post

Leopold og Loeb

Nathan Leopol

Nathan Leopold fæddist 19. nóvember, 1904 í Chicago, Illinois. Leopold fæddist inn í forríka fjölskyldu. Hann var eldklár og talaði sín fyrstu orð fjögra mánaða gamall og var talin vera með 210 í greindarvísitölu en meðalgreind börn eru aðeins með 100. Hann hafði lært 15 tungumál og talaði allavega 5 reiprennandi. Á tíma morðsins eða þegar hann var 19 ára þá hafði hann þegar lokið háskólaprófi úr háskólanum í Chicago og var næsta skref að fara í Harvard lögfræðiskóla.

 

Nathan Leopold

Nathan Leopold


Richard Albert Loeb

Richard Albert Loeb fæddist 11. júní, 1905 í Chicago. Hann fæddist einnig inn í ríka fjölskyldu og var hann eins og vinur sinn Leopold alveg eldklár og útskrifaðist 17 ára úr háskóla og var hann sá yngsti til að útskrifast úr Háskólanum í Michigan. Þrátt fyrir gáfu sína var honum lýst sem lötum, hvatningarlausum og áhugasamur á glæpum. Hann eyddi mest öllum tímum sínum að lesa sakamálabækur.

Richard Albert Loeb

Richard Albert Loeb.

Morðið á Robert Franks

Leopold sem var 19 ára þarna og Loeb sem var 18 ára ákváðu að ræna litlum strák og fremja þar á eftir hið fullkomna morð. Þeir plönuðu morðið í sjö mánuði allt frá aðferðum við brottnámið á stráknum og hvernig þeir ættu að losa sig við líkið. Meitill var morðvopnið sem þeir notuðu.
Eftir langa leit af fullkomnu fórnalambi ákváðu þeir loks að myrða 14 ára Robert Franks. Loeb þekkti Robert mjög vel. Hann var frændi hans í aðra ætt, þeir bjuggu á móti hvor öðrum og höfðu þeir oft spilað tennis saman.

Robert Franks með föður sínum um 1920

Robert Franks með föður sínum um 1920.

Parið setti þetta vandlega skipulagða plan af stað þann 21. maí 1924. Þeir notuðu bíl sem Leopold afði leigt undir nafninu Morton D. Ballard. Þeir buðu Robert litla far þar sem hann var á leiðinni heim til sín úr skólanum þennan dag. Robert neitaði þar sem það var örstutt eftir af heimleiðinni. En þá tældi Loeb hann inn í bíllinn með því að segja honum að hann þyrfti að ræða við hann um tennis. Leopold keyrði bílinn og Loeb sat aftur í með meitilinn við hönd. Þar sem Robert sat í farþegasætinu stakk Loeb hann nokkrum sinnum í hausinn aftan frá og dró hann svo í aftur sætið þar sem hann kyrkti hann með efnisbút. Þannig var Robert Franks myrtur. Þeir keyrðu síðan líkið að Wolf Lake í Hammond, Indiana sem er 40 km frá Chicago. Svo helltu þeir sýru yfir andlit, kynfæri og einkennandi líkamshluta. Eftir að þeir komu aftur í bæinn var strax byrjað að leita af Franks en þeir eyddu samt sínu kvöldi í að spila.
Eftir að líkið fannst þá brenndu þeir sönnunargögn eins og reipi sem þeir notuðu til að færa líkið. Þá voru þeir vissir um að þeir höfðu framið hið fullkomna morð og héldu áfram með lífið sitt eins og venjulega. Lögreglan hóf svaka mikla rannsókn á morðinu. Loeb hélt áfram lífinu sínu hljóðlega á mepan Leopold talaði mikið við lögregluna og sagði til dæmis við hana að ef hann myndi myrða einhvern þá væri það strákur eins og Franks:

“If I were to murder anybody, it would be just such a cocky little son of a bitch as Bobby Franks”.

Lögreglan fann svo gleraugu Leopolds rétt við líkið og var strax hægt að rekja þau til Leopolds. Hann neitaði og sagðist hafa verið í fuglaskoðun á þessu svæði. Báðir voru svo settir í yfirheyrslu 29. mai og voru þeir það heimskir að hafa ekki sömu frásögn. Þeir játuðu síðan báðir og fengu báðir einn lífstíðardóm plús 99 ár.
Loeb var drepinn í fangelsi af klefafélaga sínum en Leopold var leystur út eftir 33 ár og dó síðar af hjartaáfalli.

Gleraugun sem Leopold missti

Gleraugun sem Leopold missti

Greining

Ekki var hægt að greina þá nema með vægan andfélagslegan persónuleika. Þeir voru mjög eðlilegir og gerðu þetta einnig til að stytta sér stundir.

Hér er heimildamynd um málið

 

Hér er trailer af bíómynd um málið Murder by numbers

Comments

  1. Kristján says:

    Auður og Ólafía! Kynningin var góð, upp á 8,0, en þetta er ekki eins vel gert. Þið eruð með mjög athyglisvert mál, en gerið lítið með það og geðgreining er í algjöru lágmarki. Einkunn 5,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind