Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘We Need to Talk About Kevin’ Category

We Need to Talk About Kevin

leave a comment

Titill: We Need to Talk About Kevin.

We Need to Talk About Kevin kápan.

We Need to Talk About Kevin kápan.

 

Útgáfuár: 2011.

 

Útgáfufyrirtæki: Oscilloscope Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Oscilloscope Laboratories.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Jennifer Fox, Luc Roeg & Bob Salerno.

 

Lengd: 1:52 mín.

 

Tónlist: Jonny Greenwood.

 

Kvikmyndataka: Seamus McGarvey.

 

Klipping: Joe Bini.

 

Stjörnur: 7,5* (Imdb), 7,6 og 7,8* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Lynne Ramsay (Skotland, 1969- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Small Deaths – stuttmynd (1996),  Kill the Day – stuttmynd (1996), Gasman – stuttmynd (1998), Swimmer – stuttmynd (2012), Ratcatcher (1999), Morvern Callar (2002) & loks We Need to Talk About Kevin (2011). Lynne hefur byrjað nokkrar myndir og hætt í miðju verki, en nú er hún víst að vinna að stórmynd um Moby Dick, sem á að gerast úti í geimi! Gangi henni vel.

 

Handrit: Lynne Ramsey & Rory Stewart Kinnear og leikstjórinn eftir samnefndri skáldsögu Lionel Shriver.

 

Framleiðandi: Jennifer Fox, Luc Roeg og Bob Salerno.

 

Kostnaður / tekjur: 7.000.000$ / 9.200.000$. Lítill gróði!

 

Slagorð: We neeed to talk about Kevin.

 

Trailer: Gerið svo vel.

https://www.youtube.com/watch?v=TGjjK5SMbJA

 

Helstu leikarar: / Hlutverk:

x.

Eva Khatchadourian.

Tilda Swinton =Eva Khatchadourian, móðirin, sem neitar að flýja aðstæður sínar. Hún virðist vera rithöfundur og síðar starfsmaður á ferðaskrifstofu.

 

franklin.

Franklin.

John C. Reilly = Franklin. Eiginmaðurinn, sá sem aldrei virðist sjá neitt rangt við Kevin, son sinn, sem hann er hér að leika sér með.

 

kevin sem smábarn.

Kevin sem smábarn.

Rock Duer = Kevin sem smábarn.

 

Kevin ungur.

Kevin ungur.

Jasper Newell = Kevin sem krakki.

 

Kevin fullorðinn.

Kevin fullorðinn.

Ezra Miller = Kevin, sem unglingur.

 

Móðirin með Kevin leikurunum 3. Þeir leika allir mjög vel!

Móðirin með Kevin leikurunum 3. Þeir leika allir mjög vel!

 

Celia. Hvað kom fyrir annað augað?

Celia. Hvað kom fyrir hana?

Ashley Gerasimovich = Celia, dóttirin, sú sem missti annað augað.

 

Wanda.

Wanda.

Siobhan Fallon Hogan = Wanda, sú sem ræður Evu á ferðaskrifstofuna.

 

Alex Manette = Colin.

Colin.

Alex Manette = Colin, leiðinlegi samstarfsmaður Evu á ferðaskrifstofunni.

 

Mínútur = Atburðir:

0:01 = Texti.

0:03 = Móðir Eva Khatchadorian (Tilda Swinton) er á kjötkveðjuhátíð eða tómatauppskeru (einhvers staðar í Evrópu: Ítalía, Spánn?). Allt rautt.

 

Einhver tómata uppskeruhátíð, líklega á Ítalíu eða Spáni. Hvað fleira í myndinni er rautt?

Einhver tómata uppskeruhátíð, líklega á Ítalíu eða Spáni. Hvað fleira í myndinni er rautt?

 

0:04 = Eva vaknar, sér rauðar málningarsléttur á húsinu. Mótmæli nágranna. Tímaröð atburða myndarinnar er rugluð.

0:05 = Fjölskyldan vaknar og dóttirin Celia (Ashley Gerasimovich) er með lepp á auga, með rauðan bangsa (alltaf allt rautt).

0:08 = Eva, móðirin (gerist seinna) leitar að vinnu og neitar að flytja úr hverfinu, þrátt fyrir mótmæli nágranna. Yfir hverju? Hún fær vinnu á ferðaskrifstofu. Eva er greinilega illa liðin í samfélaginu, m.a. slær kona hana utanundir með orðunum: I hope you rot in hell, you fucking bitch.

 

Við vitum framan af ekki hvers vegna en allir virðast hata móðurina.

Við vitum framan af ekki hvers vegna en allir virðast hata móðurina.

 

0:14 = Eva virðist búa ein, við heyrum Franklin (John C. Reilly) eiginmann hringja og lesa inn skilaboð: Eva, when are you coming home, I love you, we miss you.

0:16 = Við sjáum aftur í tímann frá upphafsárum sambandsins, þegar þau eru að búa til börn.

0:20 = Móðir mætir í fangelsið til að heimsækja Kevin (Ezra Miller) son sinn. Hann situr og nagar neglurnar.

0:21 = Eva á fæðingardeildinni. Síðan sýnt þegar hún er að ala drenginn Kevin (hér leikinn af Rock Duer) upp, en hann grætur í sífellu. Við sjáum strax mismun í foreldrauppeldi, pabbinn sér bara jákvæðu hliðina, en móðirin heyrir drenginn sífellt gráta.

0:26 = Í uppeldinu hefur móðir áhyggju af því að drengurinn Kevin (sem krakki leikinn af Jasper Newell) er seinn að tala og hann virðist nánast Einhverfur, nema hvað læknirinn sér engin einkenni þess, svo sem eins og fastmótuð og endurtekin hegðun. Hann talar lítið og segir mest: No, no.

 

Alla myndina er móðirin að reyna - árangurslítið - að ná sambandi við son sinn. Takið líka eftir litnum, sem er áberandi alla myndina.

Alla myndina er móðirin að reyna – árangurslítið – að ná sambandi við son sinn. Takið líka eftir litnum, sem er áberandi alla myndina. Hvaða litur er á milli þeirra?

 

0:35 = Enginn virðir Evu viðlits eftir atburðinn (sem við vitum ekki enn hver er), en þó talar maður í hjólastól við hana og segir að lokum: You take care, missis K.

0:40 = These papers you glue to the walls are dumb, segir stákurinn Kevin við móður sína. Hún svarar að þau sýni persónuleika hennar. Hún geti hjálpað honum við að gera sambærilegt í sínu herbergi, ef hann vilji. Hann svarar þá: What personality? Nokkru seinna er Kevin búinn að sletta rauðri málningu á allt í herbergi hennar. Hún missir stjórn á sér og hoppar á málningunni. Hún lætur föðurinn um að skamma soninn. Hann kemur þeim skilaboðum til hennar að sonurinn sé: Sorry, I was only trying to make the room special. Málið leyst.

0:44 = Móðir reynir að frá Kevin segja tölustafi, en hann svarar með því að telja frá 1-50, án þess að gera það sem hún biður hann um. Hann kúkar enn í bleyju og þegar hún skiptir á honum þá rekur hann við í áttina til hennar (sbr. Monthy Python: I fart in your general direction!) og brosir. Hún missir sig og hendir honum út í horn. Hann handleggsbrotnar, virðist ekki finna mikið til og lætur engan vita hvað móðir hans gerði honum. Þegar heim er komið þá segir hann föður sínum ekki rétt frá og kennir henni ekki um.

0:51 = Þegar móðir vill eitthvað þá notar Kevin það gegn henni að hún handleggsbraut hann. Hann sýnir henni endurtekið örið á handleggnum. Hann virðist mun betri gagnvart föður sínum. Kevin sýnir mikinn mótþróa, t.d. slær hann brauðsneið á borðið, sultan niður.

0:53 = Kevin segir: Mom is fat, þá veit pabbi fyrst að móðirin er ólétt. Móðir spyr Kevin hvort hann vilji ekki systur, en hann svarar því: Even if you are used to something, it doesn’t mean that you like it, isn’t that so mom? Hvað er hann að gefa í skyn?

0:55 = Kevin liggur á gólfinu, er veikur. Þá fyrst sýnir hann móður sinni tilfinningar. Segir meira að segja við hana: I’m sorry mom. En þegar pabbi kemur heim, þá segir hann allt í einu við pabbann: Go away dad, I am tired. Snýr sér svo að móður og segir: Keep reading mom.

1:00 = Þegar strákurinn er orðinn betri, snýst þetta við aftur, hann vingast við föður, en skýtur ögrandi ör (leikfangatæki) beint að móður sinni. Seinna er pabbinn búinn að gefa honum alvöru boga og hann æfir sig með föður sínum út í garði.

1:05 = Kevin kemur ekki vel fram við systur sína, en er alltaf jákvæður í garð föðurs. Þegar móðir kemur óvart að honum að fróa sér, þá hættir hann ekki, heldur snýr sér að henni, heldur áfram og glottir.

1:08 = Móðir reynir að ná sambandi við Kevin, á meðan hann er að fá sér samloku með einhverju rauðu. Hún býður honum út að borða og í mini-golf. Samband þeirra er mjög styrt. Hann hæðist að henni. Hvernig gengur þér í skólanum? Hann talar ekki við hana, heldur svarar mjög yfirlætislega fyrir þau bæði.

1:14 = Eva er farin að hafa verulegar áhyggjur af syni sínu, hún leitar í herbergi hans, finnur ekkert “saknæmt,” en finnur þó disk sem heitir: I love you. Hún setur hann í tölvuna sína til að forvitnast, en þá skemmir diskurinn öll gögn í tölvunni hennar. Diskurinn hlær! og skemmir meira að segja gögnin í vinnutölvunni. Evar spyr son sinn af hverju hann hafi sýkt tölvu hennar af vírus: What’s the point, spyr hún. There is no point, svarar hann, that’s the point.

1:20 = Dóttirin á krúttlegan naggrís, sem hún finnur ekki. Hvað varð eiginlega um hann? Eva grunar Kevin og ásakar Kevin um að hafa komið dýrinu fyrir kattarnef (eða þannig), en pabbinn svarar: You (móðirin) need to talk to someone.

1:23 = Pabbinn tekur á málunum og lætur móðurina biðjast afsökunar við matarborðið. Málið virðist ekki lengur snúa um naggrýsinn, heldur um augnskaða dótturinnar. Eva segir við Kevin: I was concerned that you might be feeling responsible … We don’t want you to feel responsible. Kevin svarar: Celia just has to suck it up. Svo borðar hann ávöxt (leatche?) sem lítur út eins og auga! Systir hans er búin að missa auga!

1:27 = So, what do you want to do? spyr Eva mann sinn, vegna “slysins.” Hann svarar að þetta er búið og gert, ekkert hægt að gera í stöðunni.

1:30 = Kevin pantar mikinn magn af sterkum lásum, foreldrar spyrja til hvers, hann segist ætla að græða á þeim í skólanum.

1:34 = Kevin er í skólanum. Hann er með alla lásana sína, örvar og boga. Hann læsir dyrunum að leikfimisalnum, þar sem margir samnemendur hans eru. Til hvers? Eva heyrir í fréttunum að eitthvað hryllilegt hafi gerst í menntaskólanum sem sonur hennar er í. Þegar hún mætir á staðinn gengur Kevin út nánast eins og fagnandi stjarna. Hann lætur lögregluna handtaka sig á meðan að fólkið öskrar og æpir. Kevin virðist mjög ánægður með athyglina. Frægð?

1:40 = Við sjáum brot af því sem Kevin gerði í íþróttasalnum. Hann virðist hafa skotið eins marga samnemendur sína og hann gat, glottandi á meðan þeir hlaupa um læstir inni í leikfimisalnum.

1:42 = Þegar Eva kemur heim, eftir atburðinn hryllilega í skólanum, finnur hún ekki mann sinn né dóttur. Hún heyrir þó í sprinkleginum út í garði. Hún fer þangað og þá sér hún að Kevin byrjaði á því að skjóta til bana föður sinn og systur.

1:55 = Við áttum okkur á að móðirin flýr ekki þrátt fyrir atburðina. Fimmtan ára sonur hennar er hópmorðingi (mass murderer). Ekkjan heldur áfram að heimsækja hann í fangelsið (lokuðu geðdeildina?). Hún segir að hann sé á prozac (andþunglyndislyf) og muni sleppa úr gæslu eftir nokkur ár. Eva spyr að lokum: I want you to tell me why? Hann svarar:  I used to think I knew. Now I am not so sure.

Kevin virðist ekki eins ánægður með sig og strax eftir verknaðinn.

Kevin virðist ekki eins ánægður með sig og strax eftir verknaðinn. Skoðaðu hvað hann segir í lokin.

 

 

 

1:52 = THE END.

 

Sambærileg dæmi?

Bókin og síðar kvikmyndin We Need to Talk About Kevin er vissulega skáldsaga og byggir ekki beinlínis á sönnum atburðum. Þó er myndin hættulega nærri því að vera “sönn” í einhverri merkingu. Gúglaðu t.d. eftirfarandi:

 

 • Pearl, Mississippi in October 1997.
 • West Paducah, Kentucky in December 1997.
 • Jonesboro, Arkansas in March 1998.
 • Edinboro, Pennsylvania in April 1998.
 • Springfield, Oregon in May 1998.
 • Littleton, Colorado in April 1999.

 

Því má spyrja: Eru til sambærileg dæmi og það sem við sjáum í We Need to Talk About Kevin (og raunar í Halloween, 2007) líka?

Af mörgu er að taka. Jafnvel þótt við takmörkum okkur bara við Bandaríkin og skóla, þá eru dæmin óhugnanleg mörg. Það má jafnvel má tala um faraldur.

Skoðið kraftglærurnar á innra netinu (Skólaárásir í USA, nóv15). Þar er m.a. getið um Adam Lanza. Tökum nánara dæmi af honum. Fyrst stutt frétt frá skólanum, þar sem árásin átti sér stað: Sandy Hook Elementary School í Newtown, Connecticut (1:37 mín):

 

 

Næst er frétt daginn eftir árásina, þar sem ABC fréttastofan reynir að skilja hver Adam Lanza var (4:34 mín):

 

 

Hér heyrist viðtal þegar Adam Lanza hringir í einhverja anarkista útvarpsstöð. Adam segir útvarpsmönnunum frá apa! (Travis the chimp, bjó hjá fólki í Connecticut). Adam þekkti þetta mál vel. Adam kallar sig “Greg” í samtalinu. Rétt í lokin þá ber hann saman þá staðreynd að apinn varð árásargjarn (þoldi ekki til lengdar að vera alinn upp eins og venjulegt barn inn á heimili?) við skólaárásir (!) – á 6 mínútu (7:27 mín):

 

 

Að lokum segir fréttamaður frá greiningu sinni á málinu eftir að lögreglan lét frá sér gögn af heimilinu, eftir að málinu var lokið. Margt kemur hér fram, m.a. mjög sterk gögn um byssueign, einhverfu, áráttu-þráhyggju og hvernig drengurinn einangraði sig í 3 mánuði með 5 byssur inni í herbergi, þar sem hann límdi svarta plástpoka fyrir alla glugga. Þar kemur m.a. fram að móðir Adams hafi gefið syni sínum byssu þegar hann var 4 ára! (8,18):

 

 

Psychopath, hvað er það?

Skoðaðu þetta viðtal við prófessor sem hefur búið til sálfræðilegt próf sem á að mæla andfélagslegan persónuleika. Það sem menn eru nú farnir að viðurkenna að margir andfélagslegir persónuleikar eru meðal okkar, ekki bara þeir sem brjóta lög, ræna, stela og meiða fólk. Sumir eru með safn einkenna sem eru ekki ofbeldistengd, en eru samt andfélagslegir.

 

 

Bloggverkefni um We Need to Talk About Kevin

Skoðaðu vandlega þrjár skilgreiningar geðraskana: a) Hegðunarröskun; b) Mótþróa- og Þrjóskuröskun og c) Andfélagsleg persónuleikaröskun. Svaraðu svo eftirfarandi spurningum.

 

 

 1. Eftir lestur á Hegðunarröskun, hvað sérðu mörg einkenni hjá Kevin, ungum sem eldri? Teldu þau upp.
 2. Eftir lestur á Mótþróa- og Þrjóskuröskun, hvað sérðu mörg einkenni hjá Kevin, ungum sem eldri? Teldu þau upp.
 3. Hvor röskunin finnst þér að eigi betur við Kevin? Útskýrðu svar þitt.
 4. Hver eru tengslin á milli þessara fyrri raskana og Andfélagslegrar persónuleikaröskunar?
 5. Eftir lestur á Andfélagslegri persónuleikaröskun, hvað sérðu mörg einkenni hjá Kevin, ungum sem eldri? Teldu þau upp.
 6. Nær Kevin – að þínu áliti – skilgreiningarviðmiðum fyrir Andfélagslega persónuleikaröskun?
 7. Í hvaða skilningi er We Need to Talk About Kevin “based on a true story” þótt bæði bókin og kvikmyndin séu vissulega skáldsaga?
 8. Hvaða tákn sérðu í myndinni, nefndi minnst 2. Útskýrðu þau stuttlega.
 9. Hvaða dæmi um hegðun Kevins finnst þér best sláandi?
 10. Hvert er þitt persónulega álit á We Need to Talk About Kevin?

 

Bloggverkefni um samaburð á We Need to Talk About Kevin og Halloween:

Takta yfirvegaða ákvörðum um tvær nátengdar geðraskanir í Kafla 15 sem Kevin er hugsanlega með (hint: seinni röskunin er í Kafla 18). Skoðaðu vel greiningareinkennin og reyndu að finna út hvort Kevin (sbr. Michael Meyers ungur í Halloween, 2007) fellur undir greiningarnar.

01. Einbeittu þér að skilgreiningunum og finndu eins marga liði og þú getur sem passa við þá röskun í hegðun Kevins í kvikmyndinni. Hættu ekki fyrr en þú hefur fundið 7 atriði í annarri hvorri röskuninni, sem Kevin er nokkuð augljóslega með.

02. Hvaða kenningu er kvikmyndin með um það hvað orsakar Hegðunarröskun?

03. Berðu saman Halloween (2007) og We Need to Talk About Kevin. Hvað er þrátt fyrir allt líkt með þessum tveimur ólíku myndum?

05. Hvaða tákn sérðu í myndinni. Nefndu tvö sterk tákn?

05. Hvernig túlkar þú lokaatriði myndarinnar? Mundu að þú getur séð lokaatriðið aftur hér að ofan.

06. Mundu svo að segja vandlega þitt eigið álit á myndinni.

 

Written by Kristján

February 20th, 2013 at 9:36 am