Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Jake Gyllenhaal’ tag

Enemy

leave a comment

TitillEnemy.

Enemy kápan.

 

Takið eftir skagorðinu á þessari flottu kápu: YOU CAN’T ESCAPE YOUR SELF.

 

Enn flottari og innihaldsríkari kápa.

 

Útgáfuár: 2013.

 

Útgáfufyrirtæki: Mecanismo Films, micro_scope, Rhombus Media & Roxbury Pictures.

 

Dreyfingaraðili: E1 Films (Kanada), Alfa Pictures (Spánn) og A24 (Bandaríkin).

 

Land: Kanada og Spánn.

 

Framleiðandi: M. A. Faura & Niv Fichman.

 

Lengd: 1:31 mín.

 

Stjörnur: 6,9* (Imdb) og 7,5 + 6,2* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Denis Villeneuve (1967- ). Trois-Riviéres, Quebec, Kanada.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraCosmos (1996), August 32nd on Earth (1998), Maelström (2000), Polytechnique (2009), Incendies (2010), Prisoners (2013), Sicario (2015),  Arrival (2016), Blade Runner 2049 (2017) og Dune (væntanleg árið 2018).

 

Handrit: Javier Gullón, byggt á bók José Saramago: The Double.

 

Tónlist: Daniel Bensi & Saunder Jurriaans.

 

Kvikmyndataka: Nicolas Bolduc.

 

Klipping: Matthew Hannam.

 

Tekjur: 3.400.000$. Kostnaður: ?$ = Ekki gefið upp!

 

Slagorð: You can’t escape your-self.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Leikarar: / Hlutverk:

 

Adam eða Anthony?

Jake Gyllenhaal = Adam Bell / Anthony Saint Claire. Dobblegänger?

 

Mary.

Mélanie Laurent = Mary. Kærasta Adams.

 

Helen.

Darah Gadon = Helen Claire. Kærasta leikarans Anthony.

 

Móðirin.

Isabella Rossellini = Móðirin. Móðir Adams sögukennara (og líka Anthonys?).

 

Kedar Brown = Öryggisvörður.

 

Darryl Dinn = Myndbandssölumaður.

 

Mínúturnar:

0:01 = Texti.

0:02 = Adam (Jake Gyllenhaal) eða er það Anthony? gengur inn í dimman sal fullan af körlum. Þar eru menn að horfa á eitthvað klám í beinni útsendingu, sem m.a. fellst í því að nakin hona (þó í háhæluðum skóm) gengur að könguló – tarantula – og virðist ætla að stíga ofan á hana. Það sést þó ekki vel, en gerðu svo vel:

 

 

0:05 = Adam er að kenna í háskóla. Virðist vera að kenna sögu og talar um hvernig yfirvöld halda þegnum sínum í skefjum með ýmsu móti.

0:07 = Adam er kominn heim og virðist vera þreyttur eða jafnvel þunglyndur – allavega ekkert ánægður. Kærastan Mary (Mélanie Laurent) kemur og þau kyssast, borða og stunda kynlíf. Svo fer hún burt, allt frekar þungt.

0:09 = Við heyrum fyrirlestur Adam endurtekinn um það hvernig einræðisríki kúga þegna sína.

0:10 = Á kennarastofunni spyr annar kennari Adam hvort hann fari mikið í bíó. Samræðurnar eru frekar þvingaðar. Kennarinn mælir með nýrri mynd: Where There is a Will, There is a Way.

0:11 = Á leiðinni heim nær Adam sér í umrædda mynd, en horfir ekki á hana strax. Hann vill frekar fara yfir ritgerðir. Adam virðist ekki mjög hamingjusamur.

0:12 = Fljótlega gefst Adam upp á ritgerðunum og setur myndina á. Hann horfir aðeins, en fer svo upp í rúm. Kærastan er þar og þegar hann reynir við hana þá bregst hún illa við og segist vera farin heim. Adam fer aftur að horfa á myndina.

017 = Adam kemur of seint í tímann og hann byrjar strax að tala um heimspekinga, þ. á m. Hegel og vitnar í hann. Hann bætir við að mjög margir fræðimenn séu á því að þessi öld verði endurtekning á þeirri seinustu.

0:18 = Þegar heim er komið skoðar Adam myndina enn frekar og sér að einn aukaleikarinn er alveg eins og hann! Hann finnur nafn hans aftast í textanum sem fylgir myndum og gúglar svo nafnið. Þegar hann er búinn að sjá í gegnum leikaranafnið, þá finnur hann leikarann: Anthony Saint Claire (Jake Gyllenhaal). Hann sér líka mynd og þá kemur í ljós að þeir tveir eru alveg eins! Daginn eftir finnur Adam aðrar myndir sem þessi Anthony hefur leikið í og skoðar þær.

0:20 = Adam verður eðlilega mjög upptekinn af þessu og ákveður að hafa samband við leikarann eða allavega umboðsskrifstofu hans.

0:22 = Adam mætir á umboðsskrifstofuna á laugardegi og enginn er við. Dyravörður kannast þó við hann (þ.e. Anthony) og segir að það séu skilaboð sem bíði hans. Hann þekkir Adam greinilega sem Anthony.

0:26 = Adam finnur heimilisfang tvífarans og fer þangað. Hann stendur fyrir utan blokkina og ákveður að hringja í hann. Kona svarar og þegar Adam segist vilja tala við hann, þá hlær konan af því að hún þekkir röddina og heldur að þetta sé Anthony.

0:30 = Adam hringir aftur og skellir á, en hringir þó strax aftur, nær þá í Anthony og segist ekkert skilja í þessu. Við verðum að hittast, segir hann, ég sögukennarinn og þú, leikarinn. Anthony segist ekki vilja það og segir kærustu sinni að sá sem hringdi sé eltihrellir.

0:32 = Kærasta Anthonys, hún Helen Claire (Darah Gadon) trúir honum ekki. Hún heldur að Anthony sé (aftur?) að halda framhjá. Hún heldur að þetta hafi verið afbrýðisamur eiginmaður.

0:37 = Nú hringir leikarinn, Anthony, í Adam og segist hafa skipt um skoðun. Hann vill nú hitta tvífara sinn.

0:39 = Þegar Adam sest niður fyrir framan skóla sinn, þá sest þunguð kona á bekkinn við hliðina á honum. Hvað er hún að gera þarna? Hann gerir sér enga grein fyrir því að hún er kærasta tvífara hans. Þegar Adam fer inn að kenna þá hringir hún í kærastann, sem svarar og er þar af leiðandi annars staðar. Hvað er að gerast?

0:41 = Þegar leikarinn kemur heim þá skilur hann ekkert í því hvað er að kærustunni. Hann spyr hana endurtekið, og hún segist þá hafa farið á vinnustað hans. Hún segir hann bæði hafa sömu rödd og vera alveg eins og hann. Anthony skilur ekki neitt.

0:44 = Draumsena: Adam eða Anthony sjá nakta konu sem gengur á hvolfi eftir löngum gangi. Hún er með andlitsgrímu. Merkingin er ?

0:45 = Adam mætir á staðinn þar sem tvífararnir ætla að hittast. Það virðist vera hótelherbergi. Hann fer þar inn. Adam er mættur á undan. Anthony kemur inn. Þeir stara á hvorn annan.

0:49 = Kannski erum við bræður, segir leikarinn. Hann sýnir svo sár á maganum, sem er alveg eins (og á sama stað) og hinn er með. Hvenær ertu fæddur, spyr hann? Adam ræður ekki við þetta og flýr.

0:51 = Þegar Anthony kemur heim þá segir hann við ólétta kærustu sína að hafa ekki áhyggjur, hann muni ekki hitta tvífarann aftur.

0:52 = Allir engjast sundur og saman, enginn skilur neitt í þessu. Nú er það leikarinn sem fer að njósna um Adam. Hann sér hann fara út úr húsi og sér kærustu hans. Hann verður heillaður og eltir hana. Hún veitir því ekki eftirtekt í strætisvagni, þótt hann taki af sér mótorhjólahjálminn. Hann sér hvar hún vinnur.

0:57 = Adam segir móður (Isabella Rossellini) sinni frá þessu, en hún afneitar þessu öllu og segist ekki eiga önnur börn en hann. Þetta er bara fantasía í þér, þú vilt bara verða lélegur leikari (frekar en kennari)!

0:59 = Anthony er kominn með áætlun. Hann virðist hafa kynferðislegan áhuga á kærustu Adams. Af hverju hringdir þú í konu mína, spyr Anthony. Antony spyr hvort Adam hafi verið með kærustu hans? Adam segir hann brjálaðann! Anthony segir Adam hafa dregið konu hans inn í dæmið og að hann geti bara jafnað málið með því að fara út með kærustu hans á móti eina kvöldstund. Anthony tekur kennaraföt Adams og fer út.

1:04 = Anthony er farinn í bíltúr með kærustu Adams og Adam fær í staðinn heim til Anthony. Single swingers?

1:06 = Dyravörðurinn í blokk Anthonys hleypir Adam inn og í lyftunni spyr hann Adam (sem hann heldur að sé Anthony) hvort hann megi fara aftur í kjallarann? Ha? Dyravörðurinn hleypir Adam inn í íbúðina. Þegar þangað er komið þá skoðar Adam sig um og fer svo að máta föt Anthonys.

1:17 = Adam bíður lengi í íbúðinni, en loksins kemur kærasta (Anthonys) heim. Hún fer strax upp í rúm, en Adam veit ekkert hvað hann á að gera.

1:12 = Á sama tíma er Anthony að tæla kærustu Adams upp á hótelherbergi. Adam á aftur á móti í erfiðleikum með að koma sér upp í rúm.

1:14 = Kærasta Anthonys horfir lengi á Adam og virðist gruna eitthvað. Eða hvað? Rétt áður en hún sofnar spur hún: Did everything go ok in the school? og bætir svo við: Never mind.

1:17 = Í miðri kynlífssenu verður kærasta Adams aftur á móti alveg viss um að þetta sé ekki Adam, því hann er með einhvern hring, sem hún kannast alls ekki við. Á sama tíma virðist samband Adams við kærustu Anthonys vera innilegra. Adam segir: I’m sorry og þau kyssast. Á sama tíma er hitt parið komið upp í bíl og í rifrildi þá missa þau stjórn á bílnum og hann veltur. Líklega lifa þau ekki slysið af, þótt það komi ekki beinlínis fram.

1:20 = Um morguninn er sú ólétta í sturtu og þá fer Adam í önnur föt af Anthony og virðist vera nokkuð ánægður með breytinguna. Hann finnur bréfið sem hann tók á umboðsskrifstofunni og skilaði til Anthonys fyrr og opnar það. Þar er lykill – að klám-kjallara-búllunni?

1:22 = Sú ólétta kallar út baðherberginu og segir að mamma hans hafi hringt. 

1:24 = Adam (sem nú er orðinn Athony?) svarar að hann verði líklega upptekinn í kvöld og virðist glotta aðeins þegar hann handleikur lykilinn (hvernig veit hann að hverju þessi lykill gengur?) Hann fer inn í næsta herbergi og sér þá allt í einu … Skoðaðu þetta atriði mjög vel hér að neðan:

 

 

Spurningar:

 1. Hvernig myndir þú lýsa lífi Adams (og sambandi hans við kærustu) í einni setningu? En Anthonys?
 2. Hvernig túlkar þú þessi umskipti í seinni hluta myndarinnar frá Adam yfir í Anthony? Hvert ætti að vera slagorð myndarinnar?
 3. Hvað merkir þetta tákn (sjá mynd að neðan) sem þú séð 1 sinni eða 2-svar í myndinni?
 4. Hver er svo boðskapur myndarinnar eftir allt saman?
 5. Hvaða aðrar Dobbelgänger mynd(ir) hefur þú séð? Skoðaðu kennsluefnið.
 6. Mundu að svara svo hvert er persónulega álit þitt á myndinni.

 

Hvað merkir þetta eiginlega?

 

 

Lokaatriðið!

 

 

Written by Kristján

March 30th, 2017 at 1:55 pm

Zodiac

leave a comment

Titill: Zodiac.

 

Zodiac kápan.

Zodiac kápan.

 

Útgáfuár: 2007.

 

Útgáfufyrirtæki: Phoenix Pictures.

 

Dreyfingaraðili: Paramount Pictures & Warner Bros.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Mike Medavoy, Arnold W. Messer, Ceán Chaffin, Bradley J. Fischer & James Vanderbilt.

 

Lengd: 158 mínútur.

 

Stjörnur: 7,7* (Imdb) og 8,9* + 7,7* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: David Fincher (Denver, Colorado, USA, 1962- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóraAlien 3 (1992), Seven (1995), The Game (1997), Fight Club (1999), Panic Room (2002), The Curious Case of Benjamin Button (2008), The Social Network (2010), The Girl with the Dragon Tattoo (2011) og loks nýlega stórmyndin Gone Girl (2014).

 

graysmith

Gyllenhaal og Ruffalo með bókarhöfundi Robert Graysmith. Gyllenhaal leikur hann í myndinni.

 

Handrit: James Vanderbilt, byggt á bókinni Zodiac eftir Robert Graysmith.

 

Graysmith book

Graysmith bókin Zodiac varð fjótlega metsölubók (yfir 4 milljónir eintaka seld), enda virkilega vönduð og vel unnin bók. St. Martin’s Press, 1986. Í bókinni eru ýmsar kenningar reifaðar, en með aðstoð rannsóknarlögreglumannsins, David Toschi eru tveir sérstaklega nefndir, en í bókinni eru ekki gefin upp raunveruleg nöfn þeirra.

 

Tónlist: David Shire.

 

Kvikmyndataka: Harris Savides.

 

Klipping: Angus Wall.

 

Kostnaður: 65.000.000$/ Tekjur: 84.800.000$ = Nærri 20 milljónir dollara í plús.

 

Slagorð: Do?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Robert Graysmith, starfandi teiknari á San Francisco Chronicle dagblaðinu.

Robert Graysmith, starfandi teiknari á San Francisco Chronicle dagblaðinu.

Jake Gyllenhaal = Robert Graysmith, teiknari hjá San Francisco Chronicle dagblaðinu.

 

David Toschi.

David Toschi.

Mark Ruffalo = David Toschi, SFPD rannsóknarlögreglumaður.

 

Paul Avery.

Paul Avery.

Robert Downey, Jr. = Paul Avery, blaðamaðurinn á San Francisco Chronicle, sá sem skrifaði fyrir þá um málið.

 

William Armstrong.

William Armstrong.

Anthony Edwards = William Armstrong, SFPD rannsóknarlögreglumaður.

 

Melvin Bell.

Melvin Bell.

Brian Cox = Melvin Bell, vel metinn sjálfstætt starfandi lögfræðingur, sá sem fékk persónulegar bréfasendingar frá Zodiac.

 

Jack Mulanaz.

Jack Mulanaz.

Elias Koetas = Jack Mulanaz, sergant. Lögreglumaður frá Vallejo héraðinu.

 

Ken Narlow.

Ken Narlow.

Donal Logue = Ken Narlow, lögreglumaður frá Napa héraðinu.

 

Arthur Leigh Allen.

Arthur Leigh Allen.

John Carroll Lynch = Arthur Leigh Allen, sá sem helst var grunaður, en hann var aldrei sakaður um neinn Zodiac glæp.

 

Eins og hér kemur vel fram!

Eins og hér kemur skýrt fram!

 

Marty Lee.

Marty Lee.

Dermot Mulroney = Marty Lee, captain, yfirmaður rannsóknarlögreglumannanna Roberts og David.

 

Sherwood Morrill.

Sherwood Morrill.

Philip Baker Hall = Sherwood Morrill, rithandarsérfræðingur.

 

Melaine Graysmith.

Melaine Graysmith.

Chloé Sevigny = Melaine Graysmith, eiginkona Roberts.

 

John Getz = Templeton Peck, ritstjóri San Francisco Chronicle.

John Terry = Charles Thieriot

Charles Thieriot og Pempleton Peck (miðri mynd), ritstjórar San Francisco Chronicle dagblaðsins.

John Terry = Charles Thieriot, annar ritstjóri San Francisco Chronicle.

 

Adam Goldberg = Duffy Jennings

Duffy Jennings.

Adam Goldberg = Duffy Jennings, blaðamaður sem í alvöru starfaði á San Francisco Chronicle, sá sem tók við af Avery. Hann fékk bréf frá Zodiac árið 1978.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

003 = Par er í bíl, en það kemur maður labbandi að bílnum og algerlega óvænt skýtur parið sitjandi í bílnum.

010 = Bréf berst til dagblaðsins San Francisco Chronicle. Það er frá morðingjanum. Blaðamennirnir taka það upp þar sem mjög nákvæmar upplýsingar koma í ljós. Hann krefst þess að blaðsíða með dulmáli (þar sem nafn morðingjans á að koma í ljós) verði umsvifalaust birt í blaðinu.

012 = Paul Avery (Robert Downey, Jr.)  hringir í lögregluna og fær staðfest að þau fyrri morð sem koma fram í bréfinu eru rétt. Þeir ákveða – í samráði við lögregluna – að birta greinina, sem er á einhverju stjörnumerkja (zodiac) táknmáli.

015 = Blaðamennirnir komast að því að einhver kennari er búinn að ráða stjörnumerkin. Þar kemur fram að morðingjanum finnist mest spennandi að drepa menn, því að þeir eru: the most dangerous animal.

017 = Par liggur í magindum í almennings garði og slappar af. Þau sjá mann koma að þeim. Hann er dulbúinn og með byssu. Hann lætur konuna binda manninn. Hann bindur síðan konuna og talar við þau um ýmislegt. Svo stingur hann þau allt í einu með hnífi, þrátt fyrir samstarf þeirra. Að lokum hringir hann í lögregluna og lætur vita af árásinni.

020 = Á dagblaðinu eru menn að velta málinu fyrir sér þegar (skop)- teiknari (cartoonist) blaðsins Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) áttar sig á tengingu. Hann kannast við orðatiltækið: the most dangerous animal og tengir það við kvikmynd: The Most Dangerous Game. Hann tengir þetta við gamlar hrollvekjur, einhvern brjálaðan Zaroff.

 

Zaroff er brjálaður veiðimaður, sem ákveður að það sé miklu meira spennandi að veiða fólk.

dr. Zaroff er brjálaður veiðimaður, sem ákveður að það sé miklu meira spennandi að veiða fólk.

 

Myndin er eldgömul, frá 1932. Myndin er svart/hvít og aðeins 63 mínútur, en fær þó 7,3*. Hún fjallar um mikinn veiðimann sem á eyju í brjálæði sínu ákveður að veiða ekki lengur dýr, heldur menn, því: man is the most dangerous game.

Hér er trailerinn:

 

 

024 = Leigubílstjóri er skotinn í höfuðið af manni: væntanlega Zodiac. Lögreglumaðurinn Dave XX mætir á staðinn. Morðinginn tók peninga hans og veski. Hin morðin áttu sér stað utan borgar, en þetta er inn í miðri borg (San Francicso).

027 = Rannsóknarlögreglan finnur blóðuga hanska í bílnum og skothylki.

030 = Lítil börn sáu morðingjann og segja að hann hafi litið eðlilega út.

031 = Enn kemur blað til San Francisco þar sem Zodiac viðurkennir á sig morðið á leigubílstjóranum. Hann lætur lætur fylgja hluta af skyrtu mannsins með blóði á. Nú mætir rannsóknarloögrelumaðurinn Dave XX og tekur gögnin af blaðamönnu um. Þeir vonast til að fá fingraför.

033 = Lögreglan fær fræðimann til að greina skriftina og hann staðfestir að öll bréfin séu skrifuð af sama manninum. Þeir ákveða að birta nýjasta bréf hans þótt hann sé nú kominn til stórborgarinnar San Francisco og hóti að skjóta næst skólabörn.

035 = Aðstoðarlögreglumaðurinn hringir í lögregluna á hverju svæði og í ljós kemur að hver er að vinna í sínu máli, ekkert samband er á milli ólíkra lögregluembætta. Tveir lögreglumenn gefa sig fram og segjast hafa séð morðingjann ganga frá leigubílnum. Þeir fullyrða að maðurinn hafi ekki verið svartur, heldur hvítur, stór og stæðilegur, svolítið hermannalegur.

040 = Næstu nótt hringir Zodiac og tilkynnir að hann vilji tala við tala eftir þrjá tíma við sjónvarpsmann. Lögreglan nær í hann og lætur hann tala við Zodiac í beinni útsendingu.

043 = Zodiac hringir á réttum tíma, lætur kalla sig Sam, en skellir fjótlega á. Hann hringir þó aftur. Zodiac segist frá höfuðverki og þegar hann drepur þá hverfa þeir. Hann segist þurfa hjálp. Hann öskrar og segist finna mikið til. Hann þarf að drepa börn núna! Þeir ákveða að hittast fjótlega á stað sem Zodiac nefnir.

046 = Drengurinn sem lifði af árásina þar sem Zodiac talaði segir að þetta sé ekki hans rödd.

048 = Nokkrar vikur líða og Zodiac er enn að senda dagblaðinu bréf. Nú hlær hann að lögreglumönnunum og svo segist vera að gera sprengjur.

051 = Zodiac heldur áfram að skrifa bréf, núna heim til sjónvarpsmannsins Melvins, sem lætur lögregluna vita. Hann hótar að drepa fórnarlömb númer 9 og jafnvel 10.

054 = kona er að keyra með barn í bílnum. Bíll flautar á hana og segir að eitt dekkið sé laust. Hann lofar að festa dekkið. Hún þakkar fyrir, en nokkru síðar þá dettur dekkið af bílnum. Maðurinn keyrir þá að og býðst til að keyra þau á verkstæði. Maðurinn segir lítið, en loks þá segir hann að hann verði að henda barninu út úr bílnum áður en hann drepi hana. Hann sleppir þó bæði konunni og barninu.

058 = Enn skrifar Zodiac mörg bréf til dagblaðsins, montar sig af því að hafa sleppt konunni og barninu, en segist hafa drepið aðra.

060 = J sýnir Dave að í nýjustu bréfunum þá sé Zodiac að viðurkenna á sig morð sem voru framkvæmd áður en hann sendir bréfin. Það sé því ekki ljóst að hann sé morðinginn núna, hann gæti alveg eins verið að lesa þetta í bl0ðunum og viðurkenna morðin eftir á.

062 = paul verður allt í einu skíthærddur þvi að nú fær hann bréf frá Zodiac, þar sem honum er stítt. Hann verður mjög hræddur um líf sitt og kaupir sér byssu.

06x = Allir fjúga suður til xxx þar sem þá grunar að fyrri morð tengist eldri morðum. Þeir eru þó ekki vissir, en Dave blaðamaður kemur fréttinni á framfæri og það verður stórfrétt. Fullt af vitleysingum gefa sig fram, en einn maður segist þó þekkja mann sem gæti haf þekkt morðingjann.

077 = Lögreglan ákveður að taka þetta lead alvarlega. Þeir fara til XXX og taka viðtal við manninn sem bent var á. Hann heitir Arthur Leigh Allen. Þeir ræða við hann á vinnustað. Allen segist hafa verið verið yfirheyrður áður. Hann er öruggur með sig, en segir þó allt of mikið. Lögregluna grunar hann sterklega. Þeir taka eftir því að úrið hans heitir Zodiac! Hann meira að segja viðurkennir að uppáhaldsbókin hans er The Most Dangerous Game! Hún fjallar um mann sem vill ekki lengur veiða dýr, þar sem: man is the most dangerous man. Loks segist hann ekki þola það að lögreglan sé kölluð: pigs.

084 = Lögreglan fær rithandarsérfræðinginn til að skoða málið og hann fullyrðir að þetta sé ekki sami maðurinn! Dómari er heldur ekki sannfærður og lögreglan fær ekki leitarheimild.

086 = Blaðamaðurinn Dave skrifar lögreglunni bréf og óskar eftir því að verða gerður að yfirmanni lögreglumála. Hann er drukkinn í vinnunni og vill vera gerður að yfirlögreglumanni!

088 = Lögreglan reynir enn að fá leitarheimild. Þeir leita til annars rithandarsérfræðings og fá það upp að ef að morðinginn sé breyttur maður þá getir skriftin líka breyst. Þeir fá leitarheimildina og fara í hjólhýsi hans. Þeir finna alls konar dót, þar á meðal byssur og riffil. Þeir fara með öll gögnin til rannsóknar og ekkert stenst!

FOUR YEARS LATER

095 = Robert heimsækir David, sem núna er hættur á blaðinu og lifir á bát, hættur í vinnunni og drukkinn alla daga. Hittingurinn skilar engu svo Robert reynir að ná sambandi við rannsóknarlögreglumanninn David. Það gengur betur. Þeir fara að vinna saman. Robert kemst að ýmsu, m.a. að þjónustustúlka fékk hringingu frá Zodiac þar sem fram kom að hann átti afmæli (seint í desember).

1:51 = Grein um Robert birtist í San Francisco Chronicle og segir frá því að hann sé að rannsaka málið. Kona róberts hefur áhyggjur af þessu. Bob Veighn sé vinur Zodiac. Robert spyr og þá segir hann að Zodiac heiti: Rick Marshall.

1:55 = Einhver hringir í Robert og andar þunglega: Zodiac?

1:56 = Robert talar við lögreglumann og þeir eru sammála að Rick Marshall sé líklegastur. Hann hafi þó verið tekinn af listanum út af fingraförum, sem passa ekki. Robert reynir á að finna rithandarsýnishorn fyrir Rick. Hann sýnir þau sérfræðingi.

1:59 = Nýtt bréf berst frá Zodiac og þar er David nefndur á nafn. Zodiac segist bíða spenntur eftir kvikmynd um sig. Lögreglan er ekki ánægð með nýja bréfið og telur að David hafi sjálfur skrifað það. David er rekinn úr morðrannsóknum.

2:05 = Robert nær sambandi við Vaughn. Hann fer heim til hans. Þeir ræða um kvikmynd frá 1932: The Most Dangerous Game. Robert heldur að Vaughn geti hjálpa honum að sanna eitthvað á Rick Marshall, en þegar Robert ræðir við hann um plakat myndarinnar, þar sem rithandarsýnishornið er mjög nálægt Zodiac. Vaughn segir Robert þá frá því að hann – Caughn sjálfur – hafi skrifað það! Robert verður skíthræddur og flýr húsið.

2:10 = Þegar Robert kemur heim þá er kona hans búin að yfirgefa hann og tekið börnin 3 með sér.

2:12 = Robert heimsækir Lindu í fangelsi. Hún segir frá “málningarpartí” þar sem furðulegur maður mætti og sagði ekki neitt. Robert trúir þvi að það sé Zodiac. Hann spyr hana í súfellu hvað hann hafi heitið. Hét hann ekki Rick? Nei hún er viss um það, en man nafnið allt í einu: Leigh. Robert fer með nafnið til lögreglunnar, en hún vill ekki vinna með honum.

2:16 = Eiginkonan heimsækir Robert og hefur áhyggjur af honum. Hann er að fullu að skrifa bókina. Hún segir honum að klára hana og skilur eftir umslag. Í því kemur fram að Arthur Allen heitir fullu nafni: Arthur Leigh Allen og að afmæli hans sé 18. desember. David vill ekki hlusta, en þegar hann heyrir þetta þá hefja þeir loksins samstarf.

2:20 = Robert og David fara yfir allt saman. Arthur Leigh Allen og Zodiac tímalína:

 

Robert: When was the first murder in Vallejo?

David: Christmas, 1968.

Robert: Eight months before, Allen is fired for molesting students. His family discovers he’s a pedofile (barnahneigð).

Robert: When do the letters begin?

David: July 1969. After the murder of Darlene Ferrin. And they continue until you go to see him at work.

Robert: After that, do any of the letters contain swatches of Stine’s shirt?

David: No, he dumped them. He got scared. He knew you were onto him.

Robert: So when’s the next letter from Zodiac?

David: Not until January of 1974.

Robert: He is silent for three years. In 1974, he feels comfortable again. Everybody’s move off Allen as a suspect. What do we get? Three new letters from Zodiac in January, May and July in 1974.

Robert: But then the letters stop. What happens to Allen?

David: He’s arrested. January, 1975, they send him to Atascadero, We don’t get another letter the entire time he’s there.

Robert: When is he released?

David: August 1977,
Robert: Allen gets out. He types you an apology, and then what? We get our first new Zodiac letter in four years.

David: Okay, Zodiac had to have known Darlene Ferrin (fyrsta fórnarlambið), right?

Robert: Yes, the phone calls on the night of her murder.

David: Because of the Callejo file, we know the Darlene Knew a man named Leigh?

Robert: Yes.

David: So all coincidences aside, Robert… How can you be sure that Leigh is the Leigh form this file? Vallejo is small, but it’s not that small. How due you put the two together?

Robert: A case that’s covered Northern and Southern California…with victims and suspects spread over hundreds of miles…would you agree?

David: Yes.

Robert: Darlene worked at the Vallejo House of Pancakes…on the corner of Tennessee and Caroll. Arthur Leigh Allen Lived in his mother’s basement on Fresno Street. Door to do, that is less than 50 yards.

David: Is that true?

Robert: I’ve walked it.

David: Jesus Christ.

1967 – Allen er rekinn úr vinnunni fyrir að leita á börn.

1968 – Allen

1969 – Allen

1974 – Allen

1974 – Allen skrifar

1974 –

2:23 = X

7 AND A HALF YEARS LATER

2:24 = Lögreglumaður Bowart flýgur til Ontario og sýnir eina fórnarlambinu andlitsmyndir, þar sem ein myndin er af Allen. Hann segir fórnarlambinu að það séu að vísu 23 ár síðan: 4 júlí 1969! En getur hann – sá eini sem sá framan í Zodiac – fundið hann meðal þessara mynda? Fórnarlambið sem lifði af bendir strax á Allen. Aðspurður hvað hann sé öruggur á skalanum 0-10 þá segir hann um 8!

2:26 = THE END.

 

Besta stutta myndbandið:

 

 

 

 

Written by Kristján

April 4th, 2016 at 2:39 pm

Donnie Darko

leave a comment

Titill: Donnie Darko.

Donnie Darko kápan.

Donnie Darko kápan.

 

Útgáfuár: 2001.

 

Útgáfufyrirtæki: Flower Films.

 

Dreyfingaraðili: Pandora Cinema & Newmarket Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Sean McKittrick, Nancy Juvonen & Adam Fields.

 

Lengd: 113 mín. – en Director’s Cut er 133 mín.

 

Stjörnur: 8,1* (Imdb) og 8,5 + 8,0* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Richard Kelly (Bandaríkin, 1975- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: The Goodby Place – stuttmynd (1996),  Visceral Matter – stuttmynd (1997), Southland Tales (2001) & The Box (2009). Kelly hefur líka skrifað handritið af öllum ofangreindum myndum.

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: Michael Andrews.

 

Kvikmyndataka: Steven B. Poster.

 

Klipping: Sam Bauer & Eric Strand.

 

Kostnaður/tekjur: 3.800.000$/7.600.00$.

 

Slagorð: Do you believe in time travel?

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Leikarar/Hlutverk:

Donnie Darko.

Donnie Darko.

Jake Gyllenhaal = Donnie Darko. Sonurinn.

 

Gretchen Ross.

Gretchen Ross.

Jena Malone = Gretchen Ross. Kærastan.

 

Mary McDonnell = Rose Darko. Móðirin.

foreldrarnir

Foreldrarnir, Rose og Eddie Darko.

Holmes Osborne = Eddie Darko. Faðirinn.

 

Dr. Lilian Thurman.

Dr. Lilian Thurman.

Katharine Ross = Dr. Lilian Thurman. Sálfræðingurinn.

 

 

Maggie Gyllenhaal = Elizabeth Darko, stóra systir Donnies, 1-2 árum eldri en hann.

systurnar

Systur Donnies, Elizabeth og Samantha til vinstri og Elizabeth til hægri.

Daveigh Chase = Samantha Darko. Litla systir Donnies.

 

Frank Anderson.

Frank Anderson.

James Duval = Frank Anderson, dularfullur karakter.

 

Drew Barrymore = Karen Pomeroy. Enskukennarinn.

Eðlisfræðikennarinn x og Karen ensku/bókmennta kennari.

Eðlisfræðikennarinn Kenneth og Karen, sem er ensku/bókmennta kennari.

Noah Wyle = Dr. Kenneth Monnitoff.

 

 

Jim Cunningham.

Jim Cunningham.

Patrick Swayze = Jim Cunningham, áróðursmeistarinn.

 

Kitty Farmer.

Kitty Farmer.

 

Beth Grant = Kitty Farmer. Leiðinlegi kennarinn, sú sem fær Jim Cunnngham til skólans.

 

Stuart Stone = Ronald Fisher, annar skólafélagi Donnies.

Donnie Darko með vinum sínum x og y.

Donnie Darko með vinum sínum Ronald Fischer og Sean Smith.

Gary Lundy = Sean Smith, hinn skólafélagi Donnies.

 

3 skólafélagar.

3 skólafélagar Donnies: “Lanky,” Richy og Cherita.

Jerry Traynor = Nafnlaus skólafélagi, nefndur “Lanky Kid” í IMDB.

Seth Rogan = Ricky Danforth, enn annar skólafélagi. Seth Rogan er þekktur leikari í dag.

Jolene Purdy = Cherita Chen, asísk-ættaði skólafélaginn.

 

Roberta Sparrow-Grandma death.

Roberta Sparrow – “Grandma death.”

Patience Cleveland = Roberta Sparrow/Grandma death.

 

Mínúturnar:

001 = Fjölskylda er heima hjá sér að borða, virðist vera eðlilega fjölskylda, nema hvað krakkarnir rífast við matarborðið fyrir framan foreldrana og litlu systur. Eftirá spyr hún: What is a fuck-face?

006 = Móðirin kemur inn í herbergi Donnies og reynir að tala við hann. Hún spyr hann ma.a. hvar hann sé allar nætur. Samtalið gengur illa.

012 = Donnie Darko vaknar um morguninn á golfvelli, en fjölskyldan er öll heima, þegar hreyfill úr flugvél lendir á þaki hússins og stöðvast í herbergi Donnies. Enginn deyr, en þau skilja ekki neitt í neinu. Hvar er þá flugvélin?

 

OCTOBER 2 1988.

009 = Nákvæmlega á miðnætti heyrir Donnie – sem þá er sofandi – rödd: Wake up! I’ve been watching you. Come Closer. Closer. Donnie gengur út, eins og í svefni, en þegar hann er kominn út á lóð sér hann stóra kanínu – eða öllu heldur, mann í kanínubúningi.

28 DAYS 6 HOURS, 42 MINUTES 6 SECONDS. THAT IS WHEN THE WORLD WILL END.

 

012 = Systir Donnies er að koma heim (eftir miðnætti) og þá dettur eitthvað ofan á hús þeirra.

013 = Morguninn eftir vaknar Donnie á golfvellinum og sér að hann hefur skrifað á hendina á sér: 28-6.42-6. Þegar Donnie er kominn heim þá sér hann heimili sitt í rúst, flughreyfill hefur dottið ofan á það. Enginn meiddist þó, en húsið er í rúst.

015 = Þegar Donnie mætir í skólann daginn eftir þá er hann orðinn frægur, allir vita að hann var sofandi á golfvellinum, þegar hreyfillinn lenti á rúminu hans. Hvernig vissi hann að þetta myndi gerast?

020 = Nýr nemandi, Gretchen Ross (Jena Malone). kemur inn í enskutíma, kennarinn segir henni að setjast hjá þeim strák sem er sætastur. Hún sest hjá Donnie Darko.

022 = Pabbinn nær í Donnie úr skólanum og í bílnum á leiðinni heim þá hvetur hann Donnie að segja sálfræðing sínum hvað sem er. Þeir rétt ná að stoppa þar sem gömul kona stendur á miðri götunni. Þegar Donnie fer út til að huga að henni athugar hún hvort hún sé búin að fá póst og svo hvíslar hún e-u að Donnie.

 

alone.

Einsetukonan hvíslar að Donnie.

 

025 = Donnie talar við sálfræðinginn Dr. Lilian Thurman (Katharine Ross).

Við sálfræðinginn: I met a new friend.

Sálfræðingurinn: Real or imaginary?

Donnie: Imaginary.

Sálfræðingurinn: What’s his name?

Donnie: Frank.

Sálfræðingurinn: What did this new friend say?

Donnie: He told me to follow him.

Sálfræðingurinn: What did he tell your?

Donnie: That the world is coming to an end.

Sálfræðingurinn: Do you believe that the world is coming to an end?

Donnie (hikandi): No.

026 = Nemendur eru látnir horfa á áróðursmyndband eftir Jim Cunningham (Patrick Swayze) um Ást og Hræðslu – hvernig eigi að stjórna hræðslu. Meðal þess sem kemur fram er að kona segist loks hafa getað horfst í augu við hræðsluna. Hún horfði í spegil – I really looked into the mirror. I saw my ego reflection.

 

Speglar merkja yfirleitt tvöfalt sálarlíf í kvikmyndum, en hér líka aðra vídd.

Speglar merkja yfirleitt tvöfalt sálarlíf í kvikmyndum, en hér líka aðra vídd.

 

028 = Um nóttina sér Donnie enn kanínuna.

6 OCTOBER 1988. 24 DAYS REMAIN.

 

030 = Daginn eftir er skólanum lokað vegna þess að það flæðir vatn inn í alla stofurnar. Þar að auki þá er öxi í höfðinu á stórri styttu af hundi sem prýðir skólalóðina. Og búið er að skrifa á grasið: THEY MADE ME DO IT.

032 = Donnie gengur að næstu stoppistöð, hittir þar stelpuna sem er nýbýrjuð í skólanum. Þau skiptast á sögum. Pabbi hennar stakk móður hennar endurgekið og er nú á flótta og Donnie segir henni frá því að hann hafi fengið kæru á sig fyrir að kveikja í yfirgefinni byggingu.

034 = Sálfræðingurinn vill prófa eitthvað nýtt. Hún vill dáleiða Donnie. Það tekst ekki vel, því hann hugsar bara um kynlíf.

036 = Skólastjórinn reynir að fá nemendur til að játa að þeir hafi flætt skólann. Enginn gefur sig fram.

041 = Skólafundur er haldinn til að finna þann sem flæddi skólann. Leiðinlegi kennarinn sakar enskukennarann um að láta nemendur lesa Graham Greene smásögu, sem hvetur til skemmdarverka. Á sama tíma er Donnie inni á klósetti og hann heyrir rödd: Don’t worry, you got away with it. Hann sér kanínuna í speglinum. Hún segir: The world is coming to an end. Og: Do you believe in time travel?

044 = Leiðinlega kennslukonan heldur fyrirlestur. Hún segir að þetta sé víddin sem allt fjallar um:

 

Fear ————————————————————————– Love.

047 = Donnie er sendur til skólastjóra vegna þess að hann sagði við hana: Forcibly insert my lifeline card into my anus.

OCTOBER 10 1988 TWENTY DAYS REMAIN.

050 = Donnie Darko talar við eðlisfræðikennarann Dr. Kenneth Monnitoff (Noah Wyle). Hann útskýrir: A wormhole may be a shortcut to jump between two timelines. Eftir samtalið lánar kennarinn Donnie gamla bók eftir Roberta Sparrow: The Philosophy of Time Travel. Hún er “grandma death”, fattar Donnie þá allt í einu. Hún var kennari við skólann, en er núna einsetukona.

052 = Sálfræðingurinn spyr Donnie hverju gamla konan hvíslaði að honum: Every creature on earth dies alone.

055 = Donnie er heima að horfa á sjónvarpið með föður sínum og fleira fólki, en þá sér hann allt í einu orma koma út úr brjóstkassanum á föður sínum og svo honum sjálfum. Hann eltir orminn, sem leiðir hann upp í herbergi að skáp þar sem hann finnur skammbyssu.

 

18 OCTOBER 1988 12 DAYS REMAIN.

058 = Við sjáum einstaka sinnum texta, líklega úr bók gömlu konunnar um tímaflakk. T.d. þennan texta: WATER AND METAL ARE ESSENTIAL TO TIME TRAVEL.

060 = Foreldrarnir ákveða að fara í viðtal til sálfræðingsins. Sálfræðingurinnn útskýrir: Donnie’s aggressive behaviour … His increased … to cope with the world, that is threatening … Has he ever told you about his imaginary friend Frank? Nei, svara þau stórhissa. Sálfræðingurinn heldur áfram: Donnie is experiencing a daylight hallucination. This is a common occurrence among paranoid schizophrenics. Á same tíma sjáum við Donnie með stóran hníf stinga spegilinn inni á salerni. Í hvert sinn sem hann stingur spegilinn þá sér hann Frank kanínu.

063 = Loks er Jim Cunningham mættur og heldur áróðursræðu um hræðslu. Hann tekur dæmi af ímyndaðri persónu veru sem heitir Frank! Getur þetta verið tilviljun? Donnie tekur þá við sér og tímaflakk á sér stað. Hann heyrir í Jimmy röfla með fjarlægri röddu.

066 = Nemeundur mega koma upp og spyrja Jim, ýmsir koma, en þegar Donnie stígur á svið þá móðgar hann Jim með grófum spurningum. Á endanum kallar hann Jim: Antichrist.

071 = Enskukennarinn tilkynnir að nú sé henni bannað að halda áfram að kenna Graham Green. Hún tilkynnir nýja bók.

072 = Donnie heldur áfram að lesa bókina og verður meira og meira hissa á því hve líkt þetta er upplifun hans. Á leiðinni heim úr skólanum finnur hann veski, virðist vera veski áróðurmeistarans, Jim. Nú veit Donnie hvar hann á heima.

076 = Donnie fer á hrollvekjuna Evil Dead með kærustunni. Hún sofnar og þá sér Donnie kanínuna sitja rétt hjá sér.

Donnie spy: Why are you wearing that stupid bunny suit?

Frank spyr á moti: Why are you wearing that stupid men’s suit?

Donnie: Take it off.

Frank tekur grímuna af sér og þá sjáum við mannveru með skaddað auga.

Donnie: Why do they call you Frank?
Frank: It’s the name of my father and his father before me.

Donnie: When is this gonna stop?

Frank: You should already know that. Watch the movie screen. Have you ever seen a portal? Burn it to the ground.

080 = Donnie læðist eftir þetta út úr kvikmyndahúsinu (á meðan kærastan er þar sofandi) og kveikir í heima hjá Jim. Hann kemst upp með það með því að læðast aftur inn í kvikmyndahúsið. Á sama tíma er litla systir hans í danskeppni í skólanum. Allir eru mættir, en við munum að Donnie má ekki vera þar, því hann er í 6 mánaða after-schoolhour banni.

085 = Þegar fréttin er sögð af brunanum þá er bætt við að Jim hafi verið handtekinn því slökkvuliðsmennirnir fundu mikið barnaklám í heimilistölvu hans.

 

OCTOBER 24 1988 SIX DAYS REMAIN.

088 = Skólastjórinn tilkynnir að enskukennarinn sé rekinn.

091 = Leiðinlega kennslukonan getur ekki farið með stelpurnar til Los Angeles í dangkeppnina vegna þess að hún vill berjast fyrir Jim í barnaklámsmálinu. Hún biður Rose að fara í staðinn fyrir sig. Rose segir já þrátt fyrir að eiginmaðurinn verði heldur ekki heima. Hún talar við Donnie og segir honum að einhvern muni hugsa um hann á meðan.

097 = Í dáleiðsluviðtali viðurkennir Donnie fyrir sálfræðingnum að hann hafi flætt skólann og kveikt í hjá Jim. Hann segir líka að hann verði að hlýða Frank kanínu og að Frank muni drepa fljótlega. Á meðan sálfræðingurinn er að segja Donnie að þetta sé allt ímyndun, þá sér Donnie kanínuna. Ranghugmyndirnar eru búnar að ná taki á honum.

100 = Sálfræðingurinn segir Donnie að hann megi hætta að taka lyfin, þau séu bara placibo, þ.e. að hún hafi bara gefið honum hveititöflur. Hún bætir við að Donnie trúi ekki á guð (þó að hann segi það), að hann sé í raun atheist, þ.e. viti ekki hvort guð sé til. Hún er líklega að segja þetta allt til að fá Donnie af ranghugmyndum sínum. Hún reynir meira að segja að ná í foreldra hans í síma, en þau eru bæði á ferðalagi.

 

OCTOBER 29 1988 ONE DAY REMAINS.

102 = Donnie heldur Halloween partí heima í foreldralausu húsinu. Allir mæta, líka kærasta hans, sem líður illa því móðir hennar er horfin.

 

OCTOBER 30 SIX HOURS REMAIN.

105 = Donnie upplifir aftur ormaholur út um allt. Hann ræður nú illa við ofskynjanir sínar. Hann ákveður að fara út úr partíinu og reyna að finna einsetukonuna. Hún getur útskýrt tímaflakk fyrir honum. Kærastan og kærulausu strákarnir tveir koma með honum.

109 = Þegar þau eru komin inn í tómt húsið þá brjótast leiðnlegu nemendurnir tveir þar inn með grímur. Þeir ráðast á Donnie með hníf og segja kærulausu strákunum tveimur að flýja. Þá kemur einhver á rauðum bíl og hræðir ræningjana í burtu. En bíllinn keyrir óvart yfir kærustuna. Hún deyr.

111 = Bílstjórinn stígur út og Donnie skýtur hann í augað eða ekki, það er ekki ljóst. Gama konan birtist og segir Donnie: A  storm is coming. You should go home. Hún gengur í burtu. Donnie gengur með lík kærustunnar heim. Hann tekur bíllykilinn en þegar út er komið skellur á mikið óveður og Donnie horfir á skýin mynda tákn á himninum.

113 = Donnie keyrir með kærustuna í burtu umþað bil sem lögreglan kemur að húsinu. Donnie keyrir út í sveit og situr upp á bílnum út í náttúrunni og horfir á skýin. Hann heyrir rödd gömlu konunnar: Go home. Hann virðist fatta eitthvað (hvað?) og hlær upphátt.

115 = Í flugvél móður hans á leiðinni heim kemur eitthvað fyrir vélina. Einn hreyfillinn losnar. Mikið og langt tímaflakksatriði.

118 = Donnie er heima hlægjandi upp í rúmi og þá gerist það aftur, flugvélahreyfillinn lendir á húsinu. En núna er Donnie inni í húsinu – í herberginu sínu. Hann virðist því deyja í þetta sinn, en hvað með kærustu hans?

119 = Við sjáum að lokum alla karaktera myndarinnar, þar á meðal þá kínversku og þar er líka manneskjan sem var inni í kanínubúningnum – Frank.

120 = Við sjáum í lokin alla afjölskylduna, allir grátandi, því að Donnie Darko er dáinn. Þá hjólar ung stúlka framhjá (kærastan) og spyr um málið. Henni er sagt að allir hafi bjargast, nema sonurinn. Hún segist ekki hafa þekkt hann. Samt vínkar hún móðurinni í lokaatriðinu eins og að hún þekki hana.

121 = THE END.

 

Donnie Darko framhaldsmynd: S Darko 2

Eins og alltaf þá kemur framhaldsmynd. Í þetta sinn tókst ekki vel upp, enda annar leikstjóri og starfsfólk almennt. Myndin er frá 2009 og fær aðeins 3,9 stjörnur. Hér er trailerinn:

 

 

Donnie Darko greiningar

Margir hafa reynt að greina þessa mynd, en gengur misjafnlega. Byrjum á þessari:

 

Hér kemur heldur betri greining:

 

Víddirnar skýrðar:

 

 

Bloggverkefni:

 1. Nefndu 3 atriði sem benda til þess að Donnie Darko sé með einhverja geðklofarófsröskun.
 2. Hvað er tímaflakk (time travel)?
 3. Hvað er ormhola (wormhole)?
 4. Hvað er op í merkingunni (portal)?
 5. Hvernig útskýrir þú lokaatriði myndarinnar?
 6. Segðu svo að lokum þitt persónulega álit á myndinni, útskýrðu lýsingarorð þín.

Written by Kristján

November 4th, 2015 at 2:50 pm

Nightcrawler

leave a comment

Titill: Nightcrawler.

 

Nightcrawler kápan.

Nightcrawler kápan.

 

Útgáfuár: 2014.

 

Útgáfufyrirtæki: Bold Films.

 

Dreyfingaraðili: Open Road Films.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Jennifer Fox, Tony Gilroy, Michel Litvak, Jake Gyllenhaal & David Lanchaster.

 

Lengd: 117 mín.

 

 Stjörnur: 7,9* (Imdb) og 9,5 + 8,5* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: Daniel Christopher “Dan” Gilroy (USA, 1959- ).

 

Aðrar myndir sama leikstjóra: Nightcrawler er fyrsta kvikmynd sem Gilroy leikstýrir (og skrifar), en hann er handritshöfundur eftirfarandi mynda: Freejack (1992), Chasers (1994), Two for the Money (2005), The Fall (2006), Real Steel (2011) og The Bourne Legacy (2012).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tónlist: James Newton Howard.

 

Kvikmyndataka: Robert Elswit.

 

Klipping: John Gilroy, bróðir leikstjórans?

 

Kostnaður/tekjur: 8.500.000$ / 50.300.011$ = 41.800 í $ í plús.

 

Slagorð: Remember, I will never ask you to do anything, that I wouldn’t do myself.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

 

Leikarar/Hlutverk:

 

Lou.

Louis “Lou” Bloom.

Jake Gyllenhaal = Louis “Lou” Bloom.

 

Nina.

Nina Romina.

Rene Russo (eiginkona leikstjórans) = Nina Romina.

 

Rick Carey.

Rick Carey.

Riz Ahmed = Rick Carey, seinheppinn og lágt launaður aðstoðarmaður Lou.

 

Joe Loder.

Joe Loder.

Bill Paxton = Joe Loder, sá sem Lou er í svo mikilli samkeppni við um myndefni.

 

Ann Cusack = Linda.

 

Kevin Rahn = Frank Kruse.

 

Kathleen York = Jackie.

 

Eric Lange = Kvikmyndatökumaður.

 

Jonny Coyne = Pawn shop owner.

 

Michael Hyatt = Fronteiri rannsóknarlögreglukona.

 

Michael Papajohn = Öryggisvörður.

 

Mínúturnar:

001 = Textinn.

002 = Lou er að stela og selja það sem hann nær í. Við sjáum hann inn á lokuðu svæði, þar sem hann er að stela járngirðingu. Vörður kemur að honum og þegar Lou gengur nær þá sér hann að vörðurinn er með flott úr. Lou rotar hann og næst sjáum við hann með jarngirðingu í bílnum og flott úr á hendinni.

004 = Lou fer með girðingarefnið til annars verktaka og reynir að selja honum þýfið. Það gengur illa, en hann fær þó smápening fyrir. Lou biður hann svo með langri ræðu um vinnu, en fær eingöngu svarið að hann ráði ekki: I’m not hiring a fucking thief.

006 = Á heimleiðinni sér Lou slys á hraðbrautinni og einhverja kvikmyndatökumenn upptekna við að mynda slysið. Þeir hafa ekki áhuga á að hjálpa neinum, vilja bara ná góðum myndum. Lou er heillaður að þessu starfi og spyr Joe myndatökumanninn spjörunum úr.

Lou: Will this be on the news?

Joe svarar: Morning news. If it bleeds, it leads.

010 =Lou virðist lifa einmanalegu lífi, hann situr mest heima og horfir á sjónvarpið. Nú veitir hann því athygli að slysið er sýnt í fréttatíma.

011 = Morguninn eftir rænir Lou flottu hjóli og reynir að selja það. Hann fær lítið fyrir hjólið og gerir góð kaup með því að kaupa sér upptökugræjur og lögreglutalstöð. Hann er að hefja nýtt starf!

014 = Um nóttina hlustar Lou á tilkynningar lögreglunnar og reynir þannig að komast á slysstað áður en það er of seint. Hann kemst þó ekki langt því löggan rekur hann endurtekið í burt. Þetta er erfiðara en hann hélt. Lou gefst þó ekki upp og lærir smám saman að komast nógu fljótt á staðinn og ná myndum. Hann eltir annan paparazzi og sér hvernig hann selur myndefnið til fréttastofu.

016 = Lou ákveður að heimsækja sjónvarpsstöð. Hann velur stöð sem er að berjast á bökkum með lítið áhorf. Hann nær sambandi við Ninu, sem virðist stjórna féttaútsendingunni. Hann nær að selja henni myndefni sitt, slysið.

020 =

029 = Lou mætir á slysstað með aðstoðarmanni sínum. Hann sér ekkert standandi fyrir utan annað en að þetta hafið verið skotárás. Lou ákveður að læðast inn í húsið og nær að taka myndir þar. Inn í eldhúsi hagræðir hann ljósmyndum aðeins á ísskápnum áður en hann tekur mynd af honum.

032 = Lou kemur með efnið á sjónvarpsstöðina, Nina vill nota efnið, en aðrir eru efins. Honum finnst Lou ganga of langt. Lou ræðir einslega við Ninu og segir henni persónulega hluti um sig, en samt er ekki eins og að þau eigi í samræðum, hann talar vélrænt.

035 = Hröð skot af Lou og Rick í vinnunni að taka myndir af slysstöðum með skemmtilegri tónlist undir.

037 = Lou og Rick kaupa bensín á nýja bílinn sinn. Lou segist vera ánægður með Rick en að hann hafi slett bensíni á bílinn. Ég verð að reka þig ef þetta kemur fyrir aftur.

038 = Lou og Rick koma að bílslysi og Lou reynir að mynda mann sem er að hringja í 911. Þegar sá reiðist við truflunina en sér þá stórslasaðan mann sem hefur greinilega hrokkið út úr bílnum við slysið. Lou nær ekki myndum af honum og bílnum saman, svo hann dregur slasaða manninn nálægt bílnum áður en hann tekur myndina.

040 = Lou selur Ninu nýjusta myndefni sitt. Hann býður henni út að borða, en hún segir nei.

043 = Joe Loder bíður eftir Lou og gerir honum tilboð. Lou er greinilega að ná viðskiptunum af honum og Joe býður honum að sameina krafta sína. Lou neitar strax.

045 = Nina fer á matsölustað með Lou, en þegar hann fer að gefa til kynna að þau eigi að verða saman, en Nína skynjar það og segist alls ekki vilja samband. Þá bregður Lou á það ráð að nánast hóta Ninu, segir hana stjórna fréttaþætti með minnsta áhorfið. Lou hótar að fara með efnið annað ef hún vill ekki nánara samband!

051 = Rick er óánægður með launin sín, hann fær nú borgað, en bara 30$ fyrir nóttina.

052 = Lou og Rick koma sér á næsta slysstað, en Joe var núna á undan honum. Nina er bálreið yfir því sem Lou kemur með núna, því Joe var á undan honum í þetta sinn.

053 = Lou er heima og trompast úr reiði fyrir framan spegilinn og brýtur hann. Táknrænt!

055 = Næstu nótt er Lou alveg brjálaður og vill ná góðri frétt. Rick spyr af hverju hann fari ekki á slysstað? Lou svarar ekki, en keyrir ofurhratt eitthvað annað. Þá finna þeir árekstur og ekki bara einhvern árekstur, heldur er það samkeppnisaðilinn sem missti stjórn á bílnum (hvers vegna?) og keyrði á ljósastaur. Var einhver að fikta í bremsunum hjá honum?

060 = Lou og Rick heyra af innbroti í fínu hverfi hvítra. Lou er firstur á staðinn bíður ekki eftir lögreglunni og fer með myndavélina inn í húsið. Lou nær myndum af öllu húsinu að innan, þar á meðal af fórnarlömbunum. Þau koma sér á brott þegar þeir heyra í löggunni.

064 = Lou fer með sjóðheitt myndefnið til Ninu og þegar hún ætlar að æsa sig yfir því hvað hann hafi skilað litli seinustu daga, þá segjast hann vera með betra efni en nokkru sinni. Sjónvarpsstöðin skoðar efnið. Það er mjög – mjög viðkvæmt. Lou ákveður að sýna efnið fyrst og rífast um efnið síðar. Hann vill mun meira en nokkru sinni, 30þúsund $. Hann lækkar sig niður í 15000 en heldur svo langa ræðu um það sem hann vill. Lou vill hvorki minna en að komast inn í fyrirtækið með eignarhlut. Hann er mjög ákveðinn.

070 = Nina gefur eftir og sýnir myndefnið í næsta fréttatíma vitandi að áður en lögreglan hefur fengið að sjá efnið. Þau sýna bara bút og lofa að sýna meira eftir þvi sem líður á daginn. Þau leggja mikla áherslu á að þetta er ríkt hvítt fólk úr góðu hverfi og að morðingjarnir gangi enn lausir.

074 = Þegar fréttamenn segja frá efninu skipar Nina þeim endurtekið að auka dramatíkina í frásögninni “viscous attack” og “perpetrators free.”

076 = Allar aðrar stöðvar taka upp fréttina og gera mikið mál úr þessu og einnig því hve myndatakan er á undan lögreglunni.

077 = Rannsóknarlögreglumenn koma heim til Lou og spyrja hann um myndatöku hans. Hann hleypir þeim glaður inn og var meira að segja búinn að búa til eintak handa þeim. Meðal þess sem kemur fram var að Lou sá tvo menn yfirgefa staðinn, en hann klippti það efni út fyrir lögreglumennina. Lou fær heimilisfang af bílnúmerinu og nú vill hann sjálfur nálgast glæpamennina. Lou segir Rick frá þessu og hækkar hann í tign: hann er ekki lengur bara aðstoðarmaður, heldur: executive vice-resident!

083 = Rick er ekki ánægður með Lou sem aðeins hækkar launin lítið. En þegar Rick áttar sig á því að það eru 50 þúsund $ í fundarlaun fyrir þessa glæpamenn, þá krefst hann þess að fá helminginn af því. Lou virðist taka því, en eithvað liggur að baki.

085 = Lou og Rick eru fyrir utan hús glæpamannanna og þeir hringja ekki í lögregluna. Lou útskýrir: Við bíðum eftir því að þeir yfirgefa húsið og fara á einhvern fjölfarinn stað, t.d. veitingastað og þá geta þeir bæði tilkynnt til lögreglunnar og náð góðum myndum, því varla gefast glæpamennirnir upp mjög auðveldlega.

087 = Um morguninn fara glæpamennirnir af stað og Lou og Rick elta þá, fyrst á bensínstöð og svo á matsölustað.

090 = Lou hringir atvikið inn og gefur upp nafn sitt (til að fá fundarlaunin). Hann lætur 911 vita að glæpamennirnir séu líklega vopnaðir. Rick verður hræddur þegar Lou segir honum að mynda handtökuna frá öðrum sjónarhorni. Rick neitar. Lou hótar Rick þá mjög skýrt, m.a. með þessum orðum:

Lou: What if my problem is not that I don’t understand them, but that I don’t like them.

092 = Rick og Lou skipta liði og eru tilbúnir til að mynda handtökuna úr tveimur áttum, Lou úr bílnum, en Rick af götunni.

094 = Áður en handtakan fer fram koma tveir lögreglumenn óvart inn á matsölustaðinn til að fá sér að borða. Ástandið er orðið mjög viðkvæmt. Lou og Rick mynda allt. Síðan mæta tvær vopnaðar löggur og mikil skothríð hefst. Annar glæpamaðurinn kemst undan. Hinn er skotinn ástamt nokkrum lögreglumönnum. Rick hleypur í bílinn og Lou ákveður að elta glæpamanninn og lögreglumanninn sem er að elta hann. Þeir keyra rétt fyrir aftan lögregluna!

098 = Lögreglubillinn keyrir á og um tíma eru Lou og Rick einir að elta glæpamanninn. Aðrir lögreglubílar koma þó á vettvang. Lögreglubíllinn keyrir á glæpamanninn og báðir bílarnir velta. Lou stoppar og fer að báðum bílunum. Hann nær myndum af glæpamanninum, sem er látinn. Hann segir Rick að koma og taka myndir af því.

099 = En gllpaaðurinn var ekki látinn, og hann skýtur Rick. Lou nær myndum af því. Glæpamaðurinn kemst út úr bílnum og gengur að Lou, sem er að mynda hann. Lögreglan kemur og glæpamaðurinn skýtur á þá. Löggan skýtur hann. Lou nær því á mynd líka.

100 = Lou tekur myndir af RIck sem er að deyja af skotsárum. Hann útskýrir fyrir Rick að hann hafi vitað að glæpamaðurinn myndi skjóta hann. Lou segist hafa orðið að gera þetta því að Rick hafi verið með of miklar kröfur.

Nina: I want it obviously.

Lou: How much.

Nina: You tell me.

104 = asdf

105 = Fréttamaður lætur Ninu vita að það hafi fundist mikið magn af dópi á upprunalega morðstaðnum. Þetta sé því ekki innrás á heimili, heldur miklu frekar innanflokksdeilur

106 = Rannsóknarlögreglukonan tekur viðtal við Lou. Honum tekst að snúa sögunni sér í hag og hann hagræðir sögunni sér í hag. Lögrelukonan segir að hún viti að hann sé að ljúga þessu öllu. Lou brosir til baka og segir þetta ekki rétt.

107 = Daginn eftir fer Lou af stað og hann velur sér nýja aðstoðarmenn. Hann borgar þau ekki laun, heldur að þeir séu til reynslu.

THE END.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvö andlit Lou

 

Excuse me...

Excuse me…

 

 Lou Bloom. Takið eftir stórkostlegri myndatöku, tvískipt andlit. Hvers vegna?

Lou Bloom. Takið eftir stórkostlegri myndatöku, tvískipt andlit. Hvers vegna?

 

Heill á geði? Lou er ekki með einkenni geðklofa eða rofins persónuleika, heldur eitthvað allt annað og dekkra. Takið eftir því hvernig hann talar stundum eins og vélmenni. Það er eins og textinn sé lesinn upp. Lou virðist hafa lært mannleg samskipti í gengum sjónvarp. Hann á eiginlega ekki samskipti við fólk, hann stjórnar því. Takið eftir hvernig hann kemur fram við undirmann sinn (og væntanlega líka þá nýju sem eru að hefja störf hjá honum í lokaatriði myndarinnar) og sérstaklega við Ninu Rominu. Hann vill fá starf hjá henni, en hann vill hana líka og raunar fyrirtækið allt! Hvaða geðræna vandamál er það – hvaða geðröskun – þar sem einstaklingur kemur fram við annað fólk eins og dauða hluti, notar það og stjórnar að vild?

 

Skilaverkefni:

Skoðaðu þetta fræðandi myndband eftir Leon Thomas, sem reglulega fjallar um kvikmyndir á síðunni Renegade Cut og svaraðu svo eftirfarandi spurningum.

 1. Höfundur talar um misræmi á milli tónlistar og myndefnis. Hvað meinar hann með því?
 2. Höfundur ræðir vel um vandann við að greina geðröskun. Hvaða geðröskun segir höfundur að Lue sé með og ertu sammála því? Nefndu tvö dæmi sem styðja niðurstöðu þína.
 3. Í lokin spyr höfundur um merkingu myndarinnar: What is this mean? What is this film trying to say? There is a saying: Behind every great fortune there is a great crime. Hvað er höfundur að meina með þessu?
 4. Höfundur ræðir að myndir hafa almennt “Arc,” í merkingunni að flestir aðalleikarar kvikmynda læra og þroskast. Lue lærir auðvitað, en þroskast hann? Nefndu bæði jákvætt og neikvætt dæmi.

Mundu svo að 5ta og seinasta atriðið er að segja þitt persónulega álit á myndinni.

 

 

Written by Kristján

April 23rd, 2015 at 6:14 pm