Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Hrollvekjugreining

leave a comment

Kvikmyndir koma í mörgum tegundum. Ein þekkt tegund er Hrollvekja (horror movie). Þetta er vinsælt þema, sérstaklega hjá ungu fólki og hafa þessar myndir þróast verulega frá því að fyrst fór að bera á þeim. Samt eru þær í raun mjög einfaldar – í uppsetningu. Skoðum þessa klassísku uppsetningu hrollvekjunnar.

 

Hrollveljan.

Hrollvekjan hefur mörg andlit.

 

Hér má sjá kenningu undirritaðs um þau atriði sem einkenna hrollvekjuna. Eins og sjá má þá eru þetta raun sálfræðileg atriði, t.d. varðandi hljóðið – prófið bara að horfa á almennilega vel vanda hrollvekju með volume í 0!

 

  1. TÓNLIST – EFTIRTEKTARVERT STEF. Margar hrollvekjur eru þekktar fyrir undurfalleg stef, eða þá mjög áberandi tónlist sem hægt eða að hægja á eða hraða.
  2. SNÖGGT OG HÁVÆRT HLJÓÐ. Þetta snögga hljóð er ávallt tengt neðangreindum atriðum, þ.e. splatter og eða ljótu andliti.
  3. SPLATTER. Óvæntar blóðslettur, grænt gubb eða hnífsstungur.
  4. LJÓTT ANDLIT. Verulega ljótt andlit.
  5. KJARNAFJÖLSKYLDA. Saklaus kjarnafjölskylda er fyrst kynnt og allt rólegt og huggulegt.
  6. INNRÁS. Fjölskyldan verður fyrir innrás í formi sjúkdóms, brjálaðrar geimveru, draugs, ófreskju…
  7. UPPGJÖR. Hámark myndar er uppgjör á milli innrásaraðila og fjölskyldu.
  8. HRINGRÁS. Eðlilegt líf laskaðar fjölskyldu kemst á aftur.

 

Kafli 1: Tónlist, eftirtektarvert stef

Byrjum á tónlist. Hrollvekjur eru sagðar áhrifaríkar vegna áhrifaríkrar tónlistar. Fyrst fallegt stef, hægt forhljóð, þ.e. hægt og lágt tónlistarstef, sem magnast smám saman og vekja tilfinningu um ótta. Þú bara veist að eitthvað hræðilegt er að fara að gerast.

En áður en við byrjum skoðaðu þá þetta fallega myndband af bíl í fallegu umhverfi.

 

 

Skoðum nú nokkur dæmi. Fyrst 5 þekktustu:

 

Síðan 10 þekkt dæmi:

 

Athugaðu núna hve vel þú hefur verið að fylgjast með:

 

Kafli 2: Snöggt og hávært hljóð

Síðan eru í hrollvekjunni einnig að finna nokkur mjög snögg og hávær hljóð, sem kalla fram sterk hræðsluviðbrögð. Þeim fylgir iðulega skelfileg mynd, snöggt hljóð með snöggri (ógeðslegri) mynd. Þetta gerist alltaf mjög snöggt.

 

Skoðum fyrst 10 þekkt dæmi:

 

10 þekktustu snöggu atriðin. Fylgja ekki alltaf snögg hávær hljóð?

 

Kafli 3: Splatter

Næsta hrollvekjueinkenni er splatter. Hrollvekjur eru alltaf með eina eða fleiri óvæntar blóðslettur, grænt gubb, skotatriði eða sverð/hnífa/axa splatter. Segja má að því fleiri og grófari sem splatterin eru því lakari er myndin. Kannski vill einhver sleppa því að skoða eftirfarandi dæmi? Það er þó vægt miðað við það sem þið getið séð með því að gúgla splatter scenes á Youtube. Hér má sjá húmorískt dæmi, ekki svo gróft.

 

 

Hér má sjá sjálfan Peter Jackson (Lord of the Rings leikstjórinn) í einni af fyrstu myndum sínu. Bad Taste frá 1987. Það er allt í lagi að horfa á atriðið, því það er fyrst og fremst fyndið. Peter Jackson leikur sjálfur þann sem ælir! Næst sjáum við cliff scene úr sömu mynd og enn er Peter Jackson í lokaatriðinu. Heldur ógeðslegra og meiri splatter, en þó fyrst og fremst fyndið.

 

 

Kafli 4: Ljótt andlit

Annað sem alltaf má finna í hrollvekjum er ljótt andlit – verulega ljótt andlit. Þetta þarf ekki að ræða og er það undir hugmyndafluginu hvers konar andlit við sáum í næstu hrollvekju.

Hér sjáið þið nokkur dæmi um hrollvekuandlit!

 

https://www.youtube.com/watch?v=trEZ5LQeTYY

 

1o scary faces:

 

Top 10 scary movie characters of all time:

 

Kafli 5: Kjarnafjölskylda

Loks er sagt að hrollvekjur séu alltaf eilíf hringrás. Fyrst er kjarnafjölskylda kynnt, þar sem allt er í lagi, enginn hrollur, ekkert að, en þó alltaf eitthvað smávegis gefið í skyn. Síðan er innrás: eitthvað ræðst inn í öruggu fjölskylduna og setur allt á annan endan (smitsjúkdómur, brjálaður morðingi, geimvera, ófreskja…). Skoðum þetta nánar. Er ekki yfirleitt fyrst að finna 10-20 mínútna kynningu á fjölskyldu?

 

Hér er alveg splunkunýtt dæmi. The Boy (2016) sem verið sýna núna. Takið eftir því hvernig fjölskylda er kynnt og að ekkert gerist framanaf.

 

Kafli 6: Innrás

Eftir að búið er að kynna fjölskylduna, oft móðir, faðir og eitt barn, þá er smám saman (eftir ca. 10+ mínútur farið að gefa í skyn að eitthvað sé að). Þetta má kalla innrás í kjarnafjölskylduna, sem fram að þessu hefur lifað þægilegu og rólegu lífi. Sjá t.d. upphafssenuna í Jaws, en þar segir frá lögreglumanni sem flýr hasarinn í stórborginni til að gerast lögreglustjóri í litlum sólarstrandarbæ þar sem ekkert alvarlegt gerist. En svo gerist þetta:

 

 

Kafli 7: Uppgjör

Hringrásin er svo fullkomin í hrollvekju með uppgjöri á milli fjölskyldumeðlims og innrásaraðilans. Að lokum þá sigrar (oftast fjölskyldan).

Hér má sýna hvaða meginatriði hrollvekju sem er, það er alltaf uppgjör á milli innrásarinnar og kjarnafjölskyldunnar (í víðum skilningi þess orðs).

Tökum þekkt dæmi, þar sem kaþólskur prestur fær eldri særingarprest til sín til þess að hrekja illan anda (djöfulinn) úr ungri stúlku. Vopn þeirra eru biblían, kross, heilagt vatn og setningin: The power of Christ compells you. Meira þarf ekki til (þá vitum við það)!

 

Kafli 8: Hringrás

Niðurstaða. Eðlilegt fjölskyldulíf eða áframhaldandi hrollur? Loks er eðlilegu lífi er komið á aftur (eins og í upphafi – hringurinn lokast). Í nokkrum hrollvekjum er kjarnafjölskyldan ekki látin vinna, en undirritaður hefur aldrei þorað að horfa á slíkar myndir til enda. Hér er þó trailerinn af (endurgerð af) einni þeirra þekktustu. Takið eftir því hvernig einkennin af ofan koma öll fram í trailernum. Dawn of the Dead 1978 og endurgerðin 2014:

 

https://www.youtube.com/watch?v=–IIwV_Y6VU

 

Samantekt þessi er gerð í þeirri von að þessi stutta yfirferð verði til þess að þú skiljir hrollvekjur betur og sofir betur á nóttinni.

Written by Kristján

January 16th, 2015 at 11:17 am

Posted in

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.