post

Fugate & Starkweather

Við, Sigrún Líf og Unnur Blær, tókum fyrir mál Caril Ann Fugate og Charles Starkweather en þau eru dæmdir fjöldamorðingjar.

sigrún fugate

Hér eru bæði Caril Ann Fugate og Charles Starkweather.

BÍÓMYNDAGREININGAR

Starkweather.

Útgáfuár: 2004.

Leikstjóri: Byron Werner.

Aðalleikari: Brent Taylor.

Við horfðum á myndina Starkweather en hún var að okkar mati ekki sú besta. Það er farið rangt með mikið af atriðum sem tengjast málinu en rétt með sumt. Söguþráðurinn er að einhverju leiti réttur og er í réttri tímaröð. En hins vegar er farið rangt með ótrúlega mörg smáatriði og sum stór atriði, t.d. aðalpersónurnar. Charles er gerður að geðklofa án nánari útskýringa en hann heyrir bara vondar raddir og síðan er einhver ‘djöfuls’ karakter sem birtist og segir honum að drepa fólk. Annars er ekkert kafað dýpra í persónuleika hans og engin röskun kemur í rauninni í ljós. Það kemur ekkert fram í raunveruleikanum að hann hafi verið með geðklofa eða heyrt raddir. Rangt er farið með aldur bæði Charles og Caril en í myndinni er hann 16 ára og hún 14 ára. Caril er gerð að töfrandi stelpu en í rauninni er henni lýst sem þrjóskum krakka. Það var lítið farið út í hugarheim þeirra og mjög erfitt væri að greina röskun þeirra út frá þessari mynd. Síðan eru smáatriði eins og hvernig morðin voru framin röng. Hún var í grófum dráttum fóru hún ekki með rétt mál.

 

Growing Up In Prison

Útgáfuár: 1972.

Leikstjóri: Kemur ekki fram.

Við horfðum á heimildarmyndina Growing Up In Prison sem fjallaði að mestu leiti um mál Caril Ann og dvöl hennar í fangelsi. Farið var yfir sögu hennar, það er hvernig hún kynntist Charles, varð hluti af þessum morðum, ferlið fyrir fangelsið og síðan loks fangelsisdvölina. Þessum upplýsingum var komið fram með viðtölum við hana sjálfa. Það er líka talað við foreldra Robert Jensen sem að var einn af fórnarlömbum þeirra. Þau trúa því ekki að hún sé saklaus eftir öll þessi ár og höfðu aldrei gert það. Erfitt er að gera upp hug sinn það er hvort að maður trúir henni eða ekki, en í myndinni lýsir hún yfir algjöru sakleysi. Samkvæmt þessari mynd er margt sem að bendir til þess að hún hafi verið saklaus og hún virðist sjá eftir öllu. En að vísu sýnir hún engin merki um það, hún er alltaf með sama svipinn og röddin er stöðug og alltaf í sama tón, þannig erfitt er að trúa henni. Myndin segir þó söguna alveg rétt frá en sýnir aðallega hennar hlið og það er algjörlega persónubundið hvort að maður sé fylgin hennar sögu eftir áhorf eða ekki.

 

YFIRLIT YFIR GLÆP

1. janúar 1958 kemur Caril Ann Fugate heim og finnur þá Charles Starkweather sem að er þá búin að myrða alla fjölskylduna hennar. Hann var búinn að skjóta mömmu hennar og stjúpföður með riffli, en litlu systur hennar var hann að kyrkja með rifflinum, í framhaldi stakk hann hana til dauða. Fugate tók miða og setti á útidyrahurðina, á miðanum stóð að allir á heimilinu voru veikir og enginn ætti að koma inn. Næstu sex daga bjuggu þau í húsinu og sáu til þess að enginn utanaðkomandi aðili kæmist inn. Líkin fundust seinna á lóð hússins.

fgh

Hér sést Starkweather, en hann er ekki mjög ólíkur James Dean, en hann taldi sér trú um að hann væri hann.

 

PARIÐ GÓMAÐ

Búið hafði verið að mynda 1200 manna leitarteymi sem að unnu að því að finna þau. Yfirlýsing hafði verið send til Nebraska, Kansas, South Dakota og Wyoming. Parið hafði verið nýbúið að myrða skósölumann og þegar þau voru að reyna að komast í burtu náðu þau ekki að starta bílnum. Starkweather bað þá vegfaranda um hjálp, Joseph Sprinkle hét hann. Sprinkle áttar sig á því hver þau eru og hringir á lögguna, á meðan hann bíður eftir löggunni heldur hann Starkweather niðri. Þegar löggan kemur gefur Fugate sig fram en Starkweather flýr á bílnum hans Sprinkle og löggan eltir hann. Löggan skýtur á hann, svo hann verður hræddur, stoppar bílinn og gefur sig fram.

 

ENDALOK MÁLSINS

Charles Starkweather var sakfelldur og dó í rafmagnsstólnum í Nebraska eftir að hafa verið í fangelsi í eitt og hálft ár. Caril Ann Fugate reyndi fyrst að neita sök, sagðist hafa verið gísl Starkweather. Þó svo að hún hafi verið undir lögaldri, en hún er yngsta konan sem hefur verið kærð fyrir morð af fyrstu gráðu, var hún sakfell og var í fangelsi í 17 ár. Hún er enn á lífi í dag.

Þessi mynd sýnir Fugate eins og hún er í dag.

Þessi mynd sýnir Fugate eins og hún er í dag.

 

FORSAGA PARSINS

Þegar Charles Starkweather var yngri gekk honum mjög illa í skóla, honum var strítt vegna málgalla hans og því að hann var verulega hjólbeinóttur. Í íþróttum fékk hann þó mikla útrás á krökkunum sem voru leiðinlegir við hann. Æskuvinur hans segir frá því að hann hafi verið mjög góður við vini sína en hrottalegur við þá sem að honum líkaði illa við eða voru betri en hann. Þegar hann var kominn á táningsaldur sá hann myndina Rebel Without a Cause og varð þá heillaður af karakter James Dean. Í framhaldi byrjaði hann að klæða sig, haga sér og líta út eins og hann. Eftir að Charles hætti í framhaldsskóla byrjaði hann að verða mjög þunglyndur. Hann trúði því að hann gæti ekki gert neitt rétt og þyrfti að lifa restina af ævinni í volæði.

Caril Ann Fugate bjó í Lincoln, Nebraska, með mömmu sinni og stjúpföður. Hún kynntist 13 ára gömul Charles árið 1956 í gegnum kærasta systur sinnar.

 

SAKHÆFI?

Að okkar mati eru bæði Starkweather og Fugate sakhæf, að vísu er hún undir lögaldri og gæti verið með skerta raunveruleika skynjun. Við ályktum það vegna þess að hún sér Charles drepa fjölskyldu sína og fer ekki í uppnám heldur passar að enginn komi inn. Allt bendir til þess að Starkweather hafi ranghugmyndir um hver hann er, hann gæti hafa haldið sig vera James Dean. En engu að síður drápu þau bæði sjálfviljug.

 

PERSÓNULEIKARASKANIR

Við ályktum að Starkweather sé með andfélagslegan persónuleika (18.2.1). En hann getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið, t.d. er hann með stelpu sem að er kornung. Hann er mjög pirraður og sýnir ofbeldishneigð, t.d. gagnvart mömmu hennar sem að leiðir til þess að hann myrðir hana og alla nálægt. Hann er mjög hvatvís og skortur er á áætlanagerð hjá honum.

Við teljum Caril hafa verið með jaðarpersónuleikaröskun (18.2.2.) eftir að hafa horft á heimildarmynd um hana. Hún sýndi og sagði frá geðsveiflum, átti í óstöðugu og sveiflukenndu sambandi við Charles en hún elskaði hann á tímabili en hatar hann í dag. Hún sýndi truflun á sjálfsmynd í viðtölum.

 

AÐRAR GEÐRASKANIR 

Við teljum að Caril Ann hafi verið með hegðunarröskun (15.3.). En hún hefur notað vopn sem geta valdið öðrum skaða og hefur valdið öðrum skaða. Hún hefur stolið frá fórnarlömbum og brotist inn í hús. Einnig hefur hún þvingað aðra til kynlífsathafna. Við teljum einnig að hún sé með andfélagslega (persónuleika) röskun (15.4.), en hún sýnir andfélagslega persónuleikaröskun þó að hún sé bara barn.

Charles var með lesröskun (1.1.1. í DSM4) eða sértæka námsröskun (1.5.1.) þegar hann var yngri. Hann var einnig með málgalla, nánar tiltekið stam (1.2.3.).

 

ÁHUGAVERÐ MYNDBÖND 

Í þessu myndbandi má heyra síðasta viðtalið við Charles Starkweather áður en hann var tekin af lífi.

Í þessu myndbandi er viðtal við Caril Ann Fugate en hún er ennþá lifandi í dag.

Comments

  1. Kristján says:

    Sigrún Líf og Unnur! Kynningin var bara upp á 7,5 en þetta er mun betra. Raunar mjög gott. Greiningin sérstaklega. 9,0. Takk, kærlega. Kristján

Speak Your Mind