Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Archive for the ‘Split’ tag

Split

leave a comment

TitillSplit.

Split kápan.

 

Útgáfuár: 2016.

 

Útgáfufyrirtæki: Blinding Edge Pictures & Blumhouse Productions.

 

Dreyfingaraðili: Universal Pictures.

 

Land: Bandaríkin.

 

Framleiðandi: Jason Blum, Marc Bienstock & leikstjórinn.

 

Lengd: 1:57 mín.

 

Stjörnur: 7,4* (Imdb) og 7,5 + 7,9* (RottenTomatoes).

 

Leikstjóri: M. Night Shyamalan (1970- ). Mahé, Puducherry, Indland.

 

Aðrar myndir sama leikstjóraPraying with Anger (1992), Wide Awake (1998), The Sixth Sense (1999), Stuart Little (1999), Signs (2002), The Village (2004), Lady in the Water (2006), The Happening (2008), The Last Airbender (2010), After Earth (2013), The Visit (2015) og loks Split (2016) og Labor of Love er væntanleg 2018. Í flestum tilvikum er hann líka framleiðandi og einu sinni bara framleiðandi: Devil (2010).

 

Handrit: Leikstjórinn.

 

Tegund: Hrollur, spenna.

 

Tónlist: West Dylan Thordson.

 

Kvikmyndataka: Mike Gioulakis.

 

Klipping: Luke Franco Ciarrocchi.

 

Tekjur:  274.600.000$. Kostnaður: 9.000.000$ / = 265.400 milljónir í plús!

 

Slagorð: You are one of us.

 

Trailer: Gerið svo vel.

 

Leikarar: / Hlutverk

Viðeigandi mynd, þar sem Kevin Wendell Crumb er í raun 24 persónuleikar.

James McAvoy = Kevin Wendell Crumb. Óframfærinn einfari, sem hefur litla stjórn á mörgum persónuleikum sínum.

 

Casey Cooke.

Anya Taylor-Joy = Casey Cooke. Ung stúlka, sem hefur átt fremur erfiða æsku.

 

Dr. Karen Fletcher.

Betty Buckley = Dr. Karen Fletcher. Sjálfstætt starfandi sálfræðingur, sem sérhæfir sig í meðferð á Rofnum persónuleika (Multiple personality disorder), sem í nýja DSM-5 kerfinu heitir raunar: Hugrofs sjálfsmyndarröskun (Dissociation identity disorder).

 

Haley Lu Richardson = Claire Benoit. Skólafélagi Casey. Henni er líka rænt.

 

Skólasystur Caseyar, þær Llaire og Marcia.

 

Jessica Sula = Marcia. Hinn skólafélagi Casey, sem líka er rænt.

 

 

Brad William Henke = John. Vondi frændi Casey, sem við sjáum í þeim atriðum myndarinnar sem fara afturábak í tíma.

 

Sebastian Arcelus = Mr. Cooke. Faðir Caseyar, sem við sjáum líka bara í bernskuatriðum myndarinnar.

 

Neal Huff = Mr. Benoit. Faðir Claire, sá sem ætlaði að keyra stelpurnar heim úr afmælinu.

 

Kim Director = Hannah.

 

Lyna Renée = Academic Moderator.

 

M. Night Shyamalan = Jai, öryggisvörður í byggingu Dr. Fletchers.

 

 

Og í lokaatriði myndarinnar koma þessar persónur allt í einu fram, sem þú getur svo kynnt þér nánar í eldri mynd leikstjórans: Unbreakable.

 

Bruce Willis = David Dunn. Venjulegur fjölskyldumaður sem slasast aldrei og verður aldrei veikur.

Dunn og Mr. Glass úr mynd sama leikstjóra frá 2000: Unbreakable. Mr. Dunn sést í lokaatriðinu, en minnst er á hinn (enda í fangelsi, eftir því sem við vitum best).

Samuel L. Jackson = Elijah Price / Mr. Glass. Brothættur búðareigandi fyrir teiknimyndasögur sem leitar að andstæðu sinni.

 

5+1 spurning:

  1. Hvaða geðröskun er það sem myndin Split byggir allt á?
  2. Hvaða atriði skilgreiningar þessarar geðröskunar (sjá kennslubók) passa við Kevin Wendell Crumb? Skoðaðu vel skilgreiningaratriðin.
  3. Hvernig finnst þér McAvoy takast til með þetta erfiða hlutverk? Nefndu 2 karaktera hans sem eru sérstaklega góðir.
  4. Dr. Fletcher sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð Hugrofs sjálfsmyndarröskunar virðist ekki halda að þetta sé geðröskun, heldur miklu frekar sérhæfileiki. Hvaða hæfileiki?
  5. Hvernig útskýrir þú það lokaatriði myndarinnar að blanda 2 persónum úr Unbreakable í málið?
  6. Ekki gleyma að skifa álit þitt á myndinni Split.

Written by Kristján

April 26th, 2017 at 8:19 am