post

The Moors Murders!

Himu alræmdu Moors morðin, sem áttu sér stað í Manchesters á árunum 1963-1965, voru talin meðal hrottalegustu morðinn í Bretlandssögu. Þau voru framin af Ian Brady, karlmanni á þrítugsaldri og Myru Hindley, kvennmanni á tvítugsaldi. Saman myrtu þau 5 börrn á tveggja ára timabili frá aldrinum 10 til 17 ára.

Ian Brady

Brady fæddis 2.januar árið 1938. Barnæska Ians var erfið og átti hann ekki gott uppeldi. Hann þurfti að upplifa fátækt, hafa engan föður og varð úr því mjög fjarrænn, einangraður og siðlaus gagnvart öðrum. Þegar hann varð fjórtán ára fékk hann taugaáfall og andlega ástand hans brotnaði endanlega niður. Hann varð þjófur og hugsaði aðalega um sinn eigin hagnað og lifnun, varð siðblindur og hafði ekki samúð með aðra. Hann byrjaði að lesa satanísk og nazi rit, sem veittu honum létti á lífinu.

Ian Brady

Myra Hindley

Hindley fæddist 23. júlí, árið 1942 í Manchester, og dó árið 2002. Ólíkt æsku Bardys, átti Hindley frekar venjulega æsku. Hún ólst upp hjá ömmu sinni, en eftir að hafa orðið fyrir áfalli 15 ára, fór hún að heiman og skipti yfir í rómverska-kaþólska trú. Hún kynntist Brady þegar hún var tvítug, þar sem hann vann í búð.

Myra Hindley

Morðin

Hindley gerði allt fyrir Brady. Það leiddi til þátttöku hennar í morðum Ians. Meðal þeirra hluta sem að Hindley gerði var að tæla fórnalömbin upp í bíl með sér. Hún vingaðist við fórnalömbin á meðan að Hindley var að keyra þau upp á hálendið til Brady. Þar beið Brady eftir fórnalömbunum þar sem að hann myndi seinna meir nauðga, pynta og gera margt fleira við þau áður en að hann drap þau. Hann gróf nánast öll líkin á heiðinni, nema lík Edward Evans, sem fannst heima hjá parinu.

Handtakan

Þann 7.október var hringing gerð til lögreglu. Í símanum var vitni sem sagði lögreglunni frá atburði sem hafði gerst kvöldinu áður. Stuttu seinna kom lögreglan heim til þeirra. Hindley svaraði dyrunum og lögreglan bað um að fá að tala við kærastan hennar. Hún hleypti þeim inn. Brady sat í setustofunni, þar sem hann var að lesa dagblað. Lögreglan bað um að fá að skoða sig um, sem parið játaði. Þegar komið var upp á efri hæð hússins, kom lögreglan að læstum dyrum. Eftir að Hindley neitaði að gefa þeim lykilinn, með þeirri afsökun að hann væri á vinnustaðinn hennar, kom Brady og sagði henni að gefa þeim lykilinn. Eftir að lögreglumennirnir komust loks inn, fannst lík Edward Evans á rúmdýnu, umvafinn í plastpoka. Brady var handtekinn á staðnum og tekin niður á lögreglustöð og Myra fylgdi nokkrum dögum seinna.

Myra og Ian að lifa sælu lífi

Bíómyndir vs. Raunveruleikinn

Myndirnar tvær sem við horfðum á varðandi málefnið voru vissulega mjög ólíkar. Í heimildarmyndinni, sem fjallar um morðin eftir raunverulegri heimildum, sýnir fram að  svokallaði “leiðtogi” parsins var Brady, en hann hafði stjónar Hindley í sambandinu og nýtt sér sakleysi hennar til að framkvæma hrottaverkinn. Í kvikmyndinni See No Evil, er hins vegar gefið í skyn að Hindley hafi verið hinn raunverulegi sökudólgur og neitt Brady til að vinna með sér. Ekki er vitað fyrir vissu hvort er raunveruleigi sannleikurinn, þótt að við teljum kvikmyndina gæti verið á réttri leið, því við getum virkilega ekki trúað því að nokkur andlega heilbrigð kona myndi nokkurn tíman vilja taka þátt í jafn ógeðfeldum og siðlausum morðum eins og þau frömdu, nema við að fá eitthverja ánægju úr því.

Sakhæf eða Ósakhæf?

Við teljum að Ian Brady og Myra Hindley séu sakhæf. Upplýsingarnar sem að við öfluðum okkur sýndu okkur það að þau voru meðvituð um verknaðinn sinn og gerðu það sem þeim langaði til. Ian átti við einhver vandamál að stríða og drap fyrir sinn hagnað. Hann fékk einnig ánægju og gleði fyrir að drepa því að hann var með enga samúð fyrir öðrum. Hindley var hins vegar blind af ást og drap til þess að heilla Brady. Hún vildi ekki missa hann og gerði allt til þess að vera með Brady. Hindley hafði einnig ánægju á að horfa á Brady drepa fórnalömbin sín því að henni fannst gaman að sjá einhvern þjást.

DSM5

Ian Brady 
  • 18.2.1. Andfélagsleg Persónuleikaröskun ,,Langvaradi hegðunarmynstur vanvirðingar og brota á réttindum annarra, sem eiga sér stað frá 15 ára aldri, eins og meta má út frá 3 (eða fleiri) af eftirfarandi: 1. Getur ekki haldið sig við félagsleg viðmið varðandi virðingu fyrir lögum, eins og að meta má út frá endurteknum athöfnum sem varðar handtöku. 4. Pirringur og ofbeldishneigð, eins og sjá má af endurteknum slagsmálum eða árásum. 7. Skortur af eftirsjá, eins og sjá má þegar þær sýna engin viðbrögð við (eða réttlæta) misnotkun, meiðsl eða þjófnað.”

Ian var stanslaust að fá ung börn til þess að koma með sér og gerði allskonar hluti við þau þangað til að hann drap þau. Honum virtist vera alveg sama hver það var sem hann var að drepa, eina sem skipti máli að það var gaman. Ian gerði þessa atburði aftur og aftur þótt að þetta var bannað samkvæmt lögum og hann virtist ekki hafa neina samúð með þeim sem að hann drap.

  • 19.6. Sadismi ,,Á minnst 6 mánaða tímabili, endurteknir eða sterkir kynórar, kynhvatir eða hegðun sem felur í sér athafnir (raunverulegar, ekki eftirlíkingar) þar sem sálfræðilegar eða líkamlegar kvalir (þ.á.m. niðurlæging) fórnalambs er kynörvandi fyrir framkvæmdaraðilann. Persónan hefur hegðað sér í samræmi við þessar kynhvatir gagnvart aðila sem vill það ekki, eða þá að hvatirnar eða fantasíurnar valdi verulegri þjáningu eða erfiðleikum í samböndum.”

Ian fór með fórnalömbin sín upp á heiði þar sem að hann var að níðast á þeim, pynta þau og nauðga þeim.

Myra Hindley
  •  18.3.2 Hæðis Persónuleikaröskun ,,Langvarandi og ýkt þörf fyrir að láta sjá um sig sem leiðir til eftirgefanlegrar hegðunar og hræðsu við aðkilnað frá upphafi fullorðinsára og sem sjá má á ólíkum sviðum, eins og meta má út frá 5 af eftirfarandi: 1. Á erfitt með hversdagslegar ákvarðanir nema með því að ráðgast við marga og þarfnast sannfæringar. 2.Þarfnast annarra til að taka ábyrgð á flestu meiri háttar í lífi hennar. 3. Á erfitt með að andmæla örðum vegna hræðslu við að tapa stuðningi eða velþóknun. 5. Gengur svo langt í að fá næringu og stuðning frá öðrum, að hún býðst til að gera óþæginlega hluti. 8. Er of upptekinn af hræðslu við að vera ein og yfirgefin og þurfa að sjá um sig sjálfa.”

Myra var oft með Ian og vildi alltaf vera með honum. Ef að Ian bað hana um eitthvað þá fór hún strax í málin. Hún gerði allt fyrir Ian því að hún var svo hrædd um að hann myndi fara frá henni og hún myndi enda ein og yfirgefin.

  • 5.1. Aðskilnaðarkvíði ,,Þróun óviðeigandi og ofaukins kvíða varðadni aðskilnað frá þeim sem einstaklingurinn er nátengdur, eins og sjá má af minnst 3 af eftirfarandi: 1. Endurteknar og ýktar áhyggjur þegar viðkomandi á von á eða upplifir aðskilnað frá heimili eða nákomnum. 3. Endurteknar og ýktar áhyggjur að óvænt atvik muni valda aðskilnaði við uppalanda sem myndi valda aðskilnaði við helstu nákomna. 5. Endurteknar og ýkt hræðsla eða tregða við að vera einn eða án mjög nákomins aðila heimavið eða við aðrar aðstæður.”

Myra gerir allt fyrir Ian. Hún vill að hann sé glaður og vilji vera með henni. Hún er hrædd um ef að hún þjónar honum ekki þá muni hann yfirgefa hana og þá endar hún ein.

 

Hér er smá brot af stuttri heimildarmynd. Hins vegar er þetta ekki myndin sem að við horfðum á en þetta segir allt sem segja þarf í stuttu máli.

 

Comments

  1. Kristján says:

    Anna og Emilía Heiða! Ágætlega gert, myndefni gott, og greining líka, nema þið missið af augljósa dæminu, sem er Barnahneigð. Annars nokkuð gott, íslenskan er því miður ekki alltaf í lagi. Sumt hefði mátt ræða betur. Kynningin var 8,5, en bloggið 7,0. Takk, Kristján

Speak Your Mind