post

Burke og Hare

Ekki eru til neinar ljósmyndir af Burke og Hare.

 

Bíómyndir

In Search of Burke and Hare (heimildamynd)

 


Útgáfuár: 2013.
Útgáfufyrirtæki: History Channel.
Lengd: 52 mín.
Stjórnandi: David Hayman.

In Search of Burke and Hare er stutt heimildamynd sem fjallar um málið. Hún fjallar um málið mjög vel en aðallega um það hvernig komst upp um þá. Hún lýsir mjög vel hvernig Edinborg var á þessum tíma og séstaklega í læknifræðinni.

Burke and Hare (bíómynd)

 


Útgáfuár: 2010.
Land: Bretland.
Lengd: 91 mín.
Stjörnur: 6,2 (Imdb).
Leikstjóri: John Landis.
Aðalleikarar: Bill Bailey, Tom Wilkinson og Michael Smiley.

Burke and Hare er grínmynd sem gerð var árið 2010. Hún fjallar um hvernig þeir störfuðu, hvað þeir gerðu og hvernig allt endaði, en allt gert á fyndinn hátt og eiginlega gert grín að málinu. Það er frekar margt sem er ekki eins og aðra heimildir eins en það er samt líka mjög margt sem var rétt til dæmis hvernig þeir drápu fólk og hvernig þeir voru gómaðir.

Glæpurinn

Árið 1828 í Edinborg, Skotlandi komu William Burke og William Hare að látnum manni á gistiheimili sem hafði fengið hjartaáfall um nóttina. Þeir ákváðu að selja líkið til krufningarlæknis  að nafni Knox sem er prófessor við læknisskóla Edinborgar. Í skólanum var mikill eftirspurn eftir líkum og var skólinn fremsti lækinsskóli í heimi á þessum tíma. Eftir að hafa fengið smá að pengingum fyrir líkið þá datt þeim snjallræði í hug. Þeir hófust handa við að drepa saklaust fólk sem meðal annars vour gestir á gistiheimilinu eða flökkufólk, því að þeir þurftu á penging að halda vegna mikillar fátæktar. Talið er að þeir hafi drepið samtals 16 manns og notuðu þeir fjölbreyttar aðferðir en sú vinsælasta var hin svokallaða „Burking“ aðferðin en hún felst í því að morðinginn kæfir fórnalambið t.d. með því að setjast á það. Burking er nefnd eftir William Burke sem er fróðleg staðreynd.

Parið gómað

Það komst einungis upp um Burke en hann var ákærður fyrir að hafa myrt gamla írska flökkukonu, frú Docherty að nafni. En það komst upp um hann þegar að hjón fundu lík konunar á gistiheimilinu sem hann rak. Burke hitti frú Docherty í verslun og hann fór að tala við hana og þá kom í ljós að hún væri flökkukona nýflutt til Edinborgar. Fannst honum þetta því kjörið tækifæri og bauð hann henni því í morgunmat á gistiheimilnu sínu. En þetta samtal heyrði verslunarstjórinn og fannst eitthvað gruggugt. Morgunin eftir leit út fyrir að hann væri orðin staðráðin í að drepa blessaðu konuna vegna þess að hann bað tvo gestu, Gray hjónin, um að finna sér annan dvalarstað því Docherty fékk herbergið þeirra. Þetta fannst Gray hjónunum frekar dularfullt þar sem þau þekkt til Burke og Hare og ákvaðu því að koma næsta dag til að spyrjast fyrir um frú Dochetry en þeim var sagt að henni hefði verið kastað á dyr fyrir ruddaskap. Þessu trúðu þau ekki og jukust grunsemdir þeirra um allan helming, ákvað frú Gray því að athuga inn í herbergið þegar Burke sá ekki til og þar fann hún lík gömlu konunar. Létu hjónin lögregluna vita skömmu síðar sem varð til þess rannsókn á málinu hófst og varð Burke ákærður. Ekki er vitað hversu mikið Hare tók þátt í þessu morði en talið er að hann eigi jafn mikin þátt í því og Burke.

Endalokin

Sönnunargögn voru að skornum skammti þannig aðeins var hægt að sanna eitt morð en það var morðið á frú Docherty. Málið endaði þannig að Hare var ekki dregin fyrir dóm en Burke fékk dauðadóm. Ástæðan fyrir því var að ekki var til nein sönnun um að Hare hafi tekið þátt í morðinu á frú Dochetry þó að flestir telja að hann hafi tekið þátt í því eins og öllum hinum morðunum. Hare var tekin til vitnis og hann sagði að Burke hafði kyrkt frú Docherty til dauða. Burke aftur á móti var dæmdur til dauða og hálshöggvin árið 1829. Líkið hans Burke var skorið niður í parta og er haft til sýnis ásamt beinagrindinni hans og andlitsmóti í læknaskólanum í Edinborg, einnig er andlitsmót Hare til sýnis.

Hér má sjá andlitsgrímur af Burke og Hare.

Forsagan

William Burke: Það er ekki mikið vitað um forsögu hans en hann fæddist í Írlandi og bjó þar mesta hluta ævi sinnar, þar átti hann eiginkonu og tvo börn. Af einhverjum ástæðum ákvað hann að flytja til Edinborgar og fór frá konu sinni og börnum. Ekki er vitað ástæðunar fyrir flutningnum en það gæti verið vegna þess að honum leið illa með konu sinni eða einungis til að fara í herinn. Ekki er vitað neitt um æsku hans en hluti af ástæðunni fyrir glæpunum sem hann framdi gæti verið vegna þess að hann átti erfitt líf í Írlandi og var óhamingjusamur maður.
William Hare: Það er ekki mikið vitað um forsögu Hares en hann fæddist einnig í Írlandi og flutti til Skotlands til að fá vinnu í hernum. Þegar hann bjó í Írlandi vann hann á sveitabæ en þar var sagt að hann væri grimmur og oft reiður og talið er að hann hafi fengið reiðiskast sem endaði með því að hann drap uppáhalds hest bóndans og var því rekin burt.

Sakhæfir?

Við teljum að þeir séu báðir sakhæfir og hafi átt jafn mikla aðild að glæpunum þótt að Burke hafi aðeins verið ákæður. Þeir drápu báðir sjálfsviljugir og vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera. Þeir plönuðu morðin vel og frömdu þau einungis sér til hagsbótar til að þeir sjálfir græði pening. Við höldum að þeir hafi ekki haft neinar ranghugmyndir eða önnur einkenni geðklofa heldur verið með fulla meðvitund allan tíman og vitað að þetta væri rangt.

Persónuleikaraskanir

18.2.1 Andfélagsleg persónuleikaröskun

Við teljum að þeir hafi báðir haft andfélagslega persónuleikaröskun. Vegna þess að þeir hafi haft langvarðandi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra.

Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, eins og meta má út frá endurteknum athöfnum sem varða handtöku.
Þeir drápu fólk og endurtóku það aftur og aftur þrátt fyrir að þeir væru að brjóta lög.

Endurteknar lygar, misnotkun fjarvistarsannana og blekkja aðra til persónlegs gróða eða ánægju.
Þeir blökktu fórnalömbin með því að ljúga að þeim að þeir ætluðu að hjálpa þeim eða bjóða þeim út en síðan dráðu þeir þau til þess að græða sjálfir pening svo þeir gætu lifað betri lífi.

Pirringur og ofbeldishneigð, eins og sjá má af endurteknum slagsmálum eða árásum.
Þeir voru ofbeldisfullir vegna þess að þeir drápu fólk og það á mjög ógeðfelldan hátt. Einnig er vitað að Hare var mjö slæmur í skapinu og átti til í að lenda í árásum við aðra, drað t.d hest í einu af sínu æðisköstum.

Persónan er sífellt óábyrg, eins og sjá má af því að hún helst ekki í vinnu eða getur ekki borgað skuldir.
Þeir voru báðir oft að skipta um vinnu og héltu ekki vel utan um peningana sína og eyddu þeim um leið og þeir voru búnir að fá launin meðal annars í brennivín.

Skortur á eftirsjá.
Þeim var alveg sama þótt þeir drápu manneskjur og fannst það bara eðlileg leið til að græða pening. Hugsuðu bara um sinn eigin hag og alveg sama um líf annarra.

Geðraskanir

16.1.1 Áfengis víma

1. Óskýrt tal.
2. Óstöðuleiki í hreyfingum.
3. Óstöðugt göngulag.
4. Augntinun, augnriða (nystagmus)
5. Takmörkuð athygli eða minnistruflanir.
6. Sljóleiki, deyfð eða meðvitundarleysi.

Þetta eru öll einkenni áfengis vímu. En þeir áttu báðir við áfengis vandamál að stríða og drápu stundum þegar þeir voru í áfengis vímu en plönuðu þó allt þegar þeir voru fullir meðvitundar. Þeir voru fátækir og drápu fólkið fyrir pening svo þeir gætu keypt meira áfengi.

15.3 Hegðunarröskun

1. Hótar oft, hræðir eða leggur aðra í einelti.
2. Á oft upptök af slagsmálum.
3. Hefur notað vopn sem geta valdið öðrum varanlegu heilsutjóni.
4. Hefur valdið öðrum líkamlegum sársauka.
5. Hefur sambærilega skaðað dýr.
6. Hefur stolið frá fórnarlömbum sínum.

Við teljum að William Hare hafi verið með öll þessi einkenni hegðunarraskaskanar vegna þess að hann var með mikið skap og átti það til að reiðast mjög. Hann drap til dæmis einu sinni hest í reiðiskasti sem hann fékk og einnig er talið að hann hafi oft rifist við eiginkonu sína. Hann hefur valdið öðrum líkamlegum sársauka þar sem hann kæfði fólk til dauða. Hann stal líklega einnig mikið bæði hlutum og manneskjum.

hahahah

Hér eru tvær skemmtilegar myndasögur um Burke og Hare. En flest sem gert er um þá er gert í að gríni.

Comments

  1. Kristján says:

    Júlía Margrét og Laufey! Ágætlega gert og mun betra heldur en kynningin, sem var bara upp á 6,0. Þetta er mjög gott, með miklu myndefni og ágætum greininum. Einkunn = 9,0. Takk fyrir, Kristján

Speak Your Mind