004 = Tilkynning birtist í sjónvarpi af einhverjum Steven Arthur Younger, bandarískum ríkisborgara, að hann sé eftirlýstur. Yfirmaður (kona) FBI field office í Los Angeles skrifstofunnar, hún Helen Brody (Carrie-Ann Moss) furðar sig á því af hverju enginn á vinnustað hennar viti neitt um málið.

008 = FBI starfsmenn eru komnir á heimili Henry Harold Humphries (Samuel L. Jackson), sem þeir eiga ekki að vita að sé til. Hann á að vera óhultur þar sem hann er (witness protection program), en menn vita samt af honum.

011 = Henry er handtekinn af FBI og yfirheyrður, en þá kemur Leyniþjónustan, CIA á staðinn og leysir hann frá handtöku. Á sama tíma eru yfirmenn FBI sendir á sérstakan stað. Þetta gerir hershöfðingi, en vandinn er sá í bandarísku samfélagi, hver ráði yfir hverjum:

 

 1. Lögreglan (sem heldur uppi lögum og reglu í hverri borg, á hverju svæði), t.d LAPD, lögregla yfir Los Angeles borginni.
 2. FBI: Federal Bureou of Investigations, svokölluð Alríkislögregla, sem tekur völdin af lögreglu þegar glæpur hefur farið yfir fylkismörk.
 3. CIA: Central Intelligene Agency, Leynilögreglan, vinnur leynilega og er í litlu sambandi við hinar stofnanirnar.
 4. Herinn, (Army, Navy… ) vinnur sjálfstætt (t.d. með sína eigin herlögreglu, herdómstól og herfangelsi), en á ekki að skipta sér af innanríkismálum (nema í stríðsástandi).
 5. Forsetinn, sem formlega er æðsti yfirmaður hersins. Hann er sá einu af þessum sem er kosinn (4rra ára fresti).

 

015 = Steven/Yusuf tilkynnir að hann hafi komið fyrir 3 kjarnorkusprengjum í 3 bandarískum borgum. Hann sýnir á myndbandi sprengjurnar 3 og þær eiga að sprengja á föstudaginn, kl. 21:00, eftir 4 daga.

017 = Fyrstu rannsóknir leyniþjónustunnar sýna að Steven er kjarnorkusérfræðingur úr bandaríska hernum og því getur verið að alvara sé í hótun hans. Hann hefur t.d. farið á vegum bandaríska hersins til Rússlands, sem viðurkenna að þeir hafi glatað ákveðnum kílóafjölda af geislavirkum efnum til að búa til slíkar sprengjur – og vita ekki hvar þær eru. Getur verið að Yusuf sé með það?

018 = Leyniþjónustan viðurkennir að þeir hafi nú þegar handtekið manninn og haldið honum í heilan sólarhring. Hann var mjög sýnilegur á almannafæri og lét greinilega viljandi handtaka sig. Þeir eru byrjaðir að yfirheyra hann og pynta, en ná engum árangri.

021 = Þegar FBI liðinu er þetta ljóst þá er farið á staðinn þar sem Steven/Yusuf er haldið. Þau sjá að verið er að yfirheyra hann í sérstöku pyntingarherbergi með dæmigerðum Guantanomo aðferðum. Henry æðir inn í yfirheyrsluherbergið, nær sér í kylfu og lemur þann sem er að pynta Steven/Yusuf! Hann er umsvifalaust dreginn út, en herinn skipar mönnum samt að meiða hann ekki – Henry er mikilvægur – sérfræðingur í pyntingum.

030 = Þar sem herinn hefur ekki náð neinu upp úr Steven/Yusuf og föstudagurinn nálgast, fær Henry völdin og hann byrjar að pynta Steven með sínum eigin aðferðum. Hann byrjar strax á því að klippa puttann af honum – áður en hann spyr nokkurra spurninga. Allt verður brjálað, allir mótmæla, en Mr. Bradley (Randy Oglesby) fulltrúi forsetans segir honum að halda áfram: Highest authority requests that you continue.

035 = Helen mótmælir: This is unconstitutonal, segir hún, yfirmaður hennar Jack Saunders (Martin Donovan) svarar: If these bombs go off, there will be no fucking constitution.

043 = Eiginkona Henrys er komin með hádegismatinn. Henry yfirgefur salinn og þegar Helen segir hann vera að flýja þá viðurkennir hann að hann sé sjálfur fangi. Hann gerði víst eitthvað alvarlegt af sér, en herinn lætur hann lifa og færir honum væntanlega skjól vegna pyntingarhæfileika hans.

047 = Helen talar við eiginkonu Henrys. Hún segir við hana: Your husband is not normal. Eiginkonan svarar að hún sé frá Bosníu, þar sem nágrannar hennar drápu börn hennar og nauðguðu henni svo. Og að þeir hafi verið normal.

054 = Þegar pyntingarnar eru í hámarki virðist Steven/Yusuf vera að brotna, en þá segir hann allt í einu að hann sé tilbúinn að koma með kröfur sínar. Þeir ákveða að hlusta á kröfunar. Hann talar inn á myndband og krefst þess ekki að myndband hans verði sýnt almenningi. Hann vill bara tvennt:

1. Að Bandaríkin hætti öllum fjárstuðningi til leppstjórna í múslimalöndum.

2. Að allir bandarískir hermenn hverfi úr öllum múslimalöndum. Steven/Yusuf: Allah bless America.

060 = Helen yfirheyrir Steven/Yusuf og reynir að fá hann til að gefa þeim upplýsingarnar um a.m.k. eina sprengjuna, þó ef ekki væri til annars en að sanna að þær séu raunverulegar. Hún virkar sannfærandi og þá brotnar Steven bara niður og hann viðurkennir að það séu engar sprengjur. Steven viðurkennir að hann sé ekki með neinar kjarnorkusprengjur og hann hvíslar að henni hvar hann tók myndböndin upp. Helen setur allt í gang til að finna þessa staði, en hún trúir honum samt ekki (alveg).

065 = Þau finna staðinn og Helen grunar að eitthvað sé ekki rétt. Hún sér að þetta er staðurinn þar sem eitt myndbandið var tekið upp. Hún fer upp á þak og þeir finna mynd af Steven. Einhver tekur myndina og þá kemur í ljós að hún er tengd við sprengju. Mikil sprenging verður á fjölförnum stað: 53 deyja.

066 = Helen kemur brjáluð til baka og hún ræðst á Steven með hníf. Hún hótar að skera hann og rétt nær að stöðva sig á seinustu stundu.

067 = FBI er búin að finna eina sprengjuna, en á sama tíma kallar Henry á Helen og biður sérstaklega um hana. Henry virðist vera að gefast upp. Hann segir að Steven gefist kannski ekki upp á þeim stutta tíma sem eftir er. Nú eru bara 3 tímar til stefnu. Henry ákveður a halda áfram, en biður þau um að stoppa sig.

070 = Leyniþjónustan finnur eiginkonu Stevens og láta hana biðja hann að gefast upp. Henry sér að hann svarar engu, svo hann ákveður að ganga einu skrefi lengra. Þegar enginn virðist lengur styðja Henry, grípur hann til þess örþrifaráðs að skera eiginkonuna á háls.

072 = Henry fær bein skilaboð frá forsetanum: We need you to finish this.

075 = Henry tilkynnir Yousef að hann muni deyja í dag. Þeir muni ekki stöðva hann. Meira að segja Helen segir Henry að halda áfram! Allir eru komnir á band með Henry í pyntingum hans. En þá segir Henry að hann geti aðeins haldið áfram með því sem er Unthinkable. Þau skilja hann ekki, en svarið er að ná í börnin hans tvö. Börnin hans Yousefs. Allir neita að gera þetta, en þó fer einn og nær í þau.

078 = Hetta er sett á höfuð Yusufs, og ekki tekin af fyrr en hann sér börnin. Yusuf verður brjálaður og segir strax frá New York, Dallas og Los Angeles. Henry neitar að stoppa og læsir sig inn í pyntingarherberginu með börnunum 2, því það tekur um 20 mínútur að sanna að sprengjunar séu þarna.

080 = Hermenn brjótast inn í pyntingarherbergið áður en Henry nær að drepa börnin.

085= Henry er færður út úr pyntingarherberginu og hann losar þá böndin af Yusuf og tilkynnir að málið sé alls ekki búið. Líklega sé um 4ðu sprengjuna að ræða. Yusuf sé enn að plata þau. Allir verða hugsi, en fulltrúi forsetans, Mr. Bradley beinir byssu að Henry og skipar honum enn að halda áfram pyntingunum. Í öllum hamagangnum sem því fylgir nær Yusuf byssunni af honum og í stað þess að skjóta aðra, þá segir hann: Take care of my children og fremur sjálfmorð.

090 = Við sjáum að FBI er á fullri ferð að aftengja sprengjurnar. Við sjáum þá að bjástra við 3ju sprengjuna. Einhver klippir á snúru og tilkynnir að seinasta kjarnorkusprengjan sé gerð óvirk. En á því sama augnabliki lýkur myndinni með því að myndavélin færist til hliðar og á seinustu sekúndu myndarinnar sjáum við hliðarvegg sem við könnumst við!?

097 = THE END.

 

Umræðuverkefni:

 1. FBI konan brýst inn í pyntingarnar og segir þetta ólöglegt. Yousef segir henni sjálfur að svo sé ekki. Er það rétt?
 2. Eru Bandaríkjamenn (og Bretar) í dag með lagalegan rétt til þess að handtaka fólk án dóms og laga, ef þeir telja viðkomandi hugsanlega vera hryðjuverkamann? Líka bandaríska (breska) ríkisborgara.
 3.  Við áhorf myndarinnar Unthinkable, upplifir þú þá valdabaráttu á milli ólíkra yfirvalda þegar Bandaríkjamenn hafa náð Yousef?
 4. Hver er hótun hryðjuverkamannsins?
 5. Hverjar eru kröfur hryðjuverkamannsins?
 6. Samuel Jackson er sérstakur aðili, með sérstaka hæfileika. Hver er staða hans, réttindi og sérhæfing?
 7. Hver er valdastaða hershöfðingjans?
 8. Hver er ástæða þess að hryðjuverkamaðurinn gerir það sem hann gerir?
 9. Hvað má löglegur aðili ganga langt í því að fá fram nauðsynlegar upplýsingar, þegar mörg (hugsanlegar þúsundir og jafnvel milljónir eru í lífshættu)?
 10. Hvernig túlkar þú lokaatriði myndarinnar?

Written by Kristján

April 15th, 2013 at 2:33 pm