post

Hulme og Parker

Hulme og Parker

 hulme

Juliet Hulme (15 ára) og Paulina Parker (16 ára) voru frá Nýja Sjálandi. Þær voru kærðar fyrir morð á móðir henna Parker, Honorah Rieper.

Parker var af lágstéttar fjölskyldu á meðan Hulme var dóttir Henry Hulme sem var virtur eðlisfræðingur og var starfandi sem rektor í University of Canterbury í heimabæ þeirra. Hulme og Parker voru báðar með líkamlega sjúkdóma og Parker var send til Bahamas til þess að ná bata. Stelpurnar kynnast síðan eftir að Hulme kemur heim frá Bahamas. Þær urðu mjög nánar vinkonur en vinskapur þeirra þróaðist og þær mynduðu sinn eigin fantasíu heim saman. Þær stálust oft út á nóttinni og eyddu nóttinni með að leika fantasíu sögurnar og karaktera sem þær höfðu búið sér til. Foreldrar þeirra fundust vinasamband þeirra mjög óviðeigandi og þau höfðu áhyggjur að samband þeirra væri kynferðislegt. Samkynhneigð á þeim tíma var talinn vera geðsjúkdómur þannig bæði foreldrarnir reyndu að sjá til þess að stelpurnar myndu ekki hittast. Árið sem þær framkvæmdu morðið á mömmu Parker, þá skildu foreldra Hulme. Pabbi hennar sagði af sér starfi sem rektor hjá Canterbury College og ákvað að fara aftur til Englands. Það var þá ákveðið að Hulme yrði send til Suður-Afríku að búa hjá ættmönnum sínum, í fyrsta lagi vegna heilsu hennar, en líka til þess að skilja þær Parker að. Parker sagði mömmu sinni að hún vildi fara með Hulme til Afríku, en mamma hennar Parker sagði bara að það væri ekki í boði. Þá plönuðu stelpurnar morðið á mömmu hennar Parker og þær plönuðu að flytja síðan til Hollywood í Bandaríkjunum saman, þar sem þær trúðu að þær myndu gefa út bækur og vinna í kvikmyndagerð.
Morðið:
22. júní 1954 fannst líkið á Honorah Rieper í Victoria garðinum í Nýja Sjálandi.
Þennan morgun höfðu þær Honorah, Juliet og Paulina farið í göngutúr í Victoriu garðinum. Um 130 metra afsíðis af veginum, inni í skóginum, nálægt lítillri tré brú, höfðu þær slegið Honorah 40 sinnum í hausinn með múrstein í sokkabuxum sem leiddi til dauða hennar. Eftir að hafa framið morðið, sem þær höfðu planað fyrirfram, fóru þær til baka á kaffihúsið sem þær höfðu verið á með Honorah nokkrum mínutum fyrir morðið. Þær rákust á eigendur kaffihússins og sögðum þeim að Honorah hafði dottið á hausinn. Lögreglan fann morðvopnið mjög snemma og það fannst nálægt skóginum. Sagan þeirra um að Honorah hafi dottið á hausinn var flótt afsönnuð.

vopn
Sakhæfi eða ósakhæfi?
Í réttarhöldunum var talið að þær voru geðveikar og með eitthvað sem kallast „lesbianism“ sem átti sem sagt að vera geðsjúkdómur. Þær fengu 5 ára fangelsisdóm því þær voru taldar of ungar fyrir dauðadóm. Sumir segja að þeim var sleppt út með þeim skilyrðum að þær myndu aldrei hafa samband við hvor aðra aftur.
Við teljum að þær séu sakhæfar vegna þess að núna er búið að finna út að þær hafi rætt morðið og ákveðið hvernig það yrði framkvæmt.
Hérna er bútur úr dagbók Parker sem hún hafði skrifað áður er morðið var framið:
“… we decided to use a rock in a stocking rather than a sandbag. We discussed the moider fully. I feel very keyed up as if I was planning a Surprise party … So next time I write in this diary Mother will be dead. How odd, yet how pleasing.”
Við teljum að Parker hafi verið ráðandi aðilinn í þessu máli en okkur finnst líklegt að hún myndi hafa drepið einhverja aðra manneskju ef hún væri í öðrum aðstæðum í lífinu. Þær voru samt sem áður báðar haldnar ranghugmyndum og ofskynjunum.

Greining:
Við teljum að Parker hafi verið hæðispersónuleikaröskun útaf því að Hulme hélt að Parker myndi drepa sig ef þær myndu verða aðskildar.
Einkennin af röskuninni eru þau að einstaklingurinn hefur langvarandi og ýkta þörf fyrir að láta sjá um sig sem leiðir til eftirgefanlegrar hegðunar og hræðslu við aðskilnað frá upphafi fullorðins ára. Þarfnast annarra til að taka þátt í flestu meiri háttar í lífi hennar eins og til dæmis þurfti Hulme að hjálpa til með morðið.
Á erfitt með að hefja verkefni eða gera eitthvað sjálf vegna lítils sjálfstraust á eigin dómgreind eða hæfileikum fremur en vegna lítils áhuga eða orku.
Hulme fannst hún þurfa að gera Parker þann greiða að hjálpa henni við að drepa mömmu hennar því það væri annað hvort lífið hennar Parker eða Honorah.
Samkvæmt okkar vitneskju eru þær báðar með hugvilluröskun sem einkennir sig þannig að einstaklingurinn hafi ranghugmyndir sem vara í að minnst 1 mánuð eða lengur, fyrir utan ranghugmyndirnar og þær afleiðingar sem þær hafa þá er hegðunarmynstur ekki merkjanlega truflað eða einkennilegt. Þær lifðu báðar í sínum eigin fantasíuheimi.

Hvar eru þær í dag?
Eftir fangelsisvistina breytti Hulme nafninu sínu í Anne Perry og byrjaði að starfa sem rithöfundur.  Anne Perry hefur gefið út 40 bækur sem einkennast allar af því að vera um glæpi og fantasíur.
Pauline Parker breytti sínu nafni í Hilary Nathan og starfar nú sem skólastjóri í reiðskóla í Norður hluta Skotlands, aðeins 160 km frá Anne Perry.

 

 

 

Comments

  1. Kristján says:

    Birta, Brynja og Margrét! Þokkalega gert, en íslenskan er ekki nógu góð, þið eruð þrjár, svo þið hefðuð átt að lesa þetta betur yfir. Ég er sammála greiningu ykkar svo langt sem hún nær, en varla er þó hægt að segja að þær séu með ranghugmyndir. Þetta er svo merkilegt mál, þið hefðuð getað gert mun meira úr efninu. Kynningareinkunn var 8,0 en bloggið bara 6,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind