Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Bruce Willis’ tag

Unbreakable

leave a comment

TitillUnbreakable.

 

Unbreakable kápan.

 

Útgáfuár: 2000.

 

Útgáfufyrirtæki: Touchstone Pictures, Blinding Edge Pictures, Barry Mendel Productions & Limited Edition Productions, Inc.

 

Dreyfingaraðili: Buena Vista Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Barry Mendel, Sam Mercer & leikstjórinn.

 

Lengd: 106 mín.

 

Stjörnur: 7,2* (Imdb) og 6,8 + 7,7* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: M. Night Shyamalan (1970- ). Mahé, Puducherry, Indland.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraPraying with Anger (1992), Wide Awake (1998), The Sixth Sense (1999), Stuart Little (1999), Signs (2002), The Village (2004), Lady in the Water (2006), The Happening (2008), The Last Airbender (2010), After Earth (2013), The Visit (2015) og loks Split (2016) og Labor of Love er væntanleg 2018. Í flestum tilvikum er hann líka framleiðandi og einu sinni bara framleiðandi: Devil (2010).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Framleiðandi: Arnon Milchan og Mark Tarlov.

 

Tónlist: James Newton Howard.

 

Kvikmyndataka: Eduardo Serra.

 

Klipping: Dylan Tichenor.

 

Kostnaður: 248.100.000$/ Tekjur: 75.000.000$ = 173.100 milljónir í plús!

 

Slagorð: How many days have you been sick in your life?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Leikarar: / Hlutverk:

David Dunn.

Bruce Willis = David Dunn. Venjulegur fjölskyldumaður sem slasast aldrei og verður aldrei veikur.

 

Elijah Price sem margir kalla: Mr. Glass.

Samuel L. Jackson = Elijah Price / Mr. Glass. Brothættur búðareigandi fyrir teiknimyndasögur sem leitar að andstæðu sinni.

 

Audrey Dunn.

Robin Wright = Audrey Dunn. Eiginkona Davids Dunn. Samband þeirra er erfitt.

 

Laura Regan = Audrey Inverso. Audrey Dunn á yngri árum.

 

Joseph Dunn.

Spencer Treat Clark = Joseph Dunn. Sonur Davids Dunn, sem trúir því að faðir hans sé ofurhetja.

 

Frú Price, móðir Elijah.

Charlayne Woodard = Frú Price. Móðir Elijah, sem annast veikan son sinn og lagði alltaf áherslu á að hann var sérstakur.

 

m Night Shyamalan í hlutverki. Hann hermir líka eftir Alfred Hitchcock að þessu leiti.

M. Night Shyamalan = Eiturlyfjasalinn á íþróttavellinum.

Hér sjáum við leikstjórann í ýmsum smáhlutverkum. Hitchcock byrjaði á þessu og auðvitað verður Skyamalan að herma eftir því:

Sixth Sense
Dr. Hill
1999
Unbreakable
Stadium Drug Dealer
2000
Signs
Ray Reddy
2002
Village
Jay, Sanctuary desk guard
2004
Lady In The Water
Vick Ran
2006

 

Richard E. Council = Noel.

Dr. Dubin, læknirinn, sem tekur á móti Eliajh og sér að nýfætt barnið er margbrotið.

Michael Kelly = Dr. Dubin.

 

Leslie Stefanson = Kelly, unga konan sem David Dunn hittir í upphafi myndarinnar í járnbrautarlest.

 

Mínúturnar:

0:01 = Textinn.

0:02 = Kona Mrs. Price (Charlayne Woodard) var að eignast barn, sem grætur greinilega of mikið. Læknir kemur og skoðar barnið.

0:04 = David Dunn (Bruce Willis) er í jafnbrautarlest. hann sér barn sem hann brosir til og þegar hann sér sæta konu, Kelly (Leslie Stefanson) setjast nálægt honum þá tekur hann af sér giftingarhringinn. Hann fer að tala við hana og þá kemur fram að hann er vatnshræddur.

0:07 = Þegar Dunn fer að tala við konuna þá finnur hún að hann er að reyna við sig. Hún færir sig um nokkur sæti.

0:09 = Joseph sonur Dunns (Spencer Treat Clark) er að horfa á sjónvarpið heima og skiptir um rásis. Hann sér fréttatilkynningu um að járnbrautarlest hafi farið út af sporinu. Hann áttar sig á því að þetta er lestin sem pabbi hans var í.

0:10 = David Dunn vaknar á slysavarðstofunni. Lækir spyr hann einkennilegra spurninga, m.a. um það hvort hann hafi verið með þessa sjúkdóma eða hina. Dunn neitar því öllu. Dunn spyr svo um hina farþegana. Þeir eru allir dánir og ekki nóg með það, það er ekkert að Dunn, ekkert brotið, engin skráma.

0:12 = Eiginkona Audrey Dunn (Robin Wright) og sonur koma að ná í Dunn, ljósmyndarar sýna honum mikinn áhuga. Dunn er sleginn fyrir þessu öllu, en skilur ekki alveg.

0:14 = Eiginkonan spyr hvort Dunn hafi fengið vinnuna sem hann sótti um í New York. Hann segir nei, en að hann ætli samt að flytja út. Eru þau að skilja?

0:15 = Þegar Dunn kemur út úr jarðarförinni vegna lestarslysins þá sér hann miða á bílnum sínum. hann Opnar umslagið og þar stendur: How many days have you been sick in your life?

0:18 = Dunn spyr alla hvenær hann hafi seinast verið veikur. Enginn getur svarað honum.

0:20 = West Philadelphia 1974. Við sjáum Elijah Price/Mr. Glass (Samuel L. Jackson), sem vill ekki fara út að leika sér með hinum börnunum. Hann er handleggsbrotinn og neitar að fara út. Móðir hans segir honum samt að fara. Hann segir hin börnin stríða sér og kalla sig Mr. Glass.

0:22 = Mamman platar strákinn út með því að setja út á leikvöllinn gjöf handa honum. Gjöfin er Active Comics – teiknimyndasögur. Hún segist hafa keypt fleiri eintök, sem hann fái að lesa ef hann fari út.

0:24 = Nútíminn. Mr. Glass er orðinn fullorðinn og sölumaður teiknimyndasagna. Hann er að selja manni teiknimynd rándýru verði. Þegar Glass kemst að því að maðurinn ætlar bara að gefa 4 ára syni sínum myndina þá rekur Glass hann út. Segir þetta list, ekki barnadót.

0:27 = Dunn finnur út hver sendi honum nótuna: Mr. Glass. Hann mætir í búðina með syni sínum. Þeir fá fágaðan fyrirlestur frá Elijah um sögulegt gildi teiknimynda.

0:28 = Elijah segir frá því að hann sé með ostegenesis imperfecta/brittle bone disease, sem er sá ættgengi sjúkdómur að beinin í líkamanum brotna auðveldlega. Þetta er misalvarlegt, ekki týpa 1, ekki 2, ekki einusinni 3, heldur erfiðustu útgáfuna, þar sem menn brotna svo auðveldlega að þeir lifa ekki lengi. Raunar eru til helmingi fleiri afbrigði af þessum sjúkdómi, mis-alvarleg.

0:29 = Elijah bætir við: Þar sem að ég er á endanum á rófinu (spectrum), þá hlýtur einhver að vera algerlega á hinum endanum. Lógískt, ekki satt?

0:30 = Dunn segir Elijah að hann trúi þessu alls ekki og að hann ætli nú að snúa aftur til vinnu sinnar, að vera öryggisvörður á íþróttavelli.

0:33 = Eiginkonan talar við Dunn og segist vilja reyna áfram, hún vilji líta svo á að þar sem hann lifði af lestrarslysið þá þýði það að þau eigi að reyna aftur.

0:36 = Þegar Elijah mætir á íþróttavöllinn til að tala við Dunn þá kemst hann að því að Dunn virðist vera með yfirnáttúrulega hæfileika. Hann finni t.d. á sér – sér raunar fyrir sér – að einn væntanlegur áhorfandi er líklega vopnaður. Maðurinn hverfur þeim þó sjónum áður en þeir geta stöðvað hann.

0:40 = Á leiðinni út í bíl sér Elijah aftur manninn sem Dunn þóttist sjá að væri vopnaður. Elijah ákveður að elta hann. Á leiðinnni niður stiga dettur Elijah og margbrotnar (enn og aftur), en sér þó að maðurinn var vopnaður nákvæmlega eins og Dunn sá fyrir sér.

0:43 = Sonurinn horfir á pabba gera lyftingar og setur allt of mikla þyngd á lóðin. Dunn getur samt lyft hvaða þyngd sem er: 270 pund! Hann er farinn að trúa því að pabbi hans er ofurhetja. Dunn er orðinn forvitinn, hann eykur enn pundin og getur samt lyft því. Það er sama hve hann bætir miklu við, hann getur alltaf lyft þyngdinni. Hann getur lyft öllum lóðunum og meira til! 350 pund alls!

0:49 = Elijah mætir í endurhæfingu eftir að læknir segir honum frá því að hann sé margbrotinn. Svo fer hann í endurhæfingu til eiginkonu Dunns! Hann fer að spyrja hana um Dunn og hæfileika hans.

0:52 = Dunn er í vinnunni og finnur þá fyrir snertingu eins áhorfanda. Svo prófar hann mann, hvort hann sé að selja dóp. Þessi maður er leikinn af leikstjóranum, M. Night Shyamalan.

0:55 = Hringt er í Dunn og honum tilkynnt að sonur hans sé slasaður. Það reyndist ekki alvarlegt, en þegar hann ræðir við hjúkrunarkonuna, þá segir hún honum söguna af því þegar hann, Dunn, var lítill. Hann datt ofan í laugina og drukknaði næstum því. Hann náðist eftir 5 mínútur og það tókst að endurlífga hann. Dunn vissi ekkert af þessu og loks spyr hjúkrunarkonan hvort hann sé enn með vatnsfælni?

0:58 = Sonurinn hleður heimilisbyssuna og segist ætla að skjóta föður sinn, sem er allt í lagi, þar sem að hann er ofurhetja. Pabbinn nær að stöðva hann.

1:00 = Dunn hittir Elijah sem segir honum frá því að hann hafi séð byssuna, sem áhorfandinn hafði falda inn á sér og að hún hafi verið nákvæmlega eins og Dunn lýsti henni. Dunn segir honum þá frá því að hann hafi orðið veikur í æsku og líka nærri drukknaður. Hann trúir honum því ekki.

1:08 = Dunn hjónin reyna að bjarga hjónabandinu, en þá kemur atvinnutilboð til Davids í New York.

1:10 = Elijah les inn skilaboð á símann. Hann las Century Comics 175 og áttar sig á því að þótt þeir tveir séu eins ólíkir og hægt er þá eigi þeir þó eitt sameiginlegt. Báðir bregðast illa við vatni. Fyrir David Dunn þá er vatnið veikleiki hans, rétt eins og græna kriptonítið sé fyrir Súpermann (allir eru með a.m.k. einn veikleika).

1:12 = Nú rifjast upp fyrir Dunn þegar hann var í tilhugalífinu, og hann efnilegur íþróttamaður, þá bjargaði hann eiginkonunni úr bíl eftir alvarlegt bílslys. Hann slasaðist ekkert sjálfur. Hann er óbrjótanlegur. David hringir í Elijah og segir:

 

David: I have never been injured in my life. What am I supposed to do now?

Elijah: Go to where people are.

 

1:16 = Dunn gengur um meðal fólks á lestarstöð, hann fylgist með og honum dugar fylgjast með fólki til að sjá hið illa sem er að gerast. Dunn sér þjóf, nauðgara og morðingja – með því að horfa á vissa einstaklinga þá sér hann hvað þeir hafa gert af sér. Dunn ákveður að elta einn grunsamlegan.

1:19 = Dunn eltir manninn heim og læðist inn á heimili hans. Dunn veit ekki hvað maðurinn hefur gert af sér, en finnur á sér að það er alvarlegt.

1:22 = Í einu herberginu sér hann tvær konur bundnar við vegg. Hann losar þær og frelsar. Strax á eftir nær maðurinn að henda Dunn niður og ofan í sundlaug. Vatnsfælnin!

1:26 = Dunn nær þó að bjarga sér, enda ofurhetja og fer aftur inn í íbúðina, kemur aftan að manninum og kyrkir hann. Hann losar þriðju konuna, sem var hlekkjuð við ofn.

1:28 = Dunn fer heim og í rómantísku atriði ber konu sína upp í rúm, leggst við hliðina á henni og segist hafa dreymt illa!? Hún segir að það sé allt í lagi: It’s over now.

1:30 = Morgunverðarborð hjá fjölskyldunni. Eiginkonan segist hafa verið að hugsa um Elijah Price. Hún leggur til og feðgarnir virðast sammála: If he shows up again, then we should call the police.

1:31 = En þegar sonurinn sest, þá blikkar pabbinn hann og lætur hann lesa fyrirsögn í blaðinu: “Hero” Rescues two children; Parents found dead in house. Strákurinn skilur: Pabbi er ofurhetja! Dunn bætir við: You were right! og gefur honum til kynna að þetta sé leyndarmálið þeirra.

1:32 = Dunn er mættur á sýningu Elijah um teikningar á ofurhetjum. Þar hittir hann móður Elijah. Hún segist vita hver Dunn sé. Eruð þið ekki orðnir góðir vinir? Jú, segir Dunn.

1:34 = Dunn fer inn á vinnustofu Elijah. Elijah segir: It is done. Og bætir við: This is where we shake hands. En þá gerist það aftur, Dunn sér allt í einu fyrir sér hvernig Elijah var viðstaddur alls konar stórslys. Hvað merkir þetta eiginlega?

1:36 = Nú rennur það upp fyrir Dunn, að Elijah er orsakavaldurinn af öllum þessum slysum.

 

Elijah: You know what the scariest feeling is? It’s not knowing why you are here. That’s just an awful feeling.

Dunn: What have you done?

Elijah: I almost gave up hope. There were so many times that I questioned myself.

Dunn: You killed all those peope.

Elijah: But I found you. So many sacrifices … just to find you.

Dunn: Jesus Christ!

Elijah: Now that we know who you are … I know who I am.

Elijah: I am not a mistake.

Elijah: In a comic do you know how you can tell who the arch-villain’s going to be?

Elijah: It all makes sense.

Elijah: He’s the exact opposite of the hero.

Elijah: And most time they’re friends, like you and me.

Elijah: I should have known way back when. You know why, David? Because of the kids.

 

1:37 = Dunn gengur í burtu og hristir hausinn. Myndin endar á þessum texta:

David Dunn led the authorities to Limited Edition where evidence of three acts of terrorism was found.

Elijah: The called me Mr. Glass.

Elijah is now in an institution for the criminally insane.

1:38 = THE END.

 

Verkefni:

 

 1. Hver er söguþráður Unbreakable, í stuttu máli, séð frá bæjardyrum David Dunn?
 2. Hver er söguþráður Unbreakable, í stuttu máli, séð útfrá Elijah Price, öðru nafni Mr. Glass?
 3. Hvernig nákvæmlega endar Split, þ.e. eftir að Dýrið er búið að sleppa stelpunni, henni bjargað og hann búinn að tala við sínar undirpersónur. Hvaða tveir karakterar koma þá fyrst fyrir?
 4. Hver er þá endanlegur skilningur á Split, út frá seinustu setningum myndarinnar Unbreakable?
 5. Hvað segir leikstjórinn indverski M. Knight Shyamalan um það hvernig þessar tvær myndir tengjast? Skoðið viðtöl við hann á netinu.
 6. Ekki gleyma að skifa álit þitt á myndinni Unbreakable.

Written by Kristján

March 16th, 2017 at 1:33 pm

12 Monkeys

leave a comment

Titill: Twelve Monkeys.

 

12Monkeys kápan.

12 Monkeys kápan.

 

Útgáfuár: 1995.

 

Útgáfufyrirtæki: Atlas Enterteinment.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

 

Land: Bandaríkin: Baltimore og Philadelphia.

 

Framleiðandi: Charles Roven.

 

Lengd: 124 mín.

 

 Stjörnur: 8,1* (Imdb) og 8,8 + ?,?* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Terry Gillam.

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Meaning of Life.

 

Handrit: David og Janet Peoples.

 

Tónlist: Paul Buckmaster.

 

Kvikmyndataka: Roger Platt.

 

Klipping: Mike Andsley.

 

Kostnaður/tekjur: 29.500.000$/168.839.459$.

 

Slagorð: The future is mystery.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

http://www.youtube.com/watch?v=CBNMEwNx9x4

 

Flokkun: Vísindaskáldsaga.

 

Plot: Bruce Willis leikur James Cole, glæpamann úr framtíðinni frá árinu 2033, sem flakkar aftur í tíma til ársins 1990 til að finna lækningu á veikindum, sem þurrkaði nánast allt mannkynið út.

 

Leikarar/Hlutverk:

Bruce.

James Cole.

Bruce Willis = James Cole, er dæmdur glæpamaður sem á heima fyrir neðan Philadelphiu borg eftir miklar hamfarir. Árið er 2035, en hann þarf að fara aftur til 1996-7. Cole fær náðun ef hann tekur þetta tímaflakk að sér.

 

Stove

Kathryn Railly geðlæknir.

Madeleine Stowe = Kathryn Railly. Hún er geðlæknir, sem í fyrstu telur Cole geðveikan. Cole lenti 1990, en ekki 1996 og enginn trúir honum. Hann er því settur á geðdeild, þar sem Railly á að annast hann.

O

Jeffrey Goines.

Brad Pitt = Jeffrey Goines. Snarruglaður sonur dr. Goines. Afburðaleikur – segja má að Brad Pitt steli senunni með leik sínum. Sérðu augun? Cole hittir Goines á geðdeildinni árið 1990 og kynnist þar rugluðum hugmyndum hans m.a. um réttindi dýra.

Dr. Goines.

Dr. Goines til hægri, faðir Jeffreys.

Christopher Plummer = Dr. Goines. Cole fær geðlækninn til að fara með sig til Philadelfiu til að finna dr. Goines, en hann segist ekkert vita um neinn vírus. Hann er aftur á móti stofnandi “the Army of the Twelve Monkeys” – hvað sem það nú er.

 

Seta.

Jose.

Jon Seda = Jose. Ef frá sama tíma og Cole, færir honum byssu og segir honum að ljúka leiðangri sínum.

Lt. Halperin.

Lt. Halperin rannsóknarlögreglumaður.

Christopher Meloni = Lt. Halperin, rannsóknarlögreglumaður, lengst af á eftir Cole.

S

Dr. Peters.

David Morse = Dr. Peters, samstarfsmaður dr. Goines og sá sem reynist vera “smitarinn.”
Einn vísindamannanna, dr. Fletcher.

Einn vísindamannanna, dr. Fletcher.

Frank Gorshin = Dr. Fletcher.

 

Vernon Campbell = Tiny.

 

Lisa Gay Hamilton = Teddy.

 

Vísindamennirnir 12.

Vísindamennirnir 12. Hvaða lið er þetta eiginlega?

 

Bob Adrian = Geologist.

 

Simon Jones = Geologist.

 

Carol Florence = Astrophysicist/Jones.

 

Bill Raymond = Microbiologist.

 

Street preacher.

Street preacher.

Thomas Roy = Street preacher.

 

Hvað merkir: 12 apar?

Hvað merkir: 12 apar?

 

Storyboard. Flestir kvikmyndaleikstjórar vinna úr frá svona teikningum. Sástu þessar senur í myndinni?

Storyboard. Flestir kvikmyndaleikstjórar vinna úr frá svona teikningum. Sástu þessar senur í myndinni?

 

12 Monkeys er flókin, en skiljanleg mynd, ef maður gefur sér tímaflakk. En hvað er það?

12 Monkeys er flókin, en skiljanleg mynd, ef maður gefur sér tímaflakk. En hvað er það?

 

Hér á eftir koma nokkar kenningar um tímaflakk og einnig samanburður við aðrar kvikmyndir sem gefa sér sömu eða sambærilega forsendu.

Written by Kristján

October 6th, 2014 at 7:39 pm

Looper

leave a comment

Titill: Looper

Útgáfuár: 2012.

Útgáfufyrirtæki: TriStar Pictures, Alliance Films.

Lengd: 118 mín.

Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 9,3/8,7* (RottenTomatoes).

Leikstjóri: Rian Johnson.

Handrit: Leikstjórinn.

Framleiðandi: Ram Bergman og James D. Stern.

Trailer:

 

Helstu leikarar / Hlutverk:

Joseph Gordon-Lewitt / Joe Simmons. Aðalhlutverkið, Joe sem ungur maður.

Bruce Willis / Old Joe Simmons. Sama hlutverkið, nema nú er Joe eldri.

Emely Blunt / Sara Rollins. Sæta stelpan á bóndabænum, móðir (?) eða bara uppaldandi Cids, stráksins.

Pierce Gagnon / Cid Harrington. Ungi drengurinn á bóndabænum. Með einhver skonar skyggnigáfu. Heldur að Sara sé ekki raunveruleg móðir hans.

Jeff Daniels / Abe. Aðal gangsterinn, en þó bara smápeð, miðað við Rainmaker, sem er sá glæpamaður sem ræður öllu og notar tímavélina til að losa sig við þá sem hann vill þurrka út, ekki bara drepa, heldur senda aftur svo að þeir og þeirra saga hverfi alveg.

Noah Segan / Kid Blue. Algerlega misheppnaður undirmaður Abe, sá sem alltaf og án árangurs er að reyna að gera Abe glæpapabba sínum til geðs.

Xu Quing / Ónefnd eiginkona Old Joe. Hin góða kínverska eiginkona Old Joe.

Paul Dano / Seth Richards. Sá sem fyrstur er til að brjóta upp þetta kerfi Rainmaker/Abe að senda menn aftur í tímann til að drepa sjálfa sig og þurrka sig þannig út.

 

Heimspekileg hugtök myndarinnar:

Tímaflakk: Rian Johnson handritshöfundur og leikstjóri sagði um myndina:

Even though it’s a time-travel movie, the pleasure of it doesn’t come from the mass of time travel. It’s not a film like Primer, for instance, where the big part of the enjoyment is kind of working out all the intricacies of it. For Looper, I very much wanted it to be a more character-based movie that is more about how these characters dealt with the situation time travel has brought about. So the biggest challenge was figuring out how to not spend the whole movie explaining the rules and figure out how to put it out there in a way that made sense on some intuitive level for the audience; then get past it and deal with the real meat of the story (Kit, Borys, Hollywood Reporter. Sept, 2012).

Mögulegir heimar

Ein leið til að skilja tímaflakk er heimspekilega hugtakið mögulegir heimar (possible worlds). Þetta hugtak er á sviði verufræði (ontology – þ.e. spurningin um það hvað er til) rökfræði og er ekki gamalt hugtak. Helstu núlifandi heimspekingar sem velta hugtakinu fyrir sé eru Saul Kripke og David Lewis. Eldri heimspekingar veltu þessu ekki mikið fyrir sér, en þó má sjá ákveðna umræðu um það hjá Gottfried Leibniz, þó í annarri merkingu. Hann talaði um mögulega heima sem hugmyndir Guðs og færði fyrir því rök, að þessi heimur, okkar heimur, væri the best of all possible worlds. Þegar nánar er skoðað má sjá að nokkrir arabískir heimspekingar (Al-Ghazali (1058-1111), Averroes (1126 -1198) og Fakhr al-Din al-Razi (1149-1209) og jafnvel miðalda heimspekingruinn John Scotus (850-877)) ræddu frumgerð hugtaksins líka.

David Lewis og Saul Kripke ræða hugtakið mögulegir heimar í annarri merkingu. Þeir tengja hugtakið við setningar, nánar tiltekið fullyrðingar, en fullyrðing er setning sem hefur sanngildi (er annað hvort sönn eða ósönn). Þeirra útlistun er svona:

 1. Sannar (true) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í þessum raunverulega heimi (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 bæði fyrir stelpur og stráka).
 2. Ósannar (untrue) fullyrðingar: Eru alar þær fullyrðingar sem eru ósannar í þessum raunverulega heimi (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 eingöngu fyrir stelpur).
 3. Mögulegar (possible) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í a.m.k. einum mögulegum heimi (t.d. Kvennaskólinn er eingöngu fyrir stráka).
 4. Ómögulegar (impossible) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru ósannar í öllum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn er árið 2012 á sama tíma bæði fyrir stelpur og ekki fyrir stelpur).
 5. Nauðsynlega (necessarily true eða bara necessary) sannar fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í öllum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík er Kvennaskólinn í Reykjavík eða 2+2=4).
 6. Háðar (contingent) fullyrðingar: Eru allar þær fullyrðingar sem eru sannar í sumum mögulegum heimum og ósannar í öðrum mögulegum heimum (t.d. Kvennaskólinn í Reykjavík er eingöngu fyrir stelpur og Kvennaskólinn í Reykjavík er eingöngu fyrir kynskiptinga).

Tímaflakk

Tímaflakk er hugtak sem vísar til þess að ferðast á milla tveggja staða í tíma, sambærilegt við það að ferðast á milli tveggja staða. Hugtakið vísar í báðar áttir, þannig getur það vísað til þess að fara aftur á bak í tíma til augnabliks sem er á undan því sem farið er frá. Einnig (en þó erfiðara) er að hugsa sér að fara áfram í tíma, til framtíðarinnar, án þess að upplifa tímann sem er á milli þess tíma sem farið er frá, t.d. febrúar 2013 til febrúar 2014. Maður er þá bara allt í einu búinn að hoppa yfir (án þess að upplifa það), eitt ár.

Tímavél

Til þess að komast á milli tíma, afturábak eða áfram, þá þarf, segja vísindaskáldsöguhöfundar, tímavél. Við sáum hana í myndinni, er ekki í notkun. Þetta var 2-3 metra á kúla, sem tímaflakkari er væntanlega settur inn í.

 

TK: Telekinesis

Telekinesis skilgreining: Kinesis er gríska og merkir “hreyfing”. Tele merkir úr “fjarlægð”. Psychokinesis er samheiti. Hugmyndin er að geta hreyft efnishluti úr fjarlægð, eins og að beygja skeiðar eða hreyfa hluti til eða að lyfta þeim upp. Vísindamenn vilja ekki meina að slíkt sé sannað, en mín persónulega skoðun er sú að einfaldasta leiðin til að spyrja hvort eitthvað sé til er peningar. Vísindin sanna ekki neitt, heldur bara afsanna, þau geta þó demonstrerað með tilraunum, alls konar hluti, sem settar eru upp þannig að aðrir geti gert sömu tilraunir. Mín skoðun er einfaldlega sú að spyrja: hefur þetta verið nýtt í bisness? Ef ekki, þá er það ekki til, ekki sannað, ekki rétt. Tökum t.d. hæfileikann til að hreyfa hluti út fjarlægð eða beygja málmhluti. Ef það væri hægt, ef einn maður gæti þetta, þá væri hann ráðinn af Álverinu, bankaþjófum, ríkinu, hernum, iðnaði eða Geimvísindastofnun. Þessir gætu örugglega notað slíkan hæfileika til gagns!

Til eru alls konar “sannanir” á netinu í dag. Skoðaðu þessi myndbönd:

 

Aðrar myndir sama efnis

Loop, loka loopinu

Aðal senan (lokasenan eða dinerinn)

Written by Kristján

February 26th, 2013 at 12:57 pm