post

Kynþáttafordómar

Þýðing:

Þetta er sniðug mynd.

Strákurinn til vinstri segir að honum líkar við að vera svartur. Strákurinn til hægri segir að það sé flott og að honum líkar við að vera hvítur. Þá segir sá til vinstri að strákurinn til hægri sé kynþáttahatari (rasisti). Er ekki strákurinn til vinstri líka kynþáttahatari fyrst að honum líkar við húðlitinn sinn? Er maður kynþáttahatari ef manni líkar við húðlitinn sinn?

post

Eitthvað til að hugsa um

post

Þegar meðalið er hið sama og vandinn

Mikil umræða hefur farið fram um svokallaða jákvæða mismunun t.d. í formi kynjakvóta síðastliðin misseri. Nefnd mismunun felur ofast í sér að karlmönnum er mismunað til að leiðrétta þá mismunun sem konur hafa þurft að sæta frá aldaöðli – og sæta enn – þó vissulega geti kynjakvótar haft öfug áhrif eftir atvikum.

Er aftur á móti réttlátt að mismuna karlmönnum á þeim forsendum að þeir njóti forréttinda gagnvart konum vegna kynferðis síns?

Markmið jákvæðrar mismununar af þessu tagi er væntanlega að útrýma eða minnka þá mismunun sem konur hafa þurft að mæta í lífinu. En er aðferðin ekki í algerri þversögn við markmiðið? Að mismuna hópi A til að koma í veg fyrir mismunun hóps B. Mér hefur allaveganna alltaf fundist svoldið skrítið þegar meðalið gegn vandanum er hið sama og vandinn sjálfur. Við höfum oft séð þessa lausn í öðrum birtingarmyndum eins og þegar stríð á að enda stríð. Í

Það er líka alltaf spurning hvort afleiðing kynjakvóta sé sú sem vonast er eftir, minni mismunun kynjanna. Erum við ekki að skerpa skilin milli kynjanna enn frekar með því að skipta þeim í jafn afmarkaða hópa. Gæti það ekki leitt það af sér að við pælum frekar í kyninu heldur en þeim eiginleikum sem einstaklingurinn býr yfir?

Þeim rökum hefur verið hent fram til stuðnings kynjakvóta að með þeim séum við að breyta viðmiðunum í samfélginu og búa til fyrirmynd fyrir samfélag jafnréttis. Eru samt ekki til aðrar leiðir til þess að ná þessu markmiði fram? Leiðir sem fela ekki í sér mismunun kynjanna? Hér er hægt að nefna kynjafræðsla sem skyldufag og almenn vitundavakning í samfélaginu.

Gefum okkur það að kynjakvótar í t.d. stjórnum fyrirtækja nái markmiði sínu að minnka eða útrýma þeirri mismunun sem fólk verður fyrir vegna kynferðis síns. Er það samt sem áður réttlátt að mörgum einstaklingum sé mismunað til þess að í framtíðinni verði færri einstaklingum mismunað?

Ég tek fram að ég veit ég ekki hvað mér finnst um kynjakvóta en þetta er bara svona pæling.