link

Skrifa færslur í WordPress

Eftirfarandi eru góðar leiðbeiningar um hvernig skrifa á færslu í WordPress:

aside

“Caption” á myndir

Til þess að texti birtist beint undir mynd þá þurfið þið að skrifa hann í “Caption” þegar þið setjið mynd í færsluna.

Sjá leiðbeiningar: http://en.support.wordpress.com/images/

post

Á þetta við um einhvern?

Grein frá The Onion

Hér er svo skemmtileg mynd.

image

Þegar Youtube birtist ekki

Þegar Youtube (eða aðrir) hlekkir birtast ekki getur verið að eigandi myndbandsins hafi bannað að myndbandið birtist annars staðar en á Youtube, með því að velja “Embed Disable”.

Til að athuga þetta getið þið farið á Youtube, valið “Share” og síðan “Embed”. Ef það birtist “Embed disabled by request”, eins og á mynd fyrir neðan skulið þið bara gera vefslóðina að hlekk í staðinn.

Embed Disable by Request Image

Dæmi um myndband með “Embed Disabled” þ.a. ekki er hægt að láta myndbandið birtast á Pælingar síðunni.

aside

Lykilorð – Tags

Endilega munið að setja inn áhugaverð lykilorð (e. Tag) fyrir hverja færslu.

Í “footer” fyrir neðan er ský af helstu lykilorðun.

post

Færslutegundir

Þessi síða birtir færslur ykkar á mismunandi hátt eftir því hvernig þið skilgreinið “Format” færslunnar. Hægt er að velja:

  • Standard: Hefðbundin bloggfærsla. Notið þetta ef þið ætlið að skrifa meðallangar pælingar tengdar námsefninu.
  • Aside: “Hliðarfærsla” fyrir stutta athugasemd eða pælingu um ákveðið efni. T.d. ef þið hafið spurningu sem væri áhugavert að varpa fram: “Var eitthvað vit í Plató?”.
  • Audio: Hljóðbútar eða hlekkir á hljóðbúta. T.d. hægt að hlekkja á áhugaverð hlaðvörð (e. podcast).
  • Chat: Færsla notuð til að skrifa út samtöl. T.d. samtöl Dr. Dobson við Ted Bundy.
  • Gallery: Myndagallerí, t.d. myndir af frægustu heimspekingum 20. aldar.
  • Image: Einstakar myndir. T.d. áhugaverð mynd sem lýsir e-u viðfangsefni afbrigðasálfræði.
  • Link: Hlekkur á áhugaverðar síður. T.d. frétt um fjöldamorðingja.
  • Quote: Áhugverðar tilvitnanir. T.d. “I think therefore I am” – René Descartes (1596 – 1650).
  • Status: Svipað og Facebook status var. Ég hef ekki góð dæmi en þið getið verið frumleg og sýnt mér áhugaverða leið til að nota þetta sniðmát (e. Format).
  • Video: Myndband eða hlekkur á myndband, t.d. á Youtube.
post

Pælingar nemenda

Þetta blogg er ætlað sem staður fyrir ykkur að deila eigin pælingum og áhugaverðu efni, helst tengt námsefninu. Þið getið sett inn allt frá eigin textasmíð til hlekkja á áhugaverð Youtube myndbönd. Seinni færsla frá mér útskýrir það betur.

Þegar þið setið inn færslur veljið flokk undir “Categories” í valmynd vinstra megin. Veljið “Pælingar” ef færslan er þín pæling í heimspeki. Veldu “Heimpseki” ef færslan er kaflakynning á kennslubókinni okkar. Ef ekkert er valið fer færslan sjálfkrafa í “Heimspeki”.

Ég vil endilega sjá ykkur vera virk á þessari síðu og ég mun einnig setja inn hlekki á áhugavert efni og taka þátt í umræðunni.