Kvikmyndasálfræði

Just another Kristjans Sites site

Uppgerðarröskun

leave a comment

Uppgerðarröskun = að gera sér upp geðröskun.

Uppgerðarraskanir DSM300.xx (Factitious Disorder) / F68 (Other Disorders of Adult Personality and Behaviour)

Viðkomandi gerir sér upp einkenni líkamslegs eða sálfræðilegs eðlis í þeim tilgangi að setja sig í hlutverk sjúklings. Þetta hljómar eins og hreinn uppspuni, en athugið að það er verulegur munur á þeim sem gerir sér upp sálfræðileg eða líkamleg einkenni, t.d. til að græða á tryggingarfélagi, og hinum sem vill láta leggja sig inn á geðdeild. Sameiginleg skilgreining 8.0. Uppgerðarraskana og undirflokkanna 8.1., 8.2. og 8.3. fylgir hér á eftir.

8.1. Aðallega með sálfræðilegum einkennum DSM300.16 (With Predominantly Psychological Signs and Symptoms) / F68.0 (Elaboration of Physical Symptoms for Psychological Reasons)

Hér eru sálfræðilegu einkennin yfirgnæfandi, en líkamleg einkenni geta þó verið innan um. Í þessu afbrigði og því næsta eru oft sterk tengsl við aðrar geðrænar raskanir.

8.2. Aðallega með líkamlegum einkennum DSM300.19 (With Predominantly Physical Signs and Symptoms) / F68.1 (Intentional Production of Feigning of Symptoms or Disabilities, Either Physical or psychological Disorder [Factitious Disorder])

Hér eru aftur á móti líkamlegu einkennin yfirgnæfandi, en sálfræðileg einkenni geta þó verið innan um. Í þessu afbrigði eru líka oft sterk tengsl við aðrar geðraskanir.

8.3. Samblöndun af sálfræði- og líkamlegum einkennum DSM300.19 (With Combined Psychological and Physical Signs and Symptoms) / F68.1 (Intentional Production of Feigning of Symptoms or Disabilities, Either Physical or Psychological Disorder [Factitious Disorder])

Hér er sálfræðilegu og líkamlegu einkennunum blandað saman og gerir það greininguna erfiðari. Einnig í þessu afbrigði eru oft sterk tengsl við aðrar geðrænar raskanir.

Formleg skilgreinin á 8.0. Uppgerðarröskunum DSM300.16:

A. Meðvituð og ætluð uppgerð líkamlegra eða sálfræðilegra einkenna.

B. Tilgangur uppgerðarinnar er að setja sig í hlutverk sjúklings.

C. Ytri ástæður fyrir uppgerðinni (eins og t.d. gróðasjónarmið, til að firra sig ábyrgð, til að bæta eigin heilsu, eins og í skrópsýki) eru ekki til staðar.

Ákvarða þarf tegund:

Með aðallega sálfræðilegum einkennum ef sálfræðilegar vísbendingar og einkenni eru mest áberandi við greininguna.

Með aðallega líkamlegum einkennum ef líkamlegar vísbendingar og einkenni eru mest áberandi við greininguna.

Með samblöndum af sálfræði- og líkamlegum einkennum ef hvorki sálfræðilegar né líkamlegar vísbendingar og einkenni eru mest áberandi við greininguna.

Written by Kristján

April 28th, 2010 at 11:11 am

Posted in

Leave a Reply

You must be logged in to post a comment.